Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 33 Eitt af því sem konurnar sex eiga sameiginlegt er stolt yfir því að hafa verið ástkonur Picassos. Að girnast girnd karl- mannsins Ástkonur Picassos, leikrit eftir hinn írska Brian McAvera, verður frumsýnt á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins í kvöld, laugar- dagskvöld. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við leikstjóra sýningarinnar, Hlín Agnars- dóttur, um hvað þessar konur eiga sameig- inlegt og hvað aðgreinir þær. MYNDLISTARMAÐURINN Pablo Picasso átti fjölda ástkvenna um æv- ina en það voru einkum átta þeirra sem taldar eru hafa haft áhrif á til- tekin tímabil í myndlist hans - sem var æði langt, Picasso fæddist árið 1881 og lést árið 1973, eða 92 ára að aldri. Fyrsta þessara átta kvenna skal telja Femande Olivier sem Picasso kynntist í árslok 1904 og bjó með í nokkur ár. Sagt er að Picasso hafi viljað halda þessari blóðheitu og kynþokkafullu konu fyrir sig og bannað henni að fara út úr húsi. Sjálfur sá hann um innkaup fyrir heimilið til þess að hún hefði ekki af- sökun fyrir að fara út. Önnur í röð- inni var Eva Gouel. Hún var gift lítt þekktum pólskum málara en stakk af til Spánar með Picasso og þegar þau sneru til Parísar tóku þau upp borg- aralegri lífshætti en Picasso hafði áð- ur átt að venjast. Sú þriðja var Gaby Lespinasse, sem fáir virðast hafa vit- að af á sínum tíma. Hún var gift myndlistarmanninum Herbert Lespinasse. Picasso mun hafa beðið hennar en hún hafnað honum. Fjórða konan var Oga Kokhlova, dóttir hershöfðingja í her rússneska keisarans og meðlim- ur í ballettflokki Diaghilevs. Picasso kvæntist henni 1918 og þremur árum síðai- eignuðust þau soninn Paulo. Marie-Therése Walter var sautján ára skólastúlka þegar hún gerðist ástkona Picassos sem þá var hálf- fimmtugur. Hann yfirgaf eiginkonu sína fyrir Marie-Therése, flutti með henni á sveitasetur í Boisgeloup og eignaðist með henni dótturina Mayu árið 1935. Sjötta konan í lífi málarans var Dora Maar sem Picasso hitti stuttu eftir að Maya fæddist. Hann flutti aftur til Parísar 1936 og hóf sambúð með henni. Það var skáldið Paul Élouard sem kynnti Picasso fyrir þessari greindu júgóslavnesku listakonu. Sjöunda konan var Francoise Gilot sem var tuttugu og tveggja ára þegar hún kynntist þess- um heimsfræga listamanni sem þá var sextíu og tveggja ára. Samband þeirra stóð frá 1945-1963 og eignuð- ust þau tvö böm, Claude og Palomu. Síðasta eiginkonan var Jacqueline Roque sem var tuttugu og fimm ára þegar hún kynntist Picasso. Hún var þá fráskilin og starfaði í keramik- verslun í bænum Vallauris þar sem Picasso vann löngum að keramik- verkum sínum. Picasso kvæntist henniárið 1961. En hvað eiga þessar konur sam- eiginlegt og hvað aðgreinir þær? Þeirri spurningu er reynt að svara í leikritinu „Ástkonur Picassos“ eftir írska leikskáldið Brian McAvera sem frumsýnt verður á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins í kvöld. Þar er að vísu aðeins brugðið upp sögu sex þeirra kvenna sem voru ástkonur málarans og þegar leikstjórinn, Hlín Agnarsdóttir, er spurð hvers vegna tveimur kvennanna, Fernande Oliv- ier og Francoise Gilot, er sleppt, seg- ir hún ýmsar ástæður fyrir því. Ein þeirra sé sú að Francoise hafi skrifað bók um samband sitt við Picasso og eftir henni hafi verið gerð kvikmynd sem nýlega sé búið að sýna tvisvar í sjónvarpinu. Sú mynd gefi mjög skýra mynd af sambandi þeirra og þegar ljóst hafi verið að stytta þyrfti leiksýninguna hafi því verið ákveðið að taka Francoise út, ásamt fyrstu konunni, Fernöndu. Á eftir Picasso er aðeins Guð ,Af þessum átta konum voru að- eins tvær þeirra í hjónabandi með Picasso, þær Olga og Jacqueline og tvær þeirra, Francoise og Dora, komust næst því að vera jafningjar hans, bæði sem karakterar og í list- um,“ segir Hlín. „Hann braut Doru Maar hins vegar ansi mikið niður, bæði sem manneskju og listamann og það var hún sem sagði þessa fleygu setningu: „Á eftir Picasso er aðeins Guð.“ Hún dró sig að mestu leyti í hlé eftir að sambandi þeirra lauk. Það er alveg ljóst að samband við Picasso hefur haft gífurleg áhrif á líf þein-a kvenna sem bundust honum. Bæði var hann mjög þurftafrekur og hafði litla tilfinningu fýrir þörfum þessara kvenna.“ Spurningin sem óhjákvæmilega Guðrún Gísladóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Margrét Guðmunds- dóttir, Helga Jónsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Guðrún Gísladóttir í hlutverki Doru Maar sem fór einna verst út úr við- ureigninni við snillinginn. vaknar við að horfa á sýninguna er ekki hvað hafi verið að Picasso, held- ur hvað hafi verið að þessum konum að líða honum ömurlega framkomu, skeytingarleysi, jafnvel grimmd. En fljótlega áttar maður sig á því að þetta snýst kannski ekki um Picasso og konur hans, heimurinn er fullur af konum sem þola svona framkomu. „Það er nú heila málið,“ segir Hlín. „Við sjáum þetta allt í kringum okk- ur. Hvers vegna eru konur að púkka undir rassinn á þessari tegund af körlum og reyna að skilja þá og skil- greina? Það er kannski voða gaman hjá þeim fyrstu tvær mínúturnar, fyrstu tvær vikumar eða fyrstu tvo mánuðina en þegar þessir karlar átta sig á því að konumar em mannlegar er ekkert gaman hjá þeim lengur.“ Konur sem falla fyrir körlum sem hafa völd „í tilfelli kvennanna í lífi Picassos er þetta líka spurning um hégóma; að vera viðurkennd sem ástkona þessa mikla listamanns. Það er eitt- hvað í konum sem gerir það að verk- um að þær falla fyrir körlum sem hafa völd og þá skiptir engu máli hvort þau völd em á sviði fjármála eða lista. Picasso hefur ekki aðeins þetta vald sem listamaður og braut- ryðjandi í málaralistinni, hann hefur líka sterkt kynferðislegt vald sem þessar konur stóðust ekki. Það vald er mjög erfitt að útskýra. Annað sem er mjög skemmtilegt að skoða er að karlmenn eins og Picasso gimast konur en konurnar girnast girnd karlanna. Það er eitt- hvað alveg rosalegt við það að falla fyrir gimd karlmannsins. Mér finnst mjög merkilegt það sem Gaby segir í leikritinu og er kannski svarið við því hvað sé eiginlega að þessum konum. Hún segir: „Til að byrja með veit maður ekk- ert. Maður sér bara gjafirnar, bros- in, blíðuhótin. Maður vill ekki vita neitt. Alltaf hugsar maður: Þetta verður fullkomið. Maður finnur hundrað afsakanir fyrir hverri hrös- un. Þig langar til að skilja hann. Er það ekki? Og auðvitað ert þú sú eina sem getur opnað leynihólfið í hjarta hans.“ Hvernig nálgast þú þessar konur? „Fyrir mér hefur vinnan með þessar konur einkum verið rannsókn á því mannlega atferli sem þær sýna í samskiptum við Picasso en við höf- um auðvitað líka verið að rannsaka hann. Þó hef ég reynt að halda hon- um fyrir utan þetta eins og hægt er.“ Of sárt að beina speglinum að sjálfum sér Hvers vegna? „Vegna þess að þær era að gera upp samband sitt við Picasso og það er svo algengt þegar konur era að gera upp samband við karlmenn að þær eyði svo miklu púðri í að skilja og skilgreina „hann,“ reyna að finna þúsund ástæður fyrir því að hann niðurlægði þær, misþyrmdi og mis- notaði. Það er of hræðilega sárt fyrir þær að beina speglinum að sjálfum sér - en það er einmitt það sem við höfum verið að reyna að gera í þess- ari sýningu. Það má því segja að þessi vinna hafi einkanlega verið rannsókn á at- ferli en ekki aðdáun, hvorki á Picasso né konunum." „En hvað einkennir þessar konur, umfram það að dá allar sama mann- inn? „Eitt af því sem einkennir þær er sú mikla grimmd sem þær búa yfir. Þær stinga hver undan annarri og eru í alls kyns makki við Picasso, til- búnar að gangast inn á forsendur hans, jafnvel þótt önnur kona liggi í valnum fyrir vikið. Þetta er enn einn þáttur í fari kvenna sem sjaldan er fjallað um. Konur vilja fela grimmd sína. Á okk- ar tíma þegar kvennabaráttan hefur verið í mikilli framsókn má ekki gala um galla okkar. En um leið og við viljum vera sterkar og klárar og við- urkenndar viljum við líka halda í gömul gildi um konuna og vera álitn- ar mjúkar og blíðar." Fullkomið sambland af konu og manni En hvers vegna hefur heimurinn slíkan áhuga á konum Picassos? Því svarar Auður Olafsdóttir listfræð- ingur í grein sem hún ritar í leikskrá. Þar segir meðal annars: „Hvati verka hans var ávallt eitthvert brot raunveruleikans, það sem stóð hon- um næst í umhverfi hans, þar á með- al konurnar hans og börnin fjögur. Stór hluti myndefna hans eru konur að sýsla við hitt og þetta smálegt, að spegla sig, að greiða sér; einnig móð- ir og barn sem er viðfangsefni sem Picasso málar aftur og aftur á 70 ára langri starfsævi. Að því leytinu til svipar myndefni þess listamanns sem helst hefur verið kenndur við karlmennsku og þrótt í sköpun sinni allmikið til viðfangsefna listakvenna í gegnum tíðina. Nema það hafí verið rétt sem franska skáldið Jean Cocteau sagði um vin sinn, að Pic- asso væri fullkomið sambland af konuogmanni... Fyrirsætur Picassos vora fyrst og fremst þær konur sem hann bjó með og hann fór lítt dult með hrifningu sína á þeim, áritaði jafnvel verkin með ástarjátningunni Je t’aime. Þótt verk Picassos beri oft merki sterkrar stílfærslu raunveraleikans mátti þekkja í þeim ýmis auðkenni kvenna hans. Áhiif nýrra kvenna gera líka fljótt vart við sig í verkum hans. Þannig sáust fyrstu vísbendingar um nýja konu í lífi Picassos árið 1911 þegar hann tók upp á því að mála inn í hvert kúbískt verkið á eftir öðru orðin Ma Jolie (mín fagra). Eva hét sú fagra kona sem skildi kúbismann. Ekki var heldur óalgengt að Picasso blandaði saman andlitsdráttum tveggja kvenna á léreftinu á slíkum umbreyt- ingaskeiðum. Þá hittust þær báðar á léreftinu, sameinaðar í einum lík- ama, tvær konur, tvö andlit, hin íyrri og hin síðari. Þannig breyttist eiginkonan, rúss- neska ballerínan Olga með sína klassísku fegurð, á sínum tíma í Mar- íu Teresu sem fylgdu bogadregin form og sterkir litir og einstakt nef í myndlistarsögunni. Nokkram áram síðar, á nýju umbreytingarskeiði, málaði Picasso aftur fjölda tvöfaldra kvenportrettmynda þar sem saman fóra grískt nef Maríu Teresu og ávöl haka og gneistandi augu ljósmynd- arans og rithöfundarins Dora Maar sem var samfýlgdarkona lista- mannsins í síðari heimsstyrjöldinni." Það er ljóst að það er margt að sjá og heyra í þessu einstaka leikverki, ekki aðeins um Picasso og konurnar í lífi hans, heldur um okkur sjálf; um samband manns og konu frá upphafi vega til eilífðarnóns. Með hlutverk ástkvennanna sex í sýningunni fara Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Helga E. Jónsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmunds- dóttir og Ragnheiður Steindórsdótt- ir. Þýðendur eru Hrafnhildur Haga- lín Guðmundsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingunn Ásdísardóttir og Steinunn Jóhannesdóttir. Höf- undur leikmyndar og búninga er Rebekka A. Ingimundardóttir, tón- listarstjóri Steinunn Bima Ragnars- dóttir, höfundur dansa er Helena Jónsdóttir og ljósahönnuður Ás- mundur Karlsson. Leikgerðin er unnin af leikstjóranum Hlín Agnars- dóttur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.