Morgunblaðið - 18.11.2000, Side 32
32 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jim Smart
Á miðri mynd er Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir formaður Thorvald-
sensfélagsins, henni á hægri hönd situr Hrefna Magnúsdóttir gjaldkeri
félagsins og henni á vinstri hönd situr Dagný Gísladóttir félagskona.
Börn dans þjóðdansa eftir Tryggva Magnússon. 1930.
Jólamerki
í 88 ár
Thorvaldsensfélagið efnir til sýningar á
jólamerkjum sínum síðastliðin áttatíu og
átta ár í Ráðhúsi Reykjavíkur. Jólamerkin
geyma áhugaverða og litríka menningar-
sögu á sinn hljóðláta hátt. Þorvarður
Hjálmarsson ræddi við Guðlaugu Jónínu
Aðalsteinsdóttur um sýninguna.
í DAG opnar Thorvaldsensfélagið
sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur í
samvinnu við Reykjavík - Menn-
ingarborg árið 2000. Sýningin sem
haldin er í tilefni 126 ára afmælis
Thorvaldsensfélagsins, er forvitni-
leg fyrir margra hluta sakir, því að
félagið mun sýna frummyndir jóla-
merkja sinna sem gefin hafa verið
út árlega síðan 1913, en sala þeirra
er ein helsta tekjulind félagsins.
Margir þekktir listamenn hafa lagt
málefnum félagsins lið og gefíð eða
lánað myndir sínar á jólamerkin
sem eru fyrir bragðið afar fjöl-
breytt og ólík frá ári til árs. Öll
fjalla þau þó vitaskuld um efni sem
tengjast jólunum á einhvern hátt,
en hver kynslóð hefur þó sína sýn á
myndefnið, jólasveinar og englar
taka stökkbreytingum á þessu
tímabili, frá byrjun aldarinnar til
loka hennar, svo segja má að þarna
beri brot af menningarsögu þjóðar-
innar fyrir sjónir sýningargesta á
þann yfirlætislausa og mér liggur
við að segja séríslenska hátt sem
jólamerkin óneitanlega eru. Það er
ilmur af horfinni tíð sem fylgir
þessum myndum.
Fyrstu árin sækir félagið í sjóði
íslenskrar myndlistar. Benedikt
Gröndal skáld og myndlistarmaður
ríður á vaðið með mynd sinni
„Fjallkonan“, og árið 1914 seilist
félagið enn lengra aftur í tímann og
hefur á jólmerki sínu það árið
mynd Bertels Thorvaldsen „Leyfið
bömunum að koma til mín og
bannið þeim það eigi“. Og svona
heldur þetta áfram koll af kolli, ut-
an árið 1917 í miðju fyrra heims-
stríði verður sá hörmulegi atburður
að skipi á leiðinni frá Kaupmanna-
höfn hingað út til íslands, er sökkt
og jólamerkin hljóta þau örlög að
hvíla á botni Atlantshafsins engum
til gagns eða gleðiauka. En árið
1918, að stríðinu loknu er sama
mynd Þórarins B. Þorlákssonar
sett á jólamerkið það árið, kannski
er titill hennar táknrænn fyrir von-
ir manna að afloknum hildarleik-
num. Hver veit? En hún ber nafnið
„Barn horfir til sólar yfir hafið“.
Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir,
formaður Thorvaldsensfélagsins,
verður fyrir svörum varðandi sýn-
inguna:
„Sýningin í Ráðhúsinu mun
standa yfir í tíu daga, henni lýkur
27. nóvember, og hún er í sam-
vinnu við Reykjavík - menningar-
borg árið 2000,“ segir Guðlaug Jón-
ína. „Við sýnum öll jólamerkin og
allar þær frummyndir sem við eig-
um og þá erum við með útdrátt úr
sögu félagsins sem við erum með á
spjöldum líka, síðan var gefið út rit
um jólamerki Thorvald-
sensfélagsins og það verður til sýn-
is líka.“
Er ritið nýkomið út?
„Já, það er nýkomið út, kom
reyndar út núna í vikunni. Það
tengist sýningunni og 125 ára af-
mæli félagsins. Fyrsta frummyndin
sem við eigum er frá 1917 en hún
kom á jólamerkinu 1918, því skip-
inu sem flutti jólamerki félagsins
árið 1917 var sökkt. Árið 1917 er
því eina árið sem ekkert merki var
gefið út, eina árið sem fallið hefur
úr frá árinu 1913. Svo er á sýning-
unni heilmikið af frummyndum,
það eru frummyndir um það bil 56
merkja sem við eigum. Höfundar
jólamerkjanna frá upphafi eru,
held ég, orðnir 56 og þar af leið-
andi hafa margir gert fleiri en eina
mynd. Mig minnir að Tryggvi
Magnússon sé með átta myndir á
jólamerkjum og við eigum líklega
svona helminginn af þeim. Við eig-
um tvær frummyndir eftir Kjarval
á jólamerkjum, eina mynd eftir Jó-
hann Briem, Finn Jónsson og Rík-
harð Jónsson. Þetta eru svona fín-
ar myndir sem við eigum og gömlu
myndirnar eru auðvitað í sérstöku
uppáhaldi hjá okkur konunum sem
erum í félaginu núna.“
Munið eftir smáfuglunum
Þannig að þetta er orðin nokkurs
konar menningarsaga hjá ykkur.
Hugleiðingar listamanna um jólin í
áttatíu og átta ár?
„Það má segja það,“ játar Guð-
laug Jónína og heldur áfram:
„Jólamerkja, menningar og lista-
saga. í ritinu sem nýkomið er út er
getið um alla höfundana, alla lista-
mennina og þar er smáútdráttur úr
ævi þeirra, svo sem ekki stór en
ágætur þó. Þá eru í ritinu myndir
af öllum jólamerkjunum. Ritstjór-
inn var Hildur Eyþórsdóttir og
konurnar í Thorvaldsensfélaginu,
nánar tiltekið í barnauppeldissjóðn-
um, öfluðu allra heimilda og svo
var sagan skráð, lesin yfir og sett í
prentun.“
Hver er tilgangurinn með útgáfu
jólamerkjanna hjá Thorvaldsensfé-
laginu, er hér um fjáröflun fyrir
starfsemi félagsins að ræða?
„Alveg frá 1913 hefur þetta verið
aðalfjáröflun félagsins og sagan
þar að baki er skemmtileg. Jóla-
merki eru skilgreind sem skraut-
merki á jólapóstinn og hér áður
fyrr voru þau skrautmerki og voru
sett þannig á póstinn að þau gæfu
til kynna að sá sem setti skraut-
merki á póstinn sinn væri búinn að
styrkja eitthvað gott málefni. Með
því að kaupa jólamerkin er verið að
styrkja líknarstarf félagsins,
reyndar gefum við út jólakort líka
og rekum basar, og þá eigum við
útgáfuréttinn á Karíusi og Baktusi
eftir Thorbjörn Egner. Allur ágóði
sem inn kemur til félagsins fer í
það að styrkja veik böm. Það sem
við styðjum helst er barnadeildin á
Landspítalinn - háskólasjúkrahús í
Fossvogi og síðan gefum við í alls
kyns safnanir sem snerta börn. Ef
þarf að kaupa dýr lækingatæki,
höfum við oft verið með. Við höfum
gefið til menningarmála líka, síð-
astliðið sumar gáfum við hálfa
milljón í Styrktarsjóð ungra
kvenna, sem hjálpar ungum ein-
stæðum mæðrum til að mennta sig.
Það var nú eitt af því sem félagið
beitti sér fyrir í upphafi, að kenna
ungum stúlkum, frumkvöðlar fé-
lagsins vissu það að menntun er
mikils virði. Thorvaldsensfélagið
rak handavinnuskóla frá 1878 til
1904, þegar farið var að kenna
hannyrðir í bamaskólum. Þannig
að við höfum nú dálítinn áhuga á
því að konur og bara fólk almennt
mennti sig og geti haft betra lífs-
viðurværi en ella. Og það er sjálf-
sagt að hjálpa því til þess ef það er
hægt.“
En hafa listamennimir verið
jafnræktarsamir og þið emð og
gefið vinnu sína alla tíð?
„Flestir hafa gefið vinnu sína.
Einstaka sinnum, þegar við höfum
beðið einhvern um að teikna fyrir
okkur, höfum við greitt honum fyr-
ir en það hefur yfirleitt verið á
mjög sanngjörnu verði. Við höfum
líka fengið lánuð stór listaverk og
látið mynda þau í ágætri samvinnu
við listamennina sjálfa, sem ekkert
hafa fengið fyrir snúð sinn. Megnið
af þeim myndum sem félagið á og
era á sýningunni, hafa verið gefnar
félaginu."
Jólamerkin era þá nokkurs kon-
ar grundvöllur fyrir starfi Thor-
valdsensfélagsins, auk Thorvald-
sens basarins þekkta sem rekinn er
allt árið og margir þekkja?
„Já, það má segja það. Þau hafa
verið aðaltekjuöflunin í gegnum ár-
in. Að vísu eram við komnar með
jólakort núna og þau eru aðeins að
draga á, en jólamerkin þau standa
upp úr.“ Ég sé að mörg jólamerkj-
anna era mikil listaverk. Vand-
virknislega unnin og eins íslensk og
snjódrífa á aðfangadagskvöld?
„Já, það er óhætt að segja að
mörg þeirra séu skemmtileg lista-
verk. Sjáðu héma til dæmis mynd-
ina hans Guðmundar frá Miðdal
„Munið eftir smáfuglunum" og síð-
an myndina í ár Guðlaugu Hall-
dórsdóttur „Alheimskærleikur"
hún er sannarlega áhugaverð líka.“
Drengur með tijágrein eftir
Jóhann Briem. 1933.
Jólin nálgast eftir Sigrúnu
El^jám. 1998.
Snjókarl eftir Stefán Snæ
Grétarsson. 1991.
Stúlka með kertaljós eftir
Selmu Jónsdóttur. 1969.
BARNAU P Pf LDl SSjÓÐUR s
THORVAIDSLN.SiEIAGSINS
|ÓL ÍSIAND !99l
Laun
heimsins í
Digranes
kirkju
B ÓKAÚTGÁFAN Örlagið efnir til
menningardagskrár í safnaðarsal
Digraneskirkju í Kópavogi nk.
sunnudag kl. 16 undir titlinum Laun
heimsins.
Tilefnið er útgáfa samnefndrar
bókar Kjartans Arnasonar er hefur
að geyma safn örleikrita hans en
mörg þeirra hafa komið út í smárit-
um á undanförnum áram.
Á dagskránni ætla m.a. Anton
Helgi Jónsson, Lillý Guðbjömsdótt-
ir og Þórður Helgason að flytja Ijóð
eftir Kjartan og leikararnir Amar
Jónsson, Guðný Helgadóttir og Hall-
dóra Geirharðsdóttir leiklesa örleik-
rit skáldsins. Þá mun Sigurður
Skúlason lesa kafla úr skáldsögu
Kjartans, Draumur þinn rætist
tvisvar, og Jóhann Hjálmarsson
kynnir feril skáldsins. Loks mun
Hildur Guðný Þórhallsdóttir söng-
kona og hljómveit hennar, sem skip-
uð er valinkunnum FIH-félögum,
flytja söngdagskrá.
Aðgangur er ókeypis.
-----------------
Frönsk
óperetta á
Hiisavík
FRANSKA óperettan „Fröken
Nitouche" í leikstjóm Sigurðar Hall-
marssonar verður framsýnd hjá
Leikfélagi Húsavíkur í Samkomu-
húsinu á Húsavík í dag, laugardag,
kl. 17.
Þessi gamanóperetta var sýnd við
gífurlegar vinsældir á sjötta og
sjöunda áratugunum í Reykjavík og
Akureyri. Alls taka 40-50 manns
þátt í uppsetningunni. Þetta er
þriðja leikritið sem sett er á svið á
einu ári og endapunktur hátíðar-
halda vegna eitt hundrað ára afmæl-
is félagsins.
-----------------
Kristnitöku-
hátíð lýkur
með sönghátíð
LOKAATHÖFN hátíðardagskrár
Kristnitökuhátíðar í Reykjavíkur-
prófastsdæmum verður tónlistarhá-
tíð í Hallgrímskirkju á morgun,
sunnudag, kl. 17.
Þar verður m.a. endurflutt tón-
verkið Intrada eftir Tryggva M.
Baldvinsson, sem var framflutt á
Þingvöllum í sumar. Fram kemur
150 manna kór, sem samanstendur
af kórfélögum úr Dómkórnum, kór
Langholtskirkju og Mótettukór
Hallgrímskirkju, ásamt Blásarasveit
Reykjavíkur undir stjóm Harðar
Áskelssonar kantors. Bæjarstjórinn
í Kópavogi, Sigurður Geirdal, flytur
ávarp og séra Guðmundur Þor-
steinsson dómprófastur mun form-
lega slíta hátíðardagskrá Kristni-
tökuhátíðar í Reykjavík, Kópavogi
og á Seltjamamesi. Sönghátíðin er
öllum opin og aðgangur ókeypis.
----------------------
Málverka-
sýning á
Mannsbar
NÚ stendur yftr málverkasýning á
verkum myndlistarmannsins Ignac-
io Pacas á Mannsbar, Vegamótastíg
13 í Reykjavík.
Myndlistarmaðurinn Ignacio
Pacas er fæddur á norðausturströnd
Brasilíu. Pacas hefur búið víða, m.a. í
Danmörku og Englandi. Hann er
lærður slökkviliðsmaður og kom til
íslands ’93.
Pacas hefur stundað myndlistar-
nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur
frá 1995 og haldið tvær einkasýning-
ar.
Sýningin stendur til 27. nóvember.