Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 38

Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 38
JJ8 L AU GARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 Ný lyf Nýtt reykingalyf hentar alls ekki öllum MORGUNBLAÐIÐ Lífshættir Könnun á reykingum íþróttamanna Lyfjaiðnaður Tengsl lækna og fyrir- tækja til umræðu Hjartað fjarlægt Houston. AP. ÓVENJULEG aðgerð var fram- kvæmd á 57 ára bandarískri konu á þriðjudag þegar hjartað var tekið tímabundið úr henni, þrjú æxli voru fjarlægð úr því og því síðan komið fyrir á ný í brjósti sjúklingsins. Læknar voru varfærnir mjög í yfírlýsing- um sínum eftir aðgerðina en sögðu á fímmtudag að líðan kon- unnar væri eftir atvikum góð. Aðeins einn sjúklingur hefur lif- að slíka aðgerð af en tveir dóu, 1983 og 1999. Aðgerðin sem Joanne Minnich gekkst undir tók sjö klukku- stundir. Pað voru læknar við DeBakey-hjartalækningamið- stöðina í Houston í Texas í Bandaríkjunum sem fram- kvæmdu hana. Þrjú æxli voru í hjartavegg Minnich og hefðu þau dregið hana til dauða á tveimur vikum hefðu þau ekki verið fjarlægð. Eitt æxlið var á stærð við sítr- ónu en hin minni. Raunar kom þriðja æxlið ekki í ljós fyrr en læknarnir í Houston höfðu tekið það úr brjóstholi sjúklingsins. Var hjartanu komið fyrir í skál hvar það hvíldi umlukið ís á með- an læknarnir fjarlægðu mein- semdirnar. Eina vonin Hjarta- og lungnavél kom í stað hjartans í þær 45 mínútur sem það var utan líkama Joanne Minnich. Almennt gildir um hjartað að það er ekki hægt að geyma utan mannslíkamans lengur en í sex klukkustundir. Fyrir aðgerðina sagði Minnich að aðgerð þessi væri eina leiðin til að hún gæti gert sér vonir um að halda lífi. „Vitanlega er ég hrædd en ég hef enga aðra val- kosti," sagði hún í viðtölum fyrir aðgerðina. Að sögn Michaels Reardon, sem fór fyrir læknahópnum sem framkvæmdi aðgerðina, kom ekki til álita að bíða í því skyni að græða nýtt hjarta í sjúkling- inn. Fimm til sex mánuðir hefðu að öllu óbreyttu getað liðið áður en kostur gæfist á slíkri aðgerð. Að auki hefði með þessu móti verið unnt að hlífa sjúklingnum við mikilli lyfjagjöf sem hefði Associated Press verið nauðsynleg hefði nýtt hjarta verið grætt í hana. Þar með hefði þurft að lama ónæmis- kerfi Joanne Minnich, sem barist hefði gegn nýja líffærinu, sem aftur hefði haft marvíslegan vanda í för með sér. A myndinni sést hvar hjarta Joanne Minnich hvílir á brjósti hennar er læknarnir búa sig undir að koma því fyrir á ný. Getur orðið sjúklegt. Associated Press Pilla fyrir kaupóða New York Times Syndicate. ÞEIR sem eru að fara á kaf í skuldir vegna þess að þeir sanka að sér hlut- um sem þeir hafa enga þörf fyrir og langar jafnvel ekkert í geta nú ef til vill horft fram á bjartari daga. Líkur eru á að brátt geti þeir tekið pillu til að slá á kaupæðið. Vísindamenn við Stanford-háskóla eru að kanna hvort lyf sem um flest minnir á Prozac og önnur skyld geð- deyfðarlyf geti dugað til að lækna menn af kaupæði sem á fræðimáli nefnist „oniomania“. Þeir hyggjast skýra frá niðurstöðum rannsókna sinna fyrir lok þessa árs. Sumir sérfræðingar telja að kaupæði sé fyrst og fremst birtingar- form annarra þráhyggju sjúkdóma. Aðrir eru þeirrar hyggju að hér sé um að ræða sérstakan sjúkdóm. Ekki er um það deilt að í umhverfi fólks skortir ekki áreiti sem fallið er til að fá það til að kaupa. Hins vegar er ýmislegt á huldu um sjúklegt kaupæði. Það virðist geta tekið á sig ýmsar myndir. Sumir ráfa klukku- stundum saman um verslunarmið- stöðvar dag eftir dag. Kona ein sem þátt tók í rannsókninni greindi frá því að hún hefði ekki getað sofnað fyrr en hún var búin að panta eitthvað sem boðið var falt í auglýsingasjónvarpi. Af þessu leiðir að viðurkennt „próf ‘ til að sannreyna hvort viðkom- andi er haldinn kaupæði er ekki til. Hins vegar má greina ákveðin sam- kenni þegar einstök tilfelli eru skoð- uð. Flestir kaupæðissjúklingar eru konur, að sögn dr. Lorrin Koran, sem er prófessor í geðlækningum og at- ferlisvísindum og stjórnar rannsókn- inni við Stanford-háskóla. Flestir þessara sjúklinga hafa lélegt sjálfs- mat og eru iðulega þjakaðir af kvíða og þunglyndi. Konurnar kaupa oftast skartgripi, snyrtivörur og tískuvarn- ing. Algengt er einnig að kaupóðir hafi ekki stjórn á mataræði sínu. Þá kveður ein kenningin á um það að kaupæði tengist áráttusjúkdómum á borð við spila- og kynlífsfíkn. Lyfinu sem nú er unnið að við Stanford-háskóla er lýst sem hemli er hemji sérhæft endurupptöku á serótóníni. Er það því skylt Prozac og mörgum öðrum geðdeyfðarlyfjum. Serótónín er efni sem m.a. hefur mik- i! áhrif á andlega líðan og hafa rann- sóknir leitt í Ijós að það skortir iðu- lega í heila þeirra sem þjást af þunglyndi, kvíða og áráttusjúkdóm- um. TENGLAR Heimasíða kaupóðra http:// clubs.nbci.com/shopoholicsan- onymnous/index.lhtml Lyf við reykingum MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Ég er þunglyndis- og kvíðasjúklingur og hef notað lyf við því. Nýverið hóf ég að nota reykingalyfið Zyban til að hætta að reykja. Mér finnst kvíði minn og eirðarleysi hafa aukist. Nú er spurt: er óhætt að mæla með þessu lyfi fyrir kvíða- og þung- lyndissjúklinga? Svar: Nei, þetta lyf er ekki heppi- legt fyrir sjúklinga með kvíða og þunglyndi. Lyfið (búprópíon eða Zyban) kom á markað í Evrópu sl. sumar sem hjálparmeðal til að hætta reykingum. Það hafði verið á markaði í Bandaríkjunum síðan 1989 sem þunglyndislyf en menn tóku eftir því að sumir þunglynd- issjúklingar sem tóku það hættu að reykja. Farið var að athuga hugsanlegt notagildi við reyking- um og sú notkun var viðurkennd fyrir nokkru en ekki er vitað á hvern hátt lyfið dregur úr nikó- tínfíkn. Þegar lyfið var markaðssett á íslandi nú í haust fékk það mjög óvenjulega umfjöllun í fjölmiðlum og í nokkra daga var fjallað um þetta lyf í mörgum fréttatímum útvarps og sjónvarpsstöðva og í dagblöðum. Af þessari umfjöllun mátti halda að fundin væri end- anleg lausn á því mikla böli sem reykingar eru, en myndin sem brugðið var upp er því miður fjarri sanni. Ef þær rannsóknir sem gerðar hafa verið eru teknar saman og skoðað hve margir voru enn í reykbindindi ári eftir upphaf meðferðar með lyfi og félagsleg- um stuðningi kemur í ljós að það voru 8-10% af þeim sem fengu lyfleysu (óvirkt lyf), 12% af þeim sem fengu nikótínplástra og 13- 23% af þeim sem fengu Zyban. Einnig hefur verið reynt að gefa saman nikótínlyf og Zyban en þá virðist vera talsverð hætta á blóð- þrýstingshækkun og sú blanda er þess vegna ekki talin ráðleg. Árangur er vissulega nokkru betri en með nikótínlyfjum einum saman en alls ekki eins góður og skilja mátti af umfjölluninni í fjöl- miðlum. Þar að auki eru ýmsir gallar á þessu lyfi. Það getur einstaka sinnum valdið flogum og þeir sem eru flogaveikir eða hafa einhvern tíma verið það eiga ekki að nota lyfið. Lyfið hentar heldur ekki þeim sem hafa haft lystarstol, lotugræðgi eða geðhvarfasýki (manio-depressiv sjúkdóm) og getur verið hættulegt ef viðkom- andi tekur þunglyndislyf af flokki sem nefnist MAO-hemlar. Ýmis önnur lyf geta aukið hættu á aukaverkunum ef þau eru tekin samtímis. Eitt af því sem sumir hafa áhyggjur af er að verkanir lyfsins minna að sumu leyti á verkanir amfetamíns. Bæði Zyban og amfetamín geta valdið svefntruflunum, skjálfta, höfuðverk, þunglyndi, eirðarleysi, kvíða og krampaflogum. Krampa- flog koma fyrir hjá einum af hverjum 1.000 sem taka Zyban. Annað áhyggjuefni er ávani og fíkn sem kemur greinilega fram í dýratilraunum en er sennilega ekki vandamál hjá mönnum vegna þess að ofnotkun leiðir oft til krampafloga. Okkur ber að beita öllum til- tækum ráðum í baráttunni við það mikla heilsufarsböl sem reyk- ingar eru en það verður að sýna heiðarleika í umfjöllun um ný meðferðarúrræði og skýra al- menningi frá kostum þeirra og göllum. Þetta nýja lyf á vonandi eftir að reynast vel í baráttunni við reykingar en samkvæmt nú- verandi þekkingu er árangur ekki nema svolítið betri en af nikótín- lyfjum, milliverkanir við önnur lyf eru fjölmargar og aukaverkanir eru margar og sumar alvarlegar. Á NETINU: Nálgast má skrif Magnúsar Jóhannssonar um læknisfræðileg efni á heimasíðu hans á Netinu. Slóðin er: http:// www.hi.is/~magjoh/ • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spumingum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 fsíma 5691100 og bréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einniggeta lesendursent fyrir- spurnir sfnar með tölvupósti á nctfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag(a>hot- mail.com.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.