Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 02.11.2000, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 67 S Fulltrúar Simans og Martels afhendá Sturlu Böðvarssyni samgöngu- ráðherra Ericsson R 290 GSM- og gervihnattasíma. Frá vinstri: Jóhann F. Kristjánsson frá Martel, Sturla Böðvarsson, Ólafur Þ. Stephensen og Gylfi Már Jónsson frá Símanum. Samgönguráðherra afhentur GSM- og gervihnattasími Aðalfundur Oryrkjabandalagsins Minna stjórnvöld á ákvæði laga AÐALFUNDUR Öryrkjabandalags íslands haldinn 21. október árið 2000 vill minna stjórnvöld og Alþingi á skýlaus ákvæði laga um málefni fatl- aðra hvað varðar framlag til Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra, þar sem segir að óskertar tekjur Erfðafjársjóðs skuli renna til sjóðsins, segir í álykt- un frá Öryrkjabandalagi Islands. Einnig segir: „Við þetta eindregna ákvæði laganna hefur ekki verið staðið árum saman og í fjárlaga- frumvarpi fyrir árið 2001 er ráð fyrir því gjört að tekjur af erfðafjárskatti verði 607 millj. kr. en framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra er áætl- að aðeins 235 millj. kr. Aðalfundurinn mótmælir harðlega þessum áformum fjárlagafrum- varpsins þar sem innan við 40% lög- bundins framlags er skilað í Fram- kvæmdasjóð fatlaðra. Skorar aðalfundurinn á Alþingi að standa að fullu við lagaákvæði um Framkvæmdasjóð fatlaðra við fjár- lagagerð næsta árs.“ • • Ornefni kennd við Gretti sterka NAFNFRÆÐIFÉLAGIÐ gengst fyrir fræðslufundi laugardaginn 4. nóvember í sal Reykjavíkui'- akademíunnar í JL-húsinu við Hringbraut, 4. hæð. Þar flytur Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafnsins, fyrirlestur sem hann nefnir: Örnefni kennd við Gretti sterka. Hugað verður að myndun Grettis-örnefna, bæði í tengslum við sögu hans og í þjóð- sögum og sögunum á síðari tímum. Fundurinn hefst kl. 14 og er öllum opinn. Nafnafræðifélagið er félags- skapur áhugamanna um nafnfræði sem stofnaður var í maí sl. Félag- inu er ætlað að efla þekkingu á nafnfræði og stuðla að rannsókn- um á íslenskum nöfnum af öllu tagi m.a. með fundum, málþingum og útgáfustarfsemi. Þá er ætlunin að efna til „örnefnaferða" á nafn- ríka staði undir leiðsögn staðkunn- ugra. Félagið er opið öllum áhuga- mönnum um nafnfræði. Formaður Nafnfræðifélagsins er Svavar Sig- mundsson, forstöðumaður Ör- nefnastofnunar. Hitti vísinda- stjóra ESB BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, átti sl. mánudag fund í Brussel með Philippe Busquin, sem fer með vísindamál í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins. Á fundinum var rætt um þátt- töku íslands í undirbúningsvinnu vegna 6. rammaáætlunar ESB í vísinda- og rannsóknarmálum en Islendingar hafa tekið árangurs- ríkan þátt í 4. og 5. rammaáætlun- unum. Hinn 16. nóvember verður tekin stefnumótandi ákvörðun innan ESB um næstu skref í vísinda- og rannsóknarmálum en 6. ramma- áætlunin kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en árið 2002. Á fundinum á mánudag var rætt um frekari þátttöku Islands vegna þessarar stefnumörkunar með til- liti til hugmyndanna um sameigin- legt evrópskt rannsóknarsvæði sem fela meðal annars í sér af- stöðu til öndvegisstyrkja og hreyf- anleika vísindamanna, segir í frétt frá ráðuneytinu. FULLTRÚAR Símans og Martels ehf. (Globalstar Atlantic) afhentu Sturlu Böðvarssyni samgönguráð- herra nýverið Ericsson R290-far- síma. Síminn er þeim eiginleikum gæddur að vera bæði gervihnatta- sími, sem virkar í kerfi Globalstar, og GSM-sími. R290 skilar þannig góðu sam- bandi bæði sem GSM-sími og gervi- hnattasími á þjónustusvæði Global- star. Þegar notandinn er innan þjónustusvæðis Sfmans GSM tengist síminn yfír landstöðvar en utan þjónustusvæðis, t.d úti á sjó eða uppi á jöklum, tekur gervihnattakerfið sjálfvirkt við. Það sama á við ef not- andi er staddur í landi þar sem eng- in GSM-þjónusta er í boði, þá er skipt yfir á gervihnettina, segir í fréttatilkynningu. Samkvæmt reikisamningi Sfmans GSM og Martels öðlast viðskiptavin- ÁRLEGI jólabasar kvennadeildar Reykjavíkurdeildar RKÍ verður haldinn sunnudaginn 5. nóvember kl. 14-17 í Efstaleiti 9, húsi Rauða kross íslands. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir sem tengdir eru jólunum og einnig heimabakaðar kökur. Allur ágóði rennur til bókakaupa fyrir sjúklinga- ir Sfmans aðgang að fjarskiptakerfi Globalstar sem veita mun þjónustu í yfir 120 löndum. Meðtilkomu R290- símans þurfa notendur þannig að- eins einn sfma, hafa eitt simanúmcr og eitt SIM-kort og fá einn síma- reikning fyrir súntöl í báðum kerf- unum. Ilægt er að stilla sfmann á fjóra vegu; aðeins í gegnum gervi- hnött, gervihnöttur sem fyrsta val, aðeins sem GSM-sími og GSM sem fyrstaval. R290 er minnsti gervihnattasím- inn sem hefur verið kynntur hingað til og vegur aðeins 350 g. Síminn hefur innbyggt mótald fyrir gagna- og faxsendingar á allt að 9,6 kb/s sem GSM-sími og 7,2 kb/s sem gervi- hnattasfmi, segir í tilkynningunni. Nánari upplýsingar um símann má nálgast á netslóðunum http:// www.martel.is/frettir/R290.htm og http://mobile.ericsson.com. bókasöfn sjúkrahúsanna. Kvennadeild Rauða krossins er ein öflugasta sjálfboðaliðadeild Rauða kross hreyfíngarinnar hér- lendis en 34 ár eru síðan konur tóku höndum saman f nafni Rauða krossins og stofnuðu sér- staka deild til að sinna sjúkum og öldruðum, segir í fréttatilkynn- ingu. Málþing í tilefni af Mannrétt- indasáttmála Evrópu FIMMTÍU ár eru liðin 4. nóvember frá því að Mannréttindasáttmáli Evrópu var undirritaður í Róma- borg. í tilefni af því verður haldið málþing um sáttmálann. Flutt verða þrjú framsöguerindi, fyrst mun Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður fjalla um lög- festingu sáttmálans á Islandi og áhrif hennar, þá mun Oddný Mjöll Arnardóttir lögfræðingur fjalla um tólfta viðaukann við Mannréttinda- sáttmálann er lýtur að jafnrétti, en hann verður undirritaður í Róm 4. nóvember næstkomandi. Að lokum mun Ragnar Garðarsson stjóm- málafræðingur flytja erindi er kall- ast Einstaklingurinn í samfélaginu. Málþingið er haldið á vegum Mannréttindaskrifstofu íslands, Mannréttindastofnunar Háskóla ís- lands og Reykjavíkurakademíunnar. Það er öllum opið og boðið verður upp á síðbúinn morgunverð fyrir þá sem viija íyrir 500 krónur. Málþingið verður haldið í Reykjavíkur- akademíunni á 4. hæð í JL-húsinu, það hefst kl. 11 og stendur til kl. 13. Afgreiðsla og verslun Sjafnar á einum stað AFGREIÐSLA á öllum hreinlætis- vörum Sjafnar, lager sem og önnur þjónusta flutti í Litaríkisverslun fyr- irtækisins að Dalvegi 4 í Kópavogi 1. nóvember. Afgreiðsla hreinlætisvara á vegum Sjafnar var áður á Nýbýla- vegi 18 í Kópavogi. Er þetta gert í því augnamiði að efla og bæta þjónustu Sjafnar við viðskiptavini sína á höfuðborgar- svæðinu, segir í fréttatilkynningu. Þá verður þjónusta við viðskiptavini Sjafnar frá Snæfellsnesi til Horna- fjarðar sinnt frá þjónustumiðstöð fyrirtækisins á Dalvegi. Vandaðir sturtuklefar Ifö og Megius sturtuklefamir eru fáanlegir úr plasti eða öryggisgleri, rúnaöir og homlaga. Framhurðir og horn, einnig heilir klefar. Ifö - sænsk gæðavara 74 - 80 - Hornlaga 77 - 80 - Rúnaðir 87 - 90 - Rúnaðir 86 - 92 - Hornlaga T€flGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 • tengi.is C O L O N A L Uertu spennandi - Komdu á óuart Kynning 20% ,afsláttur+ kaupauKar í dag í Lágmúla og á morgun á Laugauegi frá kl. 13-18 l£h LYFJA Lyfja fyrir útlitið Lágmúla Sími 533 2308 Laugavegi Sími 552 4045 Tveir sjálfboðaliðar við sýnishorn af því sem á boðstólum er. Jólabasar hjá Reykja- víkurdeild RKÍ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.