Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 56
56 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR ' KJARTANSSON Halldór Kjart- ansson fæddist að Kjartansstöðum í Hraungerðishreppi 31. janúar 1947. Hann lést á heimili sínu 4. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Búst- aðakirkju 14. nóvem- ber. Laugardaginn 4. nó- vember, rétt fyrir há- degi, sat ég við eldhús- borðið og var að fá mér kaffisopa. Síminn hringdi og konan mín tjáði mér að hann Dóri svili minn hefði verið að deyja. Þessi fregn kom á mig sem reiðarslag, og mér varð á að spyrja: Hvernig gerðist þetta og hvað kom fyrir? Ekki var langt síðan við hitt- umst og var hann þá hress og kátur að vanda. Hann og Kristín voru nýl- ega komin frá Bandaríkjunum úr heimsókn til sonar síns og tengda- dóttur, en þau höfðu nýlega eignast dóttur. Mikil gleði vai- ríkjandi hjá þeim yfir að sjá þetta fyrsta barna- j bam sitt. Þrjátíu ár eru síðan ég kynntist Dóra, en það var fljótlega eftir að hann kynntist Kristínu, en hana hafði ég þekkt frá fæðingu og var hún ef svo má segja búin að vera mágkona mín frá því hún fæddist. Fljótlega komu í Ijós eðliskostir Dóra sem einkenndu hann alla tíð. Hann var einstaklega glaðvær og léttur í lund, hann hafði mikla frá- sagnargáfu, kunni urmul af vísum, t.d. eftir sveitunga sína þegar þeir höfðu verið að kankast á sín á milli , og fylgdi þá oft einhver gamansaga þar með. Hann kunni líka mikið af ljóðum eftir mörg af okkar beztu skáldum og tæp- lega hefur hann haft fyrir framan sig skrif- aðan texta allra ljóð- anna og sálmanna sem hann var búinn að syngja með félögum sínum árum saman. Ekki var Dóri ríkur af veraldlegum efnum, en hann átti auð sem möl- ur og ryð fengu ekki grandað, það voru hjartahlýja og hæfi- leikinn til að gleðja aðra. Enginn var svo niðurdreginn að hann lifnaði ekki við og hlýnaði um hjartaræt- urnar þegar hann heyrði Dóra tala af einlægni sinni og gleði. Lítið ljóð eftir Einar Ben. lýsir eflaust við- horfi Dóra: Gengið er valt þar fé er falt, Fagna skaltu í hljóði. Hitt gaf ætíð hundraðfalt sem hjartað galt úr sjóði. Fljótlega eftir að Dóri og Didda hófu búskap fluttu þau upp í Mos- fellssveit. Þar festu þau rætur og undu hag sínum vel. Þau voru fé- lagslynd og bæði söngelsk, einstak- lega mikið sönglíf var í sveitinni og komust þau fljótlega inn í það. Þar eignuðust þau góða vini sem voru þeim afar mikils virði. Daginn sem Dóri dó átti hann að syngja með fé- lögum sínum síðla dags. Þeir höfðu orð á því að þeim hefði fundist rödd hans hljóma með í kórnum, svo mjög var söngurinn hans orðinn mótaður í hugum þeirra eftir ára- langa samveru. Þegar við hjónin HELGIÖRN FREDERIKSEN + Helgi Örn Frederiksen fæddist í Reykjavík 21. janúar 1971. Hann lést 5. nóvem- ber siðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 16. nóvember. Ég minnist þín frá sumrunum úr sveit- inni. Þú varst bara bam en samt á margan hátt eins og fullorðinn maður. Rólegur, íhug- ull og traustur. Þykkur og hraustur strákur á gúmmískóm. Eg minnist þess sérstaklega að mér fannst þú vel gerður. Það var eins og það væri ekkert slæmt til í þér. Kannski var ástæðan sú að þú varst í svo góðu sambandi við foreldra þína og frænda. Þið komuð gjaman á gömlum Land Rover og það fylgdi pípureyk- ur pabba þínum. Það var dyttað að bilaðri dráttarvél. Það fylgdi ykkur öryggi og traust. Heimsóknimar voru hátíðlegur viðburður í einfaldleika sínum. Ég íylgdist ekki frekar með þér eftir að vinnu- mennskunni lauk, datt aldrei annað í hug en að þú ættir langt og farsælt líf fyrir hönd- um. Þó lífið yrði ekki langt þá skilur þú samt eftir það sem er verðmætast, góðar minningar. Guð gefi aðstandendum þínum styrk til að horfa fram á við og standast þá erfiðu raun sem á þá er lögð. Hjörleifur Pálsson. GUÐRTJN RÓSA JÓNSDÓTTIR + Guðrún Rósa Jónsdóttir fædd- ist á Merkigili í Eyja- firði 20. maí 1919. Hún lést á Kristnes- spitala 2. nóvember síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Grenivíkurkirkju 11. nóvember. Til mömmu, tengda- mömmu, ömmu og lan- gömmu. Ég sendi þér kæra kveðju, núerkommlífsinsnótt Kg umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví, þúlausertúrveildnda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svö margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfm úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hjartans þakkir fyr- ir öll árin sem við áttum saman. Við biðjum þér blessunar Guðs og góðr- ar heimkomu. Júlíus og fjölskylda. ásamt dætrum okkar vorum á leið heim úr kaffi í Fitjakoti eftir kistu- lagninguna ókum við framhjá húsi Dóra. Varð þá einni dótturinni litið upp að húsinu og sagði: „Nú er hlát- urinn hans þagnaður." Mér fannst eins og hún væri með þessum orð- um að orða hugsun okkar allra í fjölskyldunni, svo oft var hann búinn að gleðja okkur með sínum einlæga léttleika og gamansemi þegar við komum saman við hin ýmsu tækifæri. Öllum var hlýtt til hans. Góður drengur hefur lokið göngu sinni og lagst til hinstu hvílu. Minning hans mun lifa í huga ást- vina hans og þeirra sem eiga því láni að fagna að hafa kynnst honum. I huga þeirra mun söngur hans og hlátur hljóma er þeir hugsa um hann. Ég bið Guð að styrkja Krist- ínu og börnin hennar. Mig langar að enda þessi fátæk- legu skrif með þriðja erindinu úr sálminum „Um dauðans óvissan tíma“ eftir Hallgrím Pétursson. Dauðann má svo með sanni samlíkjast, þykir mér, slyngum þeim sláttumanni, er slær allt, hvað fyrir er. Grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt Jóhannes Gíslason. Það er skrítið hvernig hið óum- flýjanlega kemur manni alltaf á óvart. Við vitum jú öll að við deyj- um, einhvern tímann. Reyndar vit- um við fátt annað með vissu. Hins- vegar kemur dauðinn manni alltaf í opna skjöldu. Þegar Dóri lést var mér illa brugðið. Maður eins og hann ætti nefnilega að verða fjörgamall, svona til að létta okkur hinum lundina og gera lífið skemmtilegt. Maður sem alltaf kunni skemmtilega sögu, eða vísu fyrir öll möguleg tækifæri; hermdi eftir sérkennilegum mönn- um og hló svo með, manni til sam- lætis. Ég kynntist Dóra fyrir nærri tuttugu árum síðan þegar ég flutti sem smástrákur í Mosfellssveitina og vinskapur tókst með okkur Valdimari, syni hans. Aður en langt um leið var ég orðinn daglegur gestur á heimili þeirra Dóra og Kristínar og leið í raun eins og heima hjá mér þar. Alltaf fannst mér ég velkominn og hef notið gestrisni þeirra fram á þennan dag. Fyrir fáeinum dögum hitti ég svo Dóra í hinsta sinn þegar hann sýndi mér stoltur myndir af fyrsta barna- baminu sínu sem fæddist í Banda- ríkjunum fyrr á þessu ári. Þau voru þá nýkomin úr heimsókn til Valdi- mars í Suður-Karólínu. Hann rakti fyrir mér ferðasöguna og við hlóg- um mikið, eins og reyndar alltaf þegar við hittumst. Það er vísl að lífið er ekki eins skemmtilegt nú þegar Dóri er allur og ég á eftir að sakna þess að hlæja með honum yfir kaffibolla og pípu- reyk. Hinsvegar á ég óteljandi skemmtilegar stundir í minningunni til að brosa yfir, fáeinar sögur að segja við hin ýmsu tækifæri og gott ef ekki einhverjar vísur. Ég votta Kristínu og fjölskyld- unni allri mína dýpstu samúð, miss- ir þeirra er mikill. Guðmundur Pálsson. Það fer ekki hjá því að minningar hrannist upp í hugann við fráfall Halldórs Kjartanssonar, vinar míns, en hann lést á heimili sínu fjórða þessa mánaðar. Hann var um svo margt sérstak- ur, hann ólst upp í Kjósinni, að Laxámesi. Alltaf var Kjósin Dóra kær. Stundum fannst mér votta fyr- ir sérstakri lotningu þegar rætt var um hana en það skildi ég illa, því ég er af Kjalarnesinu. Oft á tíðum ræddum við þetta, en allt í gamni, enda var það aðalsmerki Dóra að spauga með flest. Dóra kynntist ég best er við unn- um saman að Reykjalundi, í röra- deild. Oft var gaman að ræða póli- tíkina við hann, enda sannur verkalýðssinni og vinstrimaður. Réttlætiskennd hans var hrein og tær, en þrátt fyrir að hann væri ró- lyndur að eðlisfari, kom það fyrir að manni fannst hann lyftast í stólnum, væru einhver „heit“ mál á dagskrá. Oftast enduðu þessar sennur í hlátrasköllum, því hann var sérlega næmur fyrir því, ef mönnum líkaði ekki hans sjónarmið, þá endaði hann samræður á einhverju skemmtilegu. Hann skildi önigg- lega sáttur við allt og alla. Eins og áður greindi unnum við saman að Reykjalundi, en það er staður sem flestum er kær sem til þekkja. Oft vitnaði Dóri í þann sannleika, að hér gæti fólk séð hvað hægt væri að gera ef fólk stæði saman, en það fólk sem byggði upp staðinn átti það eitt sameiginlegt að vera veikt af berklum. Dóri fékk á unga aldri væga berkla, sem aldrei virtust há hon- um. Hann var mikill vinnuþjarkur sem lengdi vinnudaginn til að auka tekjurnar, allt eftir því hvað heimil- ið vantaði. Margan undraði hversu hann þoldi kulda vel. Því fékk maður m.a. að kynnast í starfsmannaferðalög- um í „den“. Þá hikaði hann ekki við að skella sér til sunds í kalda á eða sjó, en ferðafélagarnir skulfu af til- hugsunni einni saman um volkið. Músíkáhugi Dóra er kapítuli útaf fyrir sig. Hann var með eindæmum lagviss og góður tenór. I samtali okkar fyrir skömmu talaði hann um það mikla og óeigingjarna starf sem unnið er í bæjarfélaginu við tón- listarkennslu og í félagslífinu í sam- bandi við tónlistina og taldi að þar mætti sæma fólk heiðursborgara- nafnbót, ekki síður en aðra sem vinna að félagsmálum, að þeim ólöstuðum. Fór hann mörgum orð- um um það forvamar- og uppbygg- ingarstarf, sem þyrfti að vera til staðar fyrir unga fólkið. Dóra eigum við eftir að sjá í börn- unum hans og Kristínar, þessum efnilegu afkomendum, sem hann unni svo heitt. Kæra Kristín og böm, við fæmm ykkur samúðarkveðjur á erfiðum tímum. Anna og Gísli, Brekkukoti. Gráttu ekki af því að ég er dáin, ég er innra með þér alltaf þú hefur röddina hún er í þér hana getur þú heyrt þegar þú vilt. Þú hefur andlitið líkamann, ég er í þér. Þú getur séð mig fyrir þér þegar þú vilt Allt sem er eftir afmér er innra með þér, þannig erum við alltaf saman. (Barbo Lindgren.) Okkur hjónin langar til að kveðja Dóra með nokkram orðum. Það var fyrir 25 áram að við byrjuðum að byggja hús uppi í Mosfellssveit sem þá var, að næsti nágranni okkar kom og heilsaði upp á okkur. Þar var Dóri komin hress að vanda. Hvoragt okkar grunaði þá hvað þessi maður ætti eftir að tengjast lífi okkar beggja næstu 25 árin. Kiddi byijaði að vinna á sama stað og Dóri. Unnu þeir saman í ca.14 ár með hléum og ein átta ár saman á vakt. Þegar þrír einstaklingar vinna saman á vakt myndast náin sam- skipti og verða þeir meira en vinnu- félagar einnig bestu vinir. Það var svo árið 1982 að ég fór að syngja með Álafosskórnum en í þeim hópi vora einnig Dóri og Kristín. Margar ferðirnar og skemmtanirnar höfum við hjónin farið með þeim bæði inn- an lands og utan. Fyrir utan að stórt skarð er komin í Álafosskór- inn er einnig komið skarð í vinahóp- in. Þeir sem kannast við Dóra vita að hann var oftast hrókur alls fagn- aðar, söngmaður mikill, sögumaður og hafsjór af gamanmálum. En hann var einnig vinur vina sinna vildi allt fyrir alla gera, alltaf var hægt að leita til Dóra ef einhver vandræði voru. Annaðhvort til að spjalla eða til að fá aðstoð. Elsku Kristín, Valdi, Bjarni og fjölskyld- ur, Björk og Dögg við vottum ykkur okkar innilegustu samúð. Vibsen og Kristinn (Kiddi). Elsku vinur og vinnufélagi, þú ert farinn frá okkur svona skyndilega. Þú varst alltaf partur af heildinni bæði sem virnu- og vinnufélagi. Ég held ég hafi alltaf þekkt þig, þvi að þegar ég fæddist og kom heim að Bjargi, stórt og feitt barn, þá varst þú þar að aðstoða pabba, vin þinn, í gróðurhúsunum. Ég man auðvitað ekkert eftir því, en þú hafðir sagt mér sögur frá þeim tíma. Þar á meðal allar jeppa- ferðirnar með Nenna bróðir og allt bensínleysið sem því fylgdi. Það var yndislegt þegar þú komst í kaffi til okkar Elínar núna síðsum- ars og við sátum í eldhúsinu á Bjargi, fengum okkur kaffi og spjölluðum. Sigurjón sonur minn var að gjóa augunum til þín. Þú reyndir að taja við hann og ég sagði: „Hann er svo feiminn og talar ekki við ókunnuga." Þá sagðir þú: „Það er allt í lagi,“ enda varst þú ekki ókunnugur á Bjargi. Allt í einu varst þú farinn að leika látbragsleik við hann. Augnabliki síðar voruð þið komnir í hrókasamræður á stoíú- gólfinu, í leik sem þið einir þekktuð. Þú hafðir svo gott lag á bömum. Á síðustu kvöldvöktunum sem við áttum saman á Reykjalundi voram við farnir að hugsa til þess að stutt væri í að Eiríkur bróðir kæmi í heimsókn frá Bandaríkjunurn. Það var gaman að heyra ykkur segja sögur frá gömlu dögunum þegar að þið fórað í útgerð og siglduð við þriðja mann á vit ævintýranna á Islandsmiðum. Minningin um þig er ógleyman- leg. Dóri minn ég kveð þig nú. Ef að lít ég ögn til baka, allt þá færist nær, minningamar munu vaka, meðan hjartað slær. (Höf. ók.) Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra sem eigið um sárt að binda. Kristinn Már og fjölskylda, Bjargi. Það var fyrir rétt rúmu ári að ég kom frá Noregi til að taka við stöðu organista í Mosfellsbæ. Það tók á móti mér fríður og galvaskur hópur úr kirkjukómum og fljótlega heyrði ég á hópnum að þar var sungið af gleðL Halldór eða Dóri eins og hann var alltaf kallaður söng í tenór. Þar fór glaðlegur og hress maður, mús- íkalskur og með stórt hjarta. Hann söng af innlifun og gaf sig allan í sönginn. Dóri varð fljótt góður kunningi minn, með léttan húmor og notalega framkomu. Kæri Dóri, ég vil þakka þér fyrir samstarfið og sönginn þinn ljúfa og ég veit að þú ert kominn í kór hins hæsta höfuðsmiðs og syngur þar ör- ugglega fyrsta tenór. Kæra Kristín, ég votta þér og börnum þínum mína innilegustu samúð og bið góðan Guð að blessa minningu Halldórs Kjartanssonar. Jónas Þórir. Mig langar til að minnast móður- bróður míns Halldórs Kjartansson- ar er lést aðfaranótt 4. nóvember. Já hann kvaddi of snemma hann Dóri okkar og okkur sem eftir sitj- um í sorg, finnst það ranglæti mik- ið. En drottinn gefur og drottinn tekur aftur gjafir sínar. Hann var næstyngstur átta systkina, eina hálfsystur átti hann samfeðra en hún ólst ekki upp með þeim. Móður sína Ásu Maríu missti þessi stóri hópur meðan hann var enn í uppvexti, en hún var aðeins 45 ára þegar hún lést úr krabbameini. Afi Kjartan varð þá einn eftir með börnin, þau elstu vora farin að hjálpa til með heimilið og búskap en samt var þetta erfitt og varð svo að hann kom tveim yngstu börnunum í fóstur, Halldóri og Svanborgu. Halldór fór til föðursystur sinnar Ursúlu og manns hennar Ingvars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.