Morgunblaðið - 09.11.2000, Page 57

Morgunblaðið - 09.11.2000, Page 57
MORGUNBLADIÐ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson „Þrumugnýr" í Rúgbrauðs- gerðinni í kvöld Bridshátíðin „Þrumugnýr" verð- ur haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, og ber nafn af Rúg- brauðinu. Hátíðin hefst fimmtu- daginn 9. nóvember og hefst kl. 18.15. Átta stórmeistarar spila á mótinu við jafnmarga áhugamenn. Stórmeistararnir eru Þórarinn Sigþórsson, sem ekki hefur sést við keppnisborðið um langt árabil, Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Matthías Þorvaldsson, Björn Theó- dórsson, Guðmundur Páll Arnar- son, Björn Eysteinsson og Örn Arnþórsson. Þannig eru í hópnum nokkrir heimsmeistarar og Norð- urlandameistarar og varla hægt að hafa tölu á Islandsmeistaratitlun- um. Af áhugamönnum má nefna Halldór Blöndal, þingforseta, Georg Ólafsson, verðlagsstjóra, Ragnar Halldórsson fyrrum for- stjóra ísal og sr. Baldur Kristjáns- son. Spiluð verða alls 32 spil þann- ig að meistararnir spila 4 spil við hvern áhugamann. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Allir bridsáhugamenn eru boðnir hjart- anlega velkomnir að fylgjast með snillingunum. Um kl. 19.30 verður snæddur léttur kvöldverður og eiga allir viðstaddir þess kost að kaupa hann á vægu verði. Einnig geta menn fengið aðrar veitingar að vild, enda Elías Einarsson veit- ingamaður einn af spilurunum. Bridsfélag Suðurnesja Gísli Torfason, Jóhannes Sig- urðsson og Guðjón Svavar Jenssen sigruðu með glæsibrag og miklum yfirburðum í hausttvímenningi fé- lagsins sem lauk sl. mánudags- kvöld. Spilaður var Barometer og- voru spiluð 6 spil milli para en 14 pör tóku þátt í mótinu. Þríeykið skoraði 80 stig yfir meðalskor eða rúmlega 6 stig í hverri umferð. Karl G. Karlsson, Karl Her- mannsson og Arnór Ragnarsson urðu í öðru sæti með 40 stig en hinir tveir síðarnefndu „stálu“ öðru sætinu með risaskor í síðustu umferðinni. Næstu pör: Svala K. Pálsdóttir- Birkir Jónsson - Þórir Hrafnkelsson 39 Kristján Kristjss. - Garðar Garðarss. - Pétur Júlíusson 29 Þröstur Þorláksson - Heiðar Sigurjónss.19 Fleiri pör náðu ekki að vera með skor í plús og athygli vekur að í öllum efstu pörunum eru 3 spilar- ar. Næstkomandi mánudagskvöld hefst hraðsveitakeppni þar sem spilaðir verða tveir 12 spila leikir á kvöldi. Áætlað er að spila í þrjú kvöld. Keppnisstaðurinn er Fé- lagsheimilið við Sandgerðisveg og hefst spilamennskan kl. 19.30. Æfingakvöld Bridsskólans og Bridssambandsins Bridsskólinn og Bridssamband íslands bjóða nýliðum upp á létta spilamennsku fimm mánudagskvöld fyrir áramót í Bridshöllinni í Þöngla- bakka 1. Spilaður verður tvímenn- ingur 12-16 spil eftir atvikum. Verð fyrir manninn er 700 kr. fyrir hvert spilakvöld og er kvöldgjaldið greitt á staðnum. Ekki er nauðsynlegt að binda sig öll fimm kvöldin og er nóg að mæta tímanlega og skrá sig á staðnum. Spilamennska hefst kl. 20.00 og verður í umsjón Hjálmtýs R. Baldurssonar. Ekki er nauðsyn- legt að mæta í pörum og mun hinum „stöku“ útvegaður meðspilari. Kvöldin fimm: Mánudagur 13. nóvember Mánudagur 20. nóvember Mánudagur 27. nóvember Mánudagur 4. desember Mánudagur 11. desember FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 51 Uppskrift Islenskt lambalæri Knorr Kod & Grill krydd Knorr Béarnaise sósa Meðlæti eftir eigin smekk Kðd&GiíH bydderi \ Við flytjum ■ ..góðar fréttir Allt frá stofnun 1996 hefur verið góður meðbyr í starfsemi Verðbréfastofunnar og viðskiptavinum fjölgað jafnt og þétt. Nú flytjum við í næsta hús, á fyrstu hæðina í húsi Olíufélagsins að Suðurlandsbraut 18, í stærra húsnæði þar sem aðstaða er til að veita enn betri þjónustu en áður. VERÐBRÉFASTOFAN Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, sími 570 1200, www.vbs.is Verðbréfastofan er söluaðili hér á landi fyrir Carnegie, eitt stærsta verðbréfafyrirtæki Skandinavíu og marga aðra verðbréfasjóði, íslenska sem erlenda. Kynntu þér þá kosti sem eru í boði. Ávöxtunin kemur á óvart. Vertu velkomin(n) í viðskipti hjá Verðbréfastofunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.