Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 37 Rókin er 160 bls., brotin um og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Leiðbeinandi verð er 1.990 krónur. • ÚT er komin bókin Orðabók Andskotans eftir Ambrose Bierce. í fréttatilkynningu segir: „Orða- bók Andskotans er þekktasta rit bandaríska rithöfundarins Ambr- ose Bierce (1842-1914). Til fárra bóka hefur jafnoft verið vitnað á síðari tímum því drepfyndnar og meinyrtar orðaskýringar Bierce staðfesta það sem margir hugsa en þora ekki að segja. I Orðabók Andskotans veltir Bierce fyrir sér merkingu fjölmargra orða á grá- glettinn og hreinskilinn hátt. Text- inn leiftrar af kímni og galsa en er jafnframt háðskur og bitur. Orða- bók Andskotans flettir ofan af hræsni, yfirborðsmennsku og upp- gerð í mannlegum samskiptum og Bierce hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum. Dæmi: Ár = tímabil þrjú hundruð sextíu og fimm von- brigða. Einsamall = í slæmum fé- lagsskap. Fjölleikahús = staður þar sem hestar, ljón og fílar fá að sjá karla, konur og börn gera sig að fífli. Frægur = áberandi van- sæll. Heillaóskir = hæversk öf- und. Ambrose Bierce fæddist í Ohio í Bandaríkjunum árið 1842. Bierce skrifaði yfir níutíu smásögur á ferli sínum og fjallaði oft um hið yfirnáttúrulega og draugalega. Orðabók Andskotans kom fyrst út árið 1906. Dauði Ambrose Bierce er enn hulinn nokkurri leynd en talið er að hann hafi ver- ið skotinn til bana í Mexíkó árið 1914.“ Hallberg Hallmundsson þýddi bókina. Hallberg er rithöfundur og ljóðskáld, fæddur árið 1930. Hann hefur búið í New York borg síðan 1960. Útgefandi er JPV forlag. Bókin er 114 bls., prentuð í Danmörku. Soffía Arnadóttir hannaði bók og kápu. Leiðbeinandi verð: 2.680 krónur. • ÚT er komin skáldsagan Plat- ero og ég eftir Juan Ramón Jim- énez í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. í fréttatilkynningu segir: „Plat- ero og ég er þekktasta ritverk spænska Nóbelsverðlaunaskálds- ins Juans Ramóns Jiménez. Sag- an, sem kom fyrst út árið 1914, fjallar um skáld og asnann Plat- ero, ferðafélaga hans. Saman flakka þeir um þorpið Moguer og nágrenni þess í Andalúsíu. Platero og ég er ljóðræn skáld- saga og er tíðum nefnd í sömu andrá og Don Kíkóti sem eitt af öndvegisritum spænskra bók- mennta. Sagan segir af hversdags- legum en eigi að síður átakanleg- um viðburðum í fábrotnu spænsku smábæjarlífi. Skáldið deilir hugs- unum sínum með Platero á ferða- laginu - draumum og vonum, gleði og sorg. Frásögnin einkennist af þeim innileika og trúnaði sem að- eins sprettur af vináttu manns og dýrs. Juan Ramón Jiménez (1881- 1958) fékk bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1956. Útgefandi er JPV forlag. Bókin er 159 bls., prentuð í Danmörku. Leiðbeinandi verð: 2.980 krónur. • ÚT er komin skáldsagan Ann- að líf eftir Auði Jónsdóttur. í fréttatil- kynningu segir: „Þar segir af Guðmundi Jóns- syni, fimmtíu og fjögurra ára gömlum verka- manni sem upp- alinn er á Seyðisfirði en er nýlega fluttur til Reykjavíkur. Vinur hans, og tælensk kona hans, telja Guð- mund á að veita Napassom, tví- tugri tælenskri fegurðardís, húsa- skjól meðan hún kemur undir sig fótunum í nýjum heimi. Þau kynni reynast afdrifarík - og breyta lifi þeirra beggja. Þessi skemmtilega skáldsaga Auðar Jónsdóttur fjallar um tog- streitu og samlíf fólks af ólíkum uppruna í Reykjavik samtímans. Um þetta viðkvæma efni skrifar hún af sömu hlýju og nærfærni og einkenndi fyrstu skáldsögu hennar, Stjómlausa lukku, sem vakti mikla athygli og var tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaunanna 1998. Auður Jónsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1973. Hún hefur fengist við margvísleg störf, en er nú blaðamaður. Auður hefur skrif- að fjölda greina í blöð og tímarit, en að auki smásöguna Gifting og skáldsöguna Stjórnlaus lukka.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 208 bls., unnin í Svíþjóð. Kápuna gerði Þórarinn B. Leifs- son. Leiðbeinandi verð: 3.990 krón- ur. sunnudaga Húsasmiðjan Skútuvogi verður opin á sunnudögum frá kl. 12-16. fram að jólum. HÚSASMIDJAN Sími 525 3000 • www.husa.is • ÚT er komin bókin Gyllti átta- vitinn eftir Philip Pullman í þýð- ingu Önnu Heiðu Pálsdóttur. I fréttatilkynningu segir: „Gyllti áttavitinn er fyrsta bók margverð- launaðs þríleiks sem þykir með því magnaðasta og frumlegasta sem skrifað hefur verið fyrir börn og unglinga. Bókin hlaut meðal annars hina virtu Carnegie-orðu og Guardian-verðlaunin við út- komu sína í Bretlandi. Sagan gerist í ímynduðum heimi sem þó líkist okkar heimi mjög. Þar segir frá stúlkunni Lýru sem elst upp í Jórdanarskóla á Eng- landi í fullkomnu öryggi. Einn daginn fara börn að hverfa, þar á meðal besti vinur Lýru. Hún ein- setur sér að finna hann og leiðir sú leit hana til myrkasta norðurs- ins þar sem norðurljósin prýða himiriinn, brynjubirnir eru kon- ungar íssins og nornir kljúfa loft- ið. Þar eru líka visindamenn að gera of hryllilegar tilraunir til að um þær sé hugsað. Vönduð og spennandi lesning fyrir alla sem þyrstir í ævintýri og spennu.“ Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 362 bls., prentuð í Sví- þjóð. Kápu gerði Margrét E. Lax- ness. Leiðbeinandi verð er 2.990 krónur. M O N S O O N MAKE U P lifandi litir VELKOMNAR SWEDISH PAPER AND DESIGN WORLDWIDE NY DEILD I MIRU og glös á jólaborðið * * Sjón er sögu ríkari. BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGI SÍMI: 554 6300 FAX: 554 6303 # * * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.