Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 29 ERLENT Biður Fuj- imori um hæli í Japan? ALBERTO Fujimori, forseti Perú, var í Japan í gær til að semja um fjárhagsaðstoð við Perústjóm en vildi ekkert segja um þann orðróm, að hann hygð- ist sækja um pólitískt hæli í landinu. Heima í Perú er loft lævi blandið eftir að upp komst um mútuhneyksli Vladimiros Montesinos, fyrrverandi yfir- manns leyniþjónustunnar, og stjómarandstaðan í landinu ræður nú þinginu. Getm- hún hugsanlega bolað Fujimori úr embætti en sjálfur segist hann ætla að fara frá í júlí á næsta ári. Fujimori er af japönskum ættum. Vitað hverjir sprengdu Cole MENNIRNIR tveir, sem fyrir- fóra sjálfum sér um leið og þeir sigldu báti hlöðnum sprengiefni á bandaríska herskipið Cole í höfninni í Aden í Jemen í sið- asta mánuði, vora báðir Jemen- ar ogbörðust áður í Afganistan gegn Sovétmönnum. Kom þetta fram í viðtali við Abdul-Karim al-Iryani, forsætisráðhema Jemens. Jemensk yfirvöld telja, að mennirnir hafi ekki verið einir í ráðum og líklega hafi einhverjir utan landsteinanna komið að hryðjuverkinu, sem olli dauða 17 bandarískra sjóliða. Þau segjast þó ekki geta tengt það saudi-arabíska hryðjuverka- manninum Osama bin Laden en gransemdir Bandaríkjamanna beinast að honum. Kouchner áförum frá Kosovo BERNARD Kouchner, yfir- maður borgaralegrar stjóm- sýslu í Kosovo, hefur tilkynnt, að hann ætli að láta af starfinu og hefur lagt til, að Paddy Ashdown, fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda demóki-ataflokks- ins í Bretlandi, taki við því. Haft er eftir heimildum, að Bandaríkjastjórn telji Ashdown líklegan arftaka Kouchners en hún var áður andvíg honum vegna þess, að hann styður sjálfstæði Kosovohéraðs. Kouchner sóttist eftir því fyrr á árinu að verða yfirmaður Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna og segist enn vonsvikinn yfir því að fá ekki það embætti. Hann er stofnandi líknarsamtakanna Lækna án landamæra og var heilbrigðis- ráðherra Frakklands áður en hann hélt til Kosovo. Banna franskt nautakjöt ÍTÖLSK stjórnvöld bönnuðu í gær innflutning á fullorðnum nautgripum og nautakjöti á beini frá Frakklandi. Hafa ít- alskir neytendur og bændur hvatt stjómvöld til að fara að dæmi ýmissa Evrópuríkja og banna innflutning á frönsku nautakjöti. Þótt ekki hafi komið upp kúariða á Ítalíu er þar svo mikill ótti við hana, að sums staðar hefur nautakjötssala minnkað um 75%. Tekist á um sætaskipan, drykki og flugvélamat Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. UMBURÐARLYNDI og samstarfs- vilji voru ekki í fyrirrúmi er hópur borgarráðsmanna frá Kaupmanna- höfn hélt í námsferð til Italíu. Var framganga stjórnmálamannanna þeim til lítils sóma og vakið takmarkaða hrifningu danskra skattgreiðenda sem borguðu brús- ann. Osættið var til marks um þá spennu sem ríkir á milli margra Dana og innflyljenda og þótt um há- alvarlegt mál sé að ræða er ekki laust við að margir brosi í kampinn yfir lýsingum sem ættu líklega frek- ar heima á barnaheimili en í hópi kjörinna fulltrúa höfuðborgarbúa. Stjórnmálamennirnir fjórtán voru ekki fyrr komnir inn í flugvél- ina en ágreiningurinn hófst. Jafn- aðarmaðurinn Hamid E1 Mousti þvertók með öllu að sifja við hliðina á Louise Frevert, úr Danska þjóðar- flokknum, sem vill takmarka fjökla innflytjenda til Danmerkur. Stóð E1 Mousti í vegi fyrir Frevert er hún hugðist setjast og hrópaði hástöf- um. Frevert segir í samtali við Berl- ingske Tidende að um persónulega óvild hans í hennar garð sé að ræða og að hann hafi ekki talað við hana í sjö ár. Málið leystist ekki fyrr en vinstrimaðurinn Lars Hutters bauðst til að sefjast við hliðina á henni og hægt var að fljúga af stað. Því fór þó fjarri að stemmningin í hópnum hefði batnað eftir þetta og í kvöldverðarboði í Róm rifust stjórnmálamennirnir hástöfum og jusu svívirðingum hveijir yfir aðra. Astæðan var m.a. framkoma þjón- anna við stjórnmálamenn af inn- flytjendaættum en A. Benhaddou úr flokki miðdemókrata sagði það ekk- ert annað en kynþáttahatur að þjónarnir færðu Hutters drykk á undan honum. Bente Frost úr Venstre, sem fór fyrir hópnum, neitar því að spennan hafi einkum verið á milli þeirra sem eru af innflytjendaættum og Dana en tók jafnframt sérstaklega fram að Danirnir hefðu ekki fengið neitt svínakjöt alla ferðina. Enn og aftur kom til árekstra á milli fyrrnefndu hópanna á heim- leiðinni er fullyrt er að Lubna Elahi hafi hent kartöflusalati í Preben Bille-Brahe úr Venstre. Hún neitar því en segist hafa reiðst honum mjög. „Þegar flugfreyjan kom með mat fyrir okkur múslímana spurði hann hvort við skömmuðumst okk- ar ekki fyrir að valda aukinni fyrir- höfn. Ég spurði hann þá hvort ekki væri erfitt að vera með svona litinn heila, stóð upp og lagði matinn frá mér. Eitthvað fór til spillis en ég hreinsaði sjálf upp eftir mig,“ segir Elahi. Hún sagði að ósættið hefði ekki aðeins verið á milli stjórnmála- manna af ólíku þjóðerni, „til dæmis vildi enginn sitja við hliðina á Grethe Henius, því hún talar of mik- ið og svo kvartar hún alltaf ef ein- hver reykir“. olastemninq 144 ijé$a útiserla 5 metrar (díóöur) Jólasýpris Bastpottur fylgir. |óiastjörnur I. flokkur II. flokkur III. flokkur MINÍ-K£R2Í|U<»!1 V.INI CANDU UGKTJU CÁtfMA A PICCOU CANMU
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.