Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 20

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Bæjarstjórinn á Akureyri sendi ríkissjóði 10 milljóna dráttarvaxtareikning Vanefndir á samningum tengd- um reynslusveitarfélaginu KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri sendi í síðustu viku 10 milljóna króna dráttar- vaxtareikning á ríkissjóð vegna vanefnda á samningum í tengslum við reynslusveitarfélagaverkefni. Bæjarstjóri fjallaði um þessi verkefni þegar hann lagði fram frumvarp að fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs Akureyrar og stofnana hans á fundi bæjarstjómar í vikunni. Verkefnunum átti upphaflega að ljúka um síðustu áramót, en þar sem þau fóru seinna af stað en áætl- að var voru nokkur þeirra fram- lengd um tvö ár. Akureyrarbær hefur verið með stór verkefni á þessu sviði og er vilji til þess að halda þeim áfram, en um er að ræða verkefni vegna þjónustu við fatlaða og á sviði öldrunar- og heilbrigðis- mála. Bæjarstjóri sagði að verkefnin kæmu þannig fram í áætluninni að reiknað væri með að útgjöld og tekjur stæðust á. Áætlaðar tekjur væru færðar inn á viðkomandi málaflokk og reiknað með að þær nægðu til þeirra útgjalda sem yrðu vegna þeirra. Ekki sáttur við öll fjármálaleg samskipti við ríkið „Ljóst er að Akureyrarbær er ekki sáttur við öll fjármálaleg sam- skipti við ríkið vegna þessara verk- efna. Þetta á fyrst og fremst við um þau verkefni sem snúa að ráðuneyti heilbrigðis- og tryggingamála. Þar hefur bærinn þurft að fjármagna reksturinn um lengri og skemmri tíma, þrátt fyrir að fyrir liggi samn- ingur undirritaður af bæjarstjóra og heilbrigðisráðherra, en undir- skrift fjármálaráðherra vantar enn,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði að enn hefði allur halli síðustu ára ekki fengist endur- greiddur og að auki hefði bæjar- sjóður þurft að fjármagna hluta þessa reksturs það sem af er árinu. Þetta hefði leitt til þess að í síðustu viku hefði hann sent erindi til heilbrigðisráðuneytisins þar sem kallað væri eftir því að málinu yrði komið í viðunandi horf og jafnframt fylgdi með 10 milljóna króna dráttarvaxtareikningur á ríkissjóð vegna vanefnda hans á samningn- um. „Vonandi komast þessi mál á hreint innan tíðar því verkefnið gerir ekki ráð fyrir þvílíkum vinnu- brögðum," sagði bæjarstjóri og benti á að ekkert væri nema gott eitt að segja um samskipti við félagsmálaráðuneytið vegna þeirra verkefna sem væru á þess könnu. Elsti karlmaður Islands er stuðnings- maður Liverpooi Morgunblaðið/Kristján Með fréttinni í leikskrá Liver- pool birtist mynd sem Ijósmynd- ari Morgunbiaðsins tók af Helga og Laufeyju Kristjánsdóttur heima á Þverá, daginn fyrir 104 ára afmælisdag Helga í septem- ber í fyrra og þess getið að Lauf- ey, sem er 100 árum yngri en Helgi, sé einnig stuðningsmaður Liverpool. Fjallað um Helga í leikskrá félagsins ENSKA knattspymufélagið Liver- pool gefur út veglega leikskrá (Official Matchday Magazine) fyrir heimaleiki sína. I leikskrá fyrir Evrópuleik Liverpool og tékkneska liðsins Slovan Liberec á dögunum er stutt frétt um Helga Simonarson, sem jafnan er kenndur við Þverá í Svarfaðardal og er karla elstur á fs- landi, 105 ára gamall. í fréttinni, sem ber yfirskriftina „Northem lights“, kemur fram að Helgi sé trúlega elsti stuðningsmað- ur félagsins. Einnig að Liverpool eigi í Helga stuðningsmann á Islandi sem muni eftir hinu frábæra meist- araliði félagsins frá ámnum 1921 til 1922 en þar fara hinir ensku nokkuð fijálslega með staðreyndir. Helgi hefúr lengi haft áhuga á íþróttum og eins og fram kom í við- tali við hann í Morgunblaðinu á 105 ára afmælisdaginn 13. september sl. hefúr lið Liverpool lengi verið í uppáhaldi hjá honum. Eiga marga stuðningsmenn hér á landi Einnig kom fram í frétt Morgun- blaðsins að Helgi væri ekki nægilega ánægður með gengi Liverpool en að það hafi verið dásamlegar stundir að fylgjast með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Þá er í leikskránni sagt frá því að Knattspymufélag Reykavikur, KR, hafi verið fyrsti andstæðingur Liv- erpool í Evrópukeppninni í fótbolta árið 1964. Jafnframt að á rnilli Liver- pool og KR hafi verið gott samband í gegnum árin og að hinir rauðu eigi marga stuðningsmenn hér á landi. Morgunblaðið/Kristján Fólkbíllinn skemmdist talsvert við áreksturinn. Arekstur í Eyja- fjarðarsveit TVEIR bílar rákust saman á brúnni yfir Þverá í Eyjafjarðarsveit síðdeg- is í dag. Fólksbíll fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á skólabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður fólksbílsins meiddist lítillega og var fluttur á sjúkrahús á Akureyri en engan sakaði í skóla- bílnum. Snjór og krapi var á veginum þeg- ar slysið varð. Auður Björk, fímm ára stúlka á Akureyri með sjúkdóminn PKU Morgunblaðið/Kristján „Kellumar á rannsókn" færðu Auði ævintýrabók þegar hún hafði komið til þeirra hundrað sinnum í blóðpmfu en hún bauð upp á köku sem myndaði tölustafinn 100 í tilefni dagsins. Auður Björk í hundmðustu blóðprufunni. Það er Kristín Sveinsdótt- ir, meinatæknir á rannsóknardeild FSA, sem tók hana með aðstoð Auðbjargar Eggertsdóttur læknaritara. Gísli Ólafsson og Ilalla Jens- dóttir, foreldrar Auðar, voru heldur ekki langt undan. Hefur farið hundrað sinnum í blóðprufu AUÐUR Björk Gísladóttir er fimm ára stúlka á Akureyri, en líf hennar er þó að mörgu leyti frábrugðið lífi jafnaldra hennar, hún er með sjúk- dóm sem kallast PKU sem er arf- gengur efnaskiptagalli sem orsak- ast af stökkbreyttu geni í 12. litningapari. Til að halda sjúkdómnum niðri þarf Auður Björk að gangast undir ákveðna meðferð sem m.a. felst í sérstöku mataræði, þar á meðal að drekka sérstakt duft sem inniheldur þau næringarefni og vítamín sem hún ekki fær úr fæðunni. Til að fylgjast með að hlutfallið sé rétt þarf hún að fara í blóðprufu einu sinni í mánuði og í fyrradag fór hún með foreldrum sínum, Höllu Jensdóttur og Gísla Ólafssyni, í sína hundruð- ustu blóðprufu á rannsóknardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri. Vildi frekar eignast hund en fara í blóðprufu „Ég vil ekki fara í blóðprufu, ég vil ekki sjá sprautuna," sagði Auður Björk ákveðin við konurnar á rann- sókn. Hún sagðist miklu heldur vilja eignast hund og fara í veiðiferð með honum og pabba sínum. „Hún hefur alltaf verið ósköp róleg yfir þessu, en það er einhver spenna í henni núna,“ sagði Halla, en ekki leið löngu uns Auður féllst á að fara í blóðprufuna og þegar því var lokið fékk hún pakka frá „kellunum" á rannsókn. I ljós kom ævintýrabók Sjúkdómnum haldið niðri með ströngu mataræði sem greinilega átti upp á pallborðið, en henni fletti Auður fram og aftur á meðan hún bauð starfsfólkinu upp á köku sem í tilefni dagsins myndaði töluna 100. Halla sagði að nú væru tíu böm á Islandi með þennan sjúkdóm, þau ættu heima á Akureyri, Höfti í Homafirði, Vík í Mýrdal, Bolungar- vík og hin á höfuðborgarsvæðinu. Um 25 ár era liðin frá því byijað var að athuga hvort ungböm hér á landi væra með þennan galla. Tekin er blóðprafa úr hveiju bami, fjög- urra til fjórtán daga gömlu, til að kanna hvort það sé með sjúkdóm- inn. Meðferð þarf að hefjast strax svo ekki hljótist skaði af. Áður en þessi galli uppgötvaðist hafði hann í för með sér að bömin urðu þroskaheft að sögn Höllu. Sjúkdómurinn veldur því að lík- aminn getur ekki framleitt sérstakt ensím í lifur sem þarf til að um- mynda amínósýrana phenylalanin í blóðinu og veldur það skemmdum á heila- og taugaframum sem ekld verða bættar. Halla sagðist eiga myndband þar sem greint er frá for- eldram sem eignuðust dóttur með gallann áður en farið var að leita hans og væri hún rúmliggjandi og ósjálfbjarga. Töluvert síðar eignuð- ust þau aðra dóttur sem einnig reyndLst með þennan galla, en hann uppgötvaðist strax og sú stúlka lifði eðhlegu lífi með því að ástunda rétt mataræði. Halla sagði að vissulega væri erf- itt fyrir Auði að fylgja jafn ströngu mataræði og hún þarf að gera. .Auðvitað leiðist henni þetta oft, en þótt hún sé ekki nema fimm ára veit hún að ekki er um neitt annað að ræða, hún verður að fylgja þessu og er vel meðvituð um það. Hún veit sjálf hvað hún má borða og hvað ekki,“ sagði Halla. Gísli bætti við að þau tækju fljótt eftir því hvort hún væri í jafnvægi. „Hún verður erfið- ari í skapinu og finnur til vanlíðunar. En sem betur fer hefur gengið vel hjá okkur og Auður er að öðra leyti hraust.“ Grænmetis- og ávaxtaborðið er nammibarinn Fæðismeðferðin gengur út á að takmarka neyslu á phenylalanin, halda þarf því innan þeirra marka sem bamið þarf til að viðhalda eðli- legum þroska og vexti. Auður má ekki borða próteinríka fæðu eins og kjöt, fisk, egg, mjólk, brauð, kex og og kökur svo eitthvað sé nefnt. Þá er flest sælgæti á bannlistanum en meinalaust er að borða einstaka teg- undir af bijóstsykri og fáeinum teg- undum öðram. Þeir sem hafa PKU mega borða ákveðna fæðu, eins og hafragraut, morgunkom, brauð og pasta, en allt eftir vigt. Foreldrar Auðar vigta til að mynda morgun- komið sem hún fær áður en hún fer í leikskólann og eins þarf að vigta það sem fer ofan í nestisboxið. Þau baka allt brauð sjálf úr sérstöku hveiti og hið sama gildir um pastað. Þá sagði Halla að þeim hefði tekist að útbúa eigin pylsur og hamborgara úr hrá- efnum sem Auði era skaðlaus. Auður má borða nánast allt græn- meti og þegar hún fer í verslun með foreldram sínum lítur hún að sjálf- sögðu ekki við sælgætisrekkanum heldur stefnir rakleitt á ávaxta- og grænmetisborðið. Það er hennar nammibar. Foreldrar bera saman bækur sínar Niðurstaðan úr blóðprufunni er send til næringamáðgjafa, Onnu Eddu Ásgeirsdóttur, sem hefur sér- hæft sig í fæðu einstaklinga með PKU. Hún skráir svo niður öll þau lífefni sem Auður má fá og hversu mikið hún þolir af phenylalanini. Halla sagði að Anna Edda og Atli Dagbjartsson læknir hefðu umsjón með Auði. „Foreldrar þeirra bama sem era með PKU á Islandi hafa með sér samtök og þau veita ómetanlegan styrk. Við beram saman bækur okk- ar og eram dugleg að senda hvert öðra uppskriftir ef við uppgötvum eitthvað nýtt og gott,“ sagði Halla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.