Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 29

Morgunblaðið - 02.11.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 29 ERLENT Gúsinskí og Berezovskí stefnt TALSMAÐUR skrifstofu rík- issaksóknara Rússlands til- kynnti í gær, að Vladimír Gús- inskí og Borís Berezovskí, umsvifamestu fjölmiðlarekend- um og athafnamönnum lands- ins, hefði verið stefnt til yfir- heyrslu í tengslum við tvö óskyld glæpamál sem til rann- sóknar eru hjá embættinu. Mun vera til þess ætlazt að þeir mæti báðir hinn 13. nóvember til yfirheyrslnanna. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ítrekað sagt að stórumsvifa- menn, sem tókst að raka til sín eignum og auði er Sovétríkin leystust upp, muni fá að kenna á armi laganna. Manntal í Kína KÍNVERSK stjórnvöld hleyptu í gær af stokkunum einu umfangsmesta manntals- verkefni sem efnt hefur verið til í sögu mannkyns. Sex millj- ónir opinberra starfsmanna munu ganga hús úr húsi í þessu fjölmennasta landi heims í því skyni að komast að því ná- kvæmlega hve margir íbúar landsins séu í raun og veru. Kostunica vill viðræður Vojislav Kostunica, forseti Júgóslavíu, sagðist á þriðjudag vera reiðubúinn að ræða við leiðtoga Kosovo-Albana, en úti- lokaði möguleikann á sjálfstæði héraðsins. í opinberri heim- sókn til Noregs lét Kostunica þau orð falla að hann væri enn andvígur því að sveitarstjórn- arkosningar skyldu hafa verið látnar fara fram í Kosovo; hann hefði viljað sjá þeim seinkað. Að hans sögn hefðu þó líkurnar á lausn mála í Kosovo stórauk- ist með tilkomu lýðræðis í land- inu þrátt fyrir að ekki sé á döf- inni að veita Kosovo sjálfstæði. Athygli vakti í gær, að júgó- slavnesk yfirvöld létu Kosovo-Albanann Flora Brov- ina lausan úr fangelsi, en hann hafði í desember sl. verið dæmdur í 12 ára fangelsi fyrir meinta þátttöku í hryðjuverka- starfsemi. Var Brovina og fleiri Kosovo-Albönum að sögn veitt sakaruppgjöf samkvæmt fyrir- mælum frá Kostunica forseta. Mónakófursti reiður HÖRÐ deila er nú komin upp milli stjómvalda í París og furstans af Mónakó, Rainier III, sem í viðtali við dagblaðið Le Figaro á þriðjudag hótaði að slíta gildandi samningum um forræði Frakka yfir fursta- dæminu og lýsa yfir sjálfstæði þess, ef franskir ráðamenn hættu ekki að halda því opin- berlega fram að Mónakó sé „vin peningaþvættis“. „Við er- um búnir að fá okkur fullsadda af að vera meðhöndlaðir eins og svartamarkaðsbraskarar," er haft eftir furstanum. „Eg vil ekki lýsa yfir stríði á hendur Frakklandi, en Frakkar verða að virða okkur, og það hefur ekki verið tilfellið í marga mán- uði,“ sagði hann. Frönsk þingn- efnd sakaði yfii-völd í Mónakó í sumar um „hræsnisfulla" af- stöðu gagnvart peningaþvætti. Tveir menn skotnir til bana á Norður-írlandi Innbyrðis átök mótmælenda Bclfast. AP, AFP. LÖGREGLA og herlið á Norður-írlandi var með aukinn viðbúnað í héraðinu í gær til að reyna að draga úr innbyrðis átökum fylkinga mótmæl- enda. 63 ára gamall maður var myrtur í Belfast á þriðjudag og hálftíma síðar var annar maður skotinn sem lést síðar af sárum sínum. Mennirn- ir voru báðir skotnir í viðurvist eiginkvenna sinna og er talið að um hefndarmorð hafi verið að ræða. Fyrrnefndi maðurinn, Bertie Rice, hafði starf- að á skrifstofu Billy Hutchinsons sem fer fyrir Framsækna sambandsflokknum, PUP, pólitísk- um armi hermdarverkasamtakanna UVF. Hutch- inson sagðist telja að morðið á Rice hefði átt að vera hefnd fyrir morð á 21 árs gömlum manni sl. laugardag. Maðurinn hafi sennilega verið félagi í öðrum hermdarverkasamtökum, UDA. Seinna fórnarlambið, Tommy English, var 39 ára og bjó einnig í Belfast. Grímuklæddir menn réðust inn á heimili hans og skutu hann þrem skotum. Hann lést á sjúkrahúsi. English mun hafa verið fyrr- verandi liðsmaður pólitísks arms UDA. Talið er að jafnt UDA sem UVF haldi skilmála vopnahlés sem þeir samþykktu 1994 í átökunum við kaþólska íbúa héraðsins en þeim hefur verið kennt um yfir 900 morð á kaþólskum borgurum í átökunum í héraðinu sem hófust um 1970. Liðs- menn hópanna tveggja hafa hins vegar átt í blóð- ugum erjum síðan í ágúst og er meðal annars barist um ítök í skipulagðri glæpastarfsemi og stundum verið að gera upp persónulegar deilur. Um 150 fjölskyldur hafa flúið heimili sín í hverf- um mótmælenda í norður- og vesturhverfum Belfast vegna átakanna síðustu daga. Tvær sprengjur sprungu samtímis í lögreglu- stöð skammt sunnan við Belfast í gærmorgun og slasaðist lögreglumaður illa á fæti. Irski lýðveld- isherinn, IRA, hefur virt vopnahléð að undan- förnu en talið er að aðrir hermdarverkahópar úr röðum kaþólskra hafi staðið fyrir tilræðinu. Nokkrir litlir hópar kaþólskra neita að sam- þykkja vopnahlé. án úUxirgunar við afhendíngu W lánum í aíít að 60 mánuðl W fyrsta afboraun í mars 2001 W AJíír bífar á vefcrsrdekkjum vpr&lækkun á notu&um bílum frá Ingvari Helgasyni hf■ OPIÐ: kl. 9-18 vírka daga kl. 10-17 laugardaga BORGARBlLASALAN Grensásvegi 11 - Sími 588 5300 - www.ih.is - www.bilheimar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.