Morgunblaðið - 15.11.2000, Page 31

Morgunblaðið - 15.11.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2000 31 LISTIR Morgunblaoio/Ami öæberg Börnin í bókasöfnunum NÚ STENDUR yfír norræna bóka- safnsvikan „í ljósaskiptunum" og er efni hennar norræn börn. Dagskrár eru fluttar í bókasöfnum landsins og þar kynntar norrænar bók- menntir fyrir börn og unglinga. I vikubyijun var fluttur sameiginleg- ur texti í bókasöfnunum um skammarstrik Emils í Kattholti; Laugardagurinn 28. júlí. Þegar Emil hvolfdi deiginu yfír föður sinn og tálgaði hundraðasta spýtukarl- inn. Myndin var tekin í Bókasafni Seltjarnarness, þar sem félagar í Leiklistarfélagi bæjarins leiklásu kaflann. Bach í Breið- holtskirkju JÖRG E. Sondermann flytur org- elverk eftir Johann Sebastian Bach í Breiðholtskirkju í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Jörg E. Sondermann er fædd- ur 1957 í Witten í Þýskalandi. Hann stundaði kirkjutónlistar- nám í Herford og Dortmund og lauk þaðan A-prófi (lokaprófí) 1980. Eftir það fór hann til Ham- borgar og lauk einleikaraprófí á orgel 1982. Árin 1979-1997 starf- aði hann sem organisti og kór- stjóri í Westfalen og frá árinu 1985 stóð hann fyrir tónlistarhá- tíð, er nefnist „Westfálische Bach-Tage“. Hann hefur haldið tónleika víða um lönd, m.a. í Þýskalandi, Hollandi, Sviss, Frakklandi, Pól- landi og Finnlandi. Hér á landi hefur hann haldið tónleika á Ak- ureyri, ísafirði, Selfossi og í Hall- grímsldrkju. Hann er einnig með orgeltónlistarstundir í Hvera- gerðiskirkju annan sunnudag hvers mánaðar. í efnisvali sínu hefur hann lagt mesta áherslu á verk J.S. Bach og jafnframt Max Regers og samtímamanna hans auk verka núlifandi tónskálda. Jörg Sonder- mann flutti til Islands haustið 1997 og hefur síðan starfað sem organisti í Hveragerðis- og Kot- strandarsóknum. Hann hefur einnig kennt kórstjórn og orgel- leik við Tónskóla Þjóðkirkjunnar frá hausti 1999. Tilefni þessa tónleikahalds er 250. ártíð Johanns Sebastians Bach. Asamt þekktari verkum Bachs er hér um að ræða allar þekktar frumgerðir og tilbrigði, verk sem vafi er á að hann hafi samið og verk sem upphaflega voru ekki samin fyrir orgel, en hæfa orgelinu (t.d. Kunst der Fuge). Tónleikarnir annað kvöld eru þeir áttundu af alls 26 tónleikum sem eru 60-65 mínútna langir hver um sig. Þetta mun í fyrsta sinn sem öll orgelverk Bachs eru flutt hér á landi af einum organista, en fyrir hálfum öðrum áratug sameinuð- ust íslenskir organistar um þetta viðamikla verkefni. Aðgangseyrir er 900 krónur og rennur til Hjálparstarfs kirkjunnar. Islenski dansflokk- urinn sýnir KIPPU í Frakklandi ÍSLENSKI dansflokkurinn sýnir KIPPU, verk Camerons Corbetts, við tónlist múm á tveimur sýning- um í Frakklandi í þessari viku. KIPPA er samin að frumkvæði Batofar í París, gömlu slökkviliðs- skipi sem liggur við akkeri í Signu og breytt hefur verið í nokkurs konar blöndu af menningarmiðstöð og næturklúbbi. Batofar er áber- andi í menningarlífi Parísar og lík- ym-2000 15. nóvember Unglist í Reykjavík: GALLERÍ GEYSIR í HINU HÚSINU Sýning á afrakstri Ijósmynda- maraþons. Lýkur 23. nóvember. lega best kynnti vettvangur nýlist- ar og raftónlistar í Frakklandi. Fyrri sýningin á KIPPU fer fram í Batofar fimmtudaginn 16. nóvember, en sama kvöld sýnir Gjörningaklúbburinn, Sjón og Ás- gerður Júníusdóttir koma fram, hljómsveitin múm heldur tónleika og plötusnúðurinn Borko spilar. Síðari sýningin verður í Theatre de Caen í Normandie föstudaginn 17. nóvember á opnun Les Boréal- es-hátíðarinnar sem helguð er list og bókmenntum úr norðri. KIPPA var frumsýnd á Trans Dance Europe 2000, danshátíð Menningarborganna, sem íslenski dansflokkurinn stóð að í Borgar- leikhúsinu um síðustu mánaðamót. Tónlistin við KIPPU er eftir hljómsveitina múm en hún tekur þátt í flutningi verksins. Glæsileg raðhús Gott verð p ^ ö . _ r Endaraðhús: 12,9 millj. viö ouðurtun 1-35 Miðjuhús: 10,9 miiij. Útsýni frá byggingarstað á ÁLFTANESI Mynd: Þorlákur ó. Einarsson. Afar vel staðsett raðhús á einni hæð með inn- byggðiim bílskúr. Um er að ræða tvær stærðir húsa, 145 fm og 115 fm, og eru ýmist þrjú eða fjögur hús í lengju. Húsin afhendast fok- held að innan, fullbúin að utan um nk. ára- mót. Lóð verður grjófjöfnuð. Endahús: Verð 12,9 millj. Miðjuhús 10,9 millj. Frábær staðsetning í fallegri nátt- úruperlu fyrir fólk sem vill njóta útivistar. Teikningar á skrifstofú. SELJANDI TEKUR Á SIG ÖLL AFFÖLL HÚSBRÉFA. f^i FASTEIGNA <f 1 P MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500 FAX 570 4505 V____________________ J Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Málþing á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar Menntun í ferðaþjónustu Staður: Menntaskólinn í Kópavogi. Hótel-og matvælaskólinn. Stund: Föstudagur 17. nóvember 2000 kl. 13:00-17:00 Setning og kynning dagskrár Hildur Jónsdóttir, form. frœðslunefndar SÁF. Kynning á námi í Hólaskóla Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamálabrautar Hólaskóla. Kynning á IATA-UFTAA námi og nýjum námsleiðum Una Eyþórsdóttir, Ferðaskóla Flugleiða. Nám í Háskóla íslands og Háskólanum á Akureyri Anna Dóra Sæþórsdóttir, umsjónarm. ferðamálanáms Háskóla íslands. Arnar Már Ólafsson, lektor við Háskólann á Akureyri. Kynning á námi í Ferðamálaskólanum - ferðafræði, leiðsögunám Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, forstöðumaður Ferðamálaskólans. Kynning á námi í Hótel - og Matvælaskólanum Baldur Sœmundsson, forstöðumaður Hótel- og matvælaskólans. Kaffihlé - skólar kynna og sýna námsefni. Pallborðsumræður: Skiptir menntun máli við ráðningu starfsmanna? Umræður og fyrirspumir. Málþingsslit Erna Hauksdóttir framkvæmdastjórí SAF. Þátttakendur í pallborði verða frá eftirtöldum skólum og fyrirtækjum: Fulltrúi frá Háskóla Islands - ferðamálanám, viðtökur við nýju námi. Fulltrúi frá Hótel- og matvælaskólanum, nemar - árangur - eftirspum. Fulltrúi frá PriceWaterhouseCoopers - ráðningarþjónustu. Fulltrúi frá Ferðaskrifstofu íslands - er verið að ráða fólk með menntun? Fulltrúi frá Félagi háskólamenntaðra ferðamálafræðinga - við hvað starfa þeir? Umræðustjóri: Þorleifur Þór Jónsson, hagfræðingur SAF. Allir eru velkomnir á málþingið. Samtök ferðaþjónustunnar hvetja stjómendur fyrirtækja í ferðaþjónustu svo og aðra þá, sem fást við starfsmanna- og gæðamál, að mæta. kl. 13:00 kl.l3:10 kl. 13:30 kl. 13:50 kl. 14:10 kl. 14:30 kl. 15.00 kl. 16:00 kl. 17:00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.