Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ \ 31 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 43 z 1 Að orða draum DRAUMSTAFIR Krístjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson HVERNIG útskýrir maður hluti sem eru framandi og ókunnir svo að þeir skiljist? Hvernig skýrir maður draum sem er framandleg- ur og fullur af táknum sem mað- ur hefur aldrei séð fyrr og kann engin deili á? Tekur maður ekki það sem nærtækast er og notar sem skírskotun til þess óþekkta svo að það verði kunnuglegt? Hver verður þá útkoman? Sönn mynd af upplifuninni eða mark- laus ímyndun? í gamla testa- menti Biblíunnar er þessi draum- lýsing eða upplifun spámannsins Esekíels 1 13-21: „Milli veranna var að sjá sem eldsglæður brynnu; það var eins og blys færu aftur og fram milli veranna og bjarma lagði af eldinum og út frá eldinum gengu leiftur. Og verurnar hlupu fram og aftur eins og glampi af leiftri. Og enn fremur sá ég, og sjá: eitt hjól stóð á jörðinni hjá hverri af ver- unum fjórum. Og hjólin voru á að líta eins og þegar blikar á krýsó- lít (málmsteinn) og öll fjögur voru þau samlík og þannig gjörð sem eitt hjólið væri innan í öðru hjóli. Pau gengu til allra fjögurra hliða, þau snerust eigi, er þau gengu. Og hjólbaugar þeirra - þeir voru háir og ógurlegir - og hjólbaugar þeirra voru alsettir augum allt umhverfis á þeim fjór- um. Og þegar verurnar gengu, þá gengu og hjólin við hliðina á þeim, og þegar verurnar hófu sig frá jörðu, þá hófu og hjólin sig. Þangað sem andinn vildi fara, þangað gengu þær, og hjólin hóf- ust upp samtímis þeim, því að andi veranna var í hjólunum.“ Þegar hugsað er um tímann sem þessi draumlýsing er skrifuð á virðist fátt í henni tilheyra þeim vélarlausa tíma þar sem málmar voru eingöngu notaðir í vopn og ski-autmuni, svo ekki sé talað um hávaðann og lætin sem fylgdi þessum fljúgandi verum. Ef við tökum svo drauminn hér á eftir og þurrkum út orðin þyrla, þota, og flugvél en setjum inn fugl eða eldfugl í staðinn og sleppum bíl og íslensku úr fána, slengjum honum svo tvö þúsund ár aftur í tímann og reynum að lýsa honum upp á nýtt, hvað kemur þá út? „Möggu“ dreymdi Ég var á erlendri grund og innan um fleira fólk sem ég þekkti ekki. Við vorum úti við á verönd eða svölum. Það var ekki afgerandi veður en þó ekki vetur. Þar sem ég stend kemur þyrla og fer hjá og flýgur frekar lágt, hún er mjög ljós að lit eða hvít. Engin auðkenni eru á henni og hún virkar eilítið eins og uppblásin, hún er ekki aflöng, form hennar er svipað á alla kanta. Þá sé ég að strax á eftir henni kemur þota, ekki mjög stór og er hvít í grunn- inn og öll skreytt með íslenska fánanum. Hún var mjög falleg að sjá og blái liturinn í fánanum var afgerandi og kom sérlega vel út á hvítum grunnfletinum. Mér varð ljóst að þessi flugvél yrði að nauðlenda fyrir framan okkur og þyrlan var að leiðbeina henni hvar best væri að lenda. Við fylgdumst með af athygli hvernig til tækist. I fyrstu virtist lendingin ætla að takast vel en eftir að vélin lenti tók hún sveigju og valt síðan á hliðina, svo á toppinn og aftur á hliðina og að lokum kom hún upp á hjól- in aftur. Ekki vildi betur til en svo að hún fór aftur akkúrat sömu leið, í beygju, á hliðina, á toppinn, á hina hliðina og svo á hjólin aftur. Nú héldum við að þetta væri loksins afstaðið, en þá tók hún að renna áfram og við skynjuðum að flugstjórinn gat ekki stöðvað hana því hemlarnir virtust ekki virka. Þá virtist flug- stjórinn taka þá ákvörðun að beina flugvélinni að bílflaki sem liggur í sandinum (svæðið var fjörusandur) og stöðva hana þannig. Flugvélin lenti á bílflak- inu og stöðvaðist í flæðarmálinu. Draumurinn endar þannig að mér finnst að farþegarnir rísi úr sæt- um sínum og allt hafí endað vel. Ráðning Það ætti að vera lítill vandi fyrir nútímamanninn að taka draum eins og þinn og velta honum upp til skýringar því öll táknin eru kunnugleg og draumurinn nokkuð ljós. I draumfræðum hafa flugvélar speglað sálræna þætti og litir ákveðna eðlisþætti, eins og hvítt er merki um eitthvað hreint eða nýtt. Önnur tákn eins og að standa á svölum eða verönd gefa í skyn að draumurinn snúist ekki um þig sem persónu, heldur um það sem þú sérð af svölum þín sjálfrar. Islenski fáninn segir svo að það sé íslenskt þjóðfélag sem á í hlut og frá og með þessum vetri verði tvær kollsteypur í þjóðfélaginu (væntanlega efna- hagslífinu) með tilheyrandi rösk- un á högum fólks. Þessum koll- steypum fylgi svo mikið skrið (tilfærslur fjármuna) sém verði ekki stöðvað nema með gömlum og gildum úrræðum (bílflakið) eða handaflinu svonefnda. Þeir lesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http:// www.dreamland.is • Þeir lesendur scm vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt beimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is. gæða hvíldarstólar mmaaá frábeeru verði Tilboðsverð BANdÍTO' 74.000. Leður á slitflötum CLARION HvQdarstólar m/tautíklœði Basði ruggandi og fastir IitÍR Blái; Grsenn, Brúnn 74.000, Leður á slitflötum Leður á slitflötum 108.000, DRIFTER 88.000, Meðshemli, ieður á slitflötum Leður á slitflötum Opiö í clag kl. 10:00 - 16.00 Sími: Mórkinni 1 5 > 1500 ■ f ci x: 108 Rnykjavik 31 3510 • www.marco.is Opið virka dcíga kl. 09:00 - 18:00 VSð styðjum við bakið á þér!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.