Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 09.11.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2000 67 Opinber fyrirlestur um fjölþjóðlegt verkefni OPINBER fyrirlestur verður hald- inn í Háskóla íslands, Odda stofu 101, föstudaginn 10. nóvember kl. 15-16 um verkefnið „Vinnum sem jafningjar". í fyrirlestrinum verður sagt frá þriggja ára fjölþjóðlegu verkefni sem nú er að ljúka. Markmið þessa verkefnis er að vinna að auknu jafn- rétti fatlaðra og fullri þátttöku í sam- félaginu, með sérstaka áherslu á at- vinnuþátttöku þroskaheftra. Jafn- framt er þetta fyrsta verkefnið sem styrkt er af Evrópubandalaginu þar sem þroskaheftir eru fullgildir þátt- takendur. Verkefnið beinist að þroskaheftu fólki, fjölskyldum þeirra og stuðningsaðilum og miðar að því að auka skilning, þekkingu og jöfnuð í samfélaginu. Meðal annars hefur verið unnið námsefni til að ná ofangreindum markmiðum. Verkefnið er styrkt af Leonardo Da Vinci áætluninni og eru þátttak- endur frá Danmörku, Englandi og íslandi. Þátttakendur eru fatlaðir og ófatlaðir og er sérstakt fyrir þær sakir að þroskaheft fólk og samtök þeirra hafa tekið virkan þátt í skipu- lagningu og framkvæmd verkefnis- ins í samvinnu við Open University í Bretlandi. Þátttakendur Islands í verkefninu eru félagar í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun. Fyrirlesarar verða þrír: Dr. Jan Walmsley dósent og deildarforseti við heilbrigðis- og félagsvísindadeild Open University í Bretlandi, John Lawton, fræðslustjóri landssamtak- anna MENCAP í Englandi og verk- efnastjóri verkefnisins og María Hreiðarsdóttir, formaður Ataks, fé- lags fólks með þroskahömlun en hún er einn af fulltrúum íslands í verk- efninu. Fyrirlesturinn er á vegum F élags- vísindadeildar Háskóla Islands og er öllum opinn. Gervi gert af Stefáni Jörgensen, kennara við Förðunarskóla ís- lands. Námskeið í Förðunar- / skóla Islands FÖRÐUNARSKÓLI íslands býður 15 tíma námskeið helgina 10.-12. nóvember í formi sýnikennslu. I fréltatilkynningu segir að meðal annars verði f boði kennsla í af- steypum, leirmótun og fleiru. Nám- skeiðið er til dæmis ætlað öllum þeim sem huga að persónusköpun í leikhúsi og kvikmyndum, búa til fylgihluti fyrir fantasíuförðun eða sterkar farðanir svo og þeim sem vinna grunnvinnu í grímu- og brúðugerð. Kennt verður í húsa- kynnum Förðunarskóla Islands, Einholti 2. Stefán Jörgensen sér um sýnikennsluna ásamt Önnu Tober, skólastjóra. Kennt verður föstud. 10. nóv. kl. 18-22, laugard. 11. nóv. kl. 10-16 ogsunnud. 12. nóv. kl. 11-16. Viku síðar verður boðið upp á 3 daga vinnuhelgi. Þátttakendur gera eigin útfærslu, vinna eigin mót, en einnig verður m.a. fjallað um notkun mismunandi efna. Skráning og nánari upp- lýsingar hjá Förðunarskóla Islands. --------------- 70 ár fráþví að hitaveita var tengd í Reykjavík I DAG, fimmtudaginn 9. nóvember, eru 70 ár liðin frá því að heitt vatn var tekið í notkun í Austurbæjar- skóla. Skólinn var fyrsta húsið í Reykjavík sem fékk heitt vatn frá Laugaveitunni. Til að minnast þessara tímamóta hafa Orkuveita Reykjavíkur og Austurbæjarskóli haft samstarf nú á haustmánuðum. Þrír árgangar nem- enda í skólanum hafa fengið sérstaka kennslu um kalt vatn, heitt vatn og rafmagn. Afrakstur þessarar vinnu verður kynntur við hátíðlega athöfn í bíósal skólans nk. fimmtudag kl.15. Að athöfn lokinni mun stjórnar- formaður veitustofnana, Alfreð Þor- steinsson, afhjúpa og afhenda einn fjögurra vatnspósta sem Orkuveitan gefur skólanum af þessu tilefni en Sigrún Magnúsdóttir, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur, veitir honum viðtöku fyrir hönd skólans. Sagnadagur í Stykkishólmi NAMSKEIÐ um söfnun þjóðlegs fróðleiks verður haldið í Stykkis- hólmi laugardaginn 11. nóvember og sama kvöld er efnt til sagnakvölds í Narfeyrarstofu. Sagnadagurinn tengist því að á Vesturlandi er unnið að Evrópu- verkefninu EnduiTeisn sagnahefðar sem styrkt er af Samtökum sveitar- félaga í Vesturlandskjördæmi. Verk- efnið miðar að því að efla sagnahefð í fjórðungnum og tengja hana ferða- þjónustu. Umsjón með verkefninu hefur Rannsóknir og ráðgjöf ferða- þjónustunnar. Sagnakvöldið verður sett kl. 20:30 af Sturlu Böðvarssyni samgöngu- og ferðamálaráðherra. Síðan munu kunnir sagnamenn og -konur af Vesturlandi segja sögur af ýmsum toga. Þetta eru þau Bjamfríður Leósdóttir, Akranesi, Hildibrandur Bjarnason, Bjarnarhöfn, Ingi Hans Jónsson, Grundarfirði, Ómar Lúð- víksson, Hellissandi, Skúli Alexand- ersson, Hellissandi, Sæmundur Kristjánsson, Rifí, Unnur Halldórs- dóttir, Borgamesi, Þorkell Cyrns- son, Hellissandi, og Þórann Krist- insdóttir, Grundarfirði. Einnig kemur fram sönghópurinn Hraustir menn, Stykkishólmi. Kynn- ir verður Eyþór Benediktsson, Stykkishólmi. Aðgangseyrir er kr. 700. Námskeið í boði Ámastofnunar Námskeiðið um söfnun þjóðlegs fróðleiks er haldið á vegum stofnun- Fundur um flokkun landslags TELST landslag náttúraverðmæti? Fer það eftir fegurðarskyni hvers og eins, eða er hægt að beita hlutlægum aðferðum til að meta landslag? Þess- ar spurningar verða til umfjöllunar í hádegiserindi Þóru Ellenar Þór- hallsdóttur á vegum rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma föstudaginn 10. nóvember nk. kl. 12. Fyrirlesturinn verður íluttur í Gyllta sdnum á Hótel Borg og þar verður hægt að snæða hádegisverð. Að loknum fyrirlestri verður tækifæri til að bera fram fyrirspurnir og koma á framfæri ábendingum. Landslag er einn þeirra þátta sem taka þarf tillit til þegar virkjunar- kostir eru metnir og flokkaðir. Eng- in ákveðin viðmið era hins vegar til um með hvaða hætti sé hægt að meta landslag. í fyrirlestri Þóra Ellenar verða fyrstu hugmyndir faghóps um náttúru- og minjavernd, sem starfar á vegum verkefnisstjómar ramma- áætlunar, um leið til að flokka lands- lag á sjónrænan hátt, segir í frétta- tilkynningu. Þóra Ellen mun gera grein fyrir flokkunaraðferðinni og útskýra hvernig má beita henni í máli og myndum. ar Árna Magnússonar í Grunnskóla Stykkishólms kl. 14-18. Það er ókeypis. Kynntar verða aðferðir við söfnun og skráningu þjóðfræðaefnis, jafnt sagna og kvæða sem þjóðsiða. Þá verður fjallað um þá vinnu sem á eftir kemur, svo sem við skráningu og frágang til varðveislu og útgáfu. Umræður og álitamál verða tekin til sameiginlegrar skoðunar og velt upp nokkram hugmyndum að verkefnum úr nútímalífi. Kennai’i er Gísli Sig- urðsson fi’æðimaður. Skráning á námskeiðið er hjá Símenntunarmið- stöðinni á Vesturlandi, netfang: si- menntun@simenntun.is Intra í takt við tímann Glæsilegir vaskar fyrir falleg heimili. Form og fegurð 21. aldarinnar. T€Í1GI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sfmi: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is Lakkviðgerdir M Wl ^ , «tai%sl®2 bfllai Bilaþvottastöðin Löður býður allt fyrir sannkallaða bílaunnendur, alþrlf, sjálfvírka þvottastöð, sjálfþjónustu þvottastöð, llmefnl, vélaþrlf, lakkvlðgerðlr o.m.fl. Ryksugur, teppahreinsivél, ilnwfni Taktu bíllnn þlnn I gegn hjá okkur, það margborgar slg! Bæjariind 2 • Sími 544 4540
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.