Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 40

Morgunblaðið - 18.11.2000, Page 40
40 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Einn af hverjum fimm stórdrykkjumönnum verður fyrir líffæraskemmdum Meint tengsl arf- bera og skorpulifrar Reuters Tilteknir arfberar virðast auka líkur á því að stórdrykkjumenn fái skorpulifur. Hvað er skorpulifur? HÓPUR lækna í Bretlandi telur að arfgengir þættir kunni að ráða því hverjir eigi fremur áhættu að fá lifrarsjúkdóm vegna áfengisneyslu, að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Telja læknarnir, sem starfa við Háskólann í Newcastle, að tilteknir arfberar valdi sterkum viðbrögðum ónæmis- kerfisins við áfengi, og leiði þetta til lifrarskemmda. Dr. Chris Day, sem stjórnar rannsóknarstarfi læknanna, kveðst telja að þessar niðurstöður geti gef- ið vísbendingar um það hvernig þróa megi meðferð og auðveldi greiningu á því hvaða einstaklingar eigi á hættu að fá umræddan sjúk- dóm. Einn af hverjum fimm stór- drykkjumönnum verður fyrir líf- færaskemmdum og eru læknar við nokkrar rannsóknarmiðstöðvar í Bretlandi að rannsaka hvað valdi því að þessir einstaklingar séu 1 meiri hættu en aðrir. Dr. Day og samstarfsmenn hans hafa einangrað mótefni sem líkam- inn myndar gegn áfengisneyslu, og tengist það fjölbrejdni, eða arfbera- afbrigðum sem er að finna í að minnsta kosti 1% fólks. Þessir ein- staklingar virðast eiga á hættu að fá skorpulifur vegna minni áfengis- neyslu en aðrir. „Rannsóknin leiddi í Ijós að þeir einstaklingar, sem eru með arfbera er hneigjast til sterkra ónæmisvið- bragða, eru í mestri hættu á að fá lifrarsjúkdóm af völdum áfengis- neyslu,“ sagði dr. Day á ársfundi samtaka bandarískra lækna er starfa að rannsóknum á lifrarsjúk- dómum (American Association for the Study of Liver Diseases). í rannsókninni kom í ljós, að áð- urnefnt mótefni myndaðist í líkama helmings þeirra einstaklinga sem þjáðust af skorpulifur, og þriðjungs þeirra einstaklinga sem höfðu ekki sjúkdóminn. David Adams, prófess- or í lifrarfræði við Háskólann í Birmingham, tjáði BBC að þótt þessar niðurstöður dr. Days væru mikilvægar væri þess enn langt að bíða að Ijóst yrði hvers vegna ónæmiskerfi líkamans veldur skemmdum á lifrinni. Greinilegt sé, að fjöldi þátta hafi þar áhrif, í ljósi þess að þriðjungur heilbrigðra einstaklinga hafi áður- nefnd arfberaafbrigði. Dr. Alison Brind, læknir við Borgarspítalann í Stoke, vinnur einnig að rannsókn- um á áhrifum arfbera á lifrarsjúk- dóma af völdum áfengisneyslu, og segir hún að fjöldi þátta hafi sam- verkandi áhrif. „Þeir kunna hver um sig að hafa lítil áhrif, en til sam- ans auka þeir áhættuna.“ Fyrri rannsóknir á tvíbui-um hafa ennfremur gefið vísbendingar um arfgenga hneigð til áfengisvanda- mála, auk lifrarskemmda, sagði dr. Brind. TENGLAR American Association forthe Study of Liver Diseases: www.aasld.org/ SKORPULIFUR þróast þegar mikill fjöldi lifrarfrumna deyr og í staðinn myndast örvefur og hnútar. Lifrai-vefurinn verður þvi óeðlilegur á ákveðnum svæð- um og getur ekki stai’fað eðli- lega. Þetta leiðir til háþrýstings (hækkaður blóðþrýstingur) í lifrinni og skerðingar á starfs- hæfni hennar. Erlendis er skorpulifur ein algengasta dán- arorsök einstaklinga á aldrinum 25-65 ára en hér á landi er skorpulifur mjög sjaldgæfur sjúkdómur. Hverjar eru orsakir skorpulifrar? • Alkóhólismi. • Lifraj’bólga B og C. • Óþekktar orsakir. • Eiturefni, t.d. klórófom. • Lyf, t.d. Methotrexate. • Alvarlegir sjúkdómar: E fnaskiptasj úkdómar (Hemochromatosis (járn- geymdargalli) og Wilson’s sjúk- dómur). Hindrun á blóðflæði frá lifur til hjartans (krónísk hægri hjartabilun). Einnig ýmsir sjálfsónæmissjúkdómar og sarklíki (Sarcoidosis). Hver eru einkennin? Við upphaf sjúkdómsins eru mjög óljós einkenni: • Þreyta og slappleiki. • Minnkuð matarlyst, ógleði og þyngdartap. Þegar sjúkdóm- urinn er lengra genginn: • gula (húðin og hvíta augnanna verða gul). • dökk gult eða brúnt þvag. • litlar húðæðar verða sjáanleg- ar og iíkjast köngulóarvef. • hárlos. • brjóst myndast á karlmönn- um. • miltað stækkar. • vökvasöfnun í kvið (Ascites) og bjúgur á fótum. • niðurgangur: Hægðirnar geta verið dökkar/blóðugar. • uppköst. Þau geta verið blóð- ug vegna æðahnúta í vélinda. • meðvitundarskerðing sem getur þróast yfir í meðvitund- arleysi (kóma). Hvenær er hætta á ferð? • Það er einstaklingsbundið hversu mikla áfengisneyslu þarf til að skorpulifur mynd- ist. • Þeir sem vinna með eiturefni ættu að forðast þau eftir bestu getu og nota hlífðarbún- að. Flest efnin hafa slæm áhrif á lifrina. • Við sýkingu af lifrabólgu. • Við vannæringu. Hvernig greinir iæknirinn sjúk- dóminn? Stai’fsemi lifrarinnar er skoð- uð með blóð- og þvagsýnum. Einnig er gerð ómskoðun á lifr- inni. Stundum er tekið vefjasýni úr henni til nákvæmari grein- ingar. Ráðleggingar Ef alkóhólismi er orsök skoi’pulifrar, skal hætta sam- stundis að drekka. Framtíðarhorfur Það má koma í veg fyrir frek- ara tap á lifrarvef með því að fjarlægja sjúkdómsvaldinn en sá skaði sem þegar hefur komið fram verður ekki læknaður. Með breyttu líferni og meðferð má halda sjúkdómnum í horfinu. Ef ekkert er gert mun lifrin að lok- um gefast upp og það leiðir til dauða. Hver er meðferðin? Erfitt er að meðhöndla skorpulifur og beinist meðferð aðallega að þeim fylgikvillum sem hún hefur í för með sér. • Nánar á Netinu: www.net- doktor.is Reuters Ofnæmi fyrir gulli The New York Times Syndicate. FLESTA dreymir víst um gull og nóg af því en tíl er fólk sem ekki get- ur koniið nálægt þeim dýra góð- málmi. Astæðan er sú að fólk getur haft ofnæmi fyrir gulli. I tímaritinu Cutís er greint frá rannsókn sem gerð var við lækna- miðstöð háskólans í Kansas í Banda- ríkjunum en í henni reyndust um 5% þeirra 355 ofnæmissjúklinga sem þátt tóku vera með ofnæmi fyrir gulli. AUir þjáðust þessir sjúklingar af snertiofnæmi og komu viðbrögðin fram er þeir báru gullskartgripi. Ofnæmi lyrir gulU getur verið hastarlegt. I ágústmámuði 1999 var greint frá óverg'u erfiðu tilfelli í túna- ritinu Veterinary and Human Tox- icology. Þar sagði frá manni einum sem hafði þvílíkt ofnæmi fyrir gulli að flytja þurfti hann á bráðamóttöku- deild sjúkrahúss eftir að hann hafði rétt aðeins bragðað á Goldschlag- er-Iíkjör en í honum er að finna nokkrar ofurþunnar gull-flögur. Tilteknar getnaðarvarnartöflur geta tvöfaldað hættuna á bloötappa Mikilvægt að líta á heildar- myndina GETNAÐARVARNARTÖFLUR sem innihalda hormónana östróg- en og annað hvort desógestrel eða gestóden geta tvöfaldað hættuna á því að konur fái blóðtappa. Þetta kemur fram í grein lækna við Læknaháskólanum í Boston í Bandaríkjunum sem birt er í tímaritinu British Medical Journ- al nú í mánuðinum. Læknarnir rannsökuðu upplýsingar um blóð- tappa og notkun getnaðarvarnar- taflna, sem skráðar eru í ákveðn- um breskum gagnabanka. Nokkrar tegundir af getnaðar- varnartöflum, sem innihalda des- ógestrel eða gestóden, eru á markaði á íslandi. Rannsókn bandarísku lækn- anna var skipt í tvö tímabil og stóð hið fyrra yfir frá janúar 1993 til október 1995 en um það leyti vöknuðu grunsemdir um að þess- ar tilteknu getnaðai-varnartöflur gætu valdið aukinni tíðni af blóð- tappa. Seinni hluti rannsóknar- innar náði til tímabilsins janúar 1996 til desember 1999. „Þessar niðurstöður eru ekki nýjar,“ segir Hildur Harðardóttir kvensjúkdómalæknir á Land- spítalanum - háskólasjúkrahúsi. „Samsettar getnaðarvarnartöfl- ur innihalda bæði östrógen og gestagen. Fyrst eftir að samsett- ar getnaðarvarnartöflur með gestagen-efninu desógestrel eða gestóden komu á markað var talið að hættan á myndun blóðtappa væri minni en af öðrum töflum." Af þeim sökum fengu konur sem taldar voru í aukinni áhættu að mynda blóðtappa frekar þessar nýju töflur, að sögn Hildar, eða þar til grunurinn vaknaði. Bendir hún á að það geti valdið skekkju í niðurstöðunum. Meiri líkur á meðgöngu og sængurlegu „Við verðum líka að hafa í huga hver tilgangurinn með getnaðar- varnartöflum er. Þær eiga að koma í veg fyrir þungun. Líkurn- ar á því að kona fái blóðtappa á meðgöngu eða í sængurlegu eru fimmfalt auknar samanborið við konu á sama aldri, sem ekki er þunguð," segir Hildur. Hildur segir að vissulega sé mikilvægt að fylgjast vel með hvaða getnaðarvarnarpillur eru öruggastar með tilliti til blóðsega- myndunar. „Hafa þarf í huga að blóðsegamyndum hjá ungum kon- um er mjög sjaldgæf. Tíðni blóð- segamyndunar í áðurnefndri rannsókn gefur tíðnina 0,0079 þannig að tvöföldun áhættu þýðir afar fá tilfelli. Líkur á blóðsega- myndun aukast með aldri. Þá þarf að hafa í huga aðra áhættuþætti, svo sem reykingar og háan þyngdarstuðul en hvort tveggja eykur iíkur á blóðsegamyndun. Loks eru arfbundnir þættir, sem konan veit sjaldnast um, sem geta gert það að verkum að hún er í Associated Press aukinni hættu til blóðsegamynd- unar. Ef sterk ættai-saga er f'yrir hendi er gjarnan skimað fyrir slíkum þáttum fyrir lyfjagjöf, en oftast er ekki vitað fyrirfram um þessa þætti. Slíkir arfbundnir þættir eru sem betur fer sjald- gæfir. Við getum ekki stjórnað samsetningu erfðaefnis okkar en við getum haft áhrif á lífshlaup okkar með heilbrigðum lífsstíl, svo sem að reykja ekki og halda þyngd okkar í skefjum. Það er því mikilvægt að líta á heildarmynd- ina þegar meta á þörf á getnaðar- varnartöflum, kosti þeirra og galla og hvaða tegund henti best í hverju tilviki."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.