Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 45
44 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 45 ' ptagmiHjifeife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BARÁTTAN VIÐ FÍKNIEFNIN Baráttan við fíkniefnin hefur reynzt öllum þjóðum erfið. Stundum virðist eins og litlu skipti hversu margir fíkniefnasmygl- arar eru handteknir, hversu mikið magn af fíkniefnum er gert upptækt eða hve miklum árangri yfirvöld ná þegar á heildina er litið í þessari bar- áttu - alltaf virðast fíkniefnin brjóta sér leið á nýjum vígstöðvum. Afleið- ingar fíkniefnaneyzlu eru svo hrika- legar og sorglegar eins og þjóðin hef- ur orðið vitni að síðustu daga, að engin orð fá lýst. Þótt baráttan sé erfið verður að halda henni áfram og leita nýrra leiða í viðureign við fíkniefni og fíkniefna- sala. Með því móti tekst a.m.k. að halda þessari starfsemi í skefjum. í umræðum utan dagskrár á Al- þingi í fyrradag gaf Sólveig Péturs- dóttir mjög afdráttarlausa yfirlýs- ingu af sinni hálfu um málið. Ráðherrann sagði: „Ég tel því fulla ástæðu til þess að lýsa því hér yfir, að ég hef nú þegar lagt fram tillögu til fjármálaráðherra um verulega aukn- ingu fjárframlaga til þessa mála- flokks. Tillögur, sem miða að fjölgun lögreglumanna, fjölgun fíkniefnaleit- arhunda og um sérstakan sjóð til að kosta umfangsmiklar rannsóknir, sem ekki rúmast innan venjubundins rekstrar lögreglunnar. Verður unnið að útfærslu þessara tillagna í ríkis- stjórn á næstunni.“ Málefni lögreglunnar og baráttan við fíkniefni eiga ekki að þurfa vera pólitískt deiluefni á milli stjórnmála- flokka. Æsku landsins er mikil hætta búin af fíkniefnum. Þeir sem eru að ala upp börn og unglinga um þessar mundir hafa áreiðanlega þungar áhyggjur af velferð barna sinna. Það er að sjálfsögðu alltaf matsatriði hvað á að verja miklum fjármunum í lög- gæzlu og baráttu við fíkniefnin. Aðal- atriðið er hins vegar að þjóðin standi sameinuð í þessari baráttu. Þær tillögur, sem dómsmálaráð- herra kynnti á Alþingi í fyrradag, koma til móts við kröfur þeirra, sem vilja leggja aukið fé til baráttunnar gegn fíkniefnum. Sólveig Pétursdótt- ir skýrði líka frá því, að hún mundi leggja fram lagafrumvarp um þyng- ingu refsinga fyrir fíkniefnabrot. Með því er komið til móts við sjónar- mið þeirra, sem vilja harðari refsing- ar. Hugmyndir ráðherrans um að setja upp sérstakan sjóð til þess að standa undir kostnaði við sérstaklega um- fangsmiklar rannsóknir eru skyn- samlegar og stuðla að því að minni truflun en ella verði á reglulegri starfsemi lögreglunnar. Við íslendingar hljótum að gera mikið átak í því að hreinsa land okkar af þessum eiturefnum. Verkefnið er hafið yfir flokkspólitísk átök. Um þetta verkefni eigum við að snúa bök- um saman. Hins vegar verðum við að gera okk- ur raunsæja grein fyrir því við hvað er að fást. Sums staðar hafa komið fram raddir um að lögleiða eigi fíkni- efni og það sé vænlegri leið til árang- urs. Þessi sjónarmið hafa ekki fengið hljómgrunn, hvorki hér né annars staðar, enda hefur ekki verið sýnt fram á, að betri árangur hafi náðst þar sem það hefur verið reynt eins og t.d. í Hollandi. CLINTON í VÍETNAM Nú eru komnar til vits og ára kyn- slóðir, sem þekkja ekki til Ví- etnamstríðsins nema af afspurn eða lestri sögubóka. Fyrir þetta unga fólk er kannski erfitt að átta sig á því hvers konar tímamótaviðburður það er, þegar Clinton Bandaríkjaforseti, kemur nú í heimsókn til Víetnam en hann kom í fyrradag til Hanoi ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Óll stríð eru viðbjóðsleg. Víetnam- stríðið er eitt hið viðurstyggilegasta, sem háð hefur verið. Bandaríkjamenn voru þar ekki á ferð í fyrstu heldur Frakkar. Ósigur þeirra í stríðsátök- um í Víetnam fyrir u.þ.b. 45 árum í frægri orustu táknaði endalok Frakk- lands sem stórveldis alveg eins og ófarir Breta í átökum um Súez-skurð- inn mörkuðu endalok Bretlands sem heimsveldis. Bandaríkjamenn þvældust inn í Ví- etnamstríðið m.a. vegna þess, að á þeim árum voru öll átök af þessu tagi skoðuð í ljósi kalda stríðsins á milli lýðræðisríkjanna og kommúnistaríkj- anna. Sú var líka afstaða Morgun- blaðsins til Víetnamstríðsins framan af, þótt sú afstaða ætti eftir að breyt- ast, þegar leið á sjöunda áratuginn. Svæðisbundin átök við kommúnista- stjórnina í Peking um áhrif í Suð- austur-Asíu áttu einnig þátt í að toga Bandaríkin inn í þetta stríð. Bandaríkjamenn lögðu gríðarlega áherzlu á að vinna sigur í Víetnam en tókst ekki. Þeir biðu auðmýkjandi ósigur. Stjórnmálakænska Richards Nixons og Henry Kissingers bjargaði því, sem bjargað varð. Löngu áður en bandarísk stjórnvöld sneru við blað- inu var almenningur í Bandaríkjun- um búinn að gera sér grein fyrir því, að Víetnamstríðið snerist um aðra hluti en kalda stríðið. I greinum, sem birtust hér í blaðinu sumarið og haustið 1968 lýsti einn af blaðamönn- um Morgunblaðsins, sem ferðast hafði víða um Bandaríkin það sumar, efasemdum og fyrirvörum þjóðarinn- ar vegna stríðsins í Víetnam. Lyndon Johnson, Bandaríkjaforseti, gaf ekki kost á sér til endurkjörs þá um haust- ið vegna andstöðu þjóðarinnar við stríðið. Kynslóð Clintons var á móti þessu stríði. Allan stjórnmálaferil hans hef- ur hann legið undir ámæli fyrir að hafa ekki barizt í Víetnam. Sú afstaða hans kemur honum til góða nú, þegar hann heimsækir Víetnam. I Ijósi þessarar erfiðu sögu er heimsókn Clintons og fjölskyldu hans til Víetnam nú stórviðburður, sem vonandi verður til þess, að þessum kafla í sameiginlegri sögu Bandaríkj- anna og Víetnam hafi endanlega verið lokið. s Aform nppi um 16 þúsund tonna framleiðslu á kynbættum eldislaxi í sjókvíaeldisstöðvum í Mjóafírði og Berufírði Laxeldi gæti fjór- faldast Fáist starfsleyfí stjórnvalda fyrir sjókvía- eldi á kynbættum laxi í Mjóafírði og Beru- fírði gæti framleiðslan skapað hátt í 160 ný störf á Austfjörðum. Til að koma starf- seminni í gang þurfa laxeldisfyrirtækin tvö um 3 milljarða króna og er samvinna þeirra við kaup aðfanga ekki útilokuð. AAUSTFJÖRÐUM eru uppi stór áform um rekstur tveggja sjókvía- eldisstöðva þar sem ala á upp lax af norskum uppruna sem hefur verið kynbættur hér á landi. Þetta er annars vegar á vegum Sæ- silfurs ehf. í Mjóafírði og Salar Is- landica ehf. í Berufírði. Hvor stöð um sig sækir um leyfi fyrir allt að 8 þúsund tonna framleiðslu á ári á laxi og laxaafurðum, miðað við full- vinnslu, eða alls 16 þúsund tonn. Það er fjórfalt meiri framleiðsla en á sér stað í laxeldi í landinu í dag. Ars- framleiðsla á laxi er núna um 4 þús- und tonn og með öðrum fisktegund- um, s.s. bleikju og regnbogasilungi, nálgast framleiðslan 5 þúsund tonn. Laxinum úr Mjóafirði á að slátra á Neskaupstað en Berufjarðarlaxi stendur til að slátra á Djúpavogi. Framleiðslan á hvorum stað er háð því að tilskilin rekstrarleyfi fáist, sem rekstraraðilarnir bíða nú eftir í ofvæni. Deilt hefur verið um rétt- mæti eldisins og kærur borist Skipu- lagsstofnun og umhverfisráðuneyti, sem á eftir að gefa út tilskilin leyfi. Ef af rekstri þessara stöðva verður gætu skapast hátt í 160 störf við þær. Fjárfestingin er mikil, nærri 1.500 milljónir króna í hvoru dæmi fyrir sig til að koma starfseminni af stað. Ótalinn er þá m.a. kostnaður við uppbyggingu sláturhúsa. Þegar upp er staðið gæti verið um að ræða 4 milljarða króna fjárfestingu í lax- eldi á Austfjörðum. Aðstandendur fyrirtækjanna útiloka ekki sam- vinnu sín á milli, m.a. við innkaup á fóðri og öðrum aðföngum, en engir samstarfssamningar hafa verið und- irritaðir ennþá. Þijár útgerðir í Sæsilfri Fyrirtækið Sæsilfur ehf. var ný- lega stofnað í Neskaupstað upp úr AGVA hf., sem upphaflega ráðgerði laxeldi í Eyjafirði en beindi síðan sjónum sínum að Mjóafirði í upphafi þessa árs. Nokkur útgerðarfyrir- tæki hafa bæst í hópinn, þ.e. Síldar- vinnslan í Neskaupstað, Samherji á Akureyri og Hraðfrystistöð Þórs- hafnar. Hlutaféð er um 100 milljónir króna. Guðmundur Valur Stefáns- son stofnaði AGVA ásamt fleirum og hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Sæsilfurs. Guðmundur Valur segist í samtali við Morgunblaðið vonast til þess að leyfi fáist fyrir ára- mót, þannig að starfsemin geti hafist að hluta næsta vor. Til reynslu verði fyrsta árið miðað við 2 þúsund tonna framleiðslu en starfsemin verði fyrir alvöru komin í gang vorið 2002. Hann útilokar ekki að fleiri eigendui- geti bæst í hópinn í framtíðinni, en nýlega kom fram í Morgunblaðinu að seiðaeldisstöðin Silfurstjarnan í Öxaríirði gæti orðið á meðal eig- wml&ÉA - M l .■4.-4..•i-X l i. -4». 4 þ enda. Stöðin mun útvega Sæsilfri seiði í eldisstöðvarnar í Mjóafirði. „Við ætlum að byggja þetta upp á 3-5 árum. Byrjum á því að setja út tvær kvíar en síðan reiknum við með alls 24 kvíum í tveimur eldisstöðv- um,“ segir Guðmundur Valur en hver kví verður 25x25 metrar að flat- armáli. Sæsilfur hyggst nota stál- kvíar, framleiddar i Noregi. Kvíun- um verður komið fyrir utarlega í norðanverðum Mjóafirði, skammt frá Brekku. Með þartilgerðum báti á að sigla með seiðin frá Neskaupstað í kvíarnar og þaðan fer fullalinn lax svo sömu leið til slátrunar í Nes- kaupstað. Að sögn Guðmundar Vals tekur siglingin tæpan hálftíma. Sfldarvinnslan í Neskaupstað leggur til húsnæði undir sláturhús þar sem tengja á starfsemina ann- arri fiskvinnslu fyrirtækisins. Guð- mundur Valur segir möguleika þar á margs konar fullvinnslu, s,s. fryst- ingu, reyk og pökkun í neytendaum- búðir, auk þess sem útgerðarfyrir- tækin geti fengið fóður til úrvinnslu. Hann telur að með fullvinnslunni og fiskeldinu geti Sæsilfur skapað allt að 100 störf, þegar framleiðslan verður komin í fullan gang. I upphafi megi reikna með 40-50 störfum. „Við finnum fyrir mikium áhuga Austfirðinga, sem eru mjög jákvæð- ir. Fiskeldi er talin ein umhverfis- vænasta matvælagrein í heimi og við erum sannarlega að tala um um- hverfisvæna stóriðju þarna á Aust- fjörðum. í Noregi hefur þessi at- vinnuvegur bjargað heilu byggð- unum. I sumum byggðarlögum þar koma allar útflutningstekjur af fisk- eldi,“ segir Guðmundur Valur. Hann segir fjárfestingu Sæsilfurs í upphafi vera um 600 milljónir króna en með kaupum á fiski til eldis og fleiru megi reikna með 1.200 til 1.500 milljóna króna kostnaði. Guðmundur Valm- telur sjókvía- eldi í Berufirði fara vel saman við starfsemi Sæsilfurs í Mjóafirði og Neskaupstað. Þetta séu algjörlega aðskilin fyrirtæki en hann telur góða möguleika á að samstarf náist milli þein-a, einkum við kaup á aðföngum eins og fóðri og ýmissi þjónustu. Einnig sér hann fyrir sér gott sam- starf við sveitarfélögin á svæðinu. Tvær 4 þúsund tonna eldisstöðvar í Berufirði Salar Islandica ehf. er í eigu nokk- urra íslenskra og norskra aðila. Undirbúningur að laxeldi í Berufirði hófst fyrir um tveimur árum. Búið er að sækja um leyfi fyrir starfrækslu tveggja 4 þúsund tonna eldisstöðva í firðinum. I hvorri stöð um sig eru 16 kvíar, framleiddar í Noregi. Ala á upp Norður-Atlantshafslax sem kynbættur hefur verið hérlendis og þróaður af íslenskum sérfræðingum Scanpix Norskir aðilar vilja fjárfesta í laxeldi á Austurlandi. Þeir eiga hlut í Salar Islandica ehf. sem undirbýr sjó- kvíaeldi í Berufirði. Myndin er tekin af sjókví í Aukra í Noregi. um tveggja áratuga skeið. Hrogn úr þessum kynbætta laxi eru nú seld til margra landa. Fyrirtækið hefur fengið úthlutun fyrir lóð undir 3.600 fermetra laxa- sláturhús á Djúpavogi, ásamt lóð undir áhaldahús og aðstöðu við höfn- ina. Að sögn Einars Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Salar Islandica, hafa viðbrögð heimamanna verið mjög góð og samstarf við sveitar- stjórn verið gott. Áætlanir Salar Islandica gera ráð fyrir að framleiðsla verði komin í fiillan gang árið 2003, fáist tilskilin leyfi fljótlega. Sláturhúsið á Djúpa- vogi verður þá opnað, með vinnslu- getu upp á 40-50 tonn á dag. Mun það vera sú stærð sláturhúss sem nauðsynleg er til að tryggja viðun- Sæsilfur ehf. 24 eldiskvíar undan Brekku í Mjóafirði. QQOOOÖQOOOOO OOOOOOOOOOOO Slátrað verður á Neskaupsstað Aformað sækvíaeldi á Austfjörðum ) Salar Islandica ehf. 32 eldiskvíar á tveim stöðum í Berufirði Slátrað verður á Djúpavogi andi rekstrargrundvöll, samkvæmt reynslu erlendis frá. Reiknað er með að um 60 störf skapist í beinum tengslum við starfsemi Salar Island- ica. Fyrirtækið er nú þegar með á sínum snærum sérfræðinga í laxeldi, sem eru vel menntaðir og með ára- langa reynslu af reksbi sjókvíaeldis- stöðva í Noregi. Þessii- sérfræðingar könnuðu allar aðstæður á Austfjörð- um og komust að þeirri niðurstöðu að aðstaðan í Berufirði væri kjörin til laxeldis. Kvíarnar liggja skammt frá landi og á að sigla með fiskinn með bátum í land á Djúpavogi til slátnmar. Hver sjókví er 24x24 metrar að flat- armáli, og liggja þær á 40-50 metra dýpi. Milli stöðvanna er fjarlægðin 2,5 kílómetrar. Einar segir reynslu af þessum kvíum mjög góða í Nor- egi, þær hafi staðist áraun í miklum veðrum. Ákvörðun um staðsetningu kvíanna var tekin í samráði við hafn- arstjóm og staðkunnuga heima- menn. Hvort samstarf við Sæsilfur í Mjóafii’ði komi til greina vill Einar ekki útiloka það. Athugandi sé að skoða þá kosti en ekkert hafi verið ákveðið. Að sögn Einars hyggur Sal- ar Islandica á sölu eldislax á mörk- uðum í Evrópu og Bandaríkjunum, þar sem eftirspurnin er mikil um þessar mundir. Sæsilfui’smenn horfa til sömu markaða með sölu á sínum afurðum. Mistök mega ekki eiga sér stað Sæsilfur ehf. og Salar Islandica ehf. eru innan Landssambands fisk- eldis- og hafbeitarstöðva, sem hefur stutt áform fyrirtækjanna með ráð- um og dáð. Vigfús Jóhannsson, for- maður landssambandsins, segir við Morgunblaðið að menn hafi haldið að sér höndum í fiskeldi of lengi. Nauðsynlegt sé að sjókvíaeldi fari af stað, að öðrum kosti leggist fiskeldi af sem atvinnugrein. Strandeldis- stöðvar hafi náð góðum árangri í lax- eldi en þær séu komnar að ákveðn- um mörkum. „Ef strandeldisstöðvar eiga að ná frekari árangri og framlegð þurfa þær að koma hluta af sinni fram- leiðslu í sjó. Sjókvíaeldið er eðlileg framþróun því strandeldi er einfald- lega ekki samkeppnishæft þegar kemur að stórum fiski,“ segir Vig- fús. Hann leggur þunga áherslu á að engin mistök megi eiga sér stað í sjókvíaeldinu. Byggja þurfi upp gi-einina jöfnum skrefum og sam- kvæmt ströngum starfsskilyrðum og umhverfisreglum, sem eru í sam- ræmi við það sem gerst hefur er- lendis. agbókarblöð Ast hans á arfleifðinni var ekki sízt vegabréfið að vinsœldum hans í Skotlandi Ég rakst óvart á tvær fréttir í skozka sjónvarpinu sem segja meira um mannkynið svo- nefnda en flest annað: annars vegar frásögn af fyrsta for- sætisráðherra heimastjórnar Skota, Donald Dewar, sem lézt 63 ára gamall. Hann hefur ver- ið forystumaður krata í Skot- landi og af sumum nefndur „faðir þjóðarinnar", þótt hann hafi lagt áherzlu á heimastjórn, en ekki sjálfstæði eins og þjóð- ernissinnar. Lýsingarorðin há- stemmd (varkár risi, sagði Hague) og auðvitað öllum gleymd að nokkrum tíma liðn- um, eins og gengur; díanskur dauði! í hinni fréttinni var sagt frá útför bófaforingjans Regg- ies Krays sem fór fram í Lon- don með miklum glæsibrag. Hann var, ásamt tvíburabróður sínum, glæpaforingi sjöunda og áttunda áratugarins í London, alþekktur glæpon og morðingi. Utförin fór fram með mikilli viðhöfn; kirkjan troðfull, svart- ir hestar fyrir líkvagninum og þúsundir manna utan við kirkjuna og á nærliggjandi göt- um til að votta hinum látna virðingu sína. Sem sagt, hetjan í East End! Dauðinn fer ekki í mann- greinarálit í þessu kraðaki sem við nefnum mannlíf. Við mun- um líka hina guðlegu skurð- goðadýrkun á þjóðarleiðtogan- um Adolf Hitler. Saga Klees er eins og smáneðanmálsgrein í glæpasögu aldarinnar miðað við ævi þessa hraðmælska gasprara og lýðskrumara. En hvað sem dauðanum líður og hvernig sem hann horfir við skammtímaminni hjarðarinnar ber öllum saman um að „faðir“ skozku þjóðarinnar, Donald Dewar, hafi verið heiðarlegur maður, traustur lýðræðissinni sem bar virðingu fyrir um- hverfi sínu og umhyggju fyrir fólkinu í landinu, ekki sízt þeim sem áttu undir högg að sækja. En það sem réð úrslitum um vinsældir hans í Skotlandi var menningarleg yfirsýn og rækt- un skozkra sérkenna. I minn- ingarorðum um hann var lögð áherzla á hversu sterkar taug- ar hann hafði til skozkrar arf- leifðar og að sögn kunni enginn betri skil á Robert Burns en þessi sérstæði þjóðarleiðtogi Skota sem við vissum lítil sem engin deili á. Ást hans á arf- leifðinni var ekki sízt vegabréf- ið að vinsældum hans í Skot- landi. Mig minnir það hafi verið fyrrum Skotlandsmálaráðherra Ihaldsflokksins sem lagði áherzlu á þennan mikilvæga þátt í skozku samtímalífi, hvort sem þeir hallast að sjálfsstjórn með heimastjórn eða því sjálf- stæði sem nú er á dagskrá, þótt það sé engan veginn í augsýn. Skotar og Færeyingar, þessar nágrannaþjóðir okkar, standa að því er virðist í sömu sporum, hvað þetta varðar. Og þá mætti einnig bæta Græn- lendingum við. Sem sagt, þeir tvístíga. Donalds Dewars var minnzt á forsíðu allra skozku blaðanna og raunar ensku stórblaðanna einnig, sum blöðin höfðu engar fréttir aðrar á forsíðu en andlát hans og risastórar myndir af þessum „föður“ skozku þjóðar- innar. Þó að við höfum þekkt lítið til Dewars og pólitískrar baráttu hans, er enginn vafi á MEDEA í Glasgow. því, að hann hefur verið virtasti stjórnmálamaður Skota um langt árabil. Og eftir að hann varð fyrsti forsætisráðherra landsins hefur hann haft svip- aða stöðu og Hannes Hafstein á sínum tíma. Hannes var að vísu ekki höfundur þingræðis á íslandi, en Dewar var helzti hönnuður hins nýja skozka þings. Þeir voru báðir fyrstu ráðherrar eða forsætisráðherr- ar þingbundinnar heimastjórn- ar og þannig leiðtogar þjóða sinna - án þess þær væru sjálf- stæðar. Það skyldi þó ekki vera að þróunin í Skotlandi yrði með svipuðum hætti og hér heima. Dewar var fæddur og uppa- linn í Glasgow. Hann var af millistéttarfólki, en gerðist leið- togi þeirra sem börðust fyrir félagslegum umbótum og var ekki sízt dáður af þeim sökum, en þó einkum fyrir sín skozku sérkenni og trúna á skozka æv- intýrið, ef svo mætti segja. Hann var líka lifandi eftirmynd annars ævintýraskálds, H.C. Andersens. Þefr hafa, að mér sýnist, verið mjög áþekkir í út- liti. Glasgow er skozkari borg en höfuðborgin, Edinborg. Þegar við sátum á McDonalds handan Clyde-árinnar og fengum okkur snarl fyrir leiksýningu í Tramway-leikhúsinu vatt ungur maður sér að okkur og spurði, hvaðan við værum. Við sögðum honum það. Hann fór strax að tala um Dewar og vinsældir hans, hann væri héðan frá Glasgow, sagði hann. Við erum íslendingar, sögðum við, kom- um frá Edinborg. Jæja, sagði hann, Edinborg. Okkur sem búum í Glasgow líkar engan veginn við þá sem búa í Édin- borg. Svo bætti hann við, hugsi: Og það er líklega gagn- kvæmt. Mér sýnist fólkið í Glasgow opnara og vinsamlegra í við- móti en þeir sem hafa hlotið „enska“ uppeldið í Edinborg. Þar er yfirbragðið „aristókrat- ískara“ en í Glasgow. Glasgow er sem sagt skozkari en Edin- borg. Samt voru þeir allir ætt- aðir þaðan, Connan Doyle, Stevensson og Hume. Ég spurði dr. Fanneyju Krist- mundsdóttur, dósent í líffæra- fræði við Edin- borgarháskóla, hvað hún segði um fólkið í Edin- borg og Glasg- ow-búa. Hún sagði að þetta fólk væri mjög ólíkt. Edinborg- arbúar væru lok- aðri, þeir stydd- ust við lengri hefð, t.a.m. hvað snerti menntun. Og þá væntan- lega einnig tengsl við krún- una. Þeir væru þannig væntan- lega stærri uppá sig; hégóma- legri. Án þess hún segði það beinlínis. I Edin- borg byggju margir mennta- menn, lögfræð- ingar, læknar. Það væri erfiðara að komast í samband við fólkið í Edinborg en Glasgow. Afstaða Edinborg- arbúans til Glasgow væri þessi: Það bezta sem kemur frá Glasgow er hraðlestin! Dr. Fanney hefur hlotið mik- inn frama á Bretlandseyjum og er nú einn af varaforsetum læknadeildar Edinborgar- háskóla sem styðst við langa hefð og mikinn orðstír. Ég spurði hana um kynþátta- hatur á Bretlandseyjum, eink- um Skotlandi. Hún sagðist helzt verða vör við einhvers konar kynþáttahatur hjá ung- um Skotum sem létu þessa þjóðernisafstöðu sína bitna á Englendingum. Að öðru leyti væri allt með kyrrum kjörum í kynþáttamálum, enda þótt um tuttugu þúsund nemendur hvaðanæva að úr heiminum sæktu Edinborgarháskóla ár hvert. Á fyrrnefndri afstöðu ungra Skota hefði einkum bor- ið, þegar kvikmyndin Brave- heart var sýnd, en slík verk geta ýtt undir allskyns tauga- spennu og tilfinningaflæði; og ekki sízt þjóðernishroka. Maður þarf ekki annað en fara í fyrrnefnt Tramway- leikhús í Glasgow til að finna þetta skozka andrúm sem ég hef verið að minnast á. Við sá- um nýja gerð af Medeu eftir Evrípídes, frábæra sýningu þar sem Medea og Jason og Kreon töluðu ensku, en fóstran og þjónustufólkið skozku! Kórinn var aftur á móti allur upp á enskuna. Ég veit ekki hver Liz Lochhead er, höfundur þessar- ar nýju leikgerðar; eða endur- vinnslu, ef svo mætti segja. Minnti að sumu leyti á nýstár- lega skírskotun bandamanna í Skírnismál og Eddu, þar sem skáldleg leikgerð Sveins Ein- arssonar og góð uppfærsla dregur fram arfleifðina. Þetta nýja Tramway-leikhús er til húsa í gamla spoiwagna- skýlinu í Glasgow þar sem vagnarnir voru geymdir í gamla daga. Nú hefur því verið breytt í eftirminnilegt umhverfi nýrrar leiklistar. M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.