Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
90 ára afmælishátíð Vífilsstaðaspítala
Morgunblaðið/Jim Smart
Forláta kaffíkanna frá upphafsárum spítalans var meðal sýningargripa. Kannan er gríðarstór og enn nothæf.
Fagnaðarfundir gamalla félaga
14 sóttu
um stöðu
forstjóra
Byggða-
stofnunar
FRESTUR til að sækja um
stöðu forstjóra Byggðastofnun-
ar rann út miðvikudaginn 15.
nóvember sL Alls bárust 14 um-
sóknir. Iðnaðarráðherra skipar
í stöðuna til fimm ára.
Eftirtaldir sóttu um starfið:
Friðþjófur Max Karlsson við-
skiptafræðingur, Reykjavík,
Jón Magnússon framkvæmda-
stjóri, Hofsósi, Jón Egill Unn-
dórsson kennari, Reykjavík,
Jón Þórðarson forstöðumaður,
Akureyri, Loftur Altice Þor-
steinsson framkvæmdastjóri,
Reykjavík, Margrét María Sig-
urðardóttir lögmaður, Húsavík,
Páll Dagbjartsson skólastjóri,
Varmahlíð, Róbert Hlöðvers-
son framkvæmdastjóri,
Reykjavík, Snorri Björn Sig-
urðsson sveitarstjóri, Sauðár-
króki, Stefán Ólafsson lögmað-
ur, Blönduósi, Theodór A.
Bjamason, aðstoðarsvæðis-
stjóri NIB, Kaupmannahöfn,
Valbjörg B. Fjólmundsdóttir
framkvæmdastjóri, Akureyri,
Valtýr Sigurbjarnason ráð-
gjafi, Akureyri og Þröstur
Friðfinnsson útibússtjóri,
Sauðárkróki.
OPIÐ hús var á Vífilsstaðaspítala
í gær í tilefni 90 ára afniæli
sjúkrahússins. Margt gesta sótti
Vífilsstaði heim til að samfagna
starfsfólki og sjúklingum á þess-
um merku tímamótum.
Þórarinn Gíslason yfirlæknir
sagði daginn hafa verið einkar
ánægjulegan og gaman hefði ver-
ið að sjá og hitta þá fjölmörgu
gesti sem sjálfir hefðu verið sjúkl-
ingar á hælinu þegar berklaveikin
geisaði hér á landi. Margir þeirra
höfðu að sögn Þórarins ekki kom-
ið á Vífilsstaði í um fimmtíu ár
eða síðan þeir útskrifuðust og áttu
sumir þeirra fagnaðarfundi með
gömlum félögum sem voru að hitt-
ast í fyrsta sinn í jafnvel áratugi.
Starfsemi Vífilsstaða var kynnt
en þar en núna lungnadeild, lang-
legudeild fyrir lungnasjúklinga,
húðlækningadeild, göngudeild
fyrir lungnasjúklinga og göngu-
deild fyrir ofnæmissjúklinga.
Fyrir afmælið var safnað saman
gömlum ljósmyndum og munum
frá fyrstu starfsárum sjúkrahúss-
ins þegar Vífilsstaðir voru heilsu-
hæli fyrir berklasjúklinga. Flestar
myndanna koma úr einkasöfnum
og hafa ekki sést áður opinber-
lega. Auk þess sýndi Guðbrandur
Kjartansson kvikmynd sem faðir
hans tók á stríðsárunum á Vífils-
stöðum og lýsir vel daglegu lífi
berklasjúklinganna.
Þórarinn sagði spítalanum hafa
borist margar kveðjur og blóm-
vendir í tilefni dagsins auk forláta
málverks af Vífilsstöðum frá öðr-
um tug aldarinnar auk þess sem
margir gestanna hefðu lýst yfir
ósk um að sagan yrði látin lifa
áfram um ókomna tíð.
Flugleiðir
stundvís-
asta flug-
félagið
FLUGLEIÐIR voru stund-
vísasta flugfélagið í Evrópu í
september samkvæmt niður-
stöðum rannsókna AEA,
Evrópusambands flugfélaga,
en sambandið birti nýjar tölur
sínar um stundvísi í milli-
landaflu'gi í gær. Vélar Flug-
leiða fóru í loftið á réttum
tíma í 89,3% tilvika í mánuðin-
um, en meðaltalið hjá
evrópskum flugfélögum var
69,4%, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Flugleiðum.
Ennfremur segir: Flugleið-
ir voru samkvæmt sömu rann-
sókn stundvísasta flugfélagið
af þeim 18 sem flugu yfir
Norður-Atlantshafið þriðja
mánuðinn í röð og fóru vélar
félagsins af stað innan fimm-
tán mínútna frá áætluðum
brottfarartíma í 93,7% tilfella
í september.
Fyrstu níu mánuði ársins
hafa vélar Flugleiða verið á
réttum tíma í 79,8% tilvika og
er félagið í þriðja sæti
Evrópufélaga, en meðaltalið
er 73,9%.
Flugleiðir eru í öðru sæti á
leiðum yfir Norður-Atlants-
hafið fyrstu níu mánuðina
með 81,6% stundvísi en AEA
meðaltalið er 73,9%.
Frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um eignar- og tekjuskatt
Skiptar skoðanir um
ágæti frumvarpsins
Skiptar skoðanir eru um frumvarp fj ármálaráðherra sem afnemur
heimild til frestunar hagnaðar af sölu hlutabréfa. Efasemdir eru
innan beggja stjórnarflokkanna um vissa þætti frumvarpsins, en
bankastjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg og forstöðumaður
lögfræðisviðs Deloitte & Touche segja breytinguna eðlilega.
ÞINGFLOKKUR Framsóknar-
flokksins samþykkti frumvarp fjár-
málaráðherra um breytingar á lög-
um um eignar- og tekjuskatt með
fyrirvara. Fyrirvarinn lýtur að lækk-
un á skattprósentunni. Vilhjálmur
Egilsson, formaður efnahags- og við-
skiptanefndar, segist ekki vera alls
kostar ánægður með þá breytingu
sem lagt er til að gerð verði í frum-
varpinu. Hann segist þó ekki ætla að
greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
Frumvarpið kveður á um að heim-
ild einstaklinga til að fresta
skattlagningu hagnaðar af sölu
hlutabréfa verði felld niður. Ein-
staklingum er heimilt, samkvæmt
gildandi lögum, að fresta skattlagn-
ingu söluhagnaðar sem er umfram
3,2 milljónir. Upphæðin er 6,4 millj-
ónir fyrir hjón.
„Við afgreiddum frumvarpið úr
þingflokknum með fyrirvara um það
ákvæði frumvarpsins að lækka skatt-
inn niður í 10% á söluhagnaði sem er
yfir 3,2 milljónir á einstakling," sagði
Kristinn H. Gunnarsson, formaður
þingflokks framsóknarmanna.
Kristinn sagði að í fyrirvaranum
fælist að þingflokkurinn hefði ekki
lýst yfir andstöðu við breytinguna,
en hann hefði heldur ekki samþykkt-
hana. Flokkurinn væri aftur á móti
tilbúinn til að skoða breytinguna.
„Okkur finnst álitamál að lækka
skatt um 28 prósentustig af miklum
söluhagnaði. Það þýðir 75% lækkun
skattsins. Skattamál fela í sér sam-
spil tekjuöflunar og samkomulags við
einstaka hópa um hvem-
ig eigi að leggja á skatta
hjá ríkinu. Breyting af
þessu tagi gæti auðvitað
kallað íram óróleika. Síð-
an má ekki gleyma að það
er þensla í efnahagslífinu
og við þær aðstæður er ekki
skynsamlegt að lækka skatta eða
boða það.
Fjármálaráðherra bendir hins
vegar á gagnrök í frumvarpinu sem
við hljótum einnig að hugleiða. Hann
bendir á að það séu vandkvæði á að
fylgja þessu eftir vegna þess að það
er frjálst flæði fjármagns milli landa.
Við verðum að gæta að því að ef það
er verulegt ósamræmi í skattlagn-
ingu söluhagnaðar hér og erlendis þá
flæðir fjármagnið úr landi. Þetta oru
þau efnislegu rök sem er eðlilegt að
skoða og það munum við gera þegar
frumvarpið kemur til þing-
nefndarinnar.
Við munum þá skoða sérstaklega í
hverju þessi vandkvæði eru fólgin og
hvort viðbrögðin til úrlausnar þurfi
að vera þau að lækka prósentuna. Við
þurfum að skoða hvort það er ekki
nægjanlegt að afnema frestunar-
möguleikann eða hvort önnur við-
brögð komi til greina," sagði Krist-
inn.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunaráðs íslands
og formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis, sagðist ekki vera
ýkja hrifinn af þessari breytingu.
„Það er síðan spuming
hvaða aðrar breytingar
geta komið til en þetta
sem snýr að skattfrestun
á söluhagnaði. Það er ým-
islegt annað sem gæti
lagað þetta fyrir atvinnu-
lífið í heild og aukið samkeppnis-
hæfni íslands.
Þessi breyting þýðir að það verða
einhverjir sem greiða þennan 10%
skatt, en ef menn eru með einhverjar
upphæðir reyna þeir örugglega að
fjárfesta í gegnum eignarhaldsfélög
hérlendis en þó líklega mest erlendis.
Ef menn fjárfesta erlendis standa
menn betur gagnvart eignarskatti
því að eignarskatturinn er farinn að
spila mjög mikið inn í ákvörðun
manna um hvort þeir eru með fyrir-
tækin á íslandi eða erlendis. Það þarf
því að skoða samkeppnishæfni skatt-
kerfisins í heild.“ Vilhjálmur sagði að
frumvarpið breytti mestu fyrir þá
sem hagnast hefðu af sölu hlutabréfa
fyrir tiltölulega lágar upphæðir.
„Fyrir þá sem eru með stórar upp-
hæðir borgar sig að fara með þær í
eignarhaldsfélög. Einstaklingar sem
eru með stórar upphæðir í höndun-
um borga þennan 10% skatt einu
sinni, en ef þeir ætla sér að fjárfesta
aftur í atvinnulífinu munu þeir kjósa
að gera það í gegnum eignarhaldsfé-
lög. Skattfrestun söluhagnaðar verð-
ur áfram til staðar hjá fyrirtækjum
þannig að þau geta flutt eignarhald á
milli fyrirtækja. Það sem ég tel að
muni einnig gerast er að þeir ein-
staklingar sem eiga einhverja alvöru
peninga til að setja í atvinnulífið
munu spá í eignarskattinn. íslensk
hlutafélög verða að greiða eignar-
skatt og skattstofn þeirra er eignir
mínus nafnvirði hlutafjár. Þegar
upphæðimar eru orðnar háar borgar
sig fyrir þessa einstaklinga að stofna
þessi eignarhaldsfélög erlendis frek-
ar en á Islandi," sagði Vilhjálmur.
Eðlileg breyting
Ámi Harðarson, lögfræðingur hjá
Deloitte & Touche, sagðist telja að sú
meginbreyting sem frumvarpið hefði
í för með sér, að heimild til frestunar
skattlagningar söluhagnaðar yrði
felld á brott og allir greiddu 10%
skatt, væri eðlileg.
„Frumvarpið gerir ráð fyrir að 7.
mgr. 17. gr. laganna falli brott og þar
með gildir þessi 10% regla um allan
söluhagnað. Það er ekkert óhagstæð
regla.
Ég tel gott að ekkert er átt við
frestunarheimildir lögaðila í frum-
varpinu. Ég hefði hins vegar viljað
sjá breytingar á staðgreiðsluskyldu
erlendra aðila á söluhagnaði hluta-
bréfa,“ sagði Árni, en samkvæmt
staðgreiðslulögunum ber erlendum
aðilum, þar með töldum erlendum
eignarhaldsfélögum í eigu íslend-
inga, að greiða 20% skatt af sölu-
hagnaði þeirra í íslenskum hlutafé-
lögum. Fram hefur komið sú
gagnrýni að þetta ákvæði stuðli að
því að þessi eignarhalds-
félög fjárfesti ekki á ís-
landi.
Árni sagðist reikna
með að frumvarpið hefði
þau áhrif að skatttekjur
ríkissjóðs skiluðu sér fyrr
en þær hefðu annars gert. Hann
sagði ljóst að í einhverjum tilfellum
hefðu skattskyldar tekjur sem heim-
ilt var að fresta ekki skilað sér í ríkis-
sjóðs, a.m.k. ekki enn sem komið
væri. Frumvarpið tryggði að þessar
tekjur skiluðu sér sem 10%
fjármagnstekjuskattur.
Árni er sammála Vilhjálmi um að
frumvarpið breyti ekki því að áfram
yrði hagstætt fyrir þá sem eru með
stórar fjárhæðir í höndunum að fjár-
festa í eignarhaldsfélögum erlendis.
„Ástaeðan fyrir því er m.a. sú að við
erum enn að þráast við að vera hér
með eignarskatta, sem er að sumu
leyti stærra vandamál. Við erum ein
nágrannaþjóða okkar með eignar-
skatta."
Frumvarpið felur í sér nokkrar
skattatæknilegar breytingar á lög-
unum um eignar- og tekjuskatt. Árni
sagðist telja þær flestar til bóta.
Hann sagðist hins vegar vera ósáttur
við breytingu í 2. gr. frumvarpsins
þar sem orðinu „kaupréttar" er
breytt í „kaup“. Hann sagði að sam-
kvæmt kaupréttarlögunum hefðu
starfsmenn kauprétt í hlutabréfum
að upphæðinni 600 þúsund. Fram að
þessu hefði þetta verið túlkað þannig
að viðkomandi mætti kaupa fyrir 600
þúsund á ári eða samtals 1.800 þús-
und eftir þrjú ár. Breytingin þýddi að
viðkomandi gæti aðeins nýtt sér
kauprétt að andvirði 600 þúsund
krónur. Ef kaupréttarsamningurinn
gilti til þriggja ára þýddi þessi breyt-
ing rétt á að kaupa fyrir 200 þúsund á
ári. Magnús Guðmundsson, banka-
stjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg,
sagðist telja mikla bót af þessari
breytingu. „Ég tel mjög jákvætt að
menn geti gert upp sinn skatt og síð-
an snúið sér að næstu fjárfestingu.
Eftir þessa breytingu verða arð-
greiðslur og söluhagnaður með-
höndlaðar með sama hætti. Hætt
verður að mismuna mönnum eftir því
hvernig tekjumar myndast. Það er
mjögjákvætt."
Magnús sagðist ekki telja að þessi
breyting breytti neinu
varðandi fjárfestingar Is-
lendinga erlendis. Hann
sagði að nauðsynlegt
væri að hafa í huga að
margir sem fjárfestu er-
lendis væru m.a. að hugsa
um að dreifa áhættunni. Það mætti
heldur ekki gleyma því að erlendis
væru gífurlega mörg góð fjárfest-
ingatækifæri. Þeir sem eingöngu
fjárfestu á íslandi væru einfaldlega
að missa af þeim.
Hann sagðist því ekki telja að laga-
breytingin breytti neinu fyrir Kaup-
thing Bank í Lúxemborg eða fyrir
aðrar fjármálastofnanir erlendis í
eigu íslendinga. Stór hluti af starf-
semi bankans snerti auk þess ekkert
fjárfesta frá Islandi.
Áfram er
hagstætt að
fara með fjár-
magn úr landi
Hefur engin
áhrif á stofnan-
ir íslendinga
erlendis