Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 13 Egilsstaðabændur mega ekki við því að missa meira land stöðum sem menntaskólakennari. Varðandi afgreiðslu umhverfis- ráðs sveitarfélagsins, þar sem full- trúi Sjálfstæðisflokks bókaði mót- mæli gegn veitingu framkvæmda- leyfis, sagði Sigrún að þetta væri þverpólitískt mál. Engu að síður mætti fastlega reikna með því að leyfið verði veitt á fundi bæjar- stjórnar á þriðjudaginn. Kæmu fram frekari mótmæli fram að þeim tíma gæti það haft áhrif á afgreiðslu bæjarstjórnar. Til marks um þverpólitíska hlið málsins má geta þess að eining er ekki um það á heimili Sigrúnar þar sem eiginmaður hennar var meðal þeirra 125 íbúa sem ljáðu nafn sitt á fyrmefndan undirskriftalista. En hún sagðist standa fast á sínu, óháð skoðunum húsbóndans. „Við finnum meðbyr fyrir því í samfélaginu að hafa brúna þarna. Ef undirskriftalisti færi af stað hinum megin frá þá held ég að hann yrði lengri,“ sagði Sigrún. Teppa- hreinsivél Morgunblaðið/Bjöm Jóhann Björnsson Talsmenn íbúa sem mótmælt hafa brúarstæðinu við Eyvindará. Þorbjörn Rúnarsson bendir á fyrirhugaða leið yfir ána og við hlið hans á Seyðisfjarðar- vegi standa þau Sigurbjörn Snæþórsson og Snædís Snæbjömsdóttir. í baksýn er nýjasta byggð Egilsstaða. Gunnar Jónsson, bóndi á býlinu Egilsstöðum V, á ásamt föður sín- um, Jóni Agli Sveinssyni, land að Melshorni á þeirri leið sem margir íbúar og Vegagerðin hafa viljað fara. Gunnar sagði við Morgunblaðið að bændur á Egilsstöðum mættu ekki við því að missa meira landsvæði, búið væri að taka það mikið undir þéttbýli, flugvöll og vegi. „Ég lít á þetta sem ákveðna vam- arlínu. Með því að færa veg, er verið að opna land. Ef maður ætlar að lifa á þessum búskap í dag má maður ekki missa af þessu landi,“ sagði Gunnar. Varðandi mótmæli íbúa við fyrir- huguðu brúarstæði minnti Gunnar á að það væri búið að vera lengi á skipulagi á þessum stað. Ekki væri verið að auka umferð á þessari leið. Eins og komið hefur fram hér á undan er ekki útilokað að brú komi eftir sem áður yfir Eyvindará við Melshom. Gunnar sagðist gera sér grein fyrir því, ef byggðin héldi áfram að stækka, að gengið verði frá búskapnum á Egilsstöðum. Spurn- ingin væri hvort íbúar sveitarfélags- ins vildu það. Gunnar sagðist standa í fram- kvæmdum, meðal annars með bygg- ingu nýs fjóss, og hann hefði fengið viljayfirlýsingu frá skipulagsráði Austui'-Héraðs um að búskapara- ðstaða jarðarinnar verði ekki skert nema að eitthvað sérstakt komi til. Þarft þú að hreinsa hjá þér teppið fyrir jólin? Vegagerðin og Austur-Hérað deila Hljóð- mön of nálægt stofn- braut NÝLEGA sendi Helgi Hall- grímsson vegamálastjóri bæjaryfirvöldum bréf, í kjölfar um- sóknar um fram- kvæmda- leyfi vegna brúarinnar yfir Ey- vindará, þar sem bent var á Helgi að hljóð- Hallgrímsson mön væri of nálægt Seyðisfjarðarvegi samkvæmt vegalögum, og sama mætti segja um ibúða- byggð við veginn. Vegalög kveða á um að byggingar eða önnur maunvirki, föst sem laus, megi ekki vera nærri en 30 metra frá mið- línu stofnbrauta, nema með Ieyfi Vegagerðarinnar. Hús- in, sem byrjað er að byggja, eru um 17 metra frá miðlinu Seyðisfjarðarvegar. Þessi deila er óleyst og standa við- ræður yfir, þar sem meðal annars kemur til greina að færa Seyðisfjarðarveg lengra frá byggðinni. Helgi sagði við Morgun- blaðið að hljóðmönin væri að mati Vegagerðarinnar meira mál en nálægð húsanna. Þau hefðu lengið verið á skipu- lagi Egilsstaða en hljóðmön- in væri nýtilkomin. Hann reiknaði með að Vegagerðin virti þá ósk bæjaryfirvalda að leyfa möninni að standa í vetur, en fram að því yrði veturinn notaður til að hanna vænlegri kost. Varðandi deiluna við Vegagerðina um hljóðmön og nálægð húsa við Seyðis- fjarðarveg sagðist Björn Hafþór Guðmundsson, bæjar- stjóri Austur-Héraðs, vona að sátt næðist. Ákveðins mis- skilnings hefði gætt milli að- ila. 990 kr. Sólarhrings leiga Björn Hafþór _ Katrín Jón Kr. Guðmundsson Ásgrímsdóttir Amarson fyrir allt héraðið væri í gangi þar sem m.a. kæmi til greina að færa Fagradalsbraut út fyr- ir Egilsstaði. Skoða þyrfti umferðarmál í héraðinu heildstætt. Vaxandi óánægja íbúa Sigrún Harðardóttir Gunnar Jónsson sjálfstæðismenn. 1 þeirra málefna- samningi er ekkert minnst á brúar- framkvæmdir en það mun hafa verið rætt að taka brúarmálið ekki upp. Þegar Vegagerðin setti fram- kvæmdina á áætlun og brúin fór í út- boð kom málið aftur á dagskrá, eins og áður sagði. Katrín Ásgrímsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins og forseti bæjarstjómar, sagði í samtali við Morgunblaðið að sökum þess hve brúarmálið hefði verið viðkvæmt á síðasta kjörtímabili hefði fyrri meirihluti þessa kjörtímabils með F- listanum ákveðið að taka málið ekki upp. Við myndun nýs meirihluta með sjálfstæðismönnum hefði þeirri ákvörðun ekki verið breytt. Síðan hefði málið komið upp nú þegar brúarframkvæmdir vom boðnar út. Katrín sagði þá skoðun almennt vera ríkjandi innan Framsóknar- flokksins að fara með brúna yfir fyr- irhugað stæði, þótt vissulega væm deildar meiningar manna á meðal. Hún sagði að málið væri of langt komið til að stöðva það núna, fram- kvæmdaleyfi væri síðasti hlekkur- inn í þeirri ákvörðun sem á sínum tíma var tekin um þessa brú. Mikil- vægt væri að vanda til verka, með tilliti til umhverfisins og sjónarmiða íbúanna í grennd við brúna. Aðspurð um þá kröfu minnihlut- ans og margra íbúa að fresta fram- kvæmdaleyfi þar til aðalskipulag væri tilbúið sagði Katrín að leyfið væri óháð skipulagsvinnunni. Hún minnti á að vinna við svæðaskipulag Jón Kr. Arnarson, oddviti F-listans, sem er nú í minnihluta bæj- arstjórnar Austur- Héraðs, lagði fram til- lögu fyrir um mánuði í bæjarstjórn um að fresta framkvæmdum við Eyvindarárbrú þar til nýtt aðalskipulag væri staðfest, en tillagan var felld af meirihlutan- um. Hann vill að sveitarfélagið fari fyrst í þær mótvægisaðgerðir varð- andi umhverfið, sem t.d. hefðu kom- ið fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Einnig nefndi Jón hljóðmönina sem dæmi, sem Vega- gerðin samþykkti ekki. Hann sagði að auk mótvægisað- gerðanna, væru rök F-lista gegn brúarframkvæmdunum m.a. þau að vinnu við nýtt aðalskipulag væri ekki lokið og óánægja meðal íbúa færi vaxandi víða í sveitarfélaginu. Hann sagði mörg fordæmi fyrir því í öðrum sveitarfélögum að þrýstingur íbúa gæti haft áhrif á ákvarðanir sveitarstjórna, t.d. Laugardalsmálið í Reykjavík og Vatnsendamálið í Kópavogi. „Það væri mjög lýðræðislegt af bæjarstjórninni að taka tiilit til þessara mótmæla,“ sagði Jón. Fátt nýtt komið fram Sigrún Harðardóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði við Morgunblaðið að í raun hefði fátt eða ekkert nýtt komið fram sem gæfi núverandi meirihluta ástæðu til að breyta fyrri ákvörðunum um að hafa brúna á þessum stað. Sigrún benti á að þegar Melshomsleiðin hefði fyrst verið skoðuð hefði um- ferðin um Seyðisfjarðarveg yfir gömlu brúna verið mæld. Þá hefði komið í ljós að hún hefði verið mjög lítil. Það hefði verið mat manna að sólarhringsumferð þama hefði ekki náð hálftíma á Miklubrautinni. Þessi mæling hefði styrkt þáver- andi meirihluta Egilsstaðabæjar í þeirri trú að hafa brúna við sama stað. Ný brú myndi ekki þýða aukna umferð heldur sköpuðust möguleik- ar á að gera umferðina hættuminni. Núverandi meirihluti Austur-Hér- aðs væri einmitt að skoða þá leið, með þeim skilyrðum fyrir fram- kvæmdaleyfi að unnið sé að öryggis- málum, m.a. með undirgöngum und- ir brúna, hraðahindrunum og mögulega tilfærslu vegarstæðisins. „Rökin fyrir því að hafa brúna þarna eru meðal annars þau að byggð myndist í kringum þjónustu. Þarna hafa þjónustufyrirtæki verið að byggja sig upp. Ekkert hefur komið fram, að mínu mati, sem gefur okkur ástæðu til að breyta ákvörð- unum sem fyrir löngu voru teknar. Auðvitað hlustum við á raddir íbúanna en ég tel að við séum að koma til móts við þeirra sjónarmið með því að hafa undirgöng og hraða- hindranir. Við erum sannfærð um að það sé rétt að hafa brúna á þessum stað. Gamla brúin er stórhættuleg og ég veit allt um það þar sem ég ek þarna um oft á dag,“ sagði Sigrún, sem býr á Eiðum en starfar á Egils- HÚSASMIDJAN Simi 525 3000 • www.husa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.