Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 02.11.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opið bréf til flutnings- manna frumvarps um tímareikninga á Islandi ÁGÆTU þingmenn. Eins og ykkur er kunnugt hefur undir- ritaður ásamt fleirum, áður mótmælt frum- varpinu um tíma- reikning sem þið hafið nýlega lagt fram í fjórða sinn og er til- gangur þessa bréfs að endurtaka þau mót- mæli og benda enn og aftur á helstu rökin gegn þeirri breytingu sem frumvarpið felur í sér. Ekki er ástæða til þess hér að tíunda í smáatriðum enn einu sinni öll rökin gegn þessari breyt- ingu, að öðru leyti en minnast stutt- lega á það sem nýtt kemur fram í greinargerðinni með fyrirliggjandi frumvarpi. Undirritaður ásamt sam- starfsmönnum skrifaði ýtarlega greinargerð um málið þegar sam- bærilegt frumvai-p var lagt fram árið 1998. Sú greinargerð er aðgengileg á netinu, ásamt öðrum gögnum um málið á veffanginu: http://julkb.vor- tex.is/timamal.htm Það er þó rétt að nefna að í þetta fjórða sinn sem málið er lagt fram eru enn tínd til ný rök með því, sum- sé þau að breytingin sé afar góð fyrir knattspyrnuna í landinu og fyrir beinar sjónvarpsútsendingar frá knattspyrnuleikjum. Þetta má vel vera, en líklega væri enn betra fyrir knattspyrnuna og samskipti hennar við Evrópu að hún færi öll fram á meginlandinu, þá væri enginn tíma- munur. Öll þau rök sem færð eru fyrir málinu eru auðhrekjanleg, nema ef vera skyldi sú þörf kaupsýslumanna að hafa sameiginlegan skrifstofutíma með Evrópulöndum. Raunar hefur sú þörf farið minnkandi með auknum tölvusamskiptum og mætti ætla að hún sé nú orðin óveruleg. Þessu til viðbótar myndi frumvarpið, ef sam- þykkt verður, torvelda samskipti við Norður-Ameríku, nokkuð sem ekki er minnst á í greinargerðinni. Al- þingi verður því að gera upp við sig hvort rökin um sameiginlegan vinnu- tíma með Evrópu ein og sér, nægja til þess að koma á þessari breytingu, eða hvort óverulegir hagsmunir við- skiptalífsins eigi að stjórna og stýra svefni og vöku allrar þjóðarinnar og hafa ómæld slæm áhrif á líðan henn- ar og heilsu. Það er rétt að leggja áherslu á það enn einu sinni að þegar er í gildi hér á landi sumartími allt árið. I lögum nr. 6/1968, var sú breyting gerð á tímareikningi hérlendis, að festa sumartímann allt árið. Því ætti í raun að notast við hugtakið sumarsumar- tími í fyrirliggjandi frumvarpi, þar sem það gengur enn lengra. Raunar er texti frumvarpsins og greinar- gerðarinnar allm- villandi hvað þetta atriði varðar, þar sem sumartími er þegar í gildi hér. Greinargerðin með frumvarpinu fjallar nokkuð um umsögn undirrit- aðs og fleiri frá því 1998 um frum- varp um sama efni. í henni er fullyrt að ekki komi fram í umsögninni að geðheilsu manna stafi hætta af breytingunni. Augljóst er að höfund- ar greinargerðarinnar hafa ekki lesið umsögnina ýtarlega, þar sem þar er ekki einungis verið að fjalla um geð- heilsu, heldur heilsu almennt. Erfitt er að skilja þær röksemdir höfunda frumvarpsins að birta síðar á degin- um hafi betri áhrif en birta fyrr. Hvað með alla þá einstaklinga sem vakna snemma og þurfa eftir þessa breytingu að vera lengur í myrkri vor og haust, en áður? Hvað með lægra hitastig að morgni, hugsan- lega meiri hálku og þar með ileiri umferðarslys? Röksemdafærsla af þessu tagi er algerlega sambærileg þeirri sem flutnings- menn frumvarpsins leggja fram og mælir auðvitað gegn breyt- ingunni. I greinargerðinni er jafnframt gerður sam- anburður við vestur- strönd Iriands og hann tekinn sem sönnun þess að breyting af þessu tagi sé til bóta. Sá samanburður er þó mjög misvísandi, þar sem tekið er fram að ír- ar hafi þegar sumar- tíma, en ekki kemur fram að þeir hafa ein- ungis sumartíma, en ekki sumarsumartíma eins og lagt er til að hér verði. Því er um algerlega ósambærilega hluti að ræða. Þar að auki er Island mun norðar á jörðinni en írland og þvi staðan alls ekki sam- bærileg. Samanburður við Austur- land og stöðu þess er ennfremur nokkuð undarlegur, þar sem sér- staklega er gefið í skyn í greinar- gerðinni að tímareikningurinn hafi einhverskonar tengsl við efnahags- ástand landsvæðisins. Slíkt er auð- vitað erfitt að sýna fram á. Rétt er að nefna að í greinargerð- inni kemur fram að umsögn undirrit- aðs og fleiri uppfylli ekki þær kröfur sem gera verði til vísindalegrar þekkingar. Ef sömu rökum yrði beitt á rök flutningsmanna með tillögunni, er ljóst að þau rök byggjast alls ekki á vísindalegri þekkingu, þau byggja raunar alls ekki á neinni þekkingu, heldur getgátum og ósannfærandi rökum. Umsögn undirritaðs byggist hinsvegar hvað varðar svefn og vöku á þeim vísindum sem við þekkjum um stjórn þessara fyrirbæra og er að okkar mati á allt öðru plani en t.d. niðurstaða greinargerðarinnar sem fullyrðir að breytingin yrði til þess að stórbæta mannlíf á Islandi. Þessi fullyrðing vtrðist úr lausu lofti grip- in, ekki studd neinum rökum, hvorki vísindalegum né öðrum. Þá eru jafn- framt algerlega sniðgengnar þarfir þeirra einstakiinga í viskiptalífinu sem þurfa að hafa samskipti vestur um haf, þein-a vandi eykst, verði frumvarpið að lögum. I náttúruverndarmálum verður það sjónarmið æ algengara að nátt- Tími ✓ Eg óska þess að málið verði endurskoðað, seg- ir Júlíus K. Björnsson, þar sem um er að ræða tillögu sem gæti haft eyðileggjandi og trufl- andi áhrif á heilsu og -----------7------------- vellíðan Islendinga. úran skuli njóta vafans þegar um áhtamál er að ræða. Hið sama hlýtur að gilda hér. Engin vísindaleg rök hafa verið lögð fram um að þessi breyting geti verið til góðs, en mörg um að hún geti verið slæm. Því skyldi heilsa þjóðarinnar og velferð ekki njótavafans? Að lokum er rétt að minnast á að Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur hefur ítrekað lagt fram ýmis rök gegn þessari breytingu, m.a. í ýtarlegri skýrslu sem skrifuð var að beiðni Alþingis, en sem grein- argerð fyrirliggjandi frumvarps minnist alls ekki á. Þorsteinn er sá Islendingur sem er manna best að sér um tímareikninga og áhrif þeirra hér á landi og því er það afar sér- kennilegt að álit hans sé algerlega sniðgengið í greinargerðinni með frumvarpinu. Því vill undirritaður að lokum óska þess að málið verði enn endurskoðað, og helst dregið til baka þar sem um er að ræða tillögu sem hafa mun mögulega eyðileggjandi og truflandi áhrif á heilsu og vellíðan Islendinga. Nægir í því sambandi að benda á að ef þriggja tíma munur verður á klukkunni og líkamsklukku manna, munu vandkvæði við að sofna að kvöldi og vakna að morgni næsta ör- ugglega aukast. Þingið getur að sjálfsögðu ákveðið það sem því sýn- ist, en ég leyfi mér að efast um að það hafi mikil áhrif á náttúruna og sólar- ganginn og það hvaða áhrif hann hef- ur á svefn og vökumynstur fólks. Höfundur er sálfræðingur. beURMif: Udm Kringlunni 2.-3. nóv. Afmælistilboð 20% afsláttur af mörgum Mnmisrmc vinsælum íslenskum bókatitlum Ef keypt er fyrir 3.000 kr. eða meira þá fylgir bókin Carola með sem kaupbætir. 20% afsláttur af ýmsu öðru. Líttu við og samgleðslu okkur i Betra lífi. Nýjar vörur Orkuarmbönd úr ekta steinum. Falleg dagatöl fyrir árið 2001 o.m.fl. Þjónum þér með kærleik, gleði og Ijósi Betra líf, Kringlunni 4-6. S. 581 1380. Július K. Björnsson FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 59* HORPU TILBOÐ . Gæða innimalninq GLJÁSTIG 10 Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á 4 lítra dós i. í verslunum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA NIÁLNIN GARVERSLU N, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFÐA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVÍK. Sími 421 4790 MÁLNINGARUERSLANIR f * m-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.