Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 76

Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 76
76 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ í dag er laugardagur 18. nóvem- ber, 323. dagur ársins 2000. Orð dagsins: En halt þú stöðug- lega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. Skipin Reykjavíkurhöfn: Örfir- isey RE, Vigri RE og Kemeri koma 1 dag. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyking- um í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjudag kl. 17.30. Áheit. Kaldrana- neskirkja á Ströndum á 150 ára afmæli á næsta ári og þarfnast kirkjan mikilla endurbóta. Þeir sem vildu styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikn. 1105-05-400744. Mannamót Afiagrandi 40. Upp- skeruhátíð vegna verk- efnisins „Kynslóðir mætast - Reykjavík menningarborg 2000“ verður haldin í félags- miðstöðinni laugard. 25. nóv. Opið hús frá kl. 14. Kynslóðaormurinn langi, sameiginiegt prjónaverkefni eldri borgara við félags- miðstöðina og bama úr Melaskóla, verður tii sýnis. Ormurinn er orð- inn um 20 m langur og er enn að lengjast. Sameig- inlegur kór sönghóps fé- lagsmiðstöðvarinnar Afiagranda, bama úr Melaskóla og Litla kórs Neskirkju syngur lög sem búið er að æfa sam- an að undanfömu. Dans- hópur eldri borgara sýn- ir dans. Allir velkomnir, foreldrar bama hvattir til að mæta. Jólahlað- borð fóstud. 1. des. Gest- ur verður Hjálmar Jóns- son alþingismaður. Skráning í afgreiðslu, sími 562-2571. (2.Tím. 3,14.) urh'nan opin á mánud. og miðvikud. kl. 10-12. Uppl. á skrifstofu FEB í s. 588-2111 kl. 10-16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Ganga kl. 10. Félag eldri borgara í Reykjavík, Asgarði Glæsibæ. Síðasti fræðslufundurinn á haustönn undir yfir- skriftinni „Heilsa og hamningja á efri árum“ verður í dag kl. 13.30. Verður þá fjallað um nýjar leiðir í meðferð hjartasjúkdóma. Fræðslufundimir verða haldnir í Ásgarði Glæsi- bæ, félagsheimili Félags eldri borgara. Allir em velkomnir. Mánudagur: Brids kl. 13. Bláa lónið og Þingvallaleið bjóða eldri borguram að heim- sækja Bláa lónið á hálf- virði (ferð og aðgangur). Farið verður á mánudag kl. 13.30. Náð verður í fólkið á tveim stöðum í Reykjavík fyrir brottfór, við íþróttahöllina í Laug- ardal kl. 13 ogvið Hlemm kl. 13.10. Brott- fórfráBSÍ kl. 13.30. Framvegis verða þessar ferðir famar á mánud. til og með fimmtud. Þriðjud: Skák kl. 13.30. Alkort kennt og spilað kl. 13.30. Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.50 á miðvikud. Silf- Gerðuberg, félagsstarf. „Kynslóðir mætast 2000“ laugard. 25. nóv. kl. 14-17, opið hús, fjöl- breytt dagskrá i sam- starfi við Olduselsskóla, veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Sund og leikfimiæfingar mánud. kl. 9.25 (ath. breyttur tími) fimmtud. kl. 9.30. Boccia á þriðjud. kl. 13 og fóstudögum kl. 9.30. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið kl. 9-17. Matar- þjónusta er á þriðju- og föstudögum, panta þarf fyrir kl. 10 sömu daga. Fótaaðgerðastofan er opin kl. 10-16, miðviku-, fimmtu- og fóstudaga. Kirkjustarf aldraðra Digraneskiriyu. Opið hús á þriðjudögum frá kl. 11, leikfimi, helgi- stund og fleira. Félagsstarf SÁÁ. Fé- lagsvist í Hreyfilshúsinu (3. hæð) á laugar- dagskvöldum kl. 20 og brids á sunnudags- kvöldum kl 19.30. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundurverð- ur á morgun kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105, Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánudag og fimmtudag. Breiðfirðingafélagið - dansleikur. Dansleikur verður í kvöld í Breið- firðingabúð og hefst kl. 22. Hljómsveit hússins leikur gömlu og nýju dansana. Gönguferð verður um Oskjuhlíð og Fossvog í dag, laugar- dag kl. 13. Farið verður frá Perlunni. Félag austfirskra kvenna heldur basar og kaffisölu í safnaðar- heimili Grensáskirkju sunnudaginn 19. nóvem- ber kl. 14. Laugvetningar. Munið kirkjuferðina í Bústaða- kirkju sunnudaginn 19. nóv. kl. 14. Kaffi eftir messu í safnaðarheimil- inu. Látið vita um þátt- töku hjá Þórólfi s. 565- 2068 Olöf s. 553-6173 Gunnar 553-3299. Hússtjómarskölinn í Reykjavík. Opið hús í dag kl. 13.30-17. Sýning á handavinnu nemenda, útsaumur, fatasaumur, bútasaumur, vefnaður o.fl. Seldar verða heima- lagaðar kökur, sulta og marmelaði. Kaffisala. Allirvelkomnir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prafutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GI, s. 5303600. Minningarkort Minningarkort Kvenfé- lagsins Seltjamar era afgreidd á bæjar- skrifstofu Seltjarnar- ness hjá Ingibjörgu. Minningarkort Kvenfé- lags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Neskirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kvenfé- lagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Emu s. 565 0152 (gíró- þjónusta). Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565-5727. Allur ágóði rennur til starfsemi félagsins. Minningarkort ABC- hjálparstarfs era af- greidd á skrifstofu ABC- hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561-6117. Minningar- gjafir greiðast með gíró- seðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálp- ar nauðstöddum böm- um. Minningarkort Bama- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Lauga- vegi 7 eða í síma 561-0545. Gíróþjónusta. Barnaspftali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Bamaspítala- sjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur era af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar Idrkju í Tálkna- firði era afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnar- firði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blóma- búðinni Burkna. KFUM ogKFUKog Samband íslenskra kristniboða. Minningar- kort félaganna era af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Sjálfs- bjargar, félags fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, era afgreidd í síma 551-7868 á skrifstofu- tíma og í öllum helstu apótekum. Gíró- og kreditkortagreiðslur. Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endur- hæfingardeildar Land- spítalans í Kópavogi (fyrrverandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrktarfé- lags vangefinna, s. 551- 5941, gegn heimsend- ingu gíróseðils. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavfk. SÍMAR: Skiptiborð: 669 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 669 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjaid 1.900 kr. á mánuði innanlands. í lausasöiu 150 kr. eintakið. VELVAKMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Til árrisuls íbúa við Ránargötu FYRIR klukkan átta að morgni, miðvikudaginn 15. nóvember sl., biðu mín skilaboð á rúðuþurrkunum frá „Vegfaranda", þar sem hann hneykslast á því hvernig ég lagði bíl mínum. Vissulega hefði ég getað lagt betur, en miðað við að- stæður var það ekki hægt í þessu tilviki. Hins vegar fór staðsetning bíls míns svo mjög fyrir brjóstið á ein- hverjum íbúa við Ránargöt- una, að hann sá sig til- neyddan að hlaupa heim til sín og skrifa mér svohljóð- andi orðsendingu (og birt- ist hún hér nákvæmlega eins og hún er orðuð): „Þú leggur eins og algjör auli. Hvar fékst þú ökuskírteini? í kornflekspaka? Eða hef- urðu kanski ekkert. Eg held að þú hafir engan þroska til að aka bifreið. Svo hættu því bara strax. VEGFARANDI." Kæri vegfarandi! Áður en þú eyðir allri þinni orku í pirr- ing út í bíla sem er ekki lagt eins og þú vilt skaltu drífa þig í íslenskukennslu. Orðið „kannski" er skrifað með tveimur n-um, sem og orðið „fékkst“. Svo heitir morg- unkornstegundin annað- hvort „Com Flakes" eða „Komflögur“ á íslensku; ekki „kornflekspaki". Með von um að þú virðir móður- mál þitt betur í framtíðinni, kærar kveðjur, Geir Ólafsson, bifreiðareigandi. Dæmalaus frétta- mennska Stöðvar 2 ÞJÓÐIN er harmi slegin eftir þann voðaatburð er maður réð félaga sínum bana á dögunum. Samúð fólks er mikil og djúp með þeim sem syrgja eftir þenn- an atburð. Allir biðja þess að harmur þeirra sefist. Það sem knýr mig til þess að senda Velvakanda bréf er það að hafa orðið vitni að þvi hvemig Stöð 2 fjallaði um þennan atburð í kvöldfréttum sínum fimmtudaginn 16. nóv- ember. Texti og ekki síður myndbirtingar með frétt- inni vora svo miskunnar- lausar gagnvart ættingjum þess ógæfumanns, sem ját- að hefur glæpinn, að dæmalaust hlýtur að telj- ast Ekki var nóg að birta mynd af manninum, heldur var • tvívegis sýnt mynd- band hvar hann lék með knött þegar allt lék í lyndi fyrir honum og skuggar óg- æfunnar virtust ekki famir að teygja sig til hans. Þetta, ásamt textanum, virtist fram sett í þeim tilgangi einum að dæma af sem mestri fyrirlitningu og miskunnarleysi fallinn ógæfumann. Hafi fréttastofan haldið að efnistök sem þessi dragi úr sorg ástvina mannsins sem banað var hlýtur henni að skjátlast. Hafl þetta ver- ið sett svona fram til þess að refsa gerandanum náði Morgunblaðið/Golli fréttin að sjálfsögðu aldrei til hans. Hinsvegar er frétta- mennska sem þessi til þess eins fallin að þeir sem ekki er sama um ógæfumanninn fái sting í hjartað. Allir þeir, sem einhverja samúð og miskunn eiga í hugskoti sínu, hljóta að mótmæla svona aðför að mannssál- inni. Helgi Kristjánsson, 030639-3579. Tapad/fundid Gullarmband tapaðist GULLARMBAND með af- löngum bláum steinum tap- aðist fyrir mánuði. Ekki mjög verðmætt en hefur tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Ef þú hefur fundið það, þá vinsamlega hringdu í síma 456-7678. Krossgáta LÁRÉTT: 1 keyri, 4 krossa yfir, 7 tuskan, 8 snyfsi, 9 bekk- ur, 11 kvenmaður, 13 skemmtun, 14 valur, 15 raspur, 17 flík, 20 bók- stafur, 22 sári, 23 ákveð, 24 blauðan, 25 heimsk- ingi. LÓÐRÉTT: 1 vein, 2 starfið, 3 beitu, 4 veiki, 5 brynna músum, 6 stétt, 10 skorturinn, 12 máttur, 13 tjara, 15 hreyfir hægt, 16 óhult, 18 málms, 19 látni, 20 tölu- stafur, 21 boli. LAUSN SIÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 vannærður, 8 pabbi, 9 signa, 10 tík, 11 kuðla, 13 afræð, 15 sveif, 18 gilda, 21 áll, 22 legil, 23 ærðir, 24 vanmáttur. Lóðrétt: 2 aðbúð, 3 neita, 4 röska, 5 uggur, 6 spik, 7 garð, 12 lúi, 14 fái, 15 sálm, 16 eigra, 17 fálum, 18 glæst, 19 liðnu, 20 aurs. Víkverji skrifar... ÞAR kom að því. Eftir áratuga akstur, einkum á höfuðborgar- svæðinu, allnokkuð úti á þjóðvegum, og stöku sinnum erlendis, þá er Vík- verja ofboðið af þeim fjölda bana- slysa, örkumlum og þjáningum, sem dunið hafa yfir landsmenn síðustu árin í umferðinni. Við svo búið má ekki standa og allir ökumenn - ALL- IR - verða að leggja sitt af mörkum til að stöðva þessar hörmungar. í útvarpsþætti Umferðarráðs sl. sumar var skorað á ökumenn að draga úr hraðanum til að koma í veg fyrir slys og árekstra í umferðinni. Og þar kom að því. Víkverji tók þetta til sin og dró úr ökuhraðanum og hefur gert það síðan. Satt bezt að segja líður Víkverja mun betur í bílnum en fyrr. Spenna ökumannsins hefur snar- minnkað og aksturinn er þægilegri. Leiðin, sem Víkverji ekur til og frá vinnu, er Hafnarfjarðarvegurinn, sem er með tvær eða þrjár akreinar í báðar áttir. Gífurleg umferð er um veginn, sérstaklega á morgnana og síðdegis, þegar fólk fer til og frá vinnu. Miðað við umferðarþungann er slysatíðnin ekki mikil á Hafnarfjarðarveginum. Hins vegar er ökuhraðinn hár og má jafnvel halda því fram, að það sé nauðsynlegt svo umferðin gangi greiðlega. Það má sjá af því, að bjáti eitthvað á myndast langar og taf- samar biðraðir. Okuhraðinn á Hafnaríjarðarveg- inum er að jafnaði milli 90 og 100 km á klst. Segja má, að það sé eðlilegur hraði á þessari leið. Vík- verji ákvað að draga úr hraða sínum í 80 km á klst., sem er um 10 km yfir leyfilegum hámarkshraða. Til að hægt sé að draga svo úr honum verð- ur bíllinn að vera á hægri akrein. Annars verða tafir á umferðinni og ökumenn láta silakeppinn heyra í bílflautunni og blikka jafnvel Ijósun- um. Hraði snigilsins er ekki liðinn á Hafnarfjarðarveginum. Víkverji er hins vegar ákveðinn í því, að gefa sig ekki og halda sig við 80 km hraða nema brýna umferðamauðsyn beri til. Það gengur hins vegar fram af Víkverja, að þeir hraðskreiðu láta sér ekki nægja að hafa vinstri ak- reinina heldur vilja einnig leggja undir sig þá hægri - og láta silakepp- inn aldeilis finna fyrir því. Verst er þetta, þegar Víkverji þarf að hefja ferðina á vinstri akrein og kemst seint og illa yfir á þá hægri sökum hraðrar og mikillar umferðar þeim megin - og heldur sig við 80 km hraðann. Þá er flautað, blikkað og ekið fast upp að skottinu á bílnum, svo hinn brotlegi fái að finna fyrir reiði þeirra, sem telja sig þurfa að aka á um og yfir 100 km hraða. Það er sikksakkað á milli akreina, ekið með rykkjum og skrykkjum til þess að komast sem hraðast áfram. En viti menn. Við næstu ljós sér Víkverji þessa ökuþóra aftur. Þeir hafa því lítinn tíma sparað á því að leggja sjálfa sig og aðra í stórhættu - nema þá með því að brenna yfir á rauðu, sem því miður sést oft. Þessi reynsla Víkverja hefur að- eins hert hann í því að halda sig við 80 km hraðann, enda tapast lítill tími á því á leiðinni. Hins vegar þorir hann ekki að fara niður í löglegan hraða, 70 km. Það væri of mikil storkun við örlögin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.