Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Barist til ósigurs Nú erBush ríkisstjóri Texas og viðþað að takast hið ómögulega öðru sinni. Nái Gore hins vegar að merja sigur verðurþað þrátt jyrir einbeittan vilja til að kasta honum frá sér. Alokaspretti kosninga- baráttunnar hefur kossaflensið milli A1 og Tipper Gore færst í aukana. Þau kyssast ekki aðeins á sviðinu heldur einnig baksviðs á kosningafundum og í mannþrönginni stendur fólk með spjöld, sem stendur á „Tipper rokkar!" Bak við tjöldin gerir hins vegar örvænting vart við sig. Gore hefur verið varaforseti í átta ár og í valdatíð hans hefur verið viðvar- andi góðæri. Þó er hann við það að kasta frá sér sigrinum. George W. Bush er að reka endahnútinn á sína kosninga- baráttu. Kosningamar eru 7. nóv- ember og þá munu 62 milljónir kjósenda hafa fengið símhringingu frá stuðnings- mönnum Bush og 110 milljón- ir fengið bréf á aðeins tveimur VIÐHORF Eftir Kari Blöndal vikum. Bush stendur ekki einn í kosningabaráttunni. Pabbi og mamma og litli bróðir styðja hann dyggilega og ekki skemmir fyrir að í þeim þriggja manna hópi eru fyrrverandi forseti landsins og nú- verandi ríkisstjóri Flórída. Bush skilgreinir sig sem um- hyggjusamt íhald. Þessi um- hyggjusemi virðist lítið annað en skjól til þess að gera sjálfan sig gjaldgengari í augum kjósenda. Handritið að kosningabaráttu Bush gæti allt eins verið tekið úr fyrstu kosningabaráttu föðurins fyrir þingsæti. Þá var áherslan lögð á það að orða hlutina almennt í ljósi þess að kjósendum leiddist þegar farið væri út í smáatriði á borð við hvemig eigi að gera hlut- ina og hvar eigi að fá peninga til þess. Það er greinilegt að Bush notar sjálfan sig sem mælikvarða þegar hann leggur dóm á þolinmæði kjós- enda gagnvart smáatriðum. Hann kemur í vinnuna klukkan m'u á morgnana, tekur einn og hálfan tíma í mat og er farinn heim klukk- an fimm. Dagurinn fer í myndatök- ur og stutt samtöl við fúlltrúa þrýstihópa og fleiri. Hann lætur aðra um smáatriðin og hlífir bæði sjálfum sér og kjósendum. Gore hefur gert sér kosninga- baráttuna einstaklega erfiða og er í raun með ólíkindum að hann skuli vera að tapa þessum kosningum. Gíore hefúr lagt áherslu á að hann sé sinn eigin maður og nefnir vart Clinton á nafn þótt þeir hafi starfað saman í Hvíta húsinu í næstum átta ár. Embætti varaforseta Bandaríkjanna hefur ávallt þótt lítt eftirsóknarvert sakir valdaleysis. Sennilega hefúr hins vegar enginn varaforseti haft jafnmildl völd og Gore. Vikulega hafa hann og Clinton hist tveir og varaforsetinn hefur einnig setið alla mikilvæga fundi. Gore hafði talsverð áhrif á skipan manna í embætti og gat þar komið sínum mönnum að. Hann var lykil- maður í að koma því til ieiðar að lögð var áhersla á að draga úr fjár- lagahallanum, sem nú hefur verið eytt. Hann hefur einnig haft mikið að segja um flestar ákvarðanir Clintons í utanrfldsmálum. Segja má að hann hafi sveigt stefnu for- setans mun lengra til hægri en S Clinton ætlaði sér í upphafi. Vegna andúðar sinnar á Clinton í kjölfar hneykslisins vegna Monicu Lewinsky er hins vegai' svo komið að þeir talast varla við. Gore hefur ávallt tengt allar sínar hugljómanir og upplifanir fjölskyldu sinni og þegar Lewinsky-málið kom upp fannst honum líkast því sem Clin- ton hefði saurgað dætur sínar með framferði sínu. Um leið hefur hann hlustað á ráðgjafa, sem sögðu að hann yrði að sýna að hann gæti staðið á eigin fótum. En þeim láðist að benda Gore á að hann gæti hæg- lega notað frammistöðu sína í emb- ætti til að sýna einmitt fram á að hann væri sinn eigin maður. Það þarf ekki langan lestur skoðanakannana til að sjá að bandarískur almenningur gerir skýran greinarmun á embættis- verkum Clintons og einkalífi - and- stæðingum forsetans til mikillar skapraunar. Það er í raun með ólíkindum að Gore skuli ekki hafa treyst kjósendum til að gera sama greinarmun á sínum embættis- verkum í Hvíta húsinu og kynlífs- ævintýrum forsetans. Fáir standa Clinton á sporði í atkvæðaveiðum og forsetanum hefur liðið líkt og í spennitreyju að þurfa að fylgjast aðgerðarlaus með kosningabaráttu Gores. I herbúðum Gores hafa menn gefið sér að fyrirlitningin og and- úðin á Clinton væri svo megn að lögð hefur verið áhersla á hreinlífi og trúrækni þannig að ætla mætti að hann væri að sækjast eftir emb- ætti pafa. Og þegar Gore minnist á lengsta góðæri í Bandaríkjunum síðan í stjómartíð Johns F. Kennedys og Lyndons B. Johnsons á sjöunda áratugnum er hann svo hræddur við að verða enn einu sinni sakaður um að þykjast hafa fundið upp Netið að hann segir að hinn vinn- andi maður eigi heiðurinn, í stað þess að fylgja þeirri eðlisávísun stjómmálamannsins að eigna sér allt, sem gott er. Og hefði hann samt nokkuð til síns máls í þetta skipti. Þegar þetta er skrifað eru Bush og Gore nokkurn veginn jafnir í skoðanakönnunum, þótt sá síðar- nefndi hafi verið að síga fram úr. I kosningunum er ekki nóg að fá meirihluta atkvæða, heldur þarf meirihluta kjörmanna, sem skipt- ast milli ríkjanna eftir ákveðnum reglum og fær sá sem sigrar í hveiju rfld alla kjörmenn þess hversu rpjótt sem er á munum. Þegar lagðir hafa verið saman kjörmenn í þeim ríkjum, þar sem Gore hefur fomstu, hefur hann um 171 kjörmenn, en Bush 209.270 kjörmenn þarf til að sigra. Nú velta menn fyrir sér hvort sagan frá 1888 þegar Benjamin Harrison sigraði í forsetakosning- um þótt hann hlytá minnihluta at- kvæða vegna þess að hann fékk meirihluta kjörmanna endurtaki sig. Þegar Bush ákvað að skora Ann Richards, þáverandi rfldsstjóra Texas, á hólm hafði ekki einu sinni mamma hans trú á að hann gæti sigrað. Nú er Bush rfldsstjóri Tex- as og við það að takast hið ómögu- lega öðru sinni. Nái Gore hins veg- ar að meija sigur verður það þrátt fyrir einbeittan vilja til að kasta honum frá sér. JÓN KRISTINN STEINSSON + Jón Kristinn Steinsson fædd- ist á Siglufirði 3. nóvember 1908. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 25. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Þorláksdóttir, f. 9. nóvember 1876 í Reykjavík og Steinn Einarsson, f. 6. jan- úar 1878 í Háakoti, Fljótum. Bræður Jóns voru: 1) Guð- mundur Einar, f. 15. júlí 1904. 2) Hendrik Kristinn, f. 24. september 1905, 3) Hreggvið- ur, f. 2. mars 1912, 4) Pétur Grét- ar, f. 31. mars 1919. Þeir eru allir látnir. Hinn 9.maí 1942 kvæntist Jón Þóru Jónsdóttur frá Sólbakka, Stokkseyri, f. 25. janúar 1917. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Steinn, f. 21. júli 1942, flugvirki starfar hjá Cargolux i' Luxem- burg, kona hans er Yolande Jons- son, f. 20. september 1954, dóttir þeirra er Stéphanie, f. 11. janúar 1985. 2) Logi Þórir, f. 1. maí 1945, vélfræðingur, kvæntur Helgu Láru Hóim, f. 16. nóv- ember 1942, börn þeirra: Drengur f. og d. 2.mars 1970, Eva Lára, f. 14. júlí 1971, hún er gift Hilmari Þór Arnarsyni, f. 7. janúar 1970, dóttir þeirra er Ástrós Helga, f. 8. desember 1990. Sunna Ósk, f. 8. nóvember 1973, sonur hennar er Arnar Logi Ólafsson, f. 11. febr- úar 1993, sambýlis- maður hennar er Atli Karl Ingimarsson, f. 28. ágúst 1974. Jóhanna, f. 20. ágúst 1976, sambýlismaður henn- ar er Hannes Þorsteinsson, f. 1. febrúar 1970, synir þeirra er Stef- án, f. 22. október 1998 og dreng- ur, f. 31. október 2000. Oddný Þóra, f. 6. ágúst 1986. 3) Viktoría, f. 15. nóvember 1948, d. 27. janúar 1987, kennari, hún var gift Jör- undi Garðarssyni, f. 6. desember 1948, þeirra börn eru: Þóra Dögg, f. 21. júní 1971, hennar börn eru Viktoría, f. 20. mars 1991 og Steinar Þór, f. 29. júlí 1993. Una Ýr, f. 18. ágúst 1972, sambýlis- maður hennar er Steinar Áslaugs- son, f. 2. október 1973. Jón Garð- ar, f. 24. september 1981, unnusta hans er Sara Hreiðarsdóttir, f. 13. janúar 1982. 4) Smári, rafeinda- virki, f. 15. nóvember 1948, kvæntur Vilmu Radam Valeriano, f. 13. janúar 1966, þau eiga dótt- ur, f. 23. október 2000. Foreldrar Jóns áttu heima á Sigiufirði til ársins 1919 en flutt- ust þá til Hafnarfjarðar og tveim- ur árum seinna upp á Akranes. Jón var virkur þátttakandi í fé- lags- og íþróttalífi á Akranesi, m.a. var hann stofnfélagi í Skáta- félagi Akraness og var gerður þar að heiðursfélaga 1996 þegar fé- lagið var 70 ára. Hann var í knatt- spymuliði Akraness þegar það vann sinn fyrsta meistaratitil árið 1929. Á árunum milli 1930 og 1940 vann Jón við ýmis störf á Akranesi og í Vestmannaeyjum. Hann lærði bifvélavirkjun og vann við iðn sína í Reykjavík, lengst af hjá Jóhanni Ólafssyni, Hrafni Jónssyni og Sveini Egils- syni en síðustu 20 ár starfsævinn- ar hjá Vita- og hafnarmálastjórn við viðgerðir, viðhald véla og við hafnargerð vi'ða um land. Hann lét af störfum 78 ára gamall. Jón tók virkan þátt í flokksstörfum Sósi'alistaflokksins og baráttu hemámsandstæðinga, einnig var hann virkur félagi í Mír. Utför Jóns fer fram frá Foss- vogskirkju í' dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag er kvaddur hinstu kveðju elskulegur tengdafaðir minn og vinur siðastliðna þrjá áratugi. Hann lést aðeins nokkrum dögum fyrir 92 ára afmælisdaginn sinn og hafði þá legið á sjúkrahúsi í þrjár vikur en fram að þeim tíma verið furðu hress og lítinn bilbug látið á sér finna. Jón og Þóra áttu 57 ára hjóna- band að baki þegar Þóra lést á ár- inu 1997. Lengst bjuggu þau í Nökkvavogi 8 en einnig á Jörfa- bakka, Digranesvegi og síðast í Arskógum 6 þar sem Jón bjó einn eftir að Þóra lést. Hann sá að langmestu leyti um sig sjálfur en fékk heimilishjálp einu sinni í viku síðustu misserin. Heimili Jóns og Þóru var menn- ingarheimili í orðsins fyllstu merk- ingu. Þau áttu gott bókasafn fylgd- ust grannt með þjóðmálum og miðluðu til barna sinna hvatningu um menntun og heiðarleika. Dótt- ur sína Viktoríu misstu þau á ár- inu 1987 aðeins tæplega fertuga og var það þeim mikill missir en hún hafði verið þeim stoð og stytta. Jón var mikið náttúrubarn. Hvers kyns útivera og veiði- mennska voru hans áhugamál og ferðalög um fjöll og firnindi elsk- aði hann enda þekkti hann landið okkar vel og átti marga upp- áhaldsstaði svo sem Veiðivötn sem hann átti vart orð til að lýsa. Verkalýðsbarátta var Jóni hug- stæð alla hans ævi og vann hann mikið starf sérstaklega á sínum yngri árum að framgangi hennar. Hann var eindreginn hernámsand- stæðingur og lagði þeirri hreyf- ingu lið í mörg ár. Betri heimilisföður en Jón er ekki hægt að hugsa sér og og lengst munum við minnast þess hve barngóður hann var, öll börn hændust að honum og kölluðu hann afa og afabörnin og langafa- börnin áttu hug hans allan, hann gat aldrei nógsamlega dáðst að þeim og gerði allt fyrir þau sem hann gat. Núna þegar komið var hrímkalt haust kvaddi hann tengdafaðir minn þetta jarðlíf, það var líka komið haust í hans lífi, líkaminn farinn að gefa sig þó hugurinn og áhuginn væru enn til staðar. Áður fyrr hefði hann á þessum árstíma sennilega verið á rjúpna- eða gæsaveiðum á heiðum uppi og not- ið sín vel. Fyrir hönd fjölskyldunnar þakka ég Þóru Thorarensen frá Heimaþjónustunni fyrir aðstoð hennar og vináttu við Jón, svo og öðrum sem komu að aðhlynningu hans. Ég kveð kæran tengdaföður minn og vin með innilegu þakklæti fyrir samfylgdina. Helga Lára Hólm. Mig langar til að minnast og kveðja tengdaföður minn fyrrver- andi með nokkrum orðum. Það var í október 1966 sem við fyrst hittumst í Nökkvavogi 8. Þá fékk ég strax að kynnast einstök- um manni. Ekki einstökum vegna ákveðinna stjórnmálaskoðana heldur vegna þess kærleika og þeirrar hlýju sem alltaf streymdi frá honum. Ég held að skoðanir hans um jafnrétti og bræðralag hafi fyrst og fremst stafað af eðli hans og eiginleikanum til að gefa af sér. Hann upplifði öld þeirra mestu þjóðfélagsbreytinga sem mannkynið hefur upplifað og sá þjóð sína rísa úr örbirgð til vel- megunar sem varla á sína hlið- stæðu. Auðvitað var hann einn af þeim sem Iagði hönd á plóginn til þess að skapa velferðina sem við búum við og ekki síst það þjóðfé- lagsréttlæti sem jafnaðarstefnan hefur fært okkur. Jafnaðarstefnan var hans vegur til efnahagslegs réttlætis, menntunar, friðar og bræðralags. Ég vil með þessum fáu orðum þakka honum, og einnig tengda- móður minni Þóru Jónsdóttur sem lést fyrir þremur árum fyrir sam- fylgdina og allt sem þau hafa verið mér og börnunum mínum. Ég veit að „afi og amma“ voru þeim alltaf mjög mikils virði og ekki síst eftir að móðir þeirra dó árið 1987. GUÐMUNDUR SNORRI GISS URARSON + Guðmundur Snorri Gissurar- son fæddist að Hvoli í Ölfúsi 19. júlí 1918. Hann lést á Hrafii- istu í Reykjavík 11. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gissur Gottskálksson bóndi, f. að Sogni í Ölfúsi 6. nóv- ember 1870, og Jórunn Gíslína Snorradóttir húsfreyja, f. að Þórustöðum í Ölfusi 22. ágúst 1874. Systkin voru sjö talsins og lifir ein, Jónína Ragnheiður. Hin Ég var stödd í fjarlægu landi, þegar hringt var til mín og mér sagt lát föðurbróður míns, Guð- mundar Snorra Gissurarsonar. Mér brá mjög við þá frétt. Það var nú þannig að mér fannst einhvem veg- inn að Gummi frændi væri eilífur. Hann var hlédrægur og ósköp hljótt í kringum hann. Hann bjó einn í íbúðinni sinni í um það bil 20 ár að Úthlíð 9 í Reykjavík. voru Vigfússína Svanhildur, Gott- skálk, Salvör, Kristín og Guðrún Halldóra. Guðmundur ólst upp að Hvoli í Ölfusi. Hann stundaði hefðbundið bamaskólanám þess túna. Hann vann ýmis störf en stundaði þó aðallega sjómennsku, þar til hann Iærði húsasmíði og starfaði við það meðan heilsa leyfði. _ títför Guðmundar fór fram frá Áskirkju 18. október. Guðmundur Snorri fæddist að Hvoli í Ölfusi þann 19. júlí 1918. Sonur Jórunnar Gíslínu Snorra- dóttur og Gissurar Gottskálksson- ar, bónda og organista. Þegar ég var að alast upp á Hvoli, kom Gummi frændi oft austur í sveitina sína. Þeir voru aðeins tveir bræð- urnir, faðir minn Gottskálk og hann. Það var mjög kært með þeim bræðrum, eins og öllum systkinun- um. Systurnar voru fimm en ein er eftir af þéim. Vigfúsína Svanhildur var elst, þá Salvör en hún dó ung kona frá tveimur bömum, Kristín, Guðrún Halldóra og Jónína Ragn- heiður, sem nú dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði í hárri elli. Það var gott að alast upp á Hvoli og ég hygg að það hafi einnig verið svo með Gumma. Guðmundur Snorri giftist ekki eða eignaðist börn. Hann kom oft austur í sveitina sína tii að heim- sækja skyldfólkið og líta sveitina sína kæru. Hann ók þá oft austur með Ingólfsfjaliinu og settist niður í fallegri laut. Á seinni árum hafði hann orð á því að það væri búið að eyðileggja Þunnubrekkumar og Djúpadalinn. Elsku Nína frænka, þið systkinin voruð svo samrýmd. Á góðum stundum vomð þið saman og rædd- uð dægurmálin yfir kaffibolla, pönnukökum og öðru góðgæti og þá var oft glatt á Hvoli og víðar. Mikið spilað og sungið. Já, það rifjast svo margt upp við fráfall Gumma frænda. Ég man alltaf þegar þú og vinur þinn komuð með nýja jepp- ann hans pabba austur og jafnframt fyrsta bílinn sem kom á heimilið, og pabbi settist upp í hann og ók stór-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.