Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Einn lögreglu- maður getur mælt hraða Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hjólað og spólað GEIR Jón Þórisson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík, telur að ný- fallinn dómur Hæstaréttar yfir manni, sem ók yfir löglegum hi-aða á Austur- landi, auki svigrúm lögreglunnar til að hafa einn lögreglumann í bíl við hraða- mælingar. Segir hann ljóst að ef lög- reglumaðurinn standi rétt að málum dugi framburður hans til sakfellingar þrátt fyrir að viðkomandi ökumaður neiti að hafa ekið of hratt. 27. september 1999 stöðvaði lög- reglumaður, sem var einn við störf, ökumann á Fagradal, milli Héraðs og Reyðarfjarðar, fyrir of hraðan akstur. Mældist hraðinn 109 kílómetrar á klukkustund en leyfður hámarkshraði er 90 km. Lögreglumaðurinn hand- skrifaði skýrslu á staðnum þar sem greint er frá aðstæðum og niðurstöðu ratsjármælingar. Ökumaðurinn skrif- aði undir vettvangsskýrsluna. Ökumanninum var gefinn kostur á að Ijúka málinu með 4.000 kr. sektar- greiðslu síðar í sama mánuði en hann mótmælti sektarboðinu enda hélt hann því ávallt fram að hann hefði ekki ekið á nema 70-80 km hraða og fór málið fyrir Héraðsdóm Austurlands. Þar var ökumaðurinn sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Tekur héraðs- dómarinn fram i niðurstöðu sinni að þrátt fýrir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að lögreglumaður- inn hafi staðið rangt að hraðamælingu verði, gegn staðfastri neitun kærða, ekki talið að fram sé komin lögfull sönnun fyrir sekt hans. Hæstiréttur sneri dómnum við og dæmdi ökumanninn til að greiða 4.000 kr. sekt og að auki allan sakarkostnað, þar með talin málsvamarlaun skipaðs verjanda, samtals 120 þúsund kr. Hæstiréttur rökstuddi niðurstöðu sína meðal annars með því að vísa til þess að ökumanninum hafi verið gerð grein fyrir niðurstöðu ratsjánnælingarinnar og að ekkert hafi komið fram í málinu sem gefi tilefni til að ranglega hafi ver- ið staðið að mælingu. Gera þarf vettvangsskýrslu Hæstiréttur hefur áður sýknað ökumann á Suðurlandi, sem ákærður var fyrir hraðakstur, þar sem einn lögreglumaður stóð að mælingu. Geir Jón Þórisson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að í því tilviki hafi dómurinn gert athugasemdir við verklag lögreglumannsins á vett- vangi enda hafi ekki verið gerð vett- vangsskýrsla eins og í málinu frá Austurlandi. Segir hann, að af þessu megi draga þá ályktun að framburð- ur eins lögreglumanns dugi til að fá ökumann sakfelldan fyrir of hraðan akstur, ef hann standi rétt að málum frá upphafi. HÁLKA hefur valdið mörgum gangandi og akandi vegfarendum erfiðleikum undanfarna daga. Pilt- arnir, sem léku sér á hjólum á Rauðavatni, notuðu hins vegar að- stæðurnar til að skemmta sér. Hjól- uðu þeir og spóluðu í hringi á svell- inu. Kafarar leita morð- vopnsins RANNSÓKN lögi-eglunnar í Kópa- vogi á morðinu á Einari Erni Birgis- syni er, skv. heimildum Morgun- blaðsins, á lokastigi. Samkvæmt heimildum blaðsins voru kafarar að störfum í gær á vegum lögreglunnar í Kópavogi. Þeir leituðu morðvopns- ins og fleiri hluta. Leitin bar ekki árangur, en leitað verður áfram. Við rannsókn málsins var m.a. not- ast við gögn úr GSM-símakerfinu. Dómsúrskurð þarf til að fá slíkar upplýsingar. Þessar upplýsingar urðu til þess að lögreglan ákvað að handtaka Atla Helgason, sem játað hefur að hafa orðið Einari Erni að bana. Við húsleit á heimili hans fund- ust blóðug peysa og skór. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu vaknaði fijótlega grunur um að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað í tengslum við hvarf Einars Arnar. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins féll grunur á Atla Helga- son þegar við fyrstu skýrslutöku af honum. Frásögn hans þá bar ekki saman við gögn, sem lögreglan hafði undir höndum. Minningarbók um Einar Örn á Netinu A heimasíðu, sem aðstandendur og vinir Einars Arnar hafa komið upp, gefst fólki kostur á að skrá sig í minningarbók. í gærkvöldi höfðu hátt í 6.000 manns skráð sig. Minnisblað um áherslur í haf- og fískirannsóknum Hafrannsóknastofnun þarf 600 millj. að auki Borgin fellur frá forkaupsrétti ÁRNI M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra kynnti í ríkisstjórninni í gær minnisblað um áherslur í haf- og fiskirannsóknum á næstu árum, sem hann bað Jóhann Sigurjónsson, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar, að taka saman. Þar kemur m.a. fram, að til að efla stofnunina þannig að hún geti tekist á við mikilvæg verkefni, svo skynsamleg nýting lifandi auð- linda íslenska hafsvæðisins sé tryggð, lætur nærri að ráðstöfunarfé hennar þurfi að aukast um 600 millj- ónir króna á ári. I minnisblaðinu kemur fram að haf- og fiskirannsóknir eru forsenda sjálfbærrar nýtingar lifandi auðlinda á Islandsmiðum. Hafrannsókna- stofnun hafi reynt að mæta auknum kröfum um áreiðanlegri fiskveiðiráð- gjöf með markvissu skipulagi og hag- ræðingu, en ljóst sé að mikið meira þurfi að koma til á næstu árum ef vel eigi að vera. Minnisblaðið byggist á langtíma- áætlunum Hafrannsóknastofnunar- innar 1997 til 2001 og frumdrögum að nýrri áætlun fyrir tímabilið 2002 til 2006. Fram kemur, að til að skyn- samleg nýting lifandi auðlinda ís- lenska hafsvæðisins sé tryggð þurfi að sinna ýmsum rannsóknasviðum meira en hingað til. Nefnd eru af- rakstursgeta helstu nytjastofna við Island, rannsóknir á vannýttum teg- undum, einkum á djúpslóð, rann- sóknir á áhrifum veiða á vistkerfi sjávar og lífríki hafsbotnsins, veiðar- færarannsóknir og kjörhæfni veiðar- færa, kortlagning sjávarbotns og búsvæða, eldi sjávai’dýra og veður- farsbreytingar og sveiflur í lífríki og umhverfisþáttum. Heildarútgjöld Hafró nema 1.100 milljónum á líðandi ári en með 600 millj. króna framlagi að auki á ári mætti styrkja verulega rannsóknir á fiskistofnum við ísland og þáttum sem hafa áhrif á afrakstur þeirra. Slíkt sé forsenda þess að hægt sé að bæta veiðiráðgjöf og auka verðmæta- sköpun úr hafinu án þess að gengið sé á nytjastofna. Ýmis ytri skilyrði geri það að verkum, að óraunhæft sé að reikna með því, að efling starfsemi stofnunarinnar geti gerst á skemmri tíma en fimm árum en ef miðað yrði við fimm ára uppbyggingu þyrfti ráð- stöfunarfé stofnunarinnar til skipar- eksturs og mannahalds að aukast um 10 til 15% á ári. Vantar peninga og sérfræðinga Ami segir að ástæða þess, að hann hafi beðið um umrætt minnisblað og kynning þess nú, sé sú að hann vilji að þessi þáttur sé með í umræðunni um hafrannsóknir, skýrslu auðlinda- nefndar og endurskoðunina, sem í gangi sé hjá svonefndri endurskoð- unarnefnd, og að menn taki tillit til hafrannsókna þegar málin séu rædd. „í umræðunni er að leggja gjald á sjávarútveginn og það er tengt við kostnað en þá vil ég að menn geri sér grein fyrir hvernig málið þróast hugsanlega á næstu árum,“ segir Árni. Hann bætir við, að peningamir séu takmarkandi þáttur í þessu eins og öðm og eins möguleikinn á því að fá sérfræðinga til starfa í umræddum rannsóknum. Nú starfi 65 sér- fræðingar að þessum málum hjá Hafrannsóknastofnun en miðað við áætlun stofnunarinnar þyrfti þeim að fjölga um 31 og þeir séu ekki gripnir uppafgötunni. SAMÞYKKT var í borgarstjóm Reykjavíkur í fyrrakvöld að borgin falli frá forkaupsrétti á félagslegum eignaríbúðum. Tillaga þess efnis var borin fram af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins á fundi 2. nóvember en umræðu frestað þá. Ingibjörg Sólrún Gísladóttfr borg- arstjóri lagði fram breytingatillögu við tillögu sjálfstæðismanna, sem fólst einkum í því að gera hana ítar- legri, og hljóðaði hún á þessa leið: „Borgarstjóm samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt (kauprétt) íbúða sem afhentar em eftir gildistöku laga nr. 70/1990 eða 1. júní s.á. eftir að 10 ár era liðin frá afhendingu íbúðar. Á sama hátt er samþykkt að nýta ekki forkaupsrétt (káuprétt) eftir að 15 ár em liðin frá afhendingu íbúða sem byggðar era á tímabilinu 1. júlí 1980 til 1. júní 1990 skv. I. nr. 51/1980. Sama gildfr um eldri íbúðir, sem fjallað er um í 85. gr. laga um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/ 1993.“ Tillagan var samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum. Borgarstjóri sagði þetta geta náð til um 500 íbúða og þar með mætti aflétta þeim bú- setufjötrum sem fólk væri í ef það vildi stækka eða minnka við sig íbúð- ir. Borgarstjóri hafði óskað eftir því á síðasta borgarstjórnarfundi að um- ræðum um tillögu sjálfstæðismanna yrði frestað til að sér gæfist tóm til að ræða við félagsmálaráðherra. Sjálfstæðismenn studdu breytinguna Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisílokksins, mælti fyrir tillögu sjálfstæðismanna á fundi borgarstjórnar 2. nóvember. Hún lýsti ánægju sinni með breyt- ingatillögu borgarstjóra á fundinum í fyrradag og sagði sjálfstæðismenn styðja hana. í greinargerð með tillögunni, sem samþykkt var, er lýst til hvaða íbúða tillagan tekur og áréttað er að átt sé við afhendingartíma íbúða en ekki byggingartíma. íbúðir, sem átt er við í síðasta lið tillögunnar, þ.e. eldri íbúðir, sem fjallað er um í 85. gr. laga um Húsnæðisstofnun nr. 97/1993, eru íbúðir í verkamannabústöðum byggðar í tíð laga fyrir gildistöku laga nr. 51/1980, íbúðir byggðar af framkvæmdanefnd byggingaráætl- unar samkvæmt lögum nr. 97/1965, leigu- og söluíbúðir samkvæmt lög- um nr. 58/1973 og nr. 38/1976 og íbúðir, sem byggðar vora til að út- rýma heilsuspillandi húsnæði fyrir gildistöku laga nr. 51/1980. ¥ ¥7C¥J¥^»^ LAUGARDOGUM 03 (Jj i MK.N \I\C l.ISTIR NÓMILUH i: I r •••••••••••••••••••••••••••••••••••• Óvænt hjá HKC/2 •••••••••••••••••••••••••••••••••••• Gústaf þjálfar Keflavík C/1 Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Eddu - miðlun og útgáfu hf sem kynnir út- gáfu Máls & menningar, Vöku- Helgafells, For- lagsins og lce- land Review. íl I Divrtlit t íH.O'RPMii www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.