Morgunblaðið - 18.11.2000, Side 28

Morgunblaðið - 18.11.2000, Side 28
28 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aftöku þroskahefts manns frestað í Texas Washington. AFP, AP. HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna úrskurðaði á fimmtudag að aftöku manns, sem talinn er vera þroska- heftur, skyldi frestað þar til ákveðið hefði verið hvort rétturinn tæki mál hans upp á ný. Úr- skurðurinn gæti haft fordæmis- gildi í Banda- ríkjunum, sem hafa legið undir ámæli fyrir að taka þroskahefta sakamenn af lífi. John Paul Penry, sem er 44 ára gamall, var dæmdur til dauða árið 1979 fyrir nauðgun og morð á 22 ára gamalli konu í Texas. Þegar glæpurinn var framinn var hann á skilorði, eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun. Með þroska á við sjö ára barn Sérfræðingar sem hafa rannsak- að Penry fullyrða að andlegur þroski hans sé á við sex eða sjö ára barn og greindarvísitala hans mælist milli 50 og 60 stig. Hæsti- réttur ógilti dauðadóminn yfir Penry árið 1989, en úrskurðaði að aftaka þroskaheftra sakamanna bryti ekki í bága við stjórnar- skrána. Þá var réttað aftur í máli hans og dauðadómurinn staðfest- ur. Taka átti Penry af lífi klukkan 18 að staðartíma á fimmtudag, en ef aftakan hefði farið fram hefði hún verið sú þriðja í Texas á einni viku. Ýmsir mótmæltu hinni fyrir- hugðu aftöku, meðal annars Jó- hannes Páll páfi, Evrópusamband- ið, hreyfingar sem berjast gegn dauðarefsingum og samtök banda- rískra lögmanna, en náðunarnefnd ríkisins hafnaði á þriðjudag beiðni um að dómurinn yrði mildaður. Fjórtán menn sem setið hafa í öld- ungadeild Bandaríkjaþings fyrir Texas sendu ríkisstjóranum, Ge- orge W. Bush, bréf þar sem þeir fara þess á leit að hann beiti valdi sínu til að fresta aftöku Penrys, en talsmaður Bush sagði að ríkis- stjórinn gæti vitanlega ekki tekið ákvörðun fyrr en niðurstaða Hæstaréttar lægi fyrir. Hæstirétt- ur úrskurðaði svo á síðustu stundu að aftökunni skyldi frestað, þar til ákveðið hefði verið hvort dómarar réttarins myndu hlýða á málflutn- ing verjanda Penrys, sem halda því fram að kviðdómendum í fyrri réttarhöldum hafi ekki verið skýrt nægjanlega vel frá greindarskorti hans. Ekki er víst hvenær ákvörð- unar Hæstaréttar er að vænta. Fulltrúar ákæruvaldsins í Texas fullyrða hins vegar að Penry sé að- eins fáfróður, en ekki þroskaheft- ur. Æðsti saksóknari ríkisins, John Cornyn, lýsti honum sem slægum manni, sem væri fær um að leggja á ráðin um athafnir sínar og blekkja fólk vísvitandi. 35 þroskaheftir menn verið teknir af lífi Bandaríkin eru meðal fárra landa í heiminum þar sem heimilt er að taka þroskahefta sakamenn af lífi. Aftökur þroskaheftra eru nánar til tekið löglegar í 20 ríkjum Bandaríkjanna, en í nokkrum þeirra er í athugun að breyta lög- um þar að lútandi. Síðan dauðarefsing var tekin upp að nýju í Bandaríkjunum árið 1976 hafa 676 fangar verið teknir af lífi, en þar af hafa 35 þroska- heftir menn verið leiddir til aftöku síðan 1984. Hryðju- verk í Riyadh Riyadh. AFP. BRESKUR maður lést og kona hans særðist nokkuð er sprengja sprakk í bíl þeirra í Ri- yadh, höfuðborg Saudi-Arabíu, í gær. Haft er efir vitnum að maður- inn hafi misst handlegg og fót- legg í sprengingunni og látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Kona hans meiddist aðeins h'tillega og fékk að fara heim eftir aðhlynn- ingu. Höfðu þau hjónin búið og starfað í Riyadh í sjö ár. Ekki var vitað hverjir báru ábyrgð á verknaðinum en hann átti sér stað á sama tíma og ver- ið var að setja rnikla olíuráð- stefnu sem orkuráðherrar Bret- lands og Bandaríkjanna sitja ásamt um 400 öðrum fulltrúum. William Cohen, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, er einnig í vikuferð á þessum slóðum og ætlar að eiga viðræður við saudi-arabísk yfii-völd um bar- áttu gegn hryðjuverkamönnum. Reuters Skólaböm veifa pappírsveifum með hvalamyndum er japanska hvalveiðiskipið Yushin Maru siglir frá landi f Shimonoseki í gær. Japanar hyggjast veiða 400 hrefnur í vísindaskyni á veiðitímabilinu. Grábirnir í Boise í Idaho. AP. BANDARISKA alríkisstofnunin Federal Fish and Wildlife Service, sem sinnir náttúruvernd, hefur tilkynnt að sleppa skuli að minnsta kosti 25 grábjörnum á fjallasvæðinu á mörkum banda- rfsku sambandsrfkjanna Idaho og Montana. Yfirvöldum á þessu svæði kom þessi ákvörðun víst ekki á óvart, en ríkisstjóri Idaho ftrekaði í gær heit um að verjast þessum áformum fyrir dómstól- um. „Ég er á móti því að þessum villtu kjötætuflykkjum sé sleppt lausum í Idaho,“ sagði ríkisstjór- inn, Dirk Kempthorne. „Þetta er sennilega fyrsta áætlun alríkisins sem hætt er við að endi með því að saklaust fólk hljóti skaða eða jafnvel dauða af. I hvert sinn sem manneskja hittir grábjörn stend- ur manneskjan höllum fæti.“ Ralph Morgenweck, svæðis- stjóri Fish and Wildlife Service, kynnti í gær áform um að grá- björnum, sem margir yrðu sóttir til Kanada, yrðu á næstu fimm ár- um fundin ný heimkynni á óbyggðasvæðunum Selway- óþökk íbúa Bitterroot og Frank Church-River of No Return í hinum bandarfska hluta Klettafjalla suður af Kan- ada. Svæðið er um tvær milljónir hektara að stærð og að sögn erindreka alríkisyfirvalda er hættan á að birnir rekist á menn á þessu svæði sáralítil. Fyrstu birnirnir yrðu fluttir á svæðið í fyrsta lagi um sumarið 2002. f samræmi við sérstaka reglu- gerð, sem einnig nær til þess að villtum úlfum séu fluttir inn á óbyggðasvæði í Idaho og í Yell- owstone-þjóðgarðinum, getur Fish og Wildlife-stofnunin flutt villta birni milli svæða eða látið drepa þá ef þeir sýna árásargirni í garð búfénaðar eða manna. Er markmiðið að grábjarna- stofninn í Bitterroots-óbyggðun- um komist í 280 dýr, en það tæki á bilinu 50 til 100 ár að ná því marki. Talið er að nú lifi um 1100 grábirnir samtals á afmörkuðum svæðum í Idaho, Montana, Wyoming og Washington-ríki. Grábjörnum var útrýmt á Bitter- roots-svæðinu á fimmta ára- tugnum. Hrefnuveiðar Japana hafnar Hótanir Banda- ríkjamanna hundsaðar Shimonoseki. AP. JAPANSKUR hvalveiðifloti lét í gær úr höfn frá hafnarborginni Shimonoseki í Suðvestur-Japan, þrátt fyrir áhyggjur af því að Banda- ríkjamenn gætu gert alvöru úr hót- unum sínum um efnahagslegar refsi- aðgerðir vegna meintra brota Japana á samþykktum Alþjóðahval- veiðiráðsins. Aformað er að jap- önsku hvalveiðiskipin vérði næstu fimm mánuðina á hrefnuveiðum í Suður-Kyrrahafi, á miðum undan Suðurskautslandinu. Japönsk yftr- völd hafa veitt heimild fyrir því að 400 hrefnur verði veiddar í vísinda- skyni á þessu veiðitímabili. Á hafnarbakkanum í Shimonoseki var skálað fyrir áhöfnum hvalveiði- skipanna fimm og þær kvaddar með lúðrablæstri og flugeldasýningu. „Við viljum að allir skÚji að rann- sóknirnar sem við erum að gera séu nauðsynlegar," sagði Kiyoshi Ejima, borgarstjóri Shimonoseki, við kveðjuathöfnina. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur sagzt vera að íhuga að mæla með því að gripið verði til efnahags- legra refsiaðgerða gegn Japan vegna útfærslu hvalveiða Japana í Norður-Kyrrahafi til hvaltegunda eins og búrhvala og skorureyði, en báðar þessar tegundir er bannað að veiða samkvæmt bandarískum lög- um. Japönsk stjómvöld halda því fram, að með hvalveiðum þeim sem stundaðar eru frá Japan safnist mik- ilvægar upplýsingar um nytjastofna sjávar, og vísa þvf á bug að veiðarn- ar skaði nokkra tegund sem sé í út- rýmingarhættu. Gagnrýnendur segja „visindaveiðarnar“ ekkert annað en yfirvarp til að sjá japönsk- um veitingastöðum fyrir eftirsóttu hvalkjöti. Ábyrgðarmenn töpuðu slag við tryggingafélag Lloyds Sýknun en doman hneykslaður á vanhæfni NÝLEGA var kveðinn upp dómur í London í máli sem hópur 200 ábyrgðarmanna tryggingafélagsins Lloyds, „nafnanna" svonefndu, höfð- aði vegna ábyrgða sem höfðu fallið á kærendurna. Var tryggingafélagið sýknað en dómarinn gagnrýndi að sögn BBC fyrirtækið harkalega fyrir mistök og vanhæfni. Málið hefur ver- ið til umfjöllunar í hálft ár en ábyrgð- armennirnir töldu að þeir hefðu á sínum tíma verið blekktir til að ger- ast ábyrgðarmenn og ekki sagt frá því hve illa það stæði. Einn af viðskiptavinum Lloyds var á sínum tíma fyrirtækið John Man- ville sem var meðal öflugustu asbest- framleiðenda í heimi. Það fór á haus- inn 1983 vegna skaðabótakrafna sem það varð að greiða er ljóst var orðið að asbest var krabbameinsvaldur og olli lungnasjúkdómum. Lloyds reyndist ekki hafa varið sig með baktryggingum og vissi um yfirvof- andi gjaldþrot ári áður en það varð að veruleika en þagði þunnu hljóði. Tap tryggingafélagsins, sem er meira en 300 ára gamalt og hefur notið mikillar virðingar, hefur verið gríðarlegt vegna þessa máls, einnig vegna eldsvoða í olíuborpalli 1987 og fleiri slysa. En um þetta leyti, á áttunda og níunda áratugnum, fékk Lloyds tug- þúsundir manna, þ.á m. fjölda Bandaríkjamanna, til að gerast fjár- festar í Lloyds og um leið ábyrgðar- menn tryggingafélagsins. Flestir þeirra 34.000 ábyrgðarmanna sem urðu að taka á sig hluta af tapi fé- lagsins tóku árið 1996 boði Lloyds um málamiðlun sem fólst í þvi að þeir greiddu aðeins hluta af fénu sem þeir áttu lögum samkvæmt að inna af hendi. Creswell dómari í London kvað upp úrskurð sinn 3. nóvember og vís- aði á bug kröfum ábyrgðarmann- anna en sagði að koma ætti á fót sjálfstæðri nefnd hjá Lloyds til að fjalla um mál 200-menninganna. Dómarinn sagðist ekki geta sam- þykkt að beitt hefði verið vísvitandi blekkingum til að fá nýja fjárfesta til liðs við fyrirtækið. A hinn bóginn var hann hvassyrtur þegar hann lýsti vinnubrögðum ýmissa starfsmanna félagsins og sagði þá hafa gert „mis- tök og sýnt vanhæfni á níunda ára- tugnum". Ábyrgðarmenn hefðu ver- ið „saklaus fórnarlömb“ þessarar vanhæfni. Tap Lloyds á níunda áratugnum var alls um 8 milljarðar punda, um 100 milljarðar ki-óna. Creswell sagði að tap ábyrgðarmannanna hefði numið allt að 469.000 pundum, rúm- lega 50 milljónum króna. Hefði áfallið rústað mörg hjónabönd og fullyrt væri að það hefði valdið 15 sjálfsvígum. Margir frammámenn í Bretlandi eru meðal ábyrgðarmanna Lloyds. Einn af málshöfðendum, sir William Jaffrey, spáði því að einhvers konar sátt myndi nást en lýsti undrun sinni á niðurstöðu dómarans. „Hvað þarf að sýna fram á mörg dæmi um dæmalausa hyskni áður en hægt er að fara að ræða um svik?“ spurði hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.