Morgunblaðið - 18.11.2000, Side 53

Morgunblaðið - 18.11.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 53 BENEDIKT ÞORÐ UR JAKOBSSON + Benedikt Þórður Jakobsson versl- unarmaður fæddist að Horni í Miðfirði, V estur-Hú na vatns- sýslu, 29. maí 1920. Hann lést á heimili sínu 5. nóvember síð- astliðinn og- fór útför hans fram frá Foss- vogskirkju 14. nóv- ember. Benedikt frændi minn er látinn og það verður búið að jarð- setja hann þegar þess- ar línur birtast. Mig setti hljóðan þegar ég heyrði af óvæntu andláti hans, en hann lést í svefni þ. 5. nóv. sl. Minningar tóku að hlaðast upp, minningar sem ná yfir hálfa öld, tímabil sem ég átti samleið með þessum frænda mínum. Oft á tíðum voru samskiptin mikil, stundum minni og hin síðustu ár allt of lítil. Það var eins og kvikmynd sem spól- aðist hratt aftur á bak, þannig birt- ust mér hinar ýmsu myndir af sam- verustundum með honum, konu hans Svandísi og börnum þeirra. Benedikt var móðurbróðir minn. Hann var yngstur sjö systkina (eitt dó í æsku) fæddur 1920. Móðir mín, Þuríður, var næstyngst, fædd 1919, en hin voru Elín, Guðrún, Marinó og Jónatan sem var elstur. Elín er nú eftirlifandi af þeim systkinum. Bene- dikt fæddist að Homi, htlu kosti sem var byggt út frá jörðinni Spena (síðar Litli-Hvammur) í Miðfirði. Nú em þar tóftir einar sem eftir standa af Homi og Litli-Hvammur í eyði og jörðin notuð til hrossabeitar. Maður á bágt með að ímynda sér hvemig fólk gat lifað og búið á svona smáskila, en í þá daga urðu bændur að taka því sem bauðst og býlin oft h'til og sum jafnvel upp á heiði. Systkinin misstu Jakob föður sinn langt um aldur fram úr lungnabólgu. Ekkjan varð þá að stokka upp spilin og aðlagast nýjum aðstæðum. Tvær yngstu systurnar vom sendar í fóst- ur til ættingja. Móðir mín, þá 4ra ára, fór að Urriðaá til föðursystur sinnar og Elín að Aðalbreið í Austur- árdal til móðursystur sinnar. Elstu systkinin vom um kyrrt hjá Helgu móður sinni til að hjálpa til við bú- skapinn, ásamt Bensa sem var að- eins þriggja ára. Þegar árin hðu varð Bensi stoð og stytta móður sinnar. Því hefur verið lýst fyrir mér hvernig þau systkinin fóm að því að afla heyja á sumrin. Þau fengu landsvæði hinum megin í dalnum, handan við Miðfjarðará. Þetta þætti löng leið í dag, en þetta fóm þau fótgangandi með einn eða kannski tvo hesta til að bera bagg- ana. Þegar Helga brá búi var Bensi 12 ára þá fluttu þau mæðgin suður fyrst til Hafnarfjarðar en síðan til Reykja- víkur. Þar man ég fyrst eftir Bensa og ömmuminni í htihi íbúð við Laugaveg- inn, þá var Bensi farinn að vinna sem verslunarmaður hjá Bimi, frænda sínum og sveitunga, sem stofnaði verslunina Brynju á Laugaveginum og sem rekin er mikið til óbreytt enn þann dag í dag. Benedikt kynntist Svandísi Guðmundsdóttur um þetta leyti og gengu þau í hjónaband 1952 og hefur það ábyggilega verið hans gæfa að giftast eins góðri konu og Svandís er. Það lýsir kannski best Benedikt frænda mínum að hann vann alla sína starfsævi á sama stað. Það var aldrei vandamál hvert fara ætti þeg- ar lyklar týndust þar sem Benedikt sá m.a. um að smíða og afgreiða ófáa lykla til viðskiptamanna Brynju. Nú mun hann fá sinn lykil að öðru tilverustigi. í Brynju störfuðu fleiri Húnvetningar sem sýnir þá vináttu og stuðning sem samsveitungar sýndu hver öðurm. Ég hef alltaf dáðst að samstöðu og vináttuþeh sem ríkti milli móðursystkina minna. Þó svo að þau hafi ekki öll getað alist upp á sama stað þá stóðu þau nálægt hvert öðru. Benedikt og Svandís eignuðust þeim á aðfangadags- kvöld í mörg ár. Svandís alltaf hress og kát, ærsl og gauragangur í strák- unum enda miklir Valsarar og Bensi, þessi hægláti og rólegi maður. Bene- dikt var mjög fínlegur að allri líkams- byggingu, grannur, meðalmaður á hæð með skolhtað hár og bjartur yfir- htum. Hann var mikið fyirr lestur og allan íróðleik og síðari árin átti hann sér athvarf í bókbandsgerð og batt inn bækur sér til yndis og líktist að því leyti Jónatan bróður sínum. Seinni hlut ævinnar bjuggu þau Svandís í Meðalholti 19 og þar fékk frændi minn að kveðja þennan heim á sinn hijóðláta hátt. Guð blessi þig, Svandís mín. Sigurþór Jakobsson. ODDNY EDDA SIG URJÓNSDÓTTIR gott og myndarlegt ■L Oddný Edda Sig- heimili í Drápuhlíð 10 í 1 urjónsdóttir Reykjavík og bjó Bensi fæddist í Snæ- móður sinni gott heimili hvammi í Breiðadal Wkj. M þar. Og svo komu strák- 28. maí 1939. Hún amir hver á eftir öðr- lést á líknardeild um, fyrst Jakob, síðan Landspítalans 5. t T W\ u Bergur, bá Heltri otr síð- nóvember síðastlið- # uft&. 1 "Jv 1 ’ ast Sigurbjöm. Við inn og fór útför œam. |§»T] Jk * - * , móðir mín og síðar liennar fram frá p. <-*»■> m \ yngri bróðir minn urð- Heydalakirkju 11. IH % um heimagangar hjá nóvember. Jo 1 þeim og þarna áttum við Én I llfellt ^iiip dásamlegar stundir. Tilvera okkar er undar- UL0V \ Það liðu ekki þau jól að við væmm ekki hjá legt ferðalag við erum gestir og hótel okkarerjörðin. Einir fara og aðrir koma í dag því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðm.) Kær mágkona mín og vinkona er horfin frá okkur allt of snemma. Minningamar streyma fram í hug- ann. Ég man hvað ég var glöð og hreykin þegar Baldur bróðir minn og Edda opinberuðu trúlofun sína, eftir það voru þau oftast nefnd sam- an, Edda og Baldur. Við bjuggum hlið við hlið í 25 ár og mörg voru sporin á milli húsanna, bæði hjá okk- ur Eddu og bömunum okkar. Kom- um niður í Laufás, var oft sagt hjá mér og allur krakkahópurinn hentist af stað og hvarf inn til Éddu. Ég man JONINA GUNNLAUG MAGNÚSDÓTTIR + Jónína Gunnlaug fæddist að Stafni, Deildardal í Skagafirði, 13. októ- ber 1905. Hún lést á Dalbæ, Dalvík, 7. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Urðarkirkju, Svarf- aðardal, 14. nóv- ember. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur 95 ára að aldri. Komin á góðan stað - til Guðs - þar sem afi er, ég bið að heilsa honum afa. Það verða miklir fagnaðarfundir hjá ykkur, búin að vera aðskilin í fimmtán ár. Ég hef rifjað upp undanfarið sumrin sem ég var í sveitinni, þau voru frábær. Það var svo gott að vera hjá þér og hafa þig nálægt sér, þú varst svo yndisleg, dugleg og sterk kona. Mamma hefur sagt mér margt um þig og ég ætlaði ekki að trúa því þegar hún sagði að þú og afi hefðuð gengið úr Fljótunum og í Atla- staði og út um allar trissur, það voru víst allt öðruvísi farartæki í gamla daga. Því miður komst ég ekki í afmælið þitt 13. október síðastliðinn en mamma sagði mér hvað þú hefðir staðið þig vel og verið vel á þig komin. Ég var svo stolt að heyra þetta. Ekki eru allir dagar eins. 7. nóv- ember var öðruvísi - erfiður dagur - mikið held ég að þú hafir verið ánægð að fara eftir langa ævi. Elsku amma, mér þykir mjög vænt um þig og veit þú ferð á góð- an stað. Guð blessi þig og varðveiti og alla sem minnast þín. Ég sakna þín. Þín Linda Hrönn Sigfúsdóttir. OLAFUR BENEDIKTSSON tÓlafúr Bene- diktsson fæddist á Húsavík 31. júlí 1917. Hann lést á heimili sínu 2. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyrar- kirkju 10. nóvember. Elsku afi minn. Nú ertu farinn. Ég mun sakna þín sárt. Þú varst mér og öllum öðrum svo góður. Ég á svo margar góðar minningar um þig sem ég mun ætíð geyma. Það var svo gaman að koma að heimsækja ykk- ur ömmu. Þið voruð alltaf svo ánægð að fá okkur barnabörnin í heimsókn. Þú varst alltaf áhuga- Eddu syngja og dansa, hún hafði yndi af tón- list, bókmenntum og Ijóðum. Ég man Eddu glaða og brosandi með börnin sín í fanginu. Ég man Eddu hlúa að blómunum sínum og gróðrinum í garðinum og ótal margt fleira. Með sárum söknuði kveð ég fallega, elsku- lega konu og þakka samfylgdina. Edda er horfin inn í sólskinið, hlýjuna og birtuna. Elsku Baldur, Elín, Brynja, Alla, Palli og fjölskyldur, innilegar sam- úðarkveðjur. Ragnhildur. Nú skil ég stráin, sem fönnin felur, og fann þeirra vetrarkvíða. Þeir vita það best, sem vin sinn þrá, hve vorsins er langt að bíða. Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu, og svo kom hinn langi vetur. Þótt vald hans sé rnikið, veit ég þó, að vorið það má sín betur. (Davíð Stef.) Nú þegar veturinn er í nánd er Edda í Laufási kölluð burt. Þegar við systkinm vorum að alast upp á Breið- dalsvík leið varla sá dagur að ekki væri komið inn í Laufás til að leika við frændsystkini okkar, bömin hennar Eddu. Það var stutt að hlaupa á milli húsa og við krakkamir vomm mikið saman. Lékum okkur í klettunum og fjömnni. Það vom góðir dagar, mikið líf og fjör. Einhvem veginn var ekki hægt að ímynda sér lífið á annan hátt í þessu litla fallega þorpi. En Breið- dæhngar hafa þurft að sjá á eftir mörgum fara hin síðari ár. Sumir fús- ir til fararinnar, aðrir ekki. Edda ætl- aði ekki að fara frá Breiðdalsvík. Hún var bundin átthögum sínum sterkum böndum og þar leið henni best. I okk- ar huga var Edda hæglát en jafn- framt staðföst kona. Hún fór sína leið. Tók ekki þátt í lífsgæðakapphlaup- inu, hún vissi að annað skipti máh. Edda greindist með krabbamein fyrir mörgum ámm og fór þá í með- ferð sem tókst vel. Það var því mikið áfall að heyra það í vor að hún hefði aftur greinst með krabbamein. Nú höfðu læknavísindin engin ráð. Það er erfitt að sætta sig við orðinn hlut en það er eina leiðin svo hægt sé að halda áfram. Reyna að ganga „til góðs, götuna fram eftir veg“ í anda hennar elsku Eddu okkar. Kæri Baldur, Elín, Brynja, Alla, Palli og fjölskyldur. Orð em vanmátt- ug á þessari stundu. Það eitt er víst að eftir vetur kemur vor á ný með sína björtu daga. Fjölskyldur okkar senda ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Við minnumst Eddu með mikilli hlýju og virðingu. Ama Vala, Harpa, Heiðdís ogPáll. + Utför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÁRNA GUÐMUNDSSONAR frá Vestmannaeyjum, Reynigrund 81, Kópavogi, sem andaðist sunnudaginn 12. nóvember sl., fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Jóna Bergþóra Hannesdóttir, Steinar Vilberg Árnason.Guðrún Norðfjörð, Þyri Kap Árnadóttir, Trausti Leósson, Jón Atli Árnason, Salvör Jónsdóttir og barnabörn. samur um það sem ég var að gera og hvattir mig ávallt áfram í því sem ég tók mér fyrir hendur. Mér þótti svo vænt um það að þú geymdir ljóðið sem ég og Rut vinkona mín gáfum þér þegar við vorum 11 ára. Þú geymdir það í veskinu þínu ásamt öðrum hlutum sem þér voru kærir. Elsku afi minn, ég sakna þín mikið. Það verður tómlegt að koma til Akureyrar og enginn afi til að taka á móti mér. En ég veit að núna ertu hjá Guði og munt seinna taka á móti mér. Hildur Hallgrímsdóttir. + Okkar ástkæra, MAGNA SÆMUNDSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, áður Hríseyjargötu 2, Akureyri, sem lést að morgni mánudagsins 13. nóvem- ber, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. nóvember, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Sæmundur Andersen, Liljan Andersen, Emil Andersen, Kolbrún Júlíusdóttir, Sæmundur H. Andersen, Hallgrímur Júlíusson, Valdimar L. Júlíusson, Birgitta Sæmundsdóttir, Dúi K. Andersen, Magna Ósk Júlíusdóttir og aðrir aðstandendur. + Alúðarþakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlý- hug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður okkar og afa, STEINGRÍMS S. GUNNARSSONAR rennismiðs, Mávahrauni 9, Hafnarfirði. Hjördís Þorsteinsdóttir, Dóróthea Ólafsdóttir, íris Dóróthea Randversdóttir, Randver Randversson Lára Björk Steingrímsdóttir, Margrét Hildur Steingrímsdóttir, Rafnar Steingrímsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.