Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 31

Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 31 Gagnagrunnsglæpir BÆKUR Skáldsaga MÝRIN eftir Arnald Indriðason. Vaka/ Helgafell, 2000.280 bls. ÞAÐ er varla auðvelt að skrifa sannfærandi sakamálasögu sem ger- ist í íslenskum veruleika. Srnæð samfélagsins og tiltölulega fáir stórglæpir gera slíkar sögur vandmeðfarnar og oft ósannfær- andi. Stórglæpir eru t.a.m. gjarmin þess eðlis á ís- landi að á bak við þá eru lítt flókin plott og augljós. Þetta eru harmsög- ur en varla efni í skáldsögur, hvað þá sakamálasögur. Því leyfi ég mér að taka ofan hatt- inn fyrir því fólki sem leggur á þau óvissu mið sem slík skáldsagnagerð er, ekki síst þar sem flest glæpasög- uminni eru þekkt og mikið notuð. Eg hygg þó að sakamálasögur umfram aðrar sögur spegli býsna vel ýmsan samfélagslegan vanda. Þrátt fyrir ævintýralegt yflrbragð þeirra, hetju- dýrkun og einfalda heimssýn þar sem illt og gott vegast á er ávallt ein- hver kjarni samfélagslegrar og til- vistariegrar greiningar í þeim. Mýrin nefnist ný bók eftir Arnald Indriðason. Hún hefstmeð rannsókn á morði sem vefur upp á sig. Við ferðumst með rannsóknarmanni í rannsóknum hans sem eru á vissan hátt ferðalag í gegnum tímann þar sem hann grefur upp óteljandi og af- hjúpandi atriði um hinn myrta. Arnaldur nær að byggja upp góða spennu og ekki síður flókna rann- sóknarfléttu sem er áhugaverð og grípandi. Sagan er að mörgu leyti klassísk að byggingu, eitt leiðir af öðru og upplýsingar hrannast upp. Sögumiðja er ávallt nálægt aðalpers- ónunni, rannsóknarlögreglumannin- um, Erlendi, sem grefur upp upp- lýsingar af mikilli natni. Þetta gefur lesendum tækifæri til að taka þátt í rannsókninni og gerir þá virka. Af því leiðir að sá vefur sem höfundur vefur er býsna vel ofinn. Persónulýsingar sögunnar eru einnig vel unnar. Ai'naldur hefur Djass- og popp-söng- námskeið á Seyðisfírði TÓNLISTARSKÓLI Seyðisfjarðar stendur fyrir djass- og popp-söng- námskeiði í félagsheimilinu Herðu- breið á Seyðisfirði 11. og 12. nóvem- ber, undir stjórn Tenu Lesley Palm- er söngkonu sem syngur djass og keltneskan söng og kennir í Tónlist- arskóla FÍH í Reykjavík. Hún hefur haldið námskeið í spuna í Kanada, á íslandi og víðar. Námskeiðið hefst kl. 11 með kaffi, skráningu og hádegisverði laugar- daginn 11. nóvember og heldur áfram til kl. 16 sunnudaginn 12. nóv- ember. Innifalið í námskeiðinu verð- ur kynning á djass- og popp-söng, upphitunaræfingar, taktæfingar, spunaæfingar, þrek, þol og sveigjan- leiki, blússöngur og spuni, „mast- erclass“ fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna undir stjóm Tenu o.fl. Þátttökugjald er 5.000 krónur fyr- ir báða dagana (innifalið í verðinu er námskeið, gisting og matur) eða 3.500 krónur fyrir einn dag, laugar- dag eða sunnudag. Þeir sem vilja syngja fyrir Tenu þurfa að velja lag sem þeir þekkja vel og koma með það á nótum. Mikilvægt er að skrá sig fyrir fimmtudaginn 9. nóvember. auga fyrir smáatriðum í fari manna og nær með þeim hætti að gefa þeim líf á síðunum. Hann lætur ekki nægja að segja söguna útúrdúra- laust heldur verður lýsing sögunnar nokkuð breið og við finnum ávallt fyrir veðurlagi og umhverfi auk þess sem töluverðu rými er varið til að fjalla um hagi aðalpersónunnar. Sögusviðið er í meginatriðum suð- vesturhomið. Morðið er framið í Norðurmýrinni en sagan nær einnig út á Reykjanes, til Keflavíkur og Sandgerðis. Frásagnarháttur sögunnar er raunsæislegur. Að sumu leyti minnir sagan á kvikmyndahandrit með ná- kvæmni sinni og áherslu á staðsetn- ingar og baksýni. Enn fremur er sagan lykilsaga því að Mýrin er ekki hvaða mýri sem er heldur Norður- mýrin og glæpurinn tengist gmn- samlega erfðafræðirannsóknum og gagnagrunnsmálum. Kunnasti erfðafræðingur landsins er raunar fæddur og uppalinn í Norðurmýrinni þar sem í sögunni finnst ýmislegt graggugt. Þótt forstjóri Erfðagrein- ingarmiðstöðvar Islands heiti Karít- as en ekki eitthvað annað fer ekki milli mála hvað höfundur er að fara. Hér er þó engin meiðandi gagnrýni á ferð. Raunar finnst mér sá þáttur sög- unnar einna veikastur því að hafi höfundur einhverja skoðun á málefn- um dulkóðunar og gagnagranns er lesandi litlu nær eftir lestur bókar- innar. Varla að skildar séu eftir sið- ferðislegar spurningar um þann ágæta grann, hvað þá svör. Einna líkast sem málefnið sé einhvers kon- ar vísindalegur rammi utan um glæpinn. Raunar er þetta nokkuð al- gengt í nútímasakamálasögum að grípa til slíkra vísindalegra þátta til að gera þær trúverðugri. En hér er einhvem veginn heldur laust haldið utan um. Það vekur einnig athygli að höf- undur fellur við og við í þá gryfju að vera um of nákvæmur í lýsingu á vettvangi þannig að minnir óþægi- lega á lögregluskýrslur sem mér skilst að séu sjaldan skemmtileg lesning. Þetta er einhvers konar nat- úralísk hlutgerving. I einum kafla bókarinnar er þannig yfiiTnáta ítar- leg lýsing á leit lögreglumanna í íbúð hins myrta. í skrifborði einu finnst mynd sem skiptir máli við rannsókn morðsins. Hins vegar er skrifborð- inu lýst af mikilli nákvæmni án sýni- legs tilgangs, sömuleiðis fata- og skósafni hins látna og íbúðinni í heild, jafnvel farið í gegnum mynda- albúm. Lesandi veltir fyrir sér til hvers allar þessar lýsingar séu því að nóg annað og velheppnað efni er í sögunni. Það er einmitt kjarninn. Arnaldi lætur vel að segja sögu. Mýrin er saga sem kallar lesandann sjálfan til leiks. Hún vekur áhuga og heldur honum föngnum. Þótt sumt í sögunni sé kannski smáatriðasamt og skili litlu er hún þó í meginatriðum býsna góð. Skafti Þ. Halldórsson Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.