Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 67

Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 67 S Fulltrúar Simans og Martels afhendá Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra Ericsson R 290 GSM- og gervihnattasíma. Frá vinstri: Jóhann F. Kristjánsson frá Martel, Sturla Böðvarsson, Ólafur Þ. Stephensen og Gylfi Már Jónsson frá Símanum. Samgönguráðherra afhentur GSM- og gervihnattasími Aðalfundur Oryrkjabandalagsins Minna stjórnvöld á ákvæði laga AÐALFUNDUR Öryrkjabandalags íslands haldinn 21. október árið 2000 vill minna stjórnvöld og Alþingi á skýlaus ákvæði laga um málefni fatl- aðra hvað varðar framlag til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra, þar sem segir að óskertar tekjur Erfðafjársjóðs skuli renna til sjóðsins, segir í álykt- un frá Öryrkjabandalagi Islands. Einnig segir: „Við þetta eindregna ákvæði laganna hefur ekki verið staðið árum saman og í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2001 er ráð fyrir því gjört að tekjur af erfðafjárskatti verði 607 millj. kr. en framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra er áætl- að aðeins 235 millj. kr. Aðalfundurinn mótmælir harðlega þessum áformum fjárlagafrum- varpsins þar sem innan við 40% lög- bundins framlags er skilað í Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. Skorar aðalfundurinn á Alþingi að standa að fullu við lagaákvæði um Framkvæmdasjóð fatlaðra við fjár- lagagerð næsta árs.“ • • Ornefni kennd við Gretti sterka NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi laugardaginn 4. nóvember í sal Reykjavíkui'- akademíunnar í JL-húsinu við Hringbraut, 4. hæð. Þar flytur Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafnsins, fyrirlestur sem hann nefnir: Örnefni kennd við Gretti sterka. Hugað verður að myndun Grettis-örnefna, bæði í tengslum við sögu hans og í þjóð- sögum og sögunum á síðari tímum. Fundurinn hefst kl. 14 og er öllum opinn. Nafnafræðifélagið er félags- skapur áhugamanna um nafnfræði sem stofnaður var í maí sl. Félag- inu er ætlað að efla þekkingu á nafnfræði og stuðla að rannsókn- um á íslenskum nöfnum af öllu tagi m.a. með fundum, málþingum og útgáfustarfsemi. Þá er ætlunin að efna til „örnefnaferða" á nafn- ríka staði undir leiðsögn staðkunn- ugra. Félagið er opið öllum áhuga- mönnum um nafnfræði. Formaður Nafnfræðifélagsins er Svavar Sig- mundsson, forstöðumaður Ör- nefnastofnunar. Hitti vísinda- stjóra ESB BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, átti sl. mánudag fund í Brussel með Philippe Busquin, sem fer með vísindamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Á fundinum var rætt um þátt- töku íslands í undirbúningsvinnu vegna 6. rammaáætlunar ESB í vísinda- og rannsóknarmálum en Islendingar hafa tekið árangurs- ríkan þátt í 4. og 5. rammaáætlun- unum. Hinn 16. nóvember verður tekin stefnumótandi ákvörðun innan ESB um næstu skref í vísinda- og rannsóknarmálum en 6. ramma- áætlunin kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en árið 2002. Á fundinum á mánudag var rætt um frekari þátttöku Islands vegna þessarar stefnumörkunar með til- liti til hugmyndanna um sameigin- legt evrópskt rannsóknarsvæði sem fela meðal annars í sér af- stöðu til öndvegisstyrkja og hreyf- anleika vísindamanna, segir í frétt frá ráðuneytinu. FULLTRÚAR Símans og Martels ehf. (Globalstar Atlantic) afhentu Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra nýverið Ericsson R290-far- síma. Síminn er þeim eiginleikum gæddur að vera bæði gervihnatta- sími, sem virkar í kerfi Globalstar, og GSM-sími. R290 skilar þannig góðu sam- bandi bæði sem GSM-sími og gervi- hnattasími á þjónustusvæði Global- star. Þegar notandinn er innan þjónustusvæðis Sfmans GSM tengist síminn yfír landstöðvar en utan þjónustusvæðis, t.d úti á sjó eða uppi á jöklum, tekur gervihnattakerfið sjálfvirkt við. Það sama á við ef not- andi er staddur í landi þar sem eng- in GSM-þjónusta er í boði, þá er skipt yfir á gervihnettina, segir í fréttatilkynningu. Samkvæmt reikisamningi Sfmans GSM og Martels öðlast viðskiptavin- ÁRLEGI jólabasar kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ verður haldinn sunnudaginn 5. nóvember kl. 14-17 í Efstaleiti 9, húsi Rauða kross íslands. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir sem tengdir eru jólunum og einnig heimabakaðar kökur. Allur ágóði rennur til bókakaupa fyrir sjúklinga- ir Sfmans aðgang að fjarskiptakerfi Globalstar sem veita mun þjónustu í yfir 120 löndum. Meðtilkomu R290- símans þurfa notendur þannig að- eins einn sfma, hafa eitt simanúmcr og eitt SIM-kort og fá einn síma- reikning fyrir súntöl í báðum kerf- unum. Ilægt er að stilla sfmann á fjóra vegu; aðeins í gegnum gervi- hnött, gervihnöttur sem fyrsta val, aðeins sem GSM-sími og GSM sem fyrstaval. R290 er minnsti gervihnattasím- inn sem hefur verið kynntur hingað til og vegur aðeins 350 g. Síminn hefur innbyggt mótald fyrir gagna- og faxsendingar á allt að 9,6 kb/s sem GSM-sími og 7,2 kb/s sem gervi- hnattasfmi, segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um símann má nálgast á netslóðunum http:// www.martel.is/frettir/R290.htm og http://mobile.ericsson.com. bókasöfn sjúkrahúsanna. Kvennadeild Rauða krossins er ein öflugasta sjálfboðaliðadeild Rauða kross hreyfíngarinnar hér- lendis en 34 ár eru síðan konur tóku höndum saman f nafni Rauða krossins og stofnuðu sér- staka deild til að sinna sjúkum og öldruðum, segir í fréttatilkynn- ingu. Málþing í tilefni af Mannrétt- indasáttmála Evrópu FIMMTÍU ár eru liðin 4. nóvember frá því að Mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður í Róma- borg. í tilefni af því verður haldið málþing um sáttmálann. Flutt verða þrjú framsöguerindi, fyrst mun Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður fjalla um lög- festingu sáttmálans á Islandi og áhrif hennar, þá mun Oddný Mjöll Arnardóttir lögfræðingur fjalla um tólfta viðaukann við Mannréttinda- sáttmálann er lýtur að jafnrétti, en hann verður undirritaður í Róm 4. nóvember næstkomandi. Að lokum mun Ragnar Garðarsson stjóm- málafræðingur flytja erindi er kall- ast Einstaklingurinn í samfélaginu. Málþingið er haldið á vegum Mannréttindaskrifstofu íslands, Mannréttindastofnunar Háskóla ís- lands og Reykjavíkurakademíunnar. Það er öllum opið og boðið verður upp á síðbúinn morgunverð fyrir þá sem viija íyrir 500 krónur. Málþingið verður haldið í Reykjavíkur- akademíunni á 4. hæð í JL-húsinu, það hefst kl. 11 og stendur til kl. 13. Afgreiðsla og verslun Sjafnar á einum stað AFGREIÐSLA á öllum hreinlætis- vörum Sjafnar, lager sem og önnur þjónusta flutti í Litaríkisverslun fyr- irtækisins að Dalvegi 4 í Kópavogi 1. nóvember. Afgreiðsla hreinlætisvara á vegum Sjafnar var áður á Nýbýla- vegi 18 í Kópavogi. Er þetta gert í því augnamiði að efla og bæta þjónustu Sjafnar við viðskiptavini sína á höfuðborgar- svæðinu, segir í fréttatilkynningu. Þá verður þjónusta við viðskiptavini Sjafnar frá Snæfellsnesi til Horna- fjarðar sinnt frá þjónustumiðstöð fyrirtækisins á Dalvegi. Vandaðir sturtuklefar Ifö og Megius sturtuklefamir eru fáanlegir úr plasti eða öryggisgleri, rúnaöir og homlaga. Framhurðir og horn, einnig heilir klefar. Ifö - sænsk gæðavara 74 - 80 - Hornlaga 77 - 80 - Rúnaðir 87 - 90 - Rúnaðir 86 - 92 - Hornlaga T€flGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 • tengi.is C O L O N A L Uertu spennandi - Komdu á óuart Kynning 20% ,afsláttur+ kaupauKar í dag í Lágmúla og á morgun á Laugauegi frá kl. 13-18 l£h LYFJA Lyfja fyrir útlitið Lágmúla Sími 533 2308 Laugavegi Sími 552 4045 Tveir sjálfboðaliðar við sýnishorn af því sem á boðstólum er. Jólabasar hjá Reykja- víkurdeild RKÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.