Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kostunica spáð stórsigri BelgTad. AFP. STORSIGUR blasir við Stjórnar- andstöðubandalagi Vojislavs Kost- unica, forseta Júgóslavíu, í vænt- anlegum þingkosningum í des- ember, ef marka má niðurstöðu skoðanakönnunar sem birtist í gær í dagblaðinu Blic, sem gefið er út í Belgrad. Skoðanakönnunin sýnir að ef gengið væri til kosninga nú myndi Stjórnarandstöðubandalag- ið hljóta 61% atkvæða, sem þýddi hreinan meirihluta í serbneska þinginu en á því eru 250 þing- menn. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem gerð er síðan fyrrverandi for- seta Júgóslavíu, Slobodan Milosev- ic, var steypt af stóli í síðasta mán- uði. Hún náði til 1200 manns og var gerð 18.-22. október. Eingöngu 11% aðspurðra sögð- ust ætla að kjósa flokk Milosevic, Sósíalistaflokkinn. Flokkur þjóð- ernissinnans Vojislav Seselj, Rót- tæki flokkurinn, fengi aðeins 3% atkvæða. Þessir tveir flokkar mynduðu ásamt Júgóslavneska vinstriflokknum, sem Mira Mark- ovic, eiginkona Milosevic leiðir, ríkisstjórn Serbíu áður en bráða- birgðastjórnin sem nú fer með völdin tók við. Stuðningsmenn Kostunice líta á kosningarnar, sem fara munu fram 23. desember, sem tækifæri til að ryðja stuðningsmönnum Milosevic endanlega úr vegi. Reuters Fórnarlamb flutt úr flaki risaþotunnar. 79 manns létust í flugslysinu í Taívan Rannsókn hafln á orsökum slyssins Tapei. AFP, AP, Reuters ALLS létust 79 manns er Boeing 747-400 þota fórst í flugtaki á Chi- ang Kai Shek flugvellinum í Taipei á Taívan í fyrradag. 56 voru enn á sjúkrahúsi í gær vegna brunasára, sumir alvarlega slasaðir. 44 sluppu hins vegar með lítil eða engin meiðsli, en þeir sátu flestir á efri hæð risaþotunnar. Þotan skall nið- ur strax eftir flugtak og hlutaðist í sundur, og kviknaði í henni um leið. Ættingja hinna látnu og slösuðu dreif á slysstað í gær. Mörg lík- anna eru svo illa brunnin að beita þarf DNA prófi til að bera kennsl á þau. Rannsókn er hafin á orsökum slyssins. Svörtu kassarnir tveir með upptökum úr flugstjórnarklef- anum og flugupplýsingum fundust í gær. Ymsar tilgátur voru á lofti um hvað olli því að risaþotan skall á flugbrautinni, hlutaðist í sundur og kviknaði í henni. Rick Clement, talsmaður Singa- pore Airlines, flugfélagsins sem átti þotuna, hafði eftir flugstjóran- um, C.K. Foong, að vélin hefði rekist á einhvern hlut, á eða við flugbrautina, og að sá árekstur hefði valdið slysinu. Talið er að rannsóknin muni beinast að fram- burði Foong en að sögn Clements Getgátur um árekstur við gröfur þekkti hann til á flugvellinum og var vel fær um að meta aðstæður. Verið að rannsaka hvort þotan rakst á gröfur Chou Kuang-tsan, meðlimur í flugöryggisráðinu sem rannsakar flugslys á Taívan, sagði að verið væri að rannsaka hvort þotan hefði rekist á gröfur sem var lagt i grennd við flugbrautina. Þær voru skemmdar en ekki var ljóst hvort það var vegna áreksturs flugvélar- innar fyrir eða eftir slysið. „Við erum einfaldlega að safna upplýsingum núna og höfum ekki haft neinn tíma til að greina þær.“ Taívönsk sjónvarpsstöð gaf í skyn að flugmaðurinn hefði reynt að taka á loft frá vitlausri flug- braut og rekist á tól og tæki í grennd brautarinnar. Máli sínu til stuðnings sýndi stöðin mynd af skemmdu gröfunum. Talsmenn flugfélagsins sögðu hins vegar að brak vélarinnar hefði dreifst og það skýrði vangaveltur um að flug- maður hefði tekið á loft frá vit- lausri braut. Fyrstu orsakir sem varpað var I fram í fyrradag voru að veður hefði valdið slysinu. Mikil rigning var þegar það átti sér stað og sterkur vindur. En að sögn flug- málayfirvalda var hvorugt yfir hættumörkum. Clement, talsmað- ur flugfélagsins, benti á að aðrar flugvélar hefðu tekið á loft á sama tíma. „Flugmaðurinn hefði ekki fengið að fljúga ef veðurskilyrði | hefðu verið mjög slæm.“ Singapore Airlines, sem hefur þótt eitt það öruggasta í heimin- um, bauð fjölskyldum hinna látnu umsvifalaust 25.000 dollara, um 2,2 milljónir ísl. kr. í skaðabætur. For- stjóri þess, Michael Fam, harmaði slysið í gær og sagði það mikinn harmleik. Hlutabréf flugfélagsins lækkuðu um 4.5.% í kjölfar slyssins, en hækkuðu aftur er leið á daginn, þannig að í lok dags nam lækkunin 1,7%. Flugslysið er það fyrsta í sögu þessa flugfélags, sem löngum hefur verið eftirlæti kaupsýslu- manna, einmitt vegna sögu sinnar. Ekki er talið að ímynd fyrirtækis- ins bíði langvarandi skaða af því. Tugir farast í fellibyl AÐ minnsta kosti 45 manns fórust og 11 var saknað í gær eftir að felli- bylurinn Xangsane gekk yfir Taív- an. Mikið regn fylgdi fellibylnum og talið er að sterkari vindar hafi ekki blásið á eynni í þrjá áratugi. Margar ár flæddu yfir bakka sína og olli það víða aurskriðum. Fjórtán manns drukknuðu þegar vatn flæddi inn á elliheimili í hérað- inu Keelung og fimmtán taóistar létust þegar vatn flæddi inn í kjall- ara þar sem þeir voru við helgi- athöfn. Aðrir urðu fyrir aurskrið- um eða drukknuðu í flóðum. Bæimir Hsichi, Nankang, Juifang og Mucha í nágrenni höfuðborgar- innar Taipei urðu verst úti. A myndinni sjást björgunarmenn sigla á gúmmíbát um götur Hsichi í gær. Titringur f færeyskum stjórnmálum eftir stefnubreytingri lögmannsins Landstjórnin einhuga Þórshöfn. Morgunblaðið. FRÁ því Anfinn Kallsberg, lögmaður Færeyja, lýsti í fyrradag yfir stefnubreytingu landstjómar- innar í sjálfstæðismálum, hefur mikið gengið á í færeyskum stjómmálum. Stefnubreytingin felst í því, að sá samnings- grundvöllur, sem landstjómin lagði upp með í samningaviðræðumar við dönsku stjómina í marz sL, með færeyskt fullveldi í einu skrefi að markmiði, verður nú lagður til hliðar. Þess í stað segir lögmað- ur Færeyinga að gengið verði út frá gildandi heimastjórnarlögum, sem að sögn Kallsbergs á að fella úr gildi í áföngum, samtímis því að fjárstyrkur danska ríkisins til færeyska landsjóðsins verður dreginn saman. Danski styrkurinn stendur eins og er undir um þriðjungi ríkisútgjalda í Færeyjum og samsvarar um tíu milljörðum íslenzkra króna. „Með þessu móti öðlast Færeyjar fullveldi smátt og smátt,“ tilkynnti Kallsberg, en þessi tilkynning hans kom þó nokkuð flatt uppá forystumenn sam- starfsflokka Þjóðarfiokks (Fólkaflokks) Kallsbergs í landstjórninni, Högna Hoydal úr Þjóðveldis- flokknum og Helena Dam á Neystabp úr Sjálf- stjómarflokknum. Þeim hafði fyrirfram ekki verið Ijóst, að Kallsberg hygðist lýsa þessari stefnu- breytingu yfir. Túlkað sem tilboð tiljafnaðarmanna Ýmsir túlkuðu orð lögmannsins sem beint tilboð til Jafnaðarmannaflokksins, sem er í stjórnarand- stöðu á færeyska Lögþinginu. Spruttu upp vanga- veltur um að Kallsberg ætlaði sér nú ekki aðeins að afla stuðnings jafnaðarmanna við samningaumleit- anir landstjómarinnar við Dani, heldur jafnvel að bjóða þeim aðild að landstjóminni. Talsmenn flokkanna þriggja, sem nú standa að landstjóminni, reyndu hins vegar eftir samráðs- fund á þriðjudag að kveða niður slíkar vangaveltur. Samstarfsflókkamir stæðu allir að baki stefnu- breytingunni. Að auki var ákveðið, að í dag, I fimmtudag, myndi lögmaðurinn leggja fram hinar nýju hugmyndir sínar að breyttum samnings- gmndvelli fyrir næstu viðræðulotu við Dani. Með 1 því skyldu kveðnar niður hvers kyns sögusagnir um % að Þjóðarflokkur Kallsbergs hygði á að kúpla sig út * úr stjórnarsamstarfi við Þjóðveldisflokkinn í því skyni að fá jafnaðarmenn í lið með sér til að ná þess konar samningum við Dani um framtíðarstöðu Færeyja, sem ömggur meirihluti íbúa eyjanna myndi styðja. „Það á enginn að velkjast í vafa um, að land- stjórnin hefur ekki gefið áformin um sjálfstæðar Færeyjar upp á bátinn. Landstjómin er einhuga um þessa stefnu, og hefur öraggan meirihluta fyrir henni í lögþinginu," sagði Hpgni Hoydal í lögþing- j inu í gær, en hann er ráðherra sjálfetæðismála í | landstjóminni og varalögmaður Færeyja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.