Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ | FRÉTTIR Enn rísa deilur á Héraði um nýtt brúarstæði yfír Eyvindará, bæði meðal íbúa og innan flokkanna sem sitja í bæjarstjórn Austur-Héraðs Miðhúsaá KOSTUR A Melshorn KOSTUR B Flugvöllur Eyvindará Á þessu korti Vegagerðarinnar á Reyðarfirði hafa þeir tveir brúarkostir um Eyvindará verið merktir sem rætt hefrn- verið um. Kostur A er sá sem nú stendur til að veita framkvæmdaleyfi fyrir en margir íbúar hafa farið fram á að kostur B verði valinn, með brú við svokallað Melshorn. Tekist á um mis- munandi hagsmuni Bæjarstjórn Austur-Héraðs kemur saman til fnndar á þriðjudag þar sem m.a. liggur fyrir að afgreiða framkvæmdaleyfí fyrir nýja brú yfír Eyvindará. Fjölmargir bæjarbúar eru andvígir brúarstæðinu og vilja nýjan veg út fyrir Egilsstaði en landeigendur og þjón- ustuaðilar eru á öndverðum meiði. Bjöm Jóhann Bjömsson kynnti sér viðhorf íbúa og bæjarfulltrúa til málsins, sem valdið hefur deilum í samfélaginu til fjölda ára. DEILUR hafa magnast enn á ný á Héraði vegna nýrrar brúar yfir Ey- vindará við Egilsstaði og lagningu nýs Seyðisfjarðarvegar. Núverandi brú er byggð árið 1919, er einbreið og með lélegt burðarþol, ásamt slæmri aðkomu, og hefur um langan tíma staðið til að byggja nýja og tvíbreiða brú. Deilurnar snúast um brúarstæðið en til þessa hafa tveir kostir verið í umræðunni, annars vegar brú skammt frá þeirri gömlu, þannig að Seyðisfjarðarvegur verði áfram stofnbraut í íbúðabyggð, og hins vegar brú nokkru neðar yfir Eyvind- ará um Melshom sem myndi hafa það í för með sér að stofnbrautin færðist út fyrir Egilsstaði og tengd- ist þjóðvegi 1 um miðja vegu milli bæjarins og flugvallarins. Tekist er á um mismunandi hags- muni í þessu máli. Fjölmargir íbúar hafa mótmælt fyrrnefnda kostinum og viljað þann síðamefnda um Mels- hom, en þann kost vilja t.d. landeig- endur á býlinu Egilsstöðum ekki sjá ásamt mörgum verslunar- og þjón- ustuaðilum sem óttast að missa við- skipti, fari Seyðisfjarðarvegur út fyiir bæinn. Þannig sé t.d. hætta á að missa af farþegum Norrænu. Ekki aðeins er deilt um málið inn- an sveitarfélagsins heldur hafa verið skiptar skoðanir milli bæjaryfir- valda og Vegagerðarinnar. Vega- gerðin hefur viljað fara um Mels- hom, en í umhverfismatsskýrslu fyrir fjómm ámm var talið vænlegra að leggja Seyðisfjarðarveg framhjá Egilsstöðum, byggja brú við Mels- hom en leyfa léttari umferð áfram um gömlu brúna. Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri sagði við Morgunblaðið í gær að skoðun Vegagerðarinnar væri óbreytt en málið væri að hans mati ekki lengur til umræðu. Búið væri að taka ákvörðun í sveitarfélaginu um að byggja brú skammt frá þeirri gömlu. Þetta er í ekki í fyrsta sinn sem tekist er á um brúarstæði yfir Ey- vindará. Arið 1980 var gerð skoð- anakönnun meðal íbúa, um hvora leiðina ætti að fara yfir ána, og var niðurstaðan sú að byggja ætti brú yfir Eyvindará skammt frá þeirri gömlu. Sú leið var staðfest í aðal- skipulagi árið 1984 og aftur árið 1994, þá með fyrirvömm um niður- stöður arðsemis- og umhverfismats. Einnig var tekið frá svæði undir veg fyrir Melshorn. Eftir að fyrmefnd skýrsla Vega- gerðarinnar lá fyrir árið 1996 kom aftur til deilna um málið. Þáverandi meirihluti bæjarstjórnar Egilsstaða klofnaði í afstöðu sinni, en í skýrsl- unni var frekar mælt með Mels- homsleiðinni yfir ána. Niðurstaða fékkst ekki og var áformum um nýja brú frestað. Seyðisfjarðarvegur um Eyvind- ará hefur verið á vegaáætlun síðustu tveggja ára en það var ekki fyrr en í haust að útboð var auglýst. Sjö verk- takar sendu inn tilboð og bíður læg8tbjóðandi þess að hefjast handa, þegar framkvæmdaleyfi bæj- aryfirvalda liggur fyrir. Fram hefur komið í Morgunblað- inu að umhverfisráð Austur-Héraðs samþykkti í vikunni að veita Vega- gerðinni framkvæmdaleyfi fyrir nýju brúarstæði skammt frá því gamla. Leyfið var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur og klofnaði meirihluti ráðsins í afstöðu sinni þar sem annar fulltrúi Sjálf- stæðisflokks vildi frestun á málinu. Tveimur dögum fyrir fund um- hverfisráðs skiluðu 125 íbúar sveit- arfélagsins inn undirskriftalistum þar sem skorað var á bæjaryfirvöld að veita ekki framkvæmdaleyfið fyrr en íbúar hefðu fengið tækifæri til að gera athugasemdir við nýtt aðal- skipulag fyrir Egilsstaði, sem nú er í vinnslu hjá Austur-Héraði. Benda íbúarnir meðal annars á að Eyvind- arárgilið, þar sem brúin stendur, sé á náttúruminjaskrá og við gilið sé vinsælt útivistar- og fjölskyldusvæði bæjarbúa, Selskógur. Samkvæmt samtölum sem Morg- unblaðið átti við oddvita flokkanna sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Austur-Héraðs virðist ólíklegt að bæjarstjórnin samþykki ekki fram- kvæmdaleyfið á fundi sínum á þriðjudag. Þótt deilur hafi áður komið upp um Eyvindará og önnur mál, s.s. sölu á Eiðum, virðist meiri- hlutinn ætla að standa fast á sínu í brúarmálinu. Oddvitar meirihlutaflokkanna og bæjarstjóri sögðu við Morgunblaðið að kæmu frekari mótmæli fram yrði að sjálfsögðu hlustað á þær raddir. Talsmenn þeirra íbúa sem söfn- uðu áskorunum töldu ekki útilokað að til frekari mótmæla kæmi fyrir bæjarstjómarfundinn. Eftir að áskoranirnar hefðu verið afhentar hefði fjöldi íbúa leitað til þeirra og viljað hafa verið með á listunum. Sárt að horfa upp á skipulags- og umhverfísslys Talsmenn íbúanna sem Morgun- blaðið ræddi við, þau Snædís Snæbjömsdóttir og Þorbjörn Rún- arsson, menntaskólakennarar á Eg- ilsstöðum, og Sigurbjörn Snæþórs- son, bóndi á Gilsárteigi, sögðu fjögur mejginatriði vera í gagnrýni íbúanna. I fyrsta lagi þætti það ekki góð latína að setja stofnbraut í gegnum íbúðabyggð, með tilheyrandi um- ferðarþunga, í öðru lagi væri vinsælt útivistarsvæði við Eyvindarána, Sel- skógur, sem væri í göngufæri úr bænum. Fara þyrfti yfir Seyðis- fjarðarveg, en til stendur að leggja göngustíg undir annan enda nýju brúarinnar. I þriðja lagi nefndu þau náttúruspjöll sem fram fæm í Ey- vindarárgili með lagningu annarar brúar og bentu þau á að gilið væri á náttúruminj askrá. „Fjórða atriðið era þau skipu- lagsmistök sem gerð hafa verið. Verið er að byggja hús og skipu- leggja nýtt hverfi sem er allt of ná- lægt Seyðisfjarðarvegi," sagði Þor- björn og átti þar meðal annars við ný hús við götumar Einbúablá, Kelduskóga og Litluskóga. Þau bentu á að gamla brúin hefði hægt á umferðinni um Seyðisfjarð- arveg og inn í Egilsstaði, en engu að síður verið slysagildra vegna vara- samrar aðkomu. Beinn vegur myndi liggja yfir nýja og tvíbreiða brú og því meiri líkur á hraðari umferð. Þau gagnrýndu einnig að umhverfisráð hefði samþykkt framkvæmdaleyfi áður en búið væri að leysa uppkomin vandamál vegna hljóðmanar, sem Vegagerðin gagnrýndi, og nálægð húsa við Seyðisfjarðarveg. Þorbjörn, Snædís og Sigurbjörn útilokuðu ekki að efnt yrði til frekari mótmæla. Söfnun áskorana á dögun- um hefði verið óskipulögð og tekið stuttan tíma. Ljóst væri að skoðun meirihluta bæjarstjómar yrði ekki breytt úr þessu nema með auknum þrýstingi frá bæjarbúum. „Það er sárt að horfa upp á svona skipulags- og umhverfisslys þegar menn hafa kost á því að leiðrétta hlutina," sagði Snædís. Þorbjörn og Snædís hafa búið á Egilsstöðum í fáein ár en Sigurbjörn hefur verið bóndi á Gilsárteigi í ald- arfjórðung. Hann sagðist á sínum tíma hafa verið hlynntur því að byggja nýja brú við þá eldri en síðan þá hefði margt breyst, t.d. hefði byggðin færst alltaf nær og nær brúarstæðinu. Þetta hefði löngum verið heitt pólitískt mál og væri um- ræða um nýja brú að koma fyrst upp núna dytti engum í hug að fara með hana yfir ána við gamla brúarstæðið. Tillit tekið til sjónarmiða íbúa í samtali við Morgunblaðið benti Bjöm Hafþór Guðmundsson, bæjar- stjóri Austur-Héraðs, á að við at- kvæðagreiðslu í umhverfísráði hefðu menn ekki skipst eftir flokkslínum en fátt benti til þess að flokksbönd héldu ekki við afgreiðslu málsins í bæjarstjórn. Að öðra leyti vildi bæj- arstjórinn ekki tjá sig um þann þátt málsins. Varðandi mótmæli íbúanna sagð- ist Björn Hafþór skilja sjónarmið þeirra og aldrei væri hægt að hta framhjá undirskriftum. Rök þeirra í málinu væra fullgild. En gamla brúin yfir Eyvindará væri hættuleg og ekki æskilegur samgöngumáti. Tekið yrði tillit til óska íbúanna af hálfu bæjaryfírvalda með því að draga úr hraða yfir nýja brú með hindrunum og góðum merkingum. Aðspurður um umhverfisverndar- sjónarmið sagði bæjarstjórinn að framfarir kölluðu alltaf á fórnir a náttúrunni. Að hans mati myndi brú yfir Eyvindarárgilið ekki minnka stórkostlegt náttúragildi árinnar. Þótt til stæði að reisa brú á fyrir- huguðu stæði sagði Björn Hafþór engan útiloka þann möguleika að í framtíðinni komi brú yfir ána neðar og um þá Melshornsleið sem fjallað hefur verið um. Þau sjónarmið væru uppi en hefðu ekki fengið umfjöllun í bæjarstjóminni. Málið of langt komið Þess ber að geta að eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar 1998 mynduðu Framsóknarflokkur og F- listi meirihluta í bæjarstjórn sam- einaðs Austur-Héraðs og í málefna- samningi þeirra kom fram að taka Eyvindarár-málið ekki upp á kjör- tímatímabilinu. Þessi meirihluti sprakk á síðasta ári og nú mynda meirihlutann framsóknarmenn og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.