Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 31 Gagnagrunnsglæpir BÆKUR Skáldsaga MÝRIN eftir Arnald Indriðason. Vaka/ Helgafell, 2000.280 bls. ÞAÐ er varla auðvelt að skrifa sannfærandi sakamálasögu sem ger- ist í íslenskum veruleika. Srnæð samfélagsins og tiltölulega fáir stórglæpir gera slíkar sögur vandmeðfarnar og oft ósannfær- andi. Stórglæpir eru t.a.m. gjarmin þess eðlis á ís- landi að á bak við þá eru lítt flókin plott og augljós. Þetta eru harmsög- ur en varla efni í skáldsögur, hvað þá sakamálasögur. Því leyfi ég mér að taka ofan hatt- inn fyrir því fólki sem leggur á þau óvissu mið sem slík skáldsagnagerð er, ekki síst þar sem flest glæpasög- uminni eru þekkt og mikið notuð. Eg hygg þó að sakamálasögur umfram aðrar sögur spegli býsna vel ýmsan samfélagslegan vanda. Þrátt fyrir ævintýralegt yflrbragð þeirra, hetju- dýrkun og einfalda heimssýn þar sem illt og gott vegast á er ávallt ein- hver kjarni samfélagslegrar og til- vistariegrar greiningar í þeim. Mýrin nefnist ný bók eftir Arnald Indriðason. Hún hefstmeð rannsókn á morði sem vefur upp á sig. Við ferðumst með rannsóknarmanni í rannsóknum hans sem eru á vissan hátt ferðalag í gegnum tímann þar sem hann grefur upp óteljandi og af- hjúpandi atriði um hinn myrta. Arnaldur nær að byggja upp góða spennu og ekki síður flókna rann- sóknarfléttu sem er áhugaverð og grípandi. Sagan er að mörgu leyti klassísk að byggingu, eitt leiðir af öðru og upplýsingar hrannast upp. Sögumiðja er ávallt nálægt aðalpers- ónunni, rannsóknarlögreglumannin- um, Erlendi, sem grefur upp upp- lýsingar af mikilli natni. Þetta gefur lesendum tækifæri til að taka þátt í rannsókninni og gerir þá virka. Af því leiðir að sá vefur sem höfundur vefur er býsna vel ofinn. Persónulýsingar sögunnar eru einnig vel unnar. Ai'naldur hefur Djass- og popp-söng- námskeið á Seyðisfírði TÓNLISTARSKÓLI Seyðisfjarðar stendur fyrir djass- og popp-söng- námskeiði í félagsheimilinu Herðu- breið á Seyðisfirði 11. og 12. nóvem- ber, undir stjórn Tenu Lesley Palm- er söngkonu sem syngur djass og keltneskan söng og kennir í Tónlist- arskóla FÍH í Reykjavík. Hún hefur haldið námskeið í spuna í Kanada, á íslandi og víðar. Námskeiðið hefst kl. 11 með kaffi, skráningu og hádegisverði laugar- daginn 11. nóvember og heldur áfram til kl. 16 sunnudaginn 12. nóv- ember. Innifalið í námskeiðinu verð- ur kynning á djass- og popp-söng, upphitunaræfingar, taktæfingar, spunaæfingar, þrek, þol og sveigjan- leiki, blússöngur og spuni, „mast- erclass“ fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna undir stjóm Tenu o.fl. Þátttökugjald er 5.000 krónur fyr- ir báða dagana (innifalið í verðinu er námskeið, gisting og matur) eða 3.500 krónur fyrir einn dag, laugar- dag eða sunnudag. Þeir sem vilja syngja fyrir Tenu þurfa að velja lag sem þeir þekkja vel og koma með það á nótum. Mikilvægt er að skrá sig fyrir fimmtudaginn 9. nóvember. auga fyrir smáatriðum í fari manna og nær með þeim hætti að gefa þeim líf á síðunum. Hann lætur ekki nægja að segja söguna útúrdúra- laust heldur verður lýsing sögunnar nokkuð breið og við finnum ávallt fyrir veðurlagi og umhverfi auk þess sem töluverðu rými er varið til að fjalla um hagi aðalpersónunnar. Sögusviðið er í meginatriðum suð- vesturhomið. Morðið er framið í Norðurmýrinni en sagan nær einnig út á Reykjanes, til Keflavíkur og Sandgerðis. Frásagnarháttur sögunnar er raunsæislegur. Að sumu leyti minnir sagan á kvikmyndahandrit með ná- kvæmni sinni og áherslu á staðsetn- ingar og baksýni. Enn fremur er sagan lykilsaga því að Mýrin er ekki hvaða mýri sem er heldur Norður- mýrin og glæpurinn tengist gmn- samlega erfðafræðirannsóknum og gagnagrunnsmálum. Kunnasti erfðafræðingur landsins er raunar fæddur og uppalinn í Norðurmýrinni þar sem í sögunni finnst ýmislegt graggugt. Þótt forstjóri Erfðagrein- ingarmiðstöðvar Islands heiti Karít- as en ekki eitthvað annað fer ekki milli mála hvað höfundur er að fara. Hér er þó engin meiðandi gagnrýni á ferð. Raunar finnst mér sá þáttur sög- unnar einna veikastur því að hafi höfundur einhverja skoðun á málefn- um dulkóðunar og gagnagranns er lesandi litlu nær eftir lestur bókar- innar. Varla að skildar séu eftir sið- ferðislegar spurningar um þann ágæta grann, hvað þá svör. Einna líkast sem málefnið sé einhvers kon- ar vísindalegur rammi utan um glæpinn. Raunar er þetta nokkuð al- gengt í nútímasakamálasögum að grípa til slíkra vísindalegra þátta til að gera þær trúverðugri. En hér er einhvem veginn heldur laust haldið utan um. Það vekur einnig athygli að höf- undur fellur við og við í þá gryfju að vera um of nákvæmur í lýsingu á vettvangi þannig að minnir óþægi- lega á lögregluskýrslur sem mér skilst að séu sjaldan skemmtileg lesning. Þetta er einhvers konar nat- úralísk hlutgerving. I einum kafla bókarinnar er þannig yfiiTnáta ítar- leg lýsing á leit lögreglumanna í íbúð hins myrta. í skrifborði einu finnst mynd sem skiptir máli við rannsókn morðsins. Hins vegar er skrifborð- inu lýst af mikilli nákvæmni án sýni- legs tilgangs, sömuleiðis fata- og skósafni hins látna og íbúðinni í heild, jafnvel farið í gegnum mynda- albúm. Lesandi veltir fyrir sér til hvers allar þessar lýsingar séu því að nóg annað og velheppnað efni er í sögunni. Það er einmitt kjarninn. Arnaldi lætur vel að segja sögu. Mýrin er saga sem kallar lesandann sjálfan til leiks. Hún vekur áhuga og heldur honum föngnum. Þótt sumt í sögunni sé kannski smáatriðasamt og skili litlu er hún þó í meginatriðum býsna góð. Skafti Þ. Halldórsson Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.