Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 49

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 49- mikinn stuðning að þakka. Það er ekki hægt að minnast afa án þess að hugsa um ættfræðina sem var honum svo hjartfólgin. Hann vissi deili á svo ótal mörgum og gat rakið ættir fólks langt aftur. Ef við eignuðumst nýjan vin og kynntum hann fyrir afa þá kom mjög oft: „Já- ,þú ert nú skyldZ-ur okkur“ og síðan þuldi hann upp hvernig. Jón afi ferðaðist mjög mikið og það er varla til sá staður á Islandi sem hann hefur ekki komið til. Það eru örugglega ekki margir sem gætu hugsað sér á áttræðisafmælinu sínu að fara í ferðalag upp á öræfi og gista þar í tjaldi. En honum þótti það nú ekki mikið mál. Afi var mjög vel að sér enda las hann mikið. Það var allt- af hægt að spyrja hann ef okkur vantaði einhverjar upplýsingar og hafði hann mjög gaman að miðla þekkingu sinni til okkar. Við eigum eftir að sakna afa mikið en minningar um hann eiga eftir að ylja okkur um hjartarætur. Við vilj- um enda þessi kveðjuorð á ljóði eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi en hann var það skáld sem afi unni hvað mest. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degisétekið aðhalla. Það er eins og festingin færist nær ogfaðmijörðinaalla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strj'kur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. Róbert Már, Auður og Agústa Hrönn. Elsku Jón afi minn. Það er erfitt að hugsa til þess að ég á aldrei eftir að fara í heimsókn til þín aftur í Austurbyggðina. Fréttinni um að nú værir þú farinn var erfitt að kyngja, en ég hugga mig við þær mörgu góðu minningar sem ég á um þig. Allar þessar minningar koma fram núna og mér hlýnar í hjartanu og ég hugsa til þín með gleði og þakklæti. Lífið gengur sinn gang og þetta er leiðin sem við eigum öll eftir að fara. Það hlýtur að vera gleðilegt fyrir þig og Auði ömmu að hafa hist aftur, þú hlýtur að hafa saknað hennar mikið. Allar þær góðu stundir sem við áttum með þér þegar við vorum börn eru mér mikils virði. Eftir að við fluttum til Danmerkur var alltaf gaman að koma til íslands og heim- sækja þig. Ég á eftir að sakna þess þegar við hringdum í þig og heyrðum þig segja „sæl og blessuð heillin mín“. Eg minnist þess með gleði þegar ég gerði „kúnstir á borðinu hans afa“ og hversu við Gústav höfð- um gaman af því þegar þú fórst í gæsir með okkur í ganginum í kaup- félagshúsinu. Minningarnar eru margar um þig og þær eru mér dýrmætar. Kunn- átta þín um íslenska landafræði og bókmenntir var einstök og ég man hversu mikils virði það var þér að við gleymdum ekki sögu landsins þegar við fluttum út. Þegar ég hugsa til þín koma allar fallegu minningarnar fram og það gleður mig að hafa átt svo elskulegan og góðan afa. Minn- ingarnar um þig eru mér mikilvægar og þær eiga alltaf eftir að lifa í huga mínum og hjarta. Ég hugsa til þín með gleði og kærleik og það hefur mikla þýðingu fyrir mig að þú skulir hafa prýtt líf mitt með þessum fal- legu minningum. Elsku mamma mín, þú og systkini □OCO1111 ii II i jxjcc H h h h h h h h H h h h h h h h Sími 562 0200 ÍJTI111111111IIIIE Erflsdrykkjur P E R L A N H H H H H þín hafið misst mikið en hugsum um allar þær góðu stundir sem við höf- um átt með afa og hversu gott hann hefur það núna hjá ömmu. Fallegar minningar um góðan pabba, afa, langafa og langalangafa eru dýr- mætar og þær getur enginn tekið frá okkur. Þín Auður María. Ég á svo ótal margar minningar um hann afa minn, góðar minningar um góðan vin. Frá því að ég var lítil hef ég alltaf leitað mikið til hans og hann af þolinmæði tekið á móti mér. Þegar hann var húsvörður í Kaupfé- laginu hljóp ég á eftir honum og þótt- ist vera hans hægri hönd við hús- vörsluna. Ég hef sennilega verið um sjö ára og leit greinilega út eins og strákur því fólk spurði afa jafnan „hver á þennan litla. Ég tók þetta alltaf jafn nærri mér en afi svaraði ákveðinn í röddinni". Þetta er telpan hennar Ragnheiðar og lagði lófann á kollinn minn. Þegar ég var í Menntaskólanum hafði afi flutt í Þórunnarstrætið og það var passlegt að fara í kaffi til hans og fá smáfræðslu í íslendinga sögunum með sopanum. Seinna flutti afi svo á elliheimilið en heimsóknirn- ar voru með sama sniði og áður. „Nei Bögga mín, ert þú komin í heimsókn - þá hitum við okkur kaffi“ „Nei, eigum við nokkuð að vera að því“ svara ég - minnug sterks sop- ans sem ég fékk þegar ég heimsótti afa síðast á elliheimilið. „Jú, er það ekki segir afi og hellir upp á.“ Ég sest niður í rauða sófann og afi tínir fram góðgæti með kaffinu. Kaffið svo sterkt að hann þynnir sitt út með vatni og mjólk, ég reyni að þynna mitt með mjólk en það er ekki pláss fyrir mjólkina í barmafullum bollan- um. Og svo hefur hann hellt upp á heila könnu og það er algerlega bannað að fara fyrr en búið er að drekka allt kaffið. Svo sitjum við og tölum saman, fylgjumst með texta- varpinu, færðinni á vegum landsins, hitastigi og veðurspánni. Stundum á hann það til að fara með vísu eða vísubrot og svo spyr hann langskóla- gengna Bögguna hvort hún viti hver orti. Það kemur einstaka sinnum íyr- ir að ég get svarað, stundum giska ég en oftast hef ég ekki hugmynd. Hann hlær að vankunnáttu minni og spyr hvað ég hafi eiginlega verið mörg ár í skóla? „Alltof mörg“ svara ég og glotti, hann hlær ennþá meira. En stundum gerist það að ég get svarað og þá er hann ánægður með mig, slær sér á lær og segir ,ja, þetta vissir þú“. Eftir að ég flutti frá Akureyri hafa heimsóknirnar til afa orðið færri og nú verða þær ekki fleiri. Við höfum kvaðst í hinsta sinn, eftir eru ógrynni minninga um vináttu sem var mér ákaflega kær. Takk fyrir samfylgdina, elsku afi minn. Björg. t Elskulegur faðlr okkar, tengdafaðir, afi og langafi, THEODÓR ÓLAFSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, er lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 27. október, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Ásthildur Theodórsdóttir, Ingimar Magnússon, Hafdís Theodórsdóttir, Haraldur Ingason, Ólafur Theodórsson, Finney Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR húsfreyja í Svínadal, Skaftártungu, verður jarðsungin frá Grafarkirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00. Sigurdís Erla Eiríksdóttir, Pétur Kristjónsson, Björn Eiríksson, Kolbrún Þórarinsdóttir, Ágúst Eiríksson, Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir og ömmubörn. t Bróðir okkar, JÓSEF SIGURVALDASON, Eiðsstöðum, f sem lést á Héraðshælinu Blönduósi miðviku- daginn 25. október, verður jarðsettur frá Svína- \ f vatnskirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00. Systkinin. t Elskuleg dóttir okkar, FANNEY DÍS SVAVARSDÓTTIR, sem lést sunnudaginn 29. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju föstu- daginn 3. nóvember næstkomandi. Svavar Jóhannsson, Elín Margrét Helgadóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN ARADÓTTIR húsfreyja, Brún í Reykjadal, verður jarðsungin frá Einarsstaðakirkju laugar- daginn 4. nóvember kl. 14.00. Björn Teitsson, Anna G. Thorarensen, Ari Teitsson, Elín Magnúsdóttir, Sigríður Teitsdóttir, Eggert Hauksson, Erlingur Teitsson, Sigurlaug L. Svavarsdóttir, Helga Teitsdóttir, Jón Hermannsson, Ingvar Teitsson, Helen Teitsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær unnusta mín, dóttir okkar, systir og barnabarn, BERGLIND EIRÍKSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 38, Kópavogi, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 25. októ- ber, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 13.30. Tómas Þorgeirsson, Ásdís J. Karlsdóttir, Eiríkur Bjarnason, Ingþór Karl Eiríksson, Bryndís Eiríksdóttir, Bryndís Eiríksdóttir, Ingiríður Daníelsdóttir. t Elskulegur vinur okkar, bróðir, mágur og frændi, EGGERT KRISTJÁNSSON, Brautarholti 18,. Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 3. nóvember kl. 14.00. Jenný Guðmundsdóttir, Jónas Gunnarsson, Jéhanna Kristjánsdóttir, Stefán Kristjánsson, Ágústa Sigurdórsdóttir, ættingjar og vinir. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur hiýhug, vináttu og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, sonar, bróður, tengdasonar, mágs og frænda, JÓNS HILMARS SIGÞÓRSSONAR húsasmiðs, Drekavogi 20, Reykjavík. Helga Óskarsdóttir, Hafiiði Jónsson, Oddný Jónsdóttir, Guðni Sigþórsson, Helga Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhanna Sigþórsdóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Sigþóra Oddný Sigþórsdóttir, Brynjar Sigtryggsson, Jakobína Hafiiðadóttir, Sveinn Óskarsson, Dadda G. Ingvadóttir og börn. t Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu, langalangömmu, systur og mág- konu, ÖNNU S. ÞÓRARINSDÓTTUR, áður til heimilis í Ferjuvogi 17. Guð blessi ykkur öll. Svanhildur Jónsdóttir Svane, Gunnar Svane, Sigurður Jónsson, Helga Ólafsdóttir, Jón Ólafur Sigurðsson, Ragnheiður Þórðardóttir, Guðný S. Sigurðardóttir, Þórarinn Sigurðsson, Jón Olaf Svane, Elsebeth Pii Svane, Axel Torstein Svane, Inger Svane, langömmubörn og langalangömmudrengir, Jón Þórarinsson, Sigurjóna Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.