Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 47
+ MORGUNBLAÐIÐ ____________________________FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 47 MINNINGAR Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni; og þér vinn ég, konúngur, það sem ég vinn, og því stíg ég hiklaus og vonglaður inn í frelsandi framtíðar nafni. (Þorsteinn Erlingsson.) Jörundur Garðarsson. hann afi minn verið alveg einstak- ur og forréttindi að hafa kynnst honum og fengið að hafa hann svona lengi hér á jörð. Takk fyrir samverustundirnar, elsku afí minn, við höldum spjall- inu áfram síðar. Sunna. Pegar hann afi minn, sem nú hefur kvatt þennan heim, talaði við og um börn færðist ávallt bros yfir varir hans og augun ljómuðu. Öll börn voru hans börn og öll voru þau bestu vinir hans. Með yndis- legum orðum lýsti hann börnum sem hjartakóngum og litlum engl- um. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin og þegar við vorum lítil var ekkert eins skemmtilegt og að fara með afa í laugarnar eða á skauta á Melavell- inum. Við vorum líka svo montin af honum því hann gat skrifað nafnið sitt með skautunum á svellið og dansað um eins og fasrasta skauta- drottning. Þá eru minningar um ferðir á rússneskar kvikmyndir í MIR ekki síður skemmtilegar. Bjartasta minningin er samt hvernig hann talaði um hana ömmu, sem hann elskaði út af líf- inu og var tilbúinn að gera allt fyr- ir. Afi lifði næstum heila öld og kynntist því lífinu í gegnum súrt og sætt. Saman höfum við rifjað upp snjóflóðin á Siglufirði sem féllu er hann var barn og ótrúlegar ævin- týraferðir hans um hálendið í flug- vél, gangandi og akandi. Sennilega hefur hann verið með fyrstu mönn- um sem vöndu komur sínar á há- lendið og ég veit fyrir víst að hann var sá fyrsti sem keyrði á bíl að Surtshelli með 27 skáta á pallinum hjá sér. Hann var mikið náttúru- barn og sennilega er það honum að þakka að við afkomendur hans er- um það flest líka. Þó að afi hafi þurft að vinna hörðum höndum til að sjá fyrir konu og fjórum börnum gaf hann sér tíma í ferðalög innan lands sem utan sem var ekki algengt meðal manna af hans kynslóð. Og ekki voru viðkomustaðirnir heldur alltaf hefðbundnir. Rússland var honum t.d. sérstaklega hugleikið og fór hann þangað árið 1980, sama ár og Ólympíuleikarnir voru haldnir í Moskvu og færði barna- börnunum ólympíubangsann, tákn leikanna. En þó að afi hafi gefið okkur veraldlega hluti sem okkur þykir vænt um eru það samt aðrar gjafir sem munu lifa í hjarta okkar að eilífu: Hin óendanlega ástúð hans og hlýja sem hann sýndi okk- ur alla tíð. Auðvitað héldum við að allir afar væru svona blíðir, góðir, fórnfúsir og jákvæðir út í allt mögulegt sem við tókum okkur fyrir hendur. En sennilega hefur an hring í varpanum með allan krakkaskarann hlaupandi á eftir. Guðmundur Snorri flutti tii Reykjavíkur og vann við ýmis störf, aðallega til sjós, þar til hann lærði , húsasmíði og vann við það meðan heilsan leyfði. Það er svo margt sem léitar á hugann á kveðjustund- “ inni, allar minningarnar frá æsku- árunum, þú varst alltaf svo góður og glettinn við okkur systkinin. A meðan Gummi hafði góða heilsu gekk hann oft til Guðrúnar systur sinnar en hún bjó nærri alla tíð að Mávahlíð 21. Honum var ekki þar í kot vísað því Guðrún og Ófeigur voru mjög góð heim að sækja. ggj Gummi átti góða vini og ferðaðist með þeim meðal annars til annarra ] landa. Guð blessi allar góðu minning- arnar. Eg og fjölskyldan votta Nínu frænku og fjölskyldu hennar inni- lega samúð. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Mikið verður nú skrýtið að geta ekki heimsótt afa lengur. Hann sem er búinn að vera svo traustur hluti af lífi okkar systkinanna. Alltaf var tekið vel á móti okkur hjá ömmu og afa með hlýlegum orðum, við vorum öll blómin hans bestu og Jón Garðar var litli prins- inn eða hjartakóngurinn, enda eini drengurinn í hópi barnabarnanna. Minningarnar eru svo fjölda- margar um góðar stundir sem við áttum með honum afa. Hann var svo einstaklega barngóður og til- búinn að gera allt fyrir okkur barnabörnin og öll önnur börn ef því var að skipta. Margar helgar fórum við með honum í laugarnar, á veturna á skauta á Melavellinum eða tjörninni og ófáar voru stund- irnar sem við dútluðum með hon- um í kjallaranum á Jörfabakka eða í bílskúrnum á Digranesheiðinni. Við systurnar munum sérstaklega eftir listdansinum á skautunum. Hann var orðinn vel yfir sjötugt þegar hann kenndi okkur á skauta. Það var svo ótrúlega gaman því hann var svo flinkur, fór hvern hringinn á fætur öðrum, stökk upp í loftið og fór á hraðferð afturábak. Jón Garðar og afi eyddu löngum stundum í bílskúrnum við ýmislegt bflastúss enda báðir miklir bfla- karlar og afi fyrirmyndin í einu og öllu. Má það öruggt telja að þessir tímar hafi haft áhrif á hans starfa og áhugamál í dag. Afí var einstaklega góður maður og sennilega fáir sem búa yfir eins mikilli manngæsku. Hann var allt- af tilbúinn að hjálpa þeim sem á þurftu að halda og aldrei mátti hann vita til þess að okkur vantaði eitthvað. Hann og amma voru stoðir okkar þegar við misstum móður okkar fyrir þrettán árum, og Jón Garðar átti þar alltaf at- hvarf og beið spenntur eftir því að gista hjá þeim um helgar. Þá var búið að fylla búrið af ýmsum kræs- ingum og var þeim óspart otað að litlum munni. Oft urðu nú afi og litli kútur að dveljast úti í bílskúr við þá iðju sína að borða illa lykt- andi osta og enn betur lyktandi hákarl. Þetta var eitthvað sem enginn annar hafði smekk fyrir. Seinna fengu langafabörnin að njóta sömu athygli. Þó hann hefði kannski ekki heilsu lengur til þess að fara með þau á skauta, þá lá hann með Viktoríu og Steinari Þór hátt á níræðisaldri og lék við þau í bílaleik á gólfinu. Hann átti líka alltaf sætan mola fyrir þau inni í skáp. Og þér hafði lærst að hlusta um hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni. Lék sumarið öll sín ljóð. Og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Samt vissirðu að dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdi að hann kæmi hljótt og legði þér brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt, heyrirðu berast að eyrum þér óm af undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur og dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum - andartak sem ofbirta glapti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra sem bíða í myrkrinu og þrá daginn - og sólina allt í einu í austurátt rísa sjá. (Tómas Guðm.) Lóa frá Hvoli. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. b Með trega í hjarta kveðjum við og þökkum allar okkar samveru- stundir. Afa verður sárt saknað. Þóra Dögg, Una Ýr og Jón Garðar. Með örfáum orðum langar okk- ur að minnast Jóns og Þóru. Hjá þeim fengum við ávallt hlýjar mót- tökur, Þóra var fljót að baka pönnukökur og efna til veislu í hvert skipti sem við heimsóttum þau, Jón tók alltaf á móti okkur eins og honum var einum lagið, strauk okkur hlýlega um vangann. Þau virtust alltaf hafa tíma fyrir okkur og gætum við rifjað upp ótal ánægjustundir. Við vorum mjög lánsöm að kynnast Jóni og Þóru snemma á lífsleiðinni. Það huggar okkur í sorg okkar að við vitum að nú hef- ur Guð fært þau saman á ný eftir þriggja ára aðskilnað. Nú hafið þið bæði haldið burt, horfin eins og sól um nótt. En af hverju voruð þið ekki um kjurt? Undarlegt hvað allt verður hljótt. En hjá ykkur tekur nú annað við, upphaf í nýjum heimi. Oft ég hugsa, hvar eruð þið, aldrei ég ykkur gleymi. Takk fyrir samverustundirnar, Dagbjartur og Ingibjörg. Við systkinin kveðjum með söknuði yndisleg hjón sem voru okkur ávallt svo góð. Sem börn vorum við oft hjá þeim og voru þau okkur sem amma og afi. Þegar við fengum þær sorglegu fréttir að nú væri Jón látinn líka, fórum við að rifja upp ýmislegt um tímann sem við eyddum í Nökkva- voginum hjá þeim og munum við ávallt hugsa hlýlega til baka. Okkur langar að kveðja ykkur með þessum ljóðlínum og um leið þakka ykkur fyrir liðnar stundir. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur, þó látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug sál mín lyftist upp í mót, til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur. Og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Dagrún, Viktoría, Inga Hanna, Þóra Jóna og Dagbjartur Dagbjartsbörn. Frágangur af- mælis- og minn- ingargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send- anda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blað- inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. t Elsku hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Grundarlandi 11, lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni miðvikudagsins 1. nóvember. Óskar Jónsson, Guðrún S. Óskarsdóttir, Sigurgeir Jónsson, Sólveig Óskarsdóttir, Hilmar Baldursson, Gunnar Óskarsson, Dagný Brynjólfsdóttir, Fanney Óskarsdóttir, Guðjón E. Friðriksson og barnabörn. t Elskuleg systir okkar, mágkona, frænka og amma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, Funafold 55, áður til heimilis á Nýlendugötu 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Birna Bjömsdóttir, Þorgeir Theodórsson, Elfa Björnsdóttir, Ingimundur Jónsson, Bonnie Laufey Dupuis, Debora Susan Dupuis, Linda Lee Dupuis, Laufey Berglind Þorgeirsdóttir, Hrund Þorgeirsdóttir, Hlíf Þorgeirsdóttir, Antony Vernhard Aquilar, Bjarnheiður Margrét Ingimundardóttir, Björn Birgir Ingimundarson. t Elskulegur eiginmaður minn, ÁSGEIR J. ÁGÚSTSSON, Neðstaleiti 7, Reykjavik, andaðist fimmtudaginn 19. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda þakka ég innilega auðsýnda samúð. Ásdís Andrésdóttir. t Móðir mín, LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR Ljósvallagötu 18, lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi laugardagsins 21. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Mínar bestu þakkir fyrir hjálp, hlýhug, samúð og virðingu sýnda minningu hennar. Ella T. Guðmundsdóttir. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta EHF. Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 úr. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirraundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri___________ útfararstjóri Þegar andlát ber að höndum Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is ^ % Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.