Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Búið að stytta afgreiðslu- tímann hjá Islandspósti Kvartanir í tengslum við nýbyggingar algengar Hvers vegna hefur afgreiðslutími útibúa íslandspósts verið styttur? Afgreiðslutími útibúa Islands- pósts á höfuðborgarsvæðinu var frá 8:30 til 16:30 en núna eru fæst úti- búin opnuð fyrr en klukkan 9 og eru opin til 16:30. Þá eru einstök útibú opin enn skemur eins og á Seltjarnamesi þar sem er opið frá kl. 12 til 16:30 og í Grafarvogi frá kl. 10 til 18. ,Ástæðan fyrir breyttum af- greiðslutíma er sú að þörf við- skiptavina til að fara á pósthús fer sífellt minnkandi," segir Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri þjón- ustustaða íslandspósts. „Hinn 19. janúar síðastliðinn hóf- um við útkeyrslu á sendingum til viðskiptavina okkar á höfuðborgar- svæðinu þannig að við keyrum þær sendingar, það er að segja smá- pakka, böggla og ábyrgðarbréf, sem áður voru sóttar á pósthús, til við- skiptavina okkar þeim að kostnað- arlausu öll kvöld,“ segir Hörður og bætir við að þetta aukna vægi á út- keyrslu sé einn af þeim þáttum sem leiði til minni þarfa viðskiptavina til að komast á pósthús. „Ef sendingin kemst ekki til skila í útkeyrslu er tilkynningin skilin eftir og þá þarf viðskiptavinurinn að sækja póstinn á pósthúsið en þetta á aðeins við í um 15% tilfella. í ljósi þessa tókum við þá ákvörðun að þrengja af- greiðslutímann enda pósthúsin nú aðallega í því að selja frímerki, póstleggja og selja aðgengi að okk- ar þjónustu. Póstur sem berst eftir klukkan 16:30 kemst ekki til skila daginn eftir og því miðast af- greiðslutíminn við það. Auðvitað er alltaf matsatriði hvenær hentugast sé að hafa afgreiðslutímann en við sjáum engar forsendur fyrir því að lengja hann eða breyta honum, sér- staklega ekki vegna breytinganna 19. janúar síðastliðinn." Þess má geta að afgreiðslutími útibúa á höfuðborgarsvæðinu verð- ur þó ívið lengri síðustu vikuna fyr- ir jól en þá er stefnt á að þau verði opin til klukkan 18 alla virka daga. Endurskinsmerki Hvar er hægt að fá endurskins- merki? „Endurskinsmerki fást I flestöll- um apótekum landsins og þá seljum við þau einnig hér á Vinnustofunni Ás, “ segir Kristín Friðriksdóttir, starfsleiðbeinandi hjá Vinnustof- unni Ás, en vinnustofan er vemdað- ur vinnustaður fyrir þroskahefta og einn af dreiflngaraðilum endur- skinsmerkja hér á landi. Að sögn Kristínar kaupir Vinnu- stofan Ás endurskinsmerldn í gegn- um heildsölu, pakkar þeim inn og dreifir þeim síðan. „Endurskinsmerki eru frekar ódýr. Til em um tuttugu mismun- andi tegundir en þær algengustu seljum við til verslana á 140 krónur, þær leggja síðan eitthvað á það.“ Kristín merkir aukningu í sölu endurskinsme.rkja um þessar mundir og hefur gert það síðasta mánuðinn enda mikilvægt að nota endurskinsmerki í skammdeginu til að koma í veg fyrir slys. Síðastliðið ár hefur Neytendasam- tökunum borist mikill fjöldi kvart- ana sem beinast að verktökum og iðnaðarmönnum. Margar af kvört- ununum lúta að nýbyggingum á höf- uðborgarsvæðinu og þá meðal ann- ars að því að afhendingartími sé annar en samið var um. „Kvartanir vegna nýbygginga eru algengar," segir Björk Sigurgísla- dóttir, lögfræðingur hjá Neytenda- samtökunum. „Kvartanirnar lúta aðallega að frágangi, það er að segja að hann sé ekki í samræmi við kaup- samning, göllum sem koma í ljós eftir afhendinu og drætti á afhend- ingu húsnæðisins." Staðalinn IST51 í kaupsamning Björk ráðleggur fólki sem ætlar að fara að festa kaup á nýbyggingu að bæta inn ákvæði í kaupsamning- inn þess efnis að um frágang fari eftir staðlinum IST51. „Með þessu er minni hætta á að upp komi ágreiningur þar sem báðir aðilar hafa þá á nákvæman hátt samið. Þetta ætti því að vera til hagsbóta fyrir báða aðila. IST51 er ekki lög heldur ákveðinn staðall um byggingarstig húsa. í honum er skilgreint byggingarstig Yistvænt kvoðu- hreinsiefni NÝLEGA hélt fyrirtækið S. Hólm ehf. kynningarfund þar sem fagnað var lokum fyrsta vöruþróunarverk- efnis í átakinu Vöruþróun 1999 sem stutt er af Nýsköpunarsjóði og leitt af IMPRU hjá Iðntæknistofnun. „I framhaldi af þróun Undra- hreinsiefnanna, sem unnin eru að hluta til úr kindafitu, var ákveðið að hrinda í framkvæmd vöruþróunar- verkefni um þróun vistvæns kvoðu- hreinsiefnis fyrir matvælaiðnað sem nú er lokið,“ segh- Sigurður Hólm Sigurðsson, framkvæmdastjóri S. Hólm ehf. „Kvoðuhreinsiefnið hefur þá kosti að það hreinsar vel, tærir ekki málma því það hefur sýrustig pH 7,7 og slítur ekki tækjum. Jafn- framt er tryggt að gerlatalan sé lág á hlutum sem hafa verið þvegnir með Undra og að efnið sé vistvænt húsa, til dæmis hvernig frágangur byggingar er þegar hún er seld fok- held eða tilbúin til innréttinga," seg- h- Björk og bætir við að íslenski staðallinn sé gefinn út í bæklinga- formi af Staðlaráði Islands. Ráðleggjum fólki að fá tilboð Aðspurð segir Björk að mikið sé kvartað undan því að reikningar frá iðnaðarmönnum reynist hærri en talað var um í upphafi. „Hvað varð- ar rétt neytenda er mikilvægt að það komi fram að ef ekki hefur verið samið um verð áður en vinna iðnað- og valdi ekki skaða á húð eða í önd- unarfærum." Á kynningarfundinum kom fram að fyrirtækið er farið að selja efnið í Norður-Noregi og er að undirbúa markaðssetningu í Fær- eyjum. „Efnisprófanir hafa verið gerðar á rannsóknarstofu í Banda- ríkjunum og stóðust Undra-hreinsi- armanns hófst þá ber neytandanum að greiða það verð sem iðnaðarmað- urinn setur upp. Verðið verður þó að vera sanngjarnt með hliðsjón af því hve vinnan er mikil og hvers eðl- is hún er. Mjög misihundandi skiln- ingur er á því hvaða verð er sann- gjarnt. Við ráðleggjum fólki ávallt að fá tilboð í það verk sem vinna á og ef það er ekki hægt að fá kostnaðar- áætlun og reyna að hafa hana sem nákvæmasta þannig að reikningur iðnaðarmannsins komi ekki á óvart við verklok." efnin allar kröfur, meðal annars ASTM-staðalinn fyrir hreinsiefni sem ætlaður er fyrir flugvélar.“ Fyrirtækið er nú flutt í nýtt hús- næði á Stapabraut 3a í Reykja- nesbæ og nánari upplýsingar um það er að finna á heimasíðunni www.undri.is. 300 vöruteg- undir á 250 krónur I KA á Selfossi er hafin sala á um 300 vörutegundum sem kosta 250 krónur stykkið.Vörurnar koma frá Banda- ríkjunum og Noregi. Um er að ræða ýmiskonar leikföng, búsáhöld og gjafavörur eins og leikfangabíla, snyrtitöskur, ávaxtaskálar, osta- skera, uppþvottagi-indur, glös, hnífa- pör, blómavasa, fægiskóflur og nest- isbox. --------------- Kalkúnar á tilboði í dag hefst tilboðssala á 10 tonnum af kalkúnum í Bónusi. Að sögn Guð- mundar Marteinssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Bónusi, mun kíl- óið á tilboði kosta 479 krónur í stað 699 króna. Hann segir að með tilboðinu sé verið að taka jólaslaginn snemma og gefa fólki kost á að dreifa kostnaði fyrir jólin. »PP9"P Pcx sM'Mðhíáið kcx | Vcrdáðir: fv»l: Á 60 Þ. 4Q W. 1 knerr Tastc Brcaki pasta IKlýtt ^aJ33 krl Oeritgs allar tc<jjrlír200qr. IVcrðáéUr: Nj: SlA I >59 kr. Z. Í7 kr.l Varasalvi lcc Úrcps IVerðá&r: Nl: r- I 90 tr. 59 kr. 1 __________Tgblcrcnc )0Q qr. ;§* SI | Verðádir: Nú: | •T 1 175 tr. »19 tr, 1 Tilboðr íjilda í 20 Uppíjripsverslunýim Cllís utr s<ll( ismd olís Cartíse HamraborgJt Ný sending Lúxus Mossy Micro Stærðir 36-52 Cartíse Hamraborg 1, sími 554 6996. Garðarsbraut 15, Húsavík, sími 464 2450. Fyrirtækið S. Hólm ehf. með nýjung fyrir matvælaiðnað Morgunblaðið/Arnór Eigendur S. Hólm ehf., Eygló Hjálmarsdóttir og Sigurður Hóim Sig- urðsson, ásamt Ragnari Jóhannssyni ráðgjafa og Önnu Margréti Jó- hannesdóttur með nýjustu afurð fyrirtækisins, hreinsiefni sem er að hluta framleitt úr kindafitu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.