Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 57

Morgunblaðið - 02.11.2000, Side 57
MORGUNBLAÐI® FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2000 57 UMRÆÐAN Skollaleikur á Vest- fjörðum og Vesturlandi ÞAÐ eru óneitanlega sérkennilegar aðgerðir sera sveitarfélögin og ríkið standa nú að í orkumálum í tveim hér- uðum landsins. Og það á sama tíma og farið er fögrum orðum um að koma skuli á frelsi og samkeppni á raforku- sviði og draga úr af- skiptum og þátttöku rfldsins í þeirri starf- semi. Á Vestfjörðum geng- ur rfldð svo langt að fallast á að greiða „yfir- verð“ fyrir hlut sveitar- félaganna í Orkubúinu með því skilyrði að sveitarfélögin greiði vanskilaskuldir við íbúða- lánasjóð. Sjálfsagt eru skuldirnar á fleiri sviðum. Samkvæmt frásögn þessa blaðs fyrir skömmu urðu við- ræðunefndir sveitarfélaganna og ríkisins „ásáttar“ um að meta verð- mæti Orkubúsins 4,6 milljarða króna í stað 1-2 milljarða sem áður hafði verið nefnt. Sé hér rangt með tölur farið, hvers vegna er það ekki leiðrétt af ríkisvaldinu, sveitarfé- lögunum eða samtökum þeirra? Auðvitað verður farin snyrtileg leið: stofnað hlutafélag í anda þeirrar nýskipunar sem boðuð hef- ur verið á leiðinni til frjálsræðis og samkeppni. En af hverju er ekki hverjum sem er boðið að kaupa? Nei, ríkið skal það vera. Kannski finnst enginn annar kaupandi? Og hvað er rikið á sviði orkuveitna? Það er RARIK. Fyrirtæki sem stofnað var til að rafvæða strjálbýl- ið og hefur gert það af myndar- skap. En fyrirtæki sem hefur ríg- haldið í miðstýringu frá Reykjavík. Og fyrirtæki sem ríkissjóður er búinn að létta skuldum af oftar en einu sinni, eins og reyndar Orku- búinu einnig. Samkvæmt gildandi, löngu úreltum orkulögum hefur líka ríkið (RARIK) forgangsrétt til að reka héraðsveitu þar sem sveit- arfélag „neytir eigi réttar síns“ til þess. Fimm eða sex sinnum hafa iðnaðarráðherrar á sl. tveim árum tilkynnt að nú sé nýja raforkulaga- frumvarpið á leið inn á Alþingi, en þar er þetta forkaupsákvæði ríkis- ins (RARIK) að sjálfsögðu fellt brott, enda einfaldlega barn síns tíma. Á Vesturlandi hefur önnur uppá- koma litið dagsins ljós. Þar er Akranesveita „klofin í herðar nið- ur“ ef svo má að orði komast eftir að hafa starfað í tæp fimm ár að því er virðist við góðar orðstír. Skyldi eiga að nota hina veitu- stjóralausu Akranesveitu til að styrkja bæjarkassann? Eða er ástæðan önnur? Og hvað verður um Andakflsárvirkjun? Fyrir nokkrum árum vildi RARIK eign- ast hana. Heyrst hef- ur að Akranesbær leiti nú „þjónustu- samnings“ við RAR- IK um ýmis raf- tæknimál. Af hverju selur Akranesbær ekki ríkinu Akranesveitu og Andakílsárvirkjun með húði og hári? Fyrir nokkrum árum var Rafveita Borgar- ness seld RARIK, meira að segja á „yf- irverði“ að fróðra manna sögn. Það skyldi þó ekki vera hugmyndin að baki þessu öllu, að Ríkisorkubú Vest- fjarða hf. og Vesturlandsveita RARIK bjargi fjárhag sveitarfé- laganna í þessum landshlutum? Aukin umsvif rfldsins í orkumál- um eiga sér lengri feril. Haft var eftir forustumönnum RARIK á sín- um tíma að kaupin á Rafveitu og Orkumál Þótt hvatinn að þessum pistli hafí verið reimleikarnir á Vestfjörðum og Vestur- landi, segir Aðalsteinn Guðjohnsen, er það auðvitað mun stærra mál að sú nýskipan raforkumála, sem í undirbúningi er, takist vel. Hitaveitu Siglufjarðar - ásamt Skeiðsfossvirkjun, „féllu einstak- lega vel að“ rekstri RARIK. (Fróð- legt væri að sjá hve vel dæmið „Skeiðsfossvirkjun+Siglufjarðar- veitur“ hefur komið út). Um svipað leyti keypti RARIK dreifikerfi hitaveitna tveggja sveitarfélaga, á Seyðisfirði og Höfn í Homafirði. Nýjustu og um leið ein kyndugustu kaupin eru án efa kaup RARIK í fyrra á Rafveitu Hveragerðis þar sem tilboð annarra fyrirtækja í veituna voru skoðuð og síðan gert eilítið hærra boð, sem Hveragerð- isbær tók auðvitað umsvifalaust. Það er auðvitað í hæsta máta sið- laust að RARIK nýti sér löngu úr- elt ákvæði orkulaga á árinu 1999 til að bæta samkeppnisstöðu sína rétt áður en samkeppni verður komið á. Tilboð hinna voru nefnilega mark- laus vegna forkaupsréttar RARIK. Fjármál ríkis og sveitarfélaga eru í brennidepli um þessar mund- ir. Því eru þessi dæmi af orkusvið- inu rakin hér og nú. Einnig vegna þess að aðgerðirnar ganga þvert á þá hugsum sem liggur að baki þeirri nýskipan raforkumála sem boðuð hefur verið. Seinagangurinn í undirbúningi þeirra breytinga er að mínu viti að komast á hættustig. Frelsi og samkeppni í raforkumálum Þótt bærileg samstaða væri um niðurstöðu nefndar sem fyrir fjór- um árum skilaði áliti um Framtíð- arskipan orkumála, gerðu mörg orkufyrirtæki athugasemdir, ýmist beint til iðnaðarráðherra eða til iðnaðarnefndar Alþingis, en hún fékk til meðferðar Tillögu til þings- ályktunar um framtíðarskipan raf- orkumála. Iðnaðarnefnd skilaði áliti í apríl 1998. Þar vonuðu ýmsir að komin væru drög að stefnumót- un í raforkumálum. Svo reyndist ekki vera og má í raun segja að þingsályktunatillaga þessi hafi hlotið hægt andlát - því miður. Ég tel að stjómvöld verði að gera verulegt átak ef það markmið á að nást að fara að reglum EES-samningsins og koma á frelsi og samkeppni á raforkusviðinu á tilskildum tíma. Ef það bregst að frumvarp til nýrra raforkulaga verði lagt fram á Alþingi þegar í upphafi þings eftir áramót sýnist mér hættan verða orðin augljós. Þótt hvatinn að þessum pistli hafi verið reimleikarnir á Vest- fjörðum og Vesturlandi, er það auðvitað mun stærra mál að sú nýskipan raforkumála, sem í undir- búningi er, takist vel. Stjórnvöld bera eðlilega íyrir sig miídu ann- ríki og jafnvel að verulegu leyti í orkumálum (virkjana- og stóriðju- deilur) en einnig á viðskiptasviði (sviptingar fyrirtækja og samruni banka). Ég er í þeirri góðu aðstöðu að sitja í stjómum NORDEL (Nor- rænum samtökum kerfisstjóra landsneta) og EURELECTRIC (Evrópusamtökum raforkufyrir- tækja) og get því fylgst vel með framvindu mála erlendis. Nýlega hefur EURELECTRIC gert átak til að hraða framkvæmd tilskipunar ESB. Það er staðreynd að fram- kvæmd hennar, þ.e. þróun sam- keppni og frjálsræðis, hefur í heild gengið mun hraðar en tilskipunin gerir lágmarkskröfu til. Þetta gild- ir jafnt um EES/EFTA-ríki og ESB-ríki. í síðari grein mun ég beina at- hyglinni að framtíðinni, m.a. í ljósi reynslunnar í ríkjum Evrópu. Höfundur er orkuráðgjafí borgar- stjóra. Var til skamms tíma rafmagnsstjóri íRcykjavík og formaður samtaka raforkuveitna. Aðalsteinn Guðjohnsen og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. Grandagarði 2 I Reykjavík | simi 580 8500 I I Næg bílastæði Oplfi alla virka daga frá kl. 8:00- 18:00 Model 9015B Slipirokkur 1050 W O ■ 125 m TILBOÐSVERÐ 14.300,- Modal 1902 Heflll, 550 W 82 mm TILBOÐSVERÐ 12.000,- PÚR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - Sími 568-1500 - Akureyri: Lónsbakka - Slmi 461-1070 Model 6834 Gifsskrúfvól 470 W O = 4 x 57 mm TILBOÐVERÐ Model HR4000C SDS Max Bor/brotvól 1050 W, Max 0= 40 mm TILBOÐSVERÐ 19.900,- 56.000,- Model 6228DWE 14.4 v Rafhlööuborvól Aukarafhiaöa / taska TILBOÐSVERÐ 15.900,- 22.600,- Model HR2410 SDS-f Höggborvól 680 W, Max O = 24 mm TILBOÐSVERÐ Stuttermabolir frá kr. Stuttbuxur frá Frábært Fyrir iþróttadótið íþróttatöskur frá kr. ÍK: Þolfimifatnaöur ■ 20% iafsláttur Þrekhjól 4|jjjgÍ verð frá: 14.300^ 10% afsláttur af þrek og æfingatækjum Bakpokar frá kr. Iþróttaskór, Adidas, Nike, Puma, Reebok, 20 °/o afsláttur Ármúla 40 g Sími: 553 5320 I lAl I Férslunin W /VI4RK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.