Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 56

Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 56
MORGUNBLAÐIÐ 56 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN í BÓKHALDI fyrir- tækja er búnaður færður sem eign, en allt sem við kemur starfsfólki er sem kostnaður og einnig starfsmenntun. Oft er það svo að starfs- mannastjórar eru ekki riíl í fyrirtækjum og ef svo er þá eru þeir neð- arlega í stjómstigan- um eða þá að fjármála- stjórinn sinnir því að vera starfsmannastjóri kl. 13-15 á föstudög- um. Því er oft haldið fram að launþegar og stéttarfélögin séu helsta ástæðan ef illa gengur í fyrir- tækinu. Hver er ástæða lágrar framleiðni? Óánægt og illa launað starfsfólk. Ef starfsfólk er á svo lág- um launum að þau dugi vart til hnífs og skeiðar, þá hugsar starfsfólkið ekki um annað en hvernig það eigi að framfleyta sér, það er óánægt og -jýnnir verkefnum sínum og fyrir- tækinu í heild á neikvæðan hátt. Það sýnir ekkert fram- kvæði og framleiðni verður lítil. Önnur ástæða lítillar fram- leiðni er þekkingar- skortur, verkefni verða aldrei betur unnin en þekking viðkomandi leyflr. I starfsfólkinu er fólgin þekking og orð- stír fyrirtækisins. Þar gilda sömu lögmál og í íþróttum, fyrirtækið með best þjálfaða starfsfólkið sigrar. Þeir starfsmenn sem ekki sinna starfs- menntun era orðnir of einhæfir eftir 3-4 ár. Þetta skiptir mjög miklu máli og hefur mikil áhrif á viðhorf og vellíðan starfsmanna. Það eru ekki einungis fyrirtækin sem eiga að ráða hvaða starfs- menntun starfsmenn sækja, þeir eiga að geta ráðið því sjálfir. í kjarasamningum rafiðnaðarmanna er ákvæði um að starfsmaður geti notað 12 klst. á ári eða 24 klst. ann- Símenntun Þeir starfsmenn sem ekki sinna starfs- menntim, segir Guð- mundur Gunnarsson, eru orðnir of einhæfír eftir 3-4 ár. að hvert ár í fagtengd námskeið að eigin vali. I nýlegum könnunum er áætlað að þau lönd sem ætla sér að fylgja tækniþróuninni og viðhalda þeim lífsháttum, sem við höfum tamið okkur, verði að sjá til þess innan 10 ára að um 20% af vinnuafl- inu sé að jafnaði í starfsmennta- námi. í Bandaríkjunum og Japan hafa verið gerðar kannanir þar sem at- hugað _var hvaða fyrirtæki stóðu sig best. í ljós kom að það vora þau sem laða til sín besta starfsfólkið og verðlauna góða frammistöðu og við- urkenna starfsþróun sem fjár- festingu. Þau viðurkenna að nýir starfsmenn era drifkraftur framtíð- arinnar. Hvetja þarf starfsfólkið til dáða og láta það vita af möguleikum til frekari starfsframa. í vinnumark- aðskönnunum kemur fram að þrír af hverjum fjóram starfsmönnum geta aukið framleiðni sína. En til þess að starfsmaðurinn geti það þarf hann að vita að hverju er stefnt í fyrir- tækinu og til hvers er ætlast af hon- um. Til þess að ná fram fylgi við þá stefnu sem fyrirtækið fylgir þurfa þeir sem era í keppnisliðinu, þ.e. starfsmennirnir, að vita að hverju er stefnt. Þeir vita best hvernig er hægt að hagræða og auka fram- leiðni. Þetta krefst gagnkvæms trausts og virðingar milli fyrirtækis- ins og starfsfólksins. Hröð tækniþróun í rafiðnaðar- geiranum hefur leitt til þess að hluti rafiðnaðarmanna verður að endur- nýja starfsmenntun sína á 3-5 ára fresti. Fyrirtæki í rafiðnaðargeiran- um ráða einfaldlega ekki við þau verkefni sem berast inn á gólf þeirra, ef þar eru ekki starfsmenn sem hafa nýlega endurnýjað mennt- un sína. Rafiðnaðarmenn reka lang- stærstu starfs- og símenntunarmið- stöð í landinu. Þar er boðið upp á yfir 200 gerðir af námskeiðum og era þau frá 20 klst. upp í 300 klst. að lengd. Um helmingur starfandi raf- iðnaðarmanna fór á starfsmennta- námskeið í Rafiðnaðarskólanum á síðasta ári. Með öflugu starfs- og sí- menntakerfi hefur rafiðnaðarmönn- um verið gert kleift að aðlaga sig breyttum aðstæðum. Forsvarsmenn rafiðnaðarfyrirtækja hafa áttað sig á því að afkoma þeirra ræðst alfarið af því hvaða menntun starfsmenn- irnir hafa og kalla í sífellu á aukið framboð sérhæfðra fagnámskeiða. Hratt vaxandi tölvunotkun, upp- bygging og hraðaaukning Netsins og þær breytingar sem era að eiga sér stað munu valda því að upp- bygging og skipulag náms mun gjörbreytast á næstu áram og það mun gerast mun hraðar en margir gera sér grein fyrir. Grannnám í tæknigreinum mun renna saman, að því loknu fer einstaklingurinn út á vinnumarkaðinn og sinnir tiltölulega einföldum tæknistörfum. Hann mun samfara starfsþjálfun velja sér sjálf- ur námskeið og námsáfanga, m.ö.o. byggja sjálfur upp og móta sína starfsmenntabraut. Val á námskeið- um og námsáföngum mun fara fram í gegnum miðlara á Netinu. Sé leit- að þekkingar á ákveðnu sviði er það slegið inn og þá mun koma fram val- kostur á námsefni, námskeiðum eða fjai'námi. Fjarnám mun breytast í það að vera gagnvirk samskipti. Við sjáum vel á okkar starfsmenntakerfi að þessi þróun er þegar hafin og þróun hennar mun fara stigvaxandi á næstu áram. Höfundur er formaður Rafiðnaðar- sambands Islands. Starfsmenntun - lífæð fyrirtækisins Guðmundur Gunnarsson VIS o g sýslu- mannsembættið í Hafnarfírði HINN 8. október kom rökstuðningur frá sýslumanninum í Hafn- arfirði vegna kæra minnar á VÍS um þjófnað og rangfærslu á örorkulífeyri og tekjutryggingu minni er VTS kallaði viljandi dagpeninga til að villa um fyrir mér. Rök- stuðninginn fékk ég vegna þess að ríkissak- sóknari staðfesti í bréfi til mín að þann rétt jíjafði ég að lögum. Full- trúi sýlumannsins í Hafnarfirði segir í rökstuðningsbréfinu. Sú staðreynd, að löghfiaður Guðmundur Ingi Kristinsson hins kærða félags (VÍS) túlkar 2. mgr. 2. gr. laga nr. 50/1993, á annan veg heldur en þér gerið, getur á engan hátt orðið tilefni afskipta lögreglu af slíku. Þetta væri sennilega rétt hjá honum ef lögmaður VIS hefði skrifað þetta, en það gerði hann ekki. Ég hafði samband við fulltrúa sýslu- ^mb l.i is •Ja.—ALLTIAe e!TTH\SAO NVTl manns og bað um afrit af bréfi lögmanns VÍS er hafði skrifað þessa staðreynd. Þann rétt eiga allir í samskiptum við stjónsýslu vegna stjómsýslu og upplýs- ingalaga. Ekki fékk ég afritið. Það var vegna þess að það var ekki til bréf frá lögmanni VÍS hjá sýslumanninum' í Hafnarfirði? Nei, það var bara búinn til lög- maður fyrir VIS og þessi ímyndaði lögmað- ur notaður til að vísa málinu frá. Hvað á að segja um svona rök- stuðning? Hann -fer' í flokk með Hafnarfjarðarbrönduram, er það ekki? Þá er staðreyndin sú að ímyndaður lögmaður VÍS ræður hjá sýslumanninum í Hafnarfirði en bréf lögmanns míns og staðreyndir frá Tryggingastofnun ríkisins er þeir hafa hjá sér, era ekki nothæf. Er eitthvert vit í svona rökstuðningi? Þar sem heimilis- og varnarþing hið kærða félags er í Reykjavík, en ekki í Hafnarfirði, þá hefði ég skv. meginreglu átt að leggja kærana fram í Reykjavík. Þetta kom einnig fram í þessum dæmalausa rökstuðn- ingi sýslumanns. Ef varnarþingið og heimilið hefði verið í Grímsey eða Peking? Hefði ég þá orðið að fara norður í eyju eða til Kína? Ef þetta væri nú rétt, því var mér þá ekki sagt strax frá því eins og stjómsýslulög segja og væri þá ekki þjóðráð fyrir sýslumanninn í Hafnarfirði að fá þau lög fyrir skrifstofu sína? Þriðji rökstuðningur fulltrúans er að af fyrirliggjandi gögnum málsins sé ekki kominn fram rökstuddur granur um refsiverða háttsemi og því eigi efni til að byija opinbera rannsókn. Það er alveg eðlilegt álit í stöðunni, því eitt aðalgagnið er um ímyndaðan lögmann og það því ekki löglegt. Því er ekki hægt að senda raunveralegt bréf til VÍS og fá þá til að leggja fram gögn er þeir segjast hafa um dagpeningagreiðslur mín- ar? Það er ekki gert því VÍS getur ekki lagt þau fram, því þau era ekki til og því ímyndun ein. Tryggingar / Eg hef þegar kært, seg- ir Guðmundur Ingi Kristinsson, rökstuðn- ing og málsmeðferð sýslumannsins í Hafnar- firði til ríkissaksóknara. Gestur Jónsson lögmaður sagði í fréttum Stöðvar 2 um nýtt skaða- bótaframvarp fyrir 1999 að vegna hækkunar á margfeldisstuðli gætu tryggingafélög dregið frá nær allar aðrar bætur við uppgjör, en þetta var ekki hægt í gömíu lögunum. í 5. gr. segir frá skaðbótakröfum drag- ast greiðslur sem tjónþoli fær frá al- mannatryggingum, slysatryggingu ökumanns og bætur samkvæmt lög- um um sjúklingatryggingu. Þetta er ekki í gömlu lögunum og þess vegna rangfærir VIS uppgjörið við mig og kallar örorkulífeyrinn og tekju- trygginguna dagpeningagreiðslur. Er þetta ekki rétt hjá mér lögmenn VÍS? Þögn er tekin sem samþykki. Þegar dómsmálaráðherra og fyrr- verandi formaður allsherjarnefndar Alþingis, er ber að stóram hluta ábyrgð á nýjum skaðabótalögum, sagði í viðtali að eitt af hiutverkum nýrra laga væri það að koma í veg fyrir að slasaðir færa að græða pen- inga á líkamstjóni sínu, þá hef ég ekki nokkra trú á því að hún hafi ver- ið að gefa VÍS rétt á að rangfæra uppgjör þannig að við mikið slasaðir töpum og tvíborgum sama hlutinn til þess að VÍS græði peninga? Þá hef ég þegar kært rökstuðning og máls- meðferð sýslumannsins í Hafnarfirði til ríkissaksóknara með smávon um að hann taki á þessu máli og að ís- lensk stjórnsýsla virki einu sinni. Ráðheirar, þingmenn, að ég þurfi að fara fram á gjafsókn til þess eins að VIS fari að augljósum lögum og fara með svona fáránlegt mál fyrir dóm- stóla á ekki að eiga sér stað. Kostn- aður vegna dómsmálsins er sóun á skattpeningum, en réttlætanlegur til að koma í veg fyrir augljóst og ólög- legt fjártjón mitt. Óska því eftir að- stoð ykkar við að koma þessu dæma- lausa máli í lag og að sjá til þess að VIS fari að lögum og reglum strax. Þá er ég tilbúinn að sýna ykkur allt um þetta mál hvar og hvenær sem er, því ég hef ekkert að fela né er með rangfærslur eða ímyndaðar persónur í þessu dæmalausa máli. Höfundur er öryrki. Að gefnu tilefni FYRIR skömmu var Jónína Benediktsdóttir ír viðtali hjá Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur í nýjum sjónvarpsþætti þeirrar síðamefndu í Ríkissjónvarpinu. Um- mæli Jónínu í þættinum era tilefni skrifa minna. Ég tók viðtal við Jón- ínu í helgarblaði DV sumarið 1999 og bar þar af leiðandi ábyrgð á efni viðtalsins. Viðtalið varð til þess að Jónína skrifaði heHsíðugrein í Morgunblaðinu þar sem hún tíundaði „ákærur" sínar gegn DV, Súsönnu Svavarsdóttur og mér. Ég ákvað að láta kyrrt liggja og lét vera að svara Jónínu enda varð ég mjög undrandi á viðbrögðum hennar. Súsanna svaraði hins vegar grein Jónínu sem umsjónarmaður helgai'- blaðs DV. Fyrir það fékk hún að gjalda í fyrrgreindum þætti Stein- unnar Ólínu þar sem Jónína og Stein- unn stóðu saman í því að veitast að Súsönnu með ótrúlega ósmekklegum hætti. Þáttur Súsönnu Svavarsdóttur enginn Að gefnu tilefni vil ég því taka eft- irfarandi fram: Ég tók þetta viðtal ein og það á við engin rök að styðjast að ég hafi verið skrifuð fyrir annað viðtal en ég tók. Að halda því fram að Súsanna hafi átt við efni viðtalsins eftir að ég skrifaði það upp eftir seg- ulbandsupptöku er hrein fjarstæða. Jónína lét að því liggja í sjónvarpsvið- talinu að ég hafi verið strengjabrúða Súsönnu. Súsanna Svavarsdóttir kom á engan hátt nálægt þeim texta sem ég skrifaði. Hið sanna í málinu er að ég las við- talið fyiir Jónínu og hún samþykkti það án athugasemda. Það veit Jónína mætavel. Eftir yfirlesturinn vora engar breytingar gerðar á efni text- ans. Það er hið sanna í málinu og stöðugar staðhæfingar Jónínu um annað breyta engu þar um. Eins og venja er setti ég síðar millifyiirsagnir inn í textann og vora þær í samræmi við efni textans. Fyrirsögn viðtalsins bar ég undir Jónínu og samþykkti hún hana. Fyrirsögnin birtist auk þess í föstudagsblaði DV þar sem helgarblaðið var auglýst án þess að Jónína gerði við hana nokkrar at- hugasemdir. Menn verða að vera ábyrgir fyrir orðum sínum og það á við Jónínu Benediktsdóttur eins og aðra. Þótt hennar eigin orð valdi henni síðar bakþönkum er ekki við blaðamann að sakast. Y fí rlýsingagleði Jónínu Bene- diktsdóttur „Svona skrif era hættuleg okkar litlu þjóð“, skrifaði Jónína í Morgunblaðsgrein sinni þann 10. ágúst 1999. Eg leyfi mér að efast um að viðtal, þar sem umfjöllunarefnið er draumur um hótel í Öskjuhlíð og þar sem viðmælandinn segir frá sambandi sínu við þjóðþekktan mann, teljist hættuleg skrif. Jónína sagði ennfremur í grein sinni að hún vilji ekki ræða sín einkamál í fjölmiðl- um. Sjónvarpsviðtal Steinunnar Ólínu við Jónínu Benediktsdóttur sýndi hins vegar mjög yfirlýsinga- glaða konu sem sagði þjóðinni meðal Blaðamennska Að halda því fram að Súsanna hafí átt við við- talið eftir að ég skrifaði það,.segir Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, er hrein fjarstæða. annars frá því að henni finnist best að stunda kynlíf á morgnana. Það gefur augaleið að ekki þarf að skálda fyrir- sagnir þegar Jónína er annars vegai'. Raunar var Jónína mun berorðari um einkalíf sitt í viðtali sínu við Steinunni Ólínu en í DV-viðtalinu í fyrra. Vakti það óneitanlega athygli mína og furðu svo mjög sem hún hefur reynt að sverja innihald DV-viðtalsins af sér. I grein sinni í Morgunblaðinu þann 10. ágúst 1999 segir Jónína: „Siða- nefnd Blaðamannafélagsins hefur fengið greinargerð frá mér um með- ferð þessa máls og vonast er eftir úrskurði frá henni, almenningi til varnaðar." Þess ber að geta að Siðanefnd Blaðamannafélagsins sá ekki ástæðu til þess að aðhafast neitt vegna þessa máls. Höfundur er laganemi við Háskóla Jelanda. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.