Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi Hann er að spyrja hvort þú viljir ekki fara með bænirnar þínar áður en hann brettir líka upp hina ermina? 12 mánuðir fyrir hlut- deild í fíkni- efnabroti HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest 12 mánaða fangelsisdóm yfir 32 ára manni, sem var fundinn sekur um hlutdeild í fíkniefnabroti. Maðurinn hafði útvegað smyglurum á tæplega 1000 e-töflum heimihsfang í Reykja- vík til að senda efnið á. Manninum var gefið að sök að hafa að beiðni hollenskrar konu, sem starfaði sem nektardansari á veit- ingastað í Reykjavík, látið henni í té heimilisfang feðga, í því skyni að þangað yrði sendur pakki með fíkni- efnum frá Hollandi sumarið 1999. Hann hafði fengið annan feðganna til að samþykkja að pakkinn yrði send- ur þangað og boðið honum greiðslu fyrir. Daginn eftir að pakkinn barst tilkynnti hann konunni að hún gæti sótt hann á heimili feðganna. Lög- reglan hafði hins vegar komist á snoðir um sendinguna og því voru allir hlutaðeigandi handteknir. Kon- an, sem stóð að e-töflusendingunni, var dæmd til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar. --------------- Hestar á beit í Isafjarðarbæ LÖGREGLAN á ísafirði hefur stað- ið í ströngu við að koma hrossum út úr bænum, bæði á ísafirði og í Hnífs- dal. Hrossin hafa verið rekin á beit fram í Dagverðardal. Þau hafa sótt inn í þéttbýli þar sem beit er enn góð þó nokkuð hafi snjóað. Bæjarlandið er girt af með rafmagnsgirðingu en eftir að snjór fellur er rafmagnið tek- ið af. Hrossin eiga því í litlum vand- ræðum með komast yfir girðinguna. Hrossin hafa m.a. verið á beit við verslunarmiðstöðina Ljónið og í veg- köntum. Lögreglan á ísafírði segir talsverð vandræði hafa hlotist af lausagöngu hrossa. Þar sem enginn fjárgæslu- maður sé að störfum fyrir ísafjarð- arbæ verði lögreglan sjálf að reka hrossin út fyrir girðingu. Þá geti um- ferð stafað hætta af hrossunum. Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar . sannferöug og Ortrtrt stórskemmtileg dl ... tær og agaður stíll ... frábær persónu- sköpun... frábært skáldverk.“ Úr umsögn dómne/ndar Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. JPV FORLAG Thorvaldsensfélagið sýnir jólamerki Gylltur kross merkið í ár Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir Thorvaldsensfélagið opnar í dag sýn- ingu á jólamerkj- um og frummyndum þeirra sem félagið hefur gefið út frá 1913. Sýning- in er í Ráðhúsi Reykjavík- ur og verður hún opnuð klukkan 15.00. Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir er formaður Thorvald- sensfélagsins. Hún var spurð hvers vegna félagið hafi farið út í þessa útgáfu árið 1913. „Þannig var að 1904 voru fyrstu jólamerkin gefin út og það var í Dan- mörku. Þau voru gefin út í fjáröflunarskyni og þau voru send hingað 1904, 1905 og 1911 og gefin frá dönsku Karítashjálpar- samtökunum til íslands. Merkin voru gefin hingað til þess að hjálpa til að byggja barna- hæli.“ - Hefur þetta reynst góð fjár- öflunarleið? „Já, Thorvaldsenskonur sáu að þarna var góð fjáröflunarleið sem reyndin hefur orðið. Það komu engin merki 1911 og 1912, svo þær ákváðu að árið 1913 myndu þær taka við.“ - Hvernig eru þessi merki not- uð? „Jólamerki er skrautmerki, sett á jólapóstinn, bæði til að skreyta hann og til að sýna í verki stuðning við líknarfélag.“ - Hvert erjólamerkið í ár? „Jólamerkið í ár er gylltur kross á rauðum grunni og mynd- in heitir „Alheimskærleikur" og er eftir Guðlaugu Halldórsdóttur textíllistakonu. í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Islandi þá fannst okkur tilhlýðilegt að hafa krossinn, sem er eitt helsta helgitákn kristinna manna.“ -Hafið þið fengið nýja lista- menn ár hvert til að teikna jóla- merki? „Nei, ekki á hverju ári, en við höfum reynt að vera með fjöl- breytt úrval af myndum. Oft er- um við með sama listamanninn tvö ár í röð, en alla jafna er þó skipt. Frummyndirnar sem fé- lagið á og eru á sýningunni eru í kringum fimmtíu en alls hafa verið gerðar 87 myndir frá 1913.“ - Hafa komið merki á hverjum jólum öll þessi árfrá 1913? „Nei, árið 1917 kom ekkert jólamerki af því skipið sem var með það innanborðs var skotið niður og það fórst.“ -Hvað stendur þessi sýning lengi? „Hún stendur til 27. nóvember og hún er opin daglega frá kl. 10.00 til 18.00 virka daga og 12.00 til 18.00 laugardaga og sunnu- daga. Þess má geta að Thor- valdsensfélagið hefur gefið út rit sem nefnist „Jólamerki í 88 ár“. I því eru litmyndir af öllum jóla- merkjunum og lýsing á þeim og einnig er sagt frá listmönnunum öllum. Þetta framtak er styrkt af Reykjavík - menning- arborg Evrópu 2000.“ - Er mikil starfsemi hjá Thorvaldsensfé- laginu? „Auk jólamerkj- anna, sem mikil vinna er að gefa út, pakka og selja, hefur félagið gefið út jóla- kort síðustu sjö árin. Þar er einn- ig nóg að starfa. Við erum með tvær myndir á jólakortunum í ár. Önnur heitir „Jólagleði“ og er eftir Sigríði Gyðu Sigurðardótt- ur og hin er gefin út sérstaklega í tilefni af 125 ára afmæli félags- ins. Sú mynd heitir „Leyfið börn- ► Guðlaug Jónína Aðalsteins- dóttir fæddist í Skagafírði 5. febrúar 1946. Hún lauk barna- skóla- og gagnfræðaskólaprófi á Siglufirði og síðan tók hún próf frá Húsmæðraskólanum í Reykjavík 1965. Hún hefur starf- að hjá Flugleiðum í rösklega þrjátíu ár og starfar þar enn. Guðlaug er gift Sigurði Geirs- syni skólastjóra Rafiðnaðarskól- ans og eiga þau tvo syni. unum að koma til mín og bannið þeim það eigi“, en það er lág- mynd af skírnarfontinum í Dómkirkjunni sem Bertel Thor- valdsen gaf til Dómkirkjunnar árið 1839.“ - Hvað gerið þið við peningana sem þið safnið? ,jUla peninga sem félagið aflar gefur það til líknarmála, fyrst og fremst til styrktar börnum. Við höfum fyrst og fremst styrkt barnadeildina sem var á Landa- koti en er nú við Landspítalann, en að sjálfsögðu eru alltaf mörg önnur verkefni sem við styrkj- um, en þau eru ekki eins stór í sniðum. Flest þeirra lúta að vel- ferð barna.“ -Þið eruð með búð, Thor- valdsensbasarinn, er salan þar góð? „Salan þar er alveg ágæt. Það er mjög mikið að gera á sumrin. Við erum með þjóðlegar ullar- vörur, útskurð, silfurskart og fleira. Allt þetta hafa útlendingar verið duglegir að kaupa og ís- lendingar gleyma okkur ekki heldur, hins vegar finnum við fyrir því að umferð vegfarenda hefur minnkað. Þá vil ég geta þess að Thorvaldsensfélagið hef- ur sölu- og dreifingarrétt á bók- inni „Karíus og Baktus" eftir Thorbjörn Egner og hefur hún gefið ágætlega af sér. Það er hins vegar heilmikil vinna að dreifa henni í bókabúðir.“ - Er öll ykkar vinna sjálfboða- starf? „Já, öll. Meira að segja hringja konurnar öll erindi fyrir félagið úr eigin símum. Við borgum engum fyrir að hringja fyrir okkur eða nein vinnulaun nema til verslunar- stjóra í búðinni, hún er fastur starfsmaður þar , og er ekki félagskona. A hverjum degi hefur hún sér til aðstoðar tvær félagskonur og sjá þær um að þrífa auk þess sem þær afgreiða og sinna öðrum er- indum fyrir búðina." - Hvað með framtíðarhorfur? „Þær eru bjartar. Félagskon- ur eru nú 78 og gætu verið fleiri, aldrei þó fleiri en 100. Alla peninga sem félagið aflar gefur það til vel- ferðar barna í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.