Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 73 DAGBÓK BRIDS llmsjón Ruðinundur l’áll Arnarson SPILARAR sem þekkja til líkindafræðinnar vita vel að líkur á 4-1 legu eru mun meiri en 5-1. Prósentutöl- urnar eru 28% fyrir 4-1 leg- una, en 14,5% fyrir 5-1. Þessar tölur snerta spila- mennsku suðurs í sex hjörtum, a.m.k. á óbeinan máta: Austur gefur; NS á hættu. Noj-ður ♦ AKDG5 v AK7 ♦ A10954 A - Vestur Austur A 108743 a 9 v 8 y 6532 ♦ G76 ♦ KD +10985 A ÁK7432 Suður A 62 y DG1094 ♦ 832 A DG6 Vestur Norður Austur Suður - - 2lauf *Pass 3 lauf 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 4spaðar Pass 5 hjörtu Pass Pass Ghjörtu Pass Pass * Precision, þ.e. 11-15 HP og minnst fimmlitur í laufi. Utspil vesturs er lauftía. Höfum það í huga að sagn- hafi sér ekki allar hendur og einfaldasta leiðin að tólf slögum virðist vera sú að trompa hátt, taka trompin og treysta á að spaðinn gefi fimm slagi. Sem hann gerir langoftast. En ekki í þetta sinn, svo þessi spila- mennska leiðir til taps. Er vit í því að reyna eitt- hvað annað? Hvað með að dúkka tígul í öðrum slag? Segjum að vörnin spili trompi um hæl. Sagnhafi tekur hátt í borði, leggur niður tigulás (!) og spilar svo öllum trompunum. Og hvað gerist þá? Vestur lendir í kastþröng með fimmlitinn í spaða og tíg- ulgosa. Slemman vinnst eftir þessari leið, en það virðist fráleitt að hætta á tígul- stungu til að auka vinnings- vonina i 5-1 spaðalegu. En er það svo? Ef vestur ætti einspil í tígli, myndi hann ekki hafa komið þar út? Og þarf austur ekki að minnsta kosti tvö mannspil í tígli, bara til að eiga opn- un? Tígullinn er því nánast örugglega 3-2, hvað sem likindafræðinni líður. Það sem hann Jón leggur á slg fyrir Ijölskylduna! Árnað heilla LJósmynd: Nýja myndastofan BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Reykholtskirkju af sr. Geir Waage Jóna E. Kristjánsdóttir og Sveinn M. Andrésson. Heimili þeirra er í Árbergi 1, Reyk- holti. Ljósm.st. Kristjáns, Hafnarf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. ágúst sl. í Garða- kirkju af sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni Sigurbjörg Jódís Ólafsdóttir og Sigurð- ur Daði Sigfússon. Heimili þeirra er á Víðimel 64, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 17. júní sl. í Boulogne Sur Mar Catherine Flanent og Þórir Örn Þórisson. Þau eru bú- sett í Frakklandi. SKÁK Umsjón llelgi íss Grétarsson Á UNDANFÖRNUM ára- tug hefur Frakkland risið upp frá þvi að vera ekki hátt skrifað á skáksviðinu til þess að vera í fararbroddi með gnægð stórmeistara í sínum röðum. Þekktasti stór- meistarinn þaðan er án efa Joel Lautier sem er reyndar einn af aðstoðarmönnum Kramniks í heimsmeistara- einvígi hans gegn Kasparov. Sá sem Frakkar binda hinsvegar mestar vonir við er undrabarnið Etienne Bacrot sem er einungis 17 ára stór- meistari með stig upp á 2613. Bacrot þessi hefur á síðustu árum verið iðinn við það að tefla einvígi við hina og þessa stór- meistarakemp- una í heimaborg sinn, Albert í Frakklandi. Fyrir stuttu tefldi hann einvígi við enska ofurstórmeistarann Nigel Short (2677) og þurfti að bíta í það súra epla að tapa 4-2. Staðan kemur frá 2. skák einvígisins og hafði sá enski hvítt. 36.Bxg7! Dxg7 37.Hg6 De7 38.Hh6+! og svartur gafst upp enda verð- ur hann mát eftir 38...Kxh6 39.Dg6#. Forgjafarmót Taflfélags Reykjavíkur verður haldið 2. nóvember kl. 20 í félags- heimili þess, Faxafeni 12. LJOÐABROT SONNETTA Þótt form þín hjúpi graflín, granna mynd, og geymi moldin þögla augun blá hvar skáldið forðum fegurð himins sá, - ó fjarra stjömublik, ó tæra lind - og eins þótt fólni úngar varir þær sem eitt sinn þíddu kalinn hlekkjamann, þær hendur stirðni er ljúfar leystu hann og ljúki dauðans greip um báðar tvær, það sakar ei minn saung, því minning þín í sálu minni eilíft líf sér bjó af yndisþokka, ást og mildri ró, einsog þú komst í fyrsta sinn til mín; einsog þú hvarfst í tign, sem mál ei tér, með tár á hvarmi í hinsta sinn frá mér. Híilldór Kiljan Laxneas STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbam dagsins: Þú ert hagsýnn um flesta hluti, en þarft að kunna þér hóf ípersónulegum sam- skiptum við aðra. Hrútur (21. mars -19. apríl) Skyndilega er eins og allir leiti til þín um svör við þeim spurningum, sem á þeim brenna. Mundu bara að þú þarft ekki að leysa allra vandamái. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er ekki um annað að ræða en bretta upp ermarnar og ráðast á verkefnahrúguna; taka eitt og eitt verkefni skipulega og klára hlutina. Tvíburar _ (21. maí - 20. júní) AA Láttu það ekki slá þig út af laginu þótt þér finnist aðrir afskiptalausir um þína hagi. Hver er sinnar gæfu smiður og það á við þig eins og alla aðra. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú verður fyrir einhverjum truflunum í dag en verður að halda haus og þínu striki hvernig svo sem hlutirnir veltast að öðru leyti. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Það er oft skammt milli hlát- urs og gráts og það þarft þú að hafa í huga í umgengninni við aðra. Það er engin afsök- un fyrir því að láta sér leiðast. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) <D(L Þú þarft að leggja þitt af mörkum til samstarfs á vinnustað og gæta þess að verða ekki of stjórnsamur. Hafðu skemmtan af starfinu og árangri þess. 'jrtrv (23.sept.-22.okt.) Farðu þér hægt í að ræða til- finningamál þín við aðra og vertu viss þegar þú velur þér trúnaðarvin. Það er svo sárt þegar menn bregða trúnaði. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg, einkum vegna þess hversu skýrmæltur og ákveðinn þú ert. Gættu þess samt að gefa fólki tækifæri til að hugsa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) AO Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og lítilfiörlegustu atvik geta leitt til styrjalda. Hafðu þína hluti á hreinu og láttu aðra vita um afstöðu þína. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) 4flP Það er sjálfsagt að þú notfær- ir þér það að vera miðpunkt- ur athyglinnar í dag. Sýndu samt hógværð og lítillæti sem eru aðalsmerki þeSs sem vel gengur. Vatnsberi . (20. jan. -18. febr.) Þú þarft að gefa öllum skila- boðum gaum og gefa þér tíma til þess að svara þeim sem til þín leita. En mundu þó að setja sjálfan þig í fyrsta sæti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) VW" Þú verður að grípa gæsina þegar hún gefst og notfæra þér þær aðstæður sem eru heppilegar hverju sinni. Mundu að í upphafi skal end- inn skoða. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Pantaðu jólamyndatökuna tímanlega Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 30 20 Rýmingarsala 35% afsláttur af öllum vörum yfir 2.000 kr. Guðmundur Andrésson gullsmíðaverslun sf., Laugavegi 50, sími 551 3769. Opið frá kl. 11.00—18.00. Jóganámskeið í Heilsuskóla Planet Pulse Leiðbeinandi: Guðjón Bergmann Tvö byrjendanámskeið í jóga hefjast mánudaginn 6. nóv. og standa til 29. nóv. Námskeiðin verða þau síðustu fyrir jól. 1) Morgunnámskeið: Mánudaga og miövikudaga kl. 10.00. 2) Kvöldnámskeið: Mánudaga og miðvikudaga kl. 19.15. Nýtt! Framhaldsnámskeið Hér er komið framhald af byrjendanámskeiði. Þátttaka á fyrra námskeiðinu er ekki nauðsynleg. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa einhverja reynslu af jógaástundun en vilja þæta við sig. Námskeiðið verður þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.15. Það hefst 7. nóv. og stendur í fjórar vikur. Nánari upplýsingar í síma 588 1700. Fylgist með þáttunum JÓGA á Skjá 1 alla daga. EIGNAMIÐLUNIN ii 588 ‘>090 • Fax 588 9095 • Síðmmíla 2 I íbúðarhúsnæði Réttarsel - mögul. á aukaíb. Vel staösett. þrllyft, um 304 fm raöhús með innb. bflskúr. Á 1. haeð eru m.a. 4 herb., hol o.fl. Á 2. hæð eru stórar stofur m. arni, stórt eldhús, herb. og bað. I kjallara er möguleiki á 2ja-3ja herb. fbúð m. sérinng. auk geymslna. Tilboð. 9917 Mosfellsbær - frábært út- sýni Um 193 fm glæsileg efri hæð I parhúsi með 50 fm innbyggðum bllskúr I útjaðri byggöar. Eignin skiptist m.a. I 4 herb., tvær saml. stofur m. kamínu, snyrtingu, bað, eldhús, búr o.fl. Frábært útsýni yfir Leirvogirm. tii Esjunnar, Snæfellsnessins og viðar. V. 18,5 m. 9895 Við miðborgina - nýuppgerð íbúð Vonjm að fá i sölu fallegaog bjarta u.þ.b. 82 fm Ibúð á 2. hæð f traustu steinhúsi, sem allt hefur verið endurnýjað frá grunni. Ibúðin skilast fljótlega fullbúin en án gólfefna, með beykiinnréttingu, skápum og hurðum. Óvenjulega góð lofthæð eða u.þ.b. 3 m. Tvennar svallr, nýjar svalir til suð-austurs ca 56 fm og aðrar 25 fm vestursvallr. Einnig er til sölu I sama húsl 2ja herbergja ný fbúð á sömu hæð og 3ja herbergja samskonar Ibúð á 3. hæð með elnum svölum. V. 11,8 m. 9931 Nýleg íbúð - miðbær Vorum að fá í sölu u.þ.b. 52 fm fbúð á 2. hæð f steinhúsi rétt við miðborgina. Húsið hefur allt verið endurnýjaö frá grunni og er Ibúðin ný að innan. Skilast fljótlega fullbú- in með beykilnnréttingum, skápum og hurðum. Góðar nýjar svalir. Óvenju góð loft- hæð eða u.þ.b. 3 m. V. 8,8 m. 9930 Atvinnuhúsnæði - Tryggvagata 28 - til leigu Húsið nr. 28 við Tryggvagötu i Reykjavlk. Um er að ræða heila húseign (Gjaldheimtu- húsið) og er eignin alls u.þ.b. 1.200 fm og skiptist i kjallara, götuhæð, 2. og 3. hæð og rishæð. Mögulegt er að leigja alla eignina í heilu lagl eða t hlutum. Húsið er ( mjög góðu ástandi og hefur allt verið endurnýjað að utan.Húsið er laust nú þegar. Að innan er eignin I góðu ástandi. Allar nánari uppl. veita Stefán Hrafn og Sverrir. 9535 Síðumúli - lager- og þjónustupláss í sérflokki Vorum að fá við Stðumúlann glæsilegt atvinnuhúsnæði á götuhæð (bakhús). Húsið er u.þ.b. 605 fm, steinsteypt og byggt árið 1987. Húsið er flísalagt að utan og með fern- um innkeyrsludyrum og góðrl lofthæð. Atstúkaðar skrifstofur, kaffistofur o.fl. Maibik- uð lóð. Mögulelki að skipta f ca 400 og 200 fm einlngar. laust um áramót. Nánari uppl. veitir Stefán Hrafn. V. 51,0 m. 9752 Reykjavíkurvegur - Hf. - 120 fm pláss Vorum að fá I einkasöiu gott atvinnuhúsnæði á jarðhæð við Reykjavíkurveg I Hafnar- firði. Um er að ræða ca 120 fm pláss með góðri lofthæð og Innkeyrsludyrum. Góð lýs- ing og afstúkuð snyrting og kaffistofa. Möguleiki að stækka um 20 fm með litlum til- kostnaði. Plássið hentar vel undir ýmlss konar atvinnustarfsemi, svo sem verkstæði, vinnustofur, lager og geymslupláss, t.d. fyrir btla, (dótakassi), og önnur tæki. Verð að- elns 6,9 m. Lyklar á skrifstofu. Nánari uppl. gefur Stefán Hrafn. V. 6,9 m. 9781
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.