Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 1
258. TBL. 88. ARG.
FIMMTUDAGUR 9. NOVEMBER 2000
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ovissa um niðurstöðu sögulegra forsetakosninga í Bandaríkjunum
Endurtalning atkvæða í
Flórída ræður úrslitum
Washington. Reuters, AP, AFP.
EKKI fæst úr því skorið fyrr en í
fyrsta lagi síðdegis í dag hver verður
næsti forseti Bandaríkjanna vegna
endurtalningar í Flórída þar sem
nokkur hundruð atkvæða geta ráðið
úrslitum í jöfnustu forsetakosning-
um í Bandaríkjunum í áratugi.
George Bush, forsetaefni repúblik-
ana, kvaðst búast við því að staðfest
yrði eftir endurtalninguna að hann
hefði farið með sigur af hólrpi í Flór-
ída og þar með náð tilskildum fjölda
kjörmanna til að hreppa forseta-
embættið.
A1 Gore varaforseti, frambjóðandi
demókrata, fékk flest atkvæði í
kosningunum en munurinn var mjög
lítill, aðeins 150.000 af tæpum 100
milljónum atkvæða. Það er hins veg-
ar samanlagður fjöldi kjörmanna
forsetaefnanna í sambandsríkjunum
50 sem ræður úrslitum í kosningun-
um og frambjóðendurnir þurfa að fá
a.m.k. 270 kjörmenn til að ná kjöri. í
þetta sinn reyndust 25 kjörmenn
Flórída skipta sköpum.
Bandarískar sjónvarpsstöðvar
fullyrtu fyrst að Gore hefði sigrað í
Flórída en nokkrum klukkustundum
síðar lýstu þær því yfir að Bush
hefði fengið flest atkvæðanna í rík-
inu og þar með tryggt sér nógu
marga kjörmenn til að sigra í kosn-
ingunum.
A1 Gore hringdi þá í keppinaut
sinn til að óska honum til hamingju
með sigurinn en hringdi aftur
klukkustund síðar til að skýra Bush
frá því að hann játaði sig ekki sigr-
aðan. Þá hafði komið í ljós að munur-
inn á fylgi frambjóðendanna í Flór-
ída var svo lítill að telja þurfti
atkvæðin að nýju.
Margir Bandaríkjamenn höfðu
farið að sofa um nóttina sannfærðir
um að Bush hefði sigrað og urðu því
mjög hissa þegar þeir vöknuðu og
komust að því að ekki var vitað hver
yrði næsti forseti.
Aðeins munaði 1.800 atkvæðum
Samkvæmt bráðabirgðatölum yf-
irvalda í Flórída var forysta Bush
tæplega 1.800 atkvæði. Embættis-
menn í ríkinu sögðu að stefnt væri
að því að endurtalningunni lyki í dag
en þá á eftir að telja utankjörstaðar-
Barak fellst á Palestínu-
ríki með skilyrðum
Jerúsaiem. Reuters.
EHUD Barak, forsætisráðherra
ísraels, hefur sent leiðtogum nokk-
urra ríkja bréf þar sem hann kveðst
vera tilbúinn að fallast á stofnun
sjálfstæðs Palestínuríkis en setur
það skilyrði að Palestínumenn reyni
ekki að knýja fram sjálfstæði með
einhliða yfirlýsingum og ofbeldi.
Er þetta skýrasta loforð Baraks í
þessum efnum til þessa en hann var-
ar leiðtoga Palestínumanna jafn-
framt við því að lýsa yfir stofnun
sjálfstæðs ríkis án þess að semja
fyrst um það við Israela. Búist er við
að miðstjóm Frelsissamtaka Palest-
ínumanna komi saman í næstu viku
til að ræða hugsanlega sjálfstæðisyf-
irlýsingu en palestínskir embættis-
menn segja að slík yfirlýsing verði
ekki samþykkt á fundinum.
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, ræðir við Bill Clinton forseta
í Washington í dag og ráðgert er að
Barak fari á fund Clintons á sunnu-
dag.
Fimm vegnir
Ekkert lát var á blóðsúthellingun-
um á Gaza-svæðinu og Vesturbakk-
anum í gær. Israelskir hermenn
skutu þrjá Palestínumenn, 14,16 og
18 ára; til bana í átökum við landa-
mæri Israels og Gaza. 14 ára Palest-
ínumaður var einnig skotinn til bana
í þorpinu Hares á Vesturbakkanum.
Israelsk kona beið bana nálægt al-
þjóðaflugvellinum á Gaza þegar
skotið var á bifreið hennar. Róttæk
hreyfing Palestínumanna í Beirút
lýsti árásinni á hendur sér.
AP
Stuðningsmenn George W. Bush fagna eftir að sjónvarpsstöðvar lýstu hann sigurvegara forsetakosninganna í
Bandaríkjunum. Seinna kom í ljós að ríkisstjórinn var ekki öruggur um sigur.
atkvæði sem greidd voru erlendis.
Stjórnmálaskýrendur sögðu að ef
mjótt yrði á mununum eftir endur-
talninguna yrði hugsanlega ekki
hægt að tilkynna úrslit kosninganna
fyrr en eftir rúma viku þegar utan-
kjörstaðaratkvæðin hefðu verið tal-
in. Póstleggja þurfti atkvæðin ekki
síðar en á þriðjudag og þau þurfa að
berast innan tíu daga eftir kosning-
arnar. Ekki var vitað í gær hversu
mörg atkvæði voru send til Flórída
frá útlöndum en í síðustu kosningum
voru þau um 2.300.
Fréttir sjónvarpsstöðva um að
nokkurra kjörkassa væri saknað í
einu af höfuðvígjum demókrata í
Flórída ollu einnig miklu uppnámi í
ríkinu. Kosningaeftirlitsmenn vís-
uðu þessu þó á bug og sögðu að
kjörkassarnir væru í vörslu lög-
reglunnar og tafist hefði að senda þá
í talningarstöðvarnar.
Þá kvörtuðu demókratar yfir þvi
að ruglingsleg hönnun kjörseðlanna
hefði orðið til þess að um 3.000 kjós-
endur hefðu kosið Pat Buchanan,
forsetaefni Umbótaflokksins, þegar
þeir hefðu ætlað að kjósa Gore.
Ralph Nader, frambjóðandi
Græna flokksins, fékk 94.000 at-
kvæði í Flórída. Demókratar höfðu
óttast að Nader myndi taka atkvæði
frá Gore en Nader neitaði því í gær
að hann hefði orðið varaforsetanum
að falli.
Úrslit forsetakosninganna voru
kunn í öllum ríkjunum nema Flórída
og Oregon, sem er með sjö kjör-
menn. Gore hafði fengið 260 kjör-
menn og Bush 246 í gærmorgun og
ljóst er því að sá frambjóðendanna
sem fær 25 kjörmenn Flórída verður
43. forseti Bandaríkjanna.
Þegar 99% atkvæðanna höfðu ver-
ið talin hafði Gore fengið 48.900.828
atkvæði, eða 48,3%. Bush var með
48.725.474 atkvæði, eða 48,1%. Fylgi
Ralphs Naders var 2,6%.
Kjörsóknin var 50,7% og um 1,7
prósentustigum meiri en í síðustu
kosningum.
Ljóst er að munurinn á kjör-
mannastyrk forsetaefnanna verður
sá minnsti í tæpa öld og munurinn á
fylgi þeirra meðal allra kjósendanna
er jafn lítill og í forsetakosningunum
1960 þegar John F. Kennedy sigraði
Richard Nixon.
Talið er líklegra að Bush fái kjör-
menn Flórída og hreppi þar með for-
setaembættið. Hann fékk flest at-
kvæði í 29 ríkjum, meðal annars
Arkansas, heimaríki Bills Clintons,
og Tennessee, heimaríki Gore.
Varaforsetinn hafði hins vegar
betur í stóru iðnaðarríkjunum, með-
al annars Kaliforníu og New York.
Repúblikanar halda mjög
naumum þingmeirihluta
Demókratar styrktu stöðu sína í
báðum deildum þingsins en þeim
tókst þó ekki að ná meirihluta. Þeim
var spáð einu eða tveimur af þeim
DANSKIR
DA
AR
MORGUNBLAÐIÐ 9. NÓVEMBER 2000
5 690900 090000
■ Kosningarnar/28-32
AP
George W. Bush og Dick Chen-
ey, varaforsetaefni repúblikana,
ræða við blaðamenn í Texas.
sjö þingsætum sem þeir þurftu að
bæta við sig í fulltrúadeildinni.
Repúblikanar höfðu fengið 50 þing-
sæti af 100 í öldungadeildinni þegar
eitt sæti var enn óráðið. Demókratar
voru með 49 sæti og því getur svo
farið að flokkarnir verði með jafn-
marga þingmenn í öldungadeildinni í
fyrsta sinn í sögunni. Það nægir þó
demókrötum ekki.
Nái Bush kjöri verður hann fyrsti
repúblikaninn til að gegna forseta-
embættinu á sama tíma og flokkur
hans er með meirihluta á þinginu frá
árunum 1953-55 þegar Dwight D.
Eisenhower var forseti.
Hillary Clinton var kjörin í öld-
ungadeildina í kosningunum í New
York og varð þar með fyrsta for-
setafrúin til að vera kjörin í opinbert
embætti.