Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.11.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framkvæmdastjóri LÍU segir stöðu útgerðar hrikalega eftir oliuhækkunina Olíukostnaður eykst um 800 milljónir kr. HÆKKUN olíufélaganna um mán- aðamótin á skipaolíu um 9,6% eyk- ur olíukostnað útgerðarinnar í land- inu um 800 milljónir króna, á ársgrundvelli, og nálgast nú 9 millj- arða króna. Framkvæmdastjóri Landssamþands íslenskra útvegs- manna, LÍÚ, Friðrik G. Arngn'ms- son, segir stöðu útgerðarinnar hrikalega og ljóst að grípa þurfí til einhverra aðgerða. Friðrik útilokar ekki að LÍU skoði enn frekar en áður þann möguleika að kaupa ol- íuna erlendis og selja hana beint á skipin úti á sjó. „í síðasta mánuði var það ekki talið fýsilegur kostur þegar við bár- um saman verð. Ef við sjáum færi á því núna að fá olíuna með ódýrari hætti munum við grípa það tæki- færi. Menn þurfa auðvitað að hagn- ast á svona aðgerðum. Þetta er spurning um þjónustu og annað, það er til dæmis ekki óskastaða að taka olíu úti á sjó því þá tefjast veiðar. Við þurfum engu að síður að leita allra leiða. Olían vegur mis- mikið milli útgerða en hjá sumum er þetta spuming um hvort menn binda ekki skipin við bryggju," seg- ir Friðrik. Skipaolía hækkaði nú um mán- aðamótin um 9,6%, lítrinn fór úr 34,40 krónum í 37,70 krónur. Það er með virðisaukaskatti, sem útgerðin fær endurgreiddan, þannig að lítra- verðið án skatts fór úr 27,63 krón- um í 30,28 kr. Að sögn Friðriks þýðir hver krónuhækkun um 300 milljóna kr. aukinn olíukostnað fyr- ir útgerðina á ársgrundvelli. Með hækkun upp á 2,65 krónur á hvern lítra fer kostnaður því upp um tæp- ar 800 milljónir króna um þessi mánaðamót. Heildarolíunotkun út- gerðarinnar hefur verið um 300 milijónir lítra á ári. Fyrir hækkun- ina nú var olíukostnaður á ári talinn um 8,2 milljarðar og eftir hækkun fer sá kostnaður í um 9 milljarða króna. Tap fyrir kolmunnaveiðar Friðrik segir hækkun skipaol- íunnar að mestu tilkomna vegna hækkunar á heimsmarkaði sem ekki sé hægt að ráða við. „Þar sem ekki eru opinberar álögur á olíunni til okkar höfum við verið að ræða við olíufélögin með hvaða hætti megi hagræða og spara í þeim rekstri. Það er Ijóst að sam- keppni félaganna er ekki mikil. 01- íuverð erlendis ráðum við ekki við þannig að við þurfum að eiga við ol- íufélögin,11 segir Friðrik. Hann segir útgerð við sumar veiðar rekna með tapi um þessar mundir, t.d. kolmunnaveiðar sem krefjast mikillar orku um leið og af- urðaverð er lágt. Hækkun skipa- olíunnar nú geti því riðið bagga- muninn á mörgum stöðum. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur LÍÚ, segir útgerðina í landinu vera að sigla inn í „meiri- háttar áföll“ haldi verðþróunin áfram með þessum hætti. Hækkun- in nú sé ekki bara sláandi fyrir út- gerðina heldur hagkerfið í heild sinni. „Þótt sumir vilji ekki kannast við það að útgerðin skipti máli enn þá þá er hún okkar fjöregg. Kol- munnaveiðar eru nú í bullandi tapi. Afurðaverð hefur rétt dugað fyrir launum og olíu og er þá allt annað eftir. Nú þurfa útgerðarmenn virki- lega að horfa í pyngjuna áður en lagt er í hann. Einn ónýtur túr er bara meiri háttar áfall," segii' Svéinn Hjörtur. Fengu fjóra farsíma í afmælisgjöf ÞÆR eru orðnar 12 ára, fjórbura- systurnar Alexandra, Elín, Diljá og Brynhildur Guðjónsdætur. Þótt þær hafi átt afmæli í gær, 1. nóvember, ætla þær ekki að halda upp á það fyrr en eftir nokkrar vikur. Þær búa í Vogunum og ganga í Stóru-V ogaskóla. Systurnar voru að leika sér við vinkonu sína og passa hundinn Gosa, sem þær fengu um síðustu jól, þegar blaðamann bar að garði. Þegar þær voru inntar eftir því hvað þær hafi fengið í afmælisgjöf kom í ljós að þær höfðu allar fengið GSM-síma, einn á mann og auk þess eitt sjónvarp hver. Þær eiga hver sitt herbergi þannig að nú geta þær setið í friði fyrir framan sjónvarpið og haft það huggulegt. Það eru ekki mörg tækifærin sem gefast til þess að vera einn þegar maður er fjór- buri. Aðspurðar sögðust þær aðallega senda hver annarri SMS-skilaboð með símanum og höfðu þær sent hver annarri hamingjuóskir með daginn. Eru á leiklistarnámskeiði Þær sögðu að það gæti verið mjög þægilegt að eiga GSM-sfma því ef t.d. ein þeirra týndi lyklinum af hús- inu gæti hún hringt í hinar og feng- ið þær til þess að koma og opna. Stúlkumar sögðust vera á leik- listaraámskeiði um þessar mundir. Þær ætluðu þó ekki að verða leik- konur þegar þær yxu úr grasi, en hugur flestra þeirra stefndi á fórð- unarfræði, enda eru þær pínulítið farnar að mála sig. Morgunblaðið/ Kristinn. Elín, Alexandra, Diljá og Brynhildur ásamt hundinum Gosa. 16,6 milljónir fyrir þriðja GSM-rekstrarleyfíð LEITAÐ er lagaheimildar til gjaldtöku vegna þriðja GSM 900- leyfisins í frumvarpi sem sam- gönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Er miðað við að heimil skuli taka 16.600.000 kr. vegna úthlutunar tíðni til starfrækslu þriðja rekstrarleyfisins en fyrir eru á markaðnum Tal og Lands- síminn. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu að bæði Tal og Landssíminn hafi greitt 15 millj- ónir króna fyrir heimild til að starfrækja farsímanet fyrir GSM 900 MHz-þjónustu. Sú fjárhæð uppfærð miðað við vísitölu neysluverðs sé 16,6 milljónir kr. á núvirði og með því að inn- heimta það gjald af handhafa þriðja GSM 900-leyfisins séu skilmálar þess leyfis sambærileg- ir sem Landssímanum og Tali voru settir. Frumvarpinu fylgir útboðslýs- ing vegna rekstrarleyfisins sem Póst- og fjarskiptastofnun hefur samið. Er tekið fram í greinar- gerðinni að ákvörðun um þessa tilhögun á gjaldtöku fyrir þriðja GSM-leyfið sé alveg óháð um- ræðu um þriðjukynslóðarfarsíma og verðmæti tíðnirása. Olíufélögin telja bfl- stjóra beina mótmælum sínum í ranga átt „Verið að hengja bakara fyrirsmið“ TALSMENN Olíufélagsins - Essó og Skeljungs, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, sögðu ákvarðanir ekki hafa verið teknar varðandi þá kröfu samstarfshóps bílstjóra að fé- lögin dragi verðhækkanir sínar um mánaðamótin til baka, í síðasta lagi á miðnætti í kvöld. Fulltrúar olíufélag- anna voru allir á því að bflstjórar væru að beina mótmælum sínum i ranga átt, frekar ætti að beina þeim að stjórnvöldum eða framleiðsluríkj- um olíunnar, eða eins og einn fram- kvæmdastjóra Skeljungs, Þórá' Har- aldsson, orðaði það: „Það er verið að hengja bakara fyrir smið.“ Gunnar Kvaran, upplýsingafull- trúi Skeljungs, var sammála þessum orðum Þóris. Hækkanirnar til þessa endurspegluðu aðeins þróunina á heimsmarkaði og í gengismálum. Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins, sagði að forsendur væru óbreyttai' og afstaða hefði ekki verið tekin til beiðni bflstjóranna. Geir sagði aðgerðir bflstjóranna beinast gegn röngum aðilum. Olíufé- lögin réðu hvorki heimsgjaldmiðlum né heimsmarkaðsverði á olíu. „OlíuframleiðsluiTkin hafa ákveðið beint því til neysluríkjanna að minnka skatta. Þeirra vara í verð- mynduninni sé það lítill hluti af út- söluverðinu. Mér finnst alveg gild sú spurning með skattheimtuna ef þessi atvinnugrein bflstjóra á sér ekki starfsgrundvöll. Þá breytir ein króna til eða frá í olíuverði engu. Þegar allt hefur verið gi'eitt er einhver ein króna eftir fyrir olíufélögin." Geir benti á að þegar olíufélögin kynntu sex mánaða uppgjör sín á ár- inu hefðu sérfræðingar á fjármála- markaði sagt að félögin hefðu ekki staðist væntingar. Búast hefði mátt { við því að þau nýttu sér olíuverðið til að bæta aíkomuna. „Þetta finnst mér kvittun fyrir því að við höfum ekki verið að breyta álagningu okkar mikið. Enda má telja hana í aurum frekar en krónum.“ -------*-4-*------ Tryggingamiðstöðin Mikil viðskipti með hlutabréf MJÖG mikil viðskipti voru með {■ hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinn- : ar í gær. Samkvæmt yfii'liti Verð- { bréfaþings íslands námu viðskiptin rúmum 646 milljónum króna en jafn- vel er talið að einhver viðskipti séu j þar tvítalin. Engin breyting varð á gengi bréf- | anna en lokaverð þeirra var 49. Alls námu viðskipti með hlutabréf 994,5 milljónum króna á Verðbréfa- þingi í gær og lækkaði Úrvalsvísitala aðallista um 2,71%. Vísitalan er nú 1.392 stig og hefur hún lækkað um 13,96% frá áramótum. Blaðinu i dag fylgir blað frá Ótrúlegu búðinni, „Ótrúlega búðin“. Ut- gefandi er BJ Trading. 4SIBIIK Ríkharður byrjaði með giæsibrag hjá Stoke /B3 Tvö stórlið á höttunum eftir Snorra /B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.