Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 65

Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 65' sér grein fyrir þeirri sorg og því tómarúmi sem myndast hefur í lífi Sölva eiginmanns Guðrúnar og son- um þeirra Einari, Svavari, Lárusi og Daníel þegai’ eiginkona, móðir og fé- lagi í blóma lífsins er tekin frá þeim. Á þessari stund eiga margir um sárt að binda, móðir mín missir ekki bara systur sína heldur einnig sinn besta vin. Sjálfur er maður að takast á við sorgina um frænkumissinn. Þegar dauðinn ber að dyrum vakna ótal spurningar í huga manns; af hverju hún? Af hverju núna þegar svo margt er ógert? Hver er ástæð- an fyrir því að fjögurra bama móðir er tekin frá börnum sínum? Við hljótum að lifa í þeirri trú að allt þetta hafi sinn tilgang og í sorginni leitum við huggunar í faðmi fjöl- skyldunnar og vina. Einnig opnum við hugann fyrir þeim góðu stundum sem við áttum með Guðrúnu. Þegar andlát verður með svo snöggum og ósanngjömum hætti eins og varð með hana Guðrúnu okk- ar getum við ekki annað en hugsað um okkar kveðjustund, hvernig? hvenær? og þá hvar hún muni verða? En sem betur fer veit enginn sinn tíma fyrr en hann kemur. Nú er Guðrún frænka farin og kannski á vit einhvers sem betra er, allavega er hún nú við hlið Karlottu ömmu og Einars afa og horfir bless- unaraugum yfir okkur. Biðjum við þau að vaka yfir Sölva, Einari, Svav- ari, Lámsi og Daníel á þessum erf- iðu tímum og biðjum guð að veita þeim, sem eiga um sárt að binda, styrk til að takast á við þá uppbygg- ingu sem fram undan er í lífi þeirra feðga. Vertu blessuð Guðrún mín og þakka þér fyrir allt sem þú hefur veitt okkur í lífinu. Þinn frændi, Stefán Öm Þórisson. Nú þegar Guðrún er fallin í valinn, langt um aldur fram, langar mig til að minnast hennar með nokkrum orðum. Ég kynntist Guðrúnu fyrst er fjöl- skyldur okkar tengdust og síðan enn betur þegar Sófus kom til sögunnar. Nágrannar mínir þurftu að láta Sóf- us frá sér og Guðrún og Sölvi fréttu af honum, heilsuðu upp á hann og tóku hann að sér. Það væsti ekki um Sófus á nýja heimilinu enda leið hon- um afburða vel og mátti með sanni segja hann væri dekurhundur og tók hann miklu ástfóstri við hina nýju húsbændur en mig vildi hann ekki þekkja lengur. Guðrún var smávaxin, nett, fríð og fíngerð kona en hún leyndi á sér því hún var mikill skörungur og dugnað- arforkur sem hið fagra heimili, er hún bjó manni sínum og sonunum fjórum, er til vitnis um. Hún var ákaflega handlagin og allt lék í hönd- unum á henni, matargerð, sauma- skapur og önnur verk sem til falla á stóru heimili og mátti segja að hún væri hin fullkomna húsmóðir. En hún lét ekki þar við sitja því hún var afburða talnaglögg og stóð einnig við hlið manns síns í starfi hans, þar sem hún sá um bókhaldið, tilborðsgerð o.s.frv. Ekki mátti hún heyra af nokkru vandamáli í fjöl- skyldunni, að ekki væri hún boðin og búin að aðstoða ef hún mætti og voru þau Sölvi mjög samhent á þessu sviði sem öðrum. Guðrún var ákaflega vinsæl kona og mikil fé- lagsvera, studdi drengina sína á alla lund í þeirra íþróttastarfi og lá hvergi á liði sínu í félagsstörfunum enda voru henni falin mörg trúnað- arstörf. Kæri Sölvi, Einar, Svavar, Lárus og Daníel. Ég samhryggist ykkur innilega. Þið hafið misst mikið en ég vona að minningin um yndislega eig- inkonu og móður muni lýsa ykkur veginn fram á við. Ég þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast henni því hún var einstök. Dís. Mig langar til að segja nokkur orð um yndislega mágkonu. Guðrún kom í okkar fjölskyldu fyrir rúmum 27 árum. Okkur leist strax mjög vel á hana og hún var svo sannarlega samþykkt af öllum í fjölskyldunni. Guðrún var myndar húsmóðir og eiginkona, enda ber heimili þeirra Sölva gott vitni um það. Hún var sér- staklega góð móðir og hugsaði vel um drengina sína. Guðrún mín, ég mun sakna þess mikið að hafa samband við þig á Netinu og eins samtala okkar í síma. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og okkur öll. Þú gast alltaf fundið lausn á hinum og þessum vandamálum. Frankie, Svava og Dennis biðja fyrir innileg- ar kveðjur og þakklæti fyrir góðar móttökur sl. sumar. Þú sýndir þeim alltaf svo mikla umhyggjusemi. Við söknum þín óendanlega. Elsku mágkona, farðu í friði, Guð geymi þig og varðveiti. Elsku Sölvi, Einar, Svavar, Lárus og Daníel, ég bið Guð að styðja ykkur og styrkja í þessari miklu sorg, sem þið hafið orðið fyrir. Haldið í allar góðu minn- ingarnar um yndislega eiginkonu og móður. Bárdís Cushing. Vaktu minn Jesú, vaktu í mér, vakaláttumigeinsíþér. Sálinvaki, þá sofnarlíf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgr. Pét.) Kær samfylgdarkona okkar, Guð- rún Einarsdóttir, eiginkona vinnufé- laga míns Sölva Egilssonar, er fallin frá, langt um aldur fram. Það er sárt að kveðja vinkonu okkar á besta aldri horfna á braut frá eiginmanni og börnum sem voru ekki öll vaxin úr grasi. Það er mikil lífsreynsla fyr- ir Sölva og börnin að horfa upp á sína heittelskuðu eiginkonu og móð- ur skilja svo við. En það er svo margt sem við ekki skiljum og verð- um að lúta vilja þess sem ræður, Drottins vors. Guðrún var einstök kona að mannkostum. Hún eignaðist traust- an og góðan eiginmann og þau eign- uðust fjögur börn sem voru stolt þeirra og yndi. Þau lifðu í farsælu hjónabandi og voru alla tíð samhent hjón. Heimilið var þeirra helgireitur og þau sköpuðu sér innihaldsríkt og ánægjulegt heimilislíf. Guðrún tók virkan þátt í vinnu og áhugamálum Sölva og var honum traustur og góð- ur bakhjarl. Eitt af því dýrmætasta sem við öðlumst í lífinu eru góðar minningar, minningar sem við geymum í huga okkar og ylja okkur. Við hjónin átt- um því láni að fagna að eiga með þeim ánægjulegar stundir saman og við fengum að njóta glaðværðar hennar og vináttu og fyrir þær stundir viljum við þakka. Sölvi minn, þér og fjölskyldu þinni svo og öðrum aðstandendum vottum við dýpstu samúð og biðjum ykkur Guðs blessunar í ykkar þungu sorg. Megi hann vera ykkur styrkur og stoð í missi ykkar. Drottinn Guð, himneski faðir, um- vef Guðrúnu okkar birtu þinni og ljósi í ríki þínu og með þessum orð- um kveðjum við þig, Guðrún mín. Statt upp og tak birtunni því þitt ljós kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér. (Jes.60,1.) Þorgeir Vaidimarsson, Sigurbjörg Norðfjörð. Mannsævin er undarleg. Sagt er að mennimir ráðgeri en Guð ráði. Svo sannarlega vorum við óþyrmi- lega minnt á þessi orð og þá stað- reynd hve tilvera okkar er stundum óvægin við fráfall Guðrúnar Einars- dóttur. Á örskotsstund er kær vin- kona í blóma lífsins hrifin brott frá eiginmanni og fjölskyldu og skilur eftir sig hóp ástvina sem eiga um sárt að binda. Margs er að minnast t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON, áður bóndi á Syðri-Grund í Svínadal, Hnitbjörgum, Blönduósi, andaðist á Héraðssjúkrahúsinu að kvöldi mánu- dagsins 6. nóvember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðrún Sigurjónsdóttir. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR, frá Tunguvöllum á Tjörnesi, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 11. nóvember klukkan 13.00. Jón Jóhannesson, Rannveig Jónsdóttir, Ómar Örn Ragnarsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Hermann Guðmundsson, Jóhannes Hermannsson, Guðrún Ágústa Jóhannsdóttir, Fanney Kr. Hermannsdóttir, Guðmundur F. Sigurjónsson, Guðmundur M. Hermannsson, Sigrfður Kristjánsdóttir og langömmubörn. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT BJARNASON frá Tjörn á Mýrum, sem lést laugardaginn 4. nóvember, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 11. nóvember kl. 14.00. Steinunn Aradóttir, Bjarney Pálína Benediktsdóttir, Sævar Kristinn Jónsson, Sigurgeir Benediktsson, Arnborg Sigríður Benediktsdóttir, Þorgeir Sigurðarson, Karl Benediktsson, Gerður Sif Hauksdóttir, Eydís Sigurborg Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR KRISTÍN INGJALDSDÓTTIR, lést á elliheimilinu Grund miðvikudaginn 25. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Grund og allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Ólöf Guðleifsdóttir, Gunnsteinn Sigurjónsson, Laufey (BíbQ Andersson, Harmond Andersson, Georg Valentínsson, Elísabet Árný Tyrfingsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. + Systir okkar og frænka, STEFANÍA K. BJARNADÓTTIR, Kópavogsbraut 1A, áður til heimilis í Skólagerði 65, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu- daginn 10. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd systkina og annarra ættingja, Gréta Ingvarsdóttir. + Eiginkona mín, GUÐRÚN RÓSA JÓNSDÓTTIR, Túngötu 18, Grenivík, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju laugar- daginn 11. nóvember kl. 14.00. Jóakim Guðlaugsson. + Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför sambýlismanns míns, vinar og bróður okkar, ÁSGEIRS PÁLS ÚLFARSSONAR frá Seyðisfirði, Amtmannsstíg 6, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E, Landspítala, Hringbraut, og líknardeildar Kópavogi. Ellen H. Sighvatsson, Ágústa Guðrún Sigfúsdóttir, Valdís Vífilsdóttir, Brynja X. Vífilsdóttir og systkini hins látna. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang- ömmu, KRISTÍNAR BJÖRNSDÓTTUR frá Ytri-Vík, Árskógsströnd. Frímann Hauksson, Þorbjörg Elíasdóttir, Anna Hauksdóttir, Ingvar Níelsson, Jóhann Hauksson, Kolbrún Geirsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTU ÁGÚSTSDÓTTUR húsfreyju í Svínadal, Skaftártungu. Sigurdís Erla Eiríksdóttir, Pétur Kristjónsson, Björn Eiríksson, Kolbrún Þórarinsdóttir, Ágúst Eiríksson, Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir og ömmubörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.