Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR + Ólöf Sigvalda- dóttir fæddist i Stykkishólmi 11. september 1906. Hún lést á St. Jósefsspít- alanum í Hafnarfirði 19. október síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Borgarneskirkju 28. október. _. Elsku amma mín, með miklum söknuði langar mig að rifja upp nokkrar minning- ar frá liðnum árum. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að alast upp í næsta húsi við þig öll mín yngri ár. Allt frá þvi ég man fyrst eftir mér hljóp ég oft á dag á milli húsanna og yfír til þín. Það var gaman að koma inn og fá að dunda sér hjá þér. Mér er minn- isstæður dótakassinn undir eldhús- innréttingunni með trékubbum og spilum í sem virtist þá vera einn af mikilvægari þáttum í tilverunni. Oft kom það fyrir að þú baðst mig að fara í sendiferðir fyrir þig, kannski út í búð eða á pósthúsið, og fannst mér alltaf vænt um að fá að fara þessar ferðir. I minning- unni voru þær mikil verkefni sem mér var í mun að leysa sem best af hendi. Eftir ferðirnar var alltaf boðið upp á súkkulaðimola eða ann- að góðgæti. Mér er sérlega minnisstætt þeg- ar kakósúpa var í eftirmat hjá þér. Þá hringdir þú alltaf yfir til mín og bauðst mér að koma því þú vissir að mér þótti hún svo góð hjá þér. Alltaf var það svo að ég gleypti í . mig fullan disk á augabragði og bað um annan en náði þó aldrei að klára enda búinn að borða yfír mig. Stundum kom það fyrir að ég var í pössun yfír nótt hjá þér, þá var alltaf gaman að heyra söguna um hana Gilitrutt sem þú sagðir svo skemmtilega. Tilþrifín hjá þér og persónulýsingarnar voru svo mögnuð að það var eins og við vær- um þátttakendur í ævintýrinu sjálf. Það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir tekið þátt í þroska mínum á yngri árum. Þannig var það eina nóttina fyrir jól sem ég var í pössun hjá þér og fékk auð- vitað að setja skóinn út í glugga. Mig var nú farið að gruna að jóla- sveinninn væri ekki alveg eins •"* raunverulegur og fyrri ár. Vissu mína fékk ég þegar ég fékk súkkul- aðimola með bútum af bréfi á í skó- inn, því það var einmitt þinn stfll. Jóladagarnir hjá þér eru eitt af því sem ég á hlýjar minningar frá. Það var alltaf mikil veisla hjá þér á aðfangadagskvöld þegar allar fjöl- skyldurnar í Borgarnesi komu saman og opnuðu pakkana frá þér. Alltaf kom nammipoki með í pakk- anum sem gladdi mikið og oft fylgdu ullarsokkar eða vettlingar með sem þú hafðir prjónað sjálf. Ég man eftir allnokkrum síðbúnum aðfangadagskvöldum þar sem ég var í náttfötum og ullarsokkum. Mér er líka minnisstætt þegar við - krakkarnir fengum að fara í búrið og fá kók eða appelsín í gleri sem var í kassavís á gólfinu. Tappanum náðum við sjálf af því þú áttir „al- vöru“ upptakara á veggnum eins og í búðunum. Það var svo á mínum unglingsár- um að þú fluttir í Hafnarfjörðinn í herbergið þitt á Hrafnistu. Það var mikið gaman að heimsækja þig þangað, þér leið vel þar þín síðustu ár og það gladdi mig mikið. Þegar ég fór í menntaskóla til Reykjavík- ur fannst mér gott að koma í heim- _ sókn til þín síðdegis eftir langan ~skóladag og spjalla um heima og geima. Stundum fór ég líka í sendi- ferðir fyrir þig eins og á yngri ár- um að kaupa lopa fyrir þig eða eitt- hvað til að hafa með kaffínu og átti þá alltaf að kaupa eitthvert góð- gæti fyrir sjálfan mig fyrir viðvik- ið. Þú komst mér sífellt á óvart með það hvað þú mundir hlutina vel. Alla afmælisdaga og ártöl merkra atburða mundir þú án þess að hafa nokkuð fyrir því. Ég gleymi því aldrei þegar ég sagði þér að ég væri að gera verk- efni í skólanum um Hvítárbrúna við Ferjukot og ég spurði þig hvort þú myndir hvenær hún var byggð. Þú varðst hugsi smástund, en sagðir svo að þú gætir ekki munað hvort það hefði verið í fyrstu eða annarri vikunni í nóvember 1928 sem hún var vígð! Ég fór svo heim og fletti upp í Öldinni okkar og komst að því að það var 10. nóvem- ber 1928! Mér varð hugsað til minna yngri ára um daginn þegar við Helga heimsóttum þig með Kolbrúnu Evu dóttur okkar. Sú stutta var að leika sér að stafnum þínum og hjóla- grindinni á gólfinu hjá þér á Hrafnistu á svipaðan hátt og ég gat dundað mér hjá þér í æsku minni. Það er af mörgu að taka amma mín enda stundir okkar saman búnar að vera margar og góðar. Það tekur mig sárt að þurfa að kveðja þig nú. Ég vil þakka þér fyrir allar okkar stundir og bið góðan Guð að geyma þig. Ari Guðmundsson. Elsku amma. Ekki bjóst ég við að ég ætti eftir að kveðja þig jafn- skyndilega og raun bar vitni. Pabbi tjáði mér að þú hafir farið í rann- sókn á St. Jósefsspítala mánudag- inn 16. október og í heimsókn minni til þín á þriðjudegi, sem ég mun seint gleyma, varð mér ljóst að þetta var meira en rannsókn, Guð hafði ákveðið að taka þig frá okkur og á fimmtudagskvöldi varstu öll. Þetta var táknrænt fyrir þá hugsun sem ríkti í huga þínum að ekki skyldi hefja neitt á mánu- degi. Allt mitt líf hefur styrkur þinn verið eftirtektarverður, þó að líkamsstyrkurinn hafi farið dvín- andi síðustu ár þá hefur þinn and- legi og mikli viljastyrkur aldrei farið dvínandi sama hvað á undan hefur gengið. Alltaf var gaman að koma í Borgarnes til þín og í það and- rúmsloft sem umlék þig, þangað kom maður ekki á hverjum degi og því var margt leyft þar sem ekki leyfðist heima. Þegar komið var inn til þín eftir athafnasaman dag fékk maður að fara inní búr að næla sér í litla kók og viðeigandi kræsingar. Á síðustu árum átti ég margar góðar kvöldstundir með þér á Hrafnistu þar sem bridge var spii- að. Þessi kvöld eru manni ógleym- anleg, fáir fengu að trufla hvort sem var um heimsókn eða símtöl að ræða. Ávallt kom það manni á óvart hversu minni þitt var gott og ekki skorti þig heldur kraftinn og varst alltaf tilbúin að spila frameft- ir. Með þessum stuttu minningum kveð ég þig og vona að þér líði vel þar sem þú ert. Sturla Ómarsson. Þegar síðustu geislar sumarsól- arinnar dóu út og glæstar bjarkir felldu laufin lauk ein af hetjum aldamótakynslóðarinnar jarðvistar- göngu sinni. Ólöf Sigvaldadóttir fæddist 11. september 1906 í Stykkishólmi. Hún var dóttir hjónanna Guðlaug- ar Jóhannsdóttur og Sigvalda Val- entínussonar skipstjóra, Stykkis- hólmi. Þar ólst hún upp ásamt tveimur systrum, Þorbjörgu og Gróu Maríu, við vinnu og reglu- semi. En sorgin barði dyra. Faðir þeirra fórst með sjö manna skips- höfn í aftakaveðri 28. janúar 1924. Sá atburður ristist djúpt í sál 17 ára dótturinnar. En lífið hélt áfram og Ólöf hugði til mennta. Gekk hún í Kvennaskólann í Reykjavík, stundaði bóknám í tvo vetur og hússtjórnarnám í einn vetur. Hún lærði á píanó í Stykkishólmi sem barn og unglingur en vildi bæta við það nám og sótti því tíma í orgel- leik hjá Páli Isólfssyni dómorgan- ista. Áð því loknu gerðist hún org- anisti um tíma í Stykkishólms- og Helgafellskirkjum. Síðar var hún organisti í kirkjunni á Borg á Mýr- um í mörg ár. Lét hún þau orð eitt sinn falla að mestu gleðistundir sínar hefði hún átt við orgelið. Var það ekki algengt á þessum tíma að stúlka utan af landi hefði svo góða menntun. Sýnir það best dugnað hennar og viljafestu. Olöf giftist Ara Guðmundssyni vegavinnuverkstjóra frá Skálpa- stöðum í Borgarfirði 9. júlí 1933. Stofnuðu þau heimili í Borgarnesi og eignuðust átta börn. Upp kom- ust sex synir og ein dóttir en þau misstu yngsta barnið. Ái'ið 1959 varð Ólöf fyrir þeirri miklu sorg að missa mann sinn af slysförum. Féll hann af hestbaki og lést. En Ólöf hélt festu sinni og kjarki með stuðningi dugmikilla barna. Sagt er að hver sé sinnar gæfu smiður. Finnst mér það hafa sann- ast á Ólöfu. Með dugnaði og bjartsýni gekk hún sína lífsbraut. 17. ágúst 1963 giftist hún í annað sinn frábærum manni, Jóni Sig- urðssyni frá Skíðsholtum. Sagði Ólöf mér að það hafi verið sér heillaspor. Þau bjuggu saman í 29 ár. Ólöf hélt með reisn upp á 100 ára afmæli beggja eiginmannanna eftir þeirra dag. Býst ég ekki við að margar konur hafi staðið í þeim sporum. Ólöf lét félagsmál til sín taka. Var hún í stjórn Kvenfélags Borg- arness og ritari félagsins til fjölda ára. Einnig starfaði hún í bridsfé- lagi staðarins og var frábær bridsspilari. Hreifst hún mjög af bridsíþróttinni. Ég kynntist Olöfu fyrst veturinn 1967 er hún kom til dvalar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði þar sem ég starfaði. Á miðjum aldri bilaði önnur mjöðmin og leið hún mikið fyrir þá fötlun. Tæknin var þá ekki sú sama og nú til að hjálpa slíkum sjúkling- um. Ólöfu líkaði vel dvölin á hælinu og átti eftir að dvelja þar í 26 skipti. Sagðist hún geta haldið sér við ef hún kæmist einu sinni á ári á hælið. Ólöf var afar prúð og hóg- vær í allri framgöngu en það duld- ist engum að þar fór kempa. Ekki hafði hún dvalið lengi í Hveragerði er hún hafði komið saman „bridspartýi" og eftir það varð hún eftirsóttur bridsspilari. Átti hún þar marga aðdáendur. En áhugamál Olafar voru fleiri. Hún hafði yndi af tónlist og söng. Settist hún oft við píanóið í dag- stofunni og spilaði af lífi og sál. Dreif þá gestina til hennar og söngur upphófst. Oft leyndist gott söngfólk í hópnum og úr varð hin besta skemmtun sem skapaði góð- an heimilisbrag. Einnig spilaði Olöf oft við helgiathafnir í kapellu stað- arins. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Ólöfu Sigvalda og átt vin- áttu hennar. Ég þakka allar ánægjustundirnar með henni bæði í Hveragerði og annars staðar, heimsóknina til hennar er hún bauð mér og vinkonu minni til sín á Þórunnargötu 1 í Borgarnesi og ferðaðist með okkur hringferð um Snæfellsnesið til Stykkishólms, siglinguna með Baldri um Breiða- fjörð og heimsóknina á byggðasafn Dalasýslu á Laugum í Sælingsdal. Hún var yndislegur ferðafélagi sem þekkti öll helstu örnefni og sögur tengdar þeim því að ekki brást minnið. Var þetta ógleyman- leg ferð. Síðast en ekki síst þakka ég upphringingarnar og allt skemmtilega spjallið. Ólöf var gæfumanneskja. Hún naut mikillar umhyggju barna sinna, fylgdist hrifin og stolt með áföngum og sigrum barnabarnanna á menntabrautinni. Hún eyddi ævikvöldinu á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Þar var hún ánægð og þakklát öllum er réttu henni hjálparhönd. Hún kunni þá list að leita að björtu og jákvæðu hliðunum. Hún kvaddi með reisn eftir þriggja daga legu á spítala. Ég votta börnum hennar, barna- börnum og öllum vandamönnum innilega samúð. Minningin um mik- ilhæfa konu lifir. Ég kveð vinkonu mína með versi eftir Sveinbjörn Egilsson: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt. Pálína R. Kjartansdóttir. Ég sakna þín Ólöf og harma þitt lát það gjörir mig einmana og snauða, En allir verða að endingu mát í örlagatafli við dauðann. Ólöf Sigvaldadóttir var fædd og uppalin í Stykkishólmi og voru for- eldrar hennar Sigvaldi Valentínus- son skipstjóri og kona hans Guð- laug Jóhannsdóttir. Guðlaug var dóttir Jóhanns Guðmundssonar og Þorbjargar Ó. Snóksdalín er bjuggu í Ólafsey. Stykkishólmur þótti mikill menningarbær og er eflaust enn. Þar var mikið um tónlist og leiklist svo eitthvað sé nefnt. Ung að aldri fór Ólöf að læra að spila á orgel hjá mikilli tónlistar- konu er hét Kristín Möller. Ólöf fór í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi með ágætum, síðan hefur hún nám hjá Páli Isólfssyni í orgelleik. Hún verður síðan kirkjuorganisti í Stykkishólmskirkju til margra ára, eða þar til hún kynnist ungum og glæsilegum Borgfirðingi, Ara Guð- mundssyni, og giftist honum. Þau reistu sér bú í Borgarnesi og þar biðu þeirra mörg verkefni. Ari var vegavinnuverkstjóri er hafði mikil umsvif og leituðu því margir til hans. Ólöf var glæsilegur persónuleiki sem bar með sér mikla reisn, hún var gestrisin og frábær gestgjafi og átti létt með að hefja samræður við fólk. Hún kunni þá list að vera góður hlustandi og hóf mál sitt með háttvísi og alúð enda laðaðist fólk að þessari konu. Lengi var Ólöf kirkjuorganisti í Borgarnesi og þar af leiðandi þátt- takandi í gleði og sorg safnaðar- fólks í sínum heimabæ. Ólöf vann að mörgum félagsmál- um og segir það sig sjálft að vinnu- dagur hennar hafi verið oft á tíðum langur. Þau Ólöf og Ari eignuðust sjö börn og eru þau öll orðin full- orðin í dag og dugmiklir þjóðfé- lagsþegnar sem ánægjulegt er að þekkja. Ég sem þessar línur rita var ekki daglegur gestur hjá Ólöfu en ættarböndin eru sterk í þessari ætt. Faðir minn og Ólöf voru systkinabörn frá Ólafsey og betri geta systkini ekki verið en þau voru. Yið Ólöf áttum margar ánægjustundir í kvöldrabbi okkar síðastliðin ár, hún vissi margt um liðna tíð og var ánægjulegt að hlusta á hennar frásögn. Að endingu bið ég Guð að blessa þessa frænku mína og hennar niðja. Unnur Lilja Hermannsdóttir. Ég sit með penna í hönd og læt hugann reika nokkur ár aftur í tím- ann. Öldruð kona, Ólöf Sigvaldadótt- ir, kemur sem vistmaður hér inn á Dvalarheimili aldraðra sjómanna, Hrafnistu í Hafnarfirði. Ekki datt mér þá í hug að við ættum eftir að starfa hér saman að ýmsum félags- málum aldraðra um árabil. Nú þeg- ar þú hefur kvatt okkur í hinsta sinn finn ég best hvað missir okkar er mikill. Ætíð varst þú boðin og búin að styðja góð málefni sem öðrum gátu orðið til heilla. Nú sitjum við spilafélagar þínir hnípnir og horfum á auða stólinn þinn. Það vantaði alltaf svo mikið ef þú gast ekki einhverra hluta vegna mætt. Við þökkum þér allar samverustundirnar og biðjum góð- an Guð að leiða þig inn á nýjar brautir ljóss og lífs, Ingigerður Benediktsdóttir vinkona þín kveð- ur þig og þakkar þér alla vináttu þína. Góður Guð styðji og styrki eftir- lifandi fjölskyldu þína. Sigurjón Björnsson. Látin er elskuleg amma mín, Ólöf Sigvaldadóttir, 94 ára gömul. Ég hef oft hugsað um að að þessari stund kæmi að amma mín dæi, en var þó ekki viðbúin henni. Alveg fram í síðustu viku lífs síns var amma eldklár þó að líkamlegt þrek færi þverrandi. Nú er hún horfin. Ég hélt í hönd hennar í stutta stund á dánarbeð- inu og gleymi aldrei handtakinu hennar sem ég þekkti vel. Hún var svo falleg þar sem hún lá í sjúkra- rúminu og höndin svo hlý og mjúk. Það var mikil ró yfir henni. Hún var tilbúin að deyja. Hún hafði alið sjö börn, haldið stórt heimili, eign- ast 19 barnabörn og elskaði þau öll. Heimili hennar var alla tíð mannmargt af börnum og gestum. Minningarnar hrannast upp. Allar ferðirnar mínar í Borgarnes. Allar stundirnar heima hjá henni. Ég sótti í að fara til ömmu. Jafnvel þótt það þýddi að fara ein í rútu. I Borgarnesi var alltaf gaman og nóg að sýsla. Amma setti aldrei út á pjattið eða sérviskuna í borgar- barninu og umbar óþekkt og prakkarastrik af stakri þolinmæði og góðmennsku. Hjá henni naut ég frjálsræðis og var hrósað og hug- hreyst. Ámma var mikil kona með sítt, rautt hár sem var fléttað í hnút að aftan. Hún var í útliti ósvikin amma sem klæddist kjólum og svuntum og á hátíðarstundum klæddist hún ávallt upphlut. Ég sé hana fyrir mér við orgelið spilandi af hjartans lyst. Stundum söng hún með og var hissa þegar ég þekkti ekki gömlu lögin úr „Fjárlögun- um“. Þegar hún kom í heimsókn til Reykjavíkur hafði hún yndi af að hlusta á mig spila á píanóið. Hún kenndi mér að spila olsen, marías, rússa og fleiri spil og seinna brids. Við spiluðum mikið saman og hún leyfði mér oftast að vinna. Nammi- skápurinn á ganginum var vinsæll og alltaf eitthvað til þar en hann var ávallt læstur og amma hafði lykilinn. Frægt er orðatiltæki hennar þegar við krakkarnir vor- um búin að nuða í henni að fá meira nammi: Jæja þá, einn í við- bót og þegiðu svo. Fóru ófáar stundirnar í að leita að lyklinum að skápnum. Hún kom mér í kynni við Önnu á Gilsbakka í Hvítársíðu, sem ég var hjá í fimm sumur. Þangað heim- sótti hún mig á hverju sumri með fullt veski af brjóstsykurpokum fyrir alla krakkana á bænum. Eitt skiptið kom hún að Gilsbakka í rútu með eldri borgurum úr Borg- arnesi. Þar stormaði hún inn í litlu fallegu kirkjuna á bænum og sett- ist við orgelið og vel var tekið und- ir í söng. Amma var mikil hannyrðakona og sérstaklega afkastamikil prjóna- kona. Hún prjónaði og seldi lopa- peysur í mörg ár. Ég sé hana fyrir mér á Þórunnargötunni þar sem hún sat á kvöldin og prjónaði og dottaði svo í stólnum öðru hvoru. Langflestir ullarsokkar og vettl- ingar sem börnin min eiga eru eftir hana svo og hosurnar mínar og ull- arvettlingarnir. Einnig á ég eftir hana ungbarnateppi, dúka, milli- verk og servéttuhringi. Allir þessir munir eru mér dýrgripir í dag. Hún stjórnaði stórfjölskyldunni á afar hljóðlátan hátt, hafði ein- dregnar skoðanir og lá ekki á þeim. Hún var elskuð af okkur öllum og ég veit ég mun aldrei kynnast neinni annarri henni líkri. Hún veitti mér hugarorku og var mín fyrirmynd. Ég er þakklát fyrir öll árin sem við fengum að hafa hana hjá okkur og er stolt af að hafa átt svo stór- brotna konu fyi'ir ömmu. Ég geymi minningu um hana í hjarta mínu alla tíð. Þórdís Sigurðardóttir. ÓLÖF - SIGVALDADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.