Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18; NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hafíð er langminnugt * A loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Haag mæta ýmsir vísindamenn, þar á meðal vísindamenn frá Kaliforníuháskóla, sem fylgjast ekki aðeins með gróður- húsaáhrifum, heldur reyna að benda á lausnir, eins og Sigrún Davíðsdóttir komst að í spjalli við þá. ÞAf) er stundum bent á að vísinda- menn séu ekki sammála um gróður- húsaáhrif og hvort maðurinn eigi þar sök á, en þó við séum kannski ekki alltaf sammála um tölulegar niður- stöður þá erum við langt handan við að deila um hvort hægt sé að tala um gróðurhúsaáhrif eða ekki,“ segir Chris B. Field, vísindamaður á Cam- egie-stofnuninni í Kalifomíu. Og frá sjónarmiði hagfræðinnar er heldur ekki hægt að horfa á og aðhaf- ast ekkert. „Það kostar meira að gera ekkert en að bregðast við,“ segir Charles Kolstad, prófessor í umhverf- ishagfræði við Kalifomíuháskóla. Þó fulltrúar á loftslagsráðstefnunni í Ha- ag einbeiti sér að áhrifum loftmeng- unar á umhverfi bendir A.P. Mitra, vísindamaður frá Nýju Delhí, á að áhrif mengunar á heilsu séu einnig ljós. Hluti af bamadauða á Indlandi megi rekja beint til hennar sam- kvæmt niðurstöðum WHO, Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar. Þessir þrír vísindamenn og Richard Somerville, prófessor í veð- urfræði við Kalifomíuháskóla, eru á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna í Haag til að koma á framfæri sjónarmiðum sínum sem vísinda- menn. Ekki af því þeir hafi uppskrift- ir að lausnunum, heldur tii að koma með traustar upplýsingar um hvað sé vitað og hvað ekíd. „Heillandi og dularfullt" em orðin, sem Somerville notar til að lýsa því hvemig ráðstefnan komi þeim fyrir sjónir. Hugtök og skammstafanir fljúgi um borð, margir fundanna séu lokaðir og því ekki auðvelt að fylgjast með hvemig ákvarðanir verði tíl. En gagnsemi þess að vera viðstaddir ef- ast þeir ekki um. Óyggjandi ferli með fingraförum mannsins „í þúsundir ára hefur maðurinn horft upp á náttúrubreytingar. Nú á hann þátt í þeim,“ segir Somerville. Hann bendir á að í nýrri en enn óbirtri skýrslu millirílq'anefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslags- breytingar, IPCC, sé því spáð að hita- stig á þessari öld hækki um sex stíg. Frá 1900-2000 hækkaði hitastigið um 0,6 stig, svo hér er um tífoldun að ræða. „Við höfúm aldrei áður séð slíkar breytíngar,“ segir Somerville, „en það er ekki aðeins magn breyting- anna, heldur einnig hve hratt þær gerast. Þær gerast ekki stigvaxandi eins og þegar hljóðið er skrúfað upp í útvarpi, heldur eins og þegar kveikt er árofa. En hver em þá áhrifin, sem vís- indamennimir sjá? Koltvíoxíð hefur alltaf verið tii staðar í andrúmslofti jarðar, er ekki fjandsamlegt efni öll- um lífverum, en í of miklu magni myndar það eins og teppi utan um jörðina. Teppi halda inni hita og það er einmitt það sem koltvíoxíð-teppið gerir - og hitastig jarðar hækkar, líka sjávar. Þetta er í stuttu máli lýsingin á því, sem í daglegu tali kallast gróð- urhúsaáhrif. Reuters Hermenn hlaða upp sandpokagörðum við Jðrvík í Englandi fyrir skömmu vegna flöða sem ógnuðu borginni. Rætt er um að mikil úrkoma að undanforau í Vestur-Evrópu stafi að einhverju leyti af gróðurhúsaáhrifum. Þessi áhrif em vísindamenn sann- færðir um að stafi meðal annars af völdum umsvifa mannsins. „Það er enginn vafi á að það em fingrafor mannsins á þessum breytingum,“ segir Field. Sólvirkni og eldvirkni hefur einnig áhrif, en það er þáttur mannsins, sem skýrir hraða breyting- anna. Það hefur lengi verið tregða meðal stjómmálamanna til að fallast á ábendingar vísindamanna um gróður- húsaáhrif, en Mitra segir að það sé vart að finna þann stjómmálamann núorðið, sem ekki fallist á þessi sjón- armið. Field bendir á að þó það.geti verið tölulegar skekkjur í einstökum niðurstöðum geti þær skekkjur allt eins verið á þá lund að tölurnar séu of lágar. „Það er enginn vafi á niðurstöðun- um,“ segir hann, „þó nákvæmni í ein- stökum atriðum getí enn verið á reiki. Það em nógar vísbendingar sem sýna að niðurstöðumar em réttar í öllum aðalatriðum. Það hefur svo mikið bæst við síðan á Kyoto-fundinum 1997 að vísindamenn em vissir í sinni sök“. En er ekki bara notalegt að hugsa sér að hitastigið hækki og það verði bráðum hægt að rækta vínber á Is- landi? Því miður fylgja ýmsar auka- verkanir hækkuðu hitastígi. Jökiar bráðna, meðal annars. ísbreiður heimskautanna og um leið hækkar yf- irborð sjávar, sem hefur áhrif á strandbyggð. Öldugangur eykst, sem er einnig ógnun Við strandbyggðina. Straumakerfi hafanna verður fyrir áhrifúm, vindabeltíð einnig. „Hækkað yfirborð sjávar er skýr- asta dæmið um hækkað yfirborð sjáv- ar,“ segir Somerville. „Yfirborðið hef- ur hækkað jafnt og þétt frá lokum ísaldar, en nú rís það hraðar en á 19. öld. Yfirborðið hækkar bæði af því að ís bráðnar, en einnig af því að sjórinn hlýnar og hitinn eykur rúmmál hans.“ Spár gera nú ráð fyrir að fram til 2100 muni yfirborðið hækka um hálf- an metra. í Hollandi er nú unnið markvisst að því að hækka vamar- garða, en þar er miðað við að hækkun yfirborðsins geti numið allt að heilum metra. Somerville undirstrikar að enginn sé að ræða að Grænlands- jökull bráðni allur í bráð, en ef það gerðist mundi yfirborð sjávar hækka um hundrað metra. Um áhrif á Norður-Atlantshafið segir Somerville að um það séu skipt- ar skoðanir. „Rætt er um áhrif á Golf- strauminn en það eru engin óyggj- andi svör við því. Það má leiða að því líkum að saltmagnið minnki, sem gætí dregið kraft úr straumnum," segir Somervilie. Til skemmri tíma sé vart breytinga að vænta. Til lengdar sé erfiðara að segja til um hugsanleg áhrif, en hann minnir á að eðli lofts- lagsbreytinga sé hve snögglega áhrif- anna geti gætt. Engar léttfangaðar lausnir í augsýn „Hafið er langminnugt," segir Somerville og bendir á að jafnvel þó hægt væri að snúa þróuninni við þá mundi hitastigið halda áfram að hækka og yfirborð sjávar hækka. En það er ekki hægt að snúa við á hæln- um og alveg ljóst að breytingarnar eru orðnar rneiri en svo að það sé raunsætt að ímynda sér að hægt verði að vinda ofan af þróuninni. Það hafa einfaldlega orðið breytingar, sem ekki verður snúið aftur við. Vísindamennimir eru sammmála um að hveijar sem niðurstöður Haag-ráðstefnunnar verði geti þær aldrei verið annað en fyrsta skrefið, vonandi í rétta átt. „Ráðstefnan er mikilvæg svo að stjómmálamenn, frjáls félagasamtök, vísindamenn og viðskiptasamfélagið hittíst og læri að ræða saman,“ segir Field. „Til lengd- ar þarf eitthvað miklu meira en Kyoto-bókunina, meðal annars af því það þarf aðgerðir, sem ná til alls heimsins og ekki bara til iðnríkjanna eins og bókunin gerir.“ Qlikar skoðanir á íslenskum sérhagsmunum meðal fulltrúa á ráðstefnunni í Haag Lausn verði ekki skálkaskjól fyrir aðra Stóriðja í litlu hagkerfí skapar íslensku stjórn- inni erfiðleika á Lofts- lagsráðstefnu SÞ í Haag - en Náttúruverndar- samtökin benda á að stóriðja sé draumur eldri kynslóðarinnar. SJÓNARMIÐ íslendinga í Kyoto um að taka þyrftí tillit til sérstakra verkefna í litlum hagkerfum var tekið til greina og sérstakt ákvæði haft um það. Nú þegar kemur að útfærslunni vandast málið, því það má ekki búa til smugu sem veitir svigrúm til að komast undan skil- yrðum um að minnka losun koltví- oxíðs. Islensku samningamennirnir, þeir Eiður Guðnason, formaður ís- lensku sendinefndarinnar og sendi- herra auðlinda- og umhverfismála, Þórir Ibsen á skrifstofu auðlinda- og umhverfismála í utanríkisráðun- eytinu og Halldór Þorgeirsson skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu eiga því erfiða daga í Haag. En þar er líka Árni Finnsson, for- maður Náttúruvemdarsamtakanna, sem að hluta tekur undir íslensk sjónarmið, en bendir hins vegar á að það sé meiri framtíðarsýn í að stuðla að því að ísland verði fyrsta vetnisþjóðfélagið og þar með fyrir- mynd á alþjóðavísu. íslensk stjómvöld ísland segjast hvorki vilja koma sér undan því að stuðla að því að draga úr losun efna er valda gróðurhúsaáhrifum né leita ódýrra undankomuleiða. Stjómin leiti aðeins viðurkenningar á því að stóriðja í litlu hagkerfi hafi áhrif, sem ekki séu í samræmi við það sem önnur lönd þurfi að glíma við. Þegar í Kyoto bentu íslensku fulltrúarnir á að Islendingar hefðu lítið svigrúm til að draga úr meng- un. Viðmiðunin er losunarstig 1990, en þá vom Islendingar búnir að endurskipuleggja orkunotkun sína með áherslu á rafvæðingu, það er nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa. Eins og er koma % hlutar losunar á íslandi frá samgöngum og fiski- skipaflotanum. Endurbætur á því sviði fælust í tækniframforam, sem ekki era á valdi íslendinga, sem hvorki framleiða bíla né vélar í skip. Röksemdir Islendinga era að þeir hafi verið búnir að gera ráðstafanir og hafi því ekki svigrúm til að draga mikið úr losun. Þar við bætast svo stóriðjufram- kvæmdir, það er álframleiðsla. Hún getur mengað á tveimur stigum, annars vegar með raforkufram- leiðslu til hennar, ef sú framleiðsla er með olíu eða kolum. Hins vegar er ekki hægt að komast hjá kolefn- islosun við sjálfa framleiðsluna. Álframleiðsla á íslandi orsakar ekki mengun vegna orkuframleiðslu til hennar, þar sem raforka er not- uð. Þau álver, sem þegar era fyrir hendi menga á framleiðslustigi, en þar er nýtt besta fáanlega tækni tíl að draga úr losun. Losun á hvert framleitt tonn hefur minnkað með áranum. Sjónarmið íslendinga er að álver drifið með raforku á Islandi sé um- hverfisvænna hnattrænt séð heldur en álver drifið með kolum einhvers staðar annars staðar. Með þetta í huga sé óheppilegt að þeim sé refs- að með því að áhrif einstakra verk- efna bitni svo þungt á litlum hag- kerfum. Ef álver sem framleiðir 180 þús- und tonn er reist á íslandi eykur það losun þar um 13 prósent. Ahrif vers af þeirri stærð væra aðeins 0,8 prósent í Svíþjóð og í Bandaríkjun- um væra áhrifin einfaldlega ekki merkjanleg. Á lokasprettinum í Kyoto ýttu stóru ríkin, Bandaríkin, Rússland, Japan og ESB litlu ríkjunum til hliðar og sömdu í raun sín á milli. Þá var tekið tillit til þessara ís- lensku sérþarfa, ekki í bókuninni sjálfri, heldur í ákvæðum, sem henni fylgja. Nú álíta íslensku samningamennimir að þeir eigi inni pólitískan skilning á sjónarmiðum sínum, því þau hafi þegar verið við- urkennd í ákvæðinu. Vandinn er hins vegar að finna lausn, sem myndar ekki smugu fyr- ir aðra, sem ekki búa við þessar að- stæður, til að koma sér undan að uppfylla ákvæði um að draga úr los- un. Draumsýn eldri kynslóðarinnar Öll vinna íslensku sendinefndar- innar miðast við að búa tíl reglur, sem ná yfir íslenskar aðstæður, en veita öðrum ekki skálkaskjól. Hver niðurstaðan verður á endanum er enn of snemmt að segja, en íslenska sendinefndin hefur á tilfinningunni að sjónarmið þeirra mæti skilningi. ísland er ekki eina landið, sem hefur sinn sérvanda að leysa. Fjöl- mörg lönd leita lausna sem taka til- lit til þeirra sérstöku aðstæðna. Ýmis þeirra hafa hótað að staðfesta ekki Kyoto-bókunina fái þau ekki sitt fram, en íslenska stjórnin hefur hins vegar ekki haft í slíkum hótun- um. Árni Finnsson, formaður Nátt- úruvemdarsamtaka íslands, er á ráðstefnunni í Haag eins og full- trúar mörg hundruð náttúravernd- arsamtaka. Hann er í hópi Alþjóða náttúruverndarsjóðsins, WWF, en slíkt samstarf auðveldar aðgang að upplýsingum og eykur yfirsýn. Arni tekur undir þau sjónarmið að í hnattrænu samhengi sé betra að byggja álver á íslandi, drifið með raforku, en annars staðar, þar sem það væri drifið með kolaorku. „Það skal fúslega viðurkennt," seg- ir hann, „að Islendingar nota end- urnýjanlega orku. Eitt álver eykur losun á Islandi, en það hækkar einnig hlutfall endurnýjanlegrar orku, þó ekkert sé gert til að draga úr losun vegna til dæmis sam- gangna eða frá fiskiskipaflotanum. Hér er reyndar aðeins einblínt á losun, en það má ekki gleyma að stóriðja eyðileggur einnig náttúr- una.“ I huga Árna skiptir þó ekki síst máli að íslendingar hafi tækifæri til að verða fyrsta landið, sem nýtir vetni. Að hans mati er það einfald- lega úreltur hugsunarháttur að ein- blína á stóriðju. „Stóriðja er draumsýn eldri kynslóðarinnar,“ hnykkir hann á. Áð sögn Árna hafði það á sínum tíma áhrif á íslensku tillögumar fyrir Kyoto að Norsk Hydro kom fram á sjónarsviðið með hugmyndfr um álver á Islandi. „Það vora aðrar tillögur í október 1997, sem hefðu verið mun ákjósanlegri. Þeim var ýtt af borðinu, áður en kom að loka- sprettinum í desember, en þá var ljóst að Norsk Hydro væri komið á vettvang," segir Árni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.