Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 67

Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 67- KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Æ ðruleysismessa Dómkirkjunnar Æðruleysismessa Dómkirkjunnar til- einkuð fólki í leit að bata eftir tólf- sporakerfinu verður í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudagskvöldið 19. nóv- ember kl. 20.30. Þar eru allir vel- komnir til tilbeiðslu og æðraleysis. Lofgjörðina leiðir söngkonan Anna Sigríður Helgadóttir ásamt Birgi Bragasyni og Karli Olgeirssyni. Og svo mun Bubbi Morthens gleðja okk- ur og uppörva með tónlist sinni. Sr. Karl V. Matthíasson predikar, sr. Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir sam- komuna og sr. Jakob Ágúst Hjálm- arsson leiðir fyrirbæn. Jafnframt verður reynslusögu deilt með við- stöddum. I lok stundarinnar verður boðið fram til fyrirbæna. Það verður boðið upp á kaffi eftir 1 messu en ekki fyrir messu eins og á síðastliðnum vetri. Einnig hefjast messurnar hálftíma fyrr en verið hef- ur. Æðraleysismessur era einstakar og helgar stundir þar sem fólk kemur og leitar af heiðarleika eftir samfélagi við Guð og menn. Æðraleysismessur eru 21. aldar messur og það era allir velkomnir. Kvöldmessa í Grensáskirkju Á morgun, sunnudaginn 19. nóv., verður kvöldmessa í Grensáskirkju og hefst hún kl. 20. Kvöldmessurnar í Grensáskii’kju eru almennt mánaðarlega, þriðja sunnudag hvers mánaðar. Lagt er upp úr því að skapa kyrrlátt og frið- sælt andrúmsloft þar sem töluðu máli er stillt í hóf, allt form mjög einfalt og 3 sungnir sálmar sem henta vel í al- mennum söng. Kvöldmessan er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga erfitt með að kom- ast í kirkju á hefðbundnum messu- tima eða setja fyrir sig form mess- unnar. Að öðra leyti er hér um að ræða al- menna messu sem skírskotar á engan hátt til sérgreindra hópa og ætti að henta öllum sem vilja styrkja samfé- I lag sitt við Guð. Að halda hvíldardaginn heilagan 1 felur ekki það eitt í sér að taka sér frí frá daglegum störfúm heldur miklu fremur að leitast við að uppbyggjast í trúnni og styrkjast til að takast á við verkefni nýrrar vinnuviku. lö^J© KRISTIN TRÚ í ÞÚSUND ÁR ÁRIÐ 2000 Sönghátíð í Hallgrímskirkju Viðamikil sönghátíð verður sunnu- daginn 19. nóvember í Hallgríms- kirkju á vegum Kristnihátíðar Reykjavíkurprófastsdæma, en þetta er síðasta dagskráratriði í samfelldri Ídagskrá, sem staðið hefur frá 15. ágúst 1999. Á sönghátíðinni munu Kór Lang- holtskirkju, Dómkórinn og Mótettu- kór Hallgrímskirkju flytja saman hluta af tónlistaratriðum Þingvalla- hátíðarinnar. Blásai’asveit Reykja- víkur mun leika með hátíðarkórnum undir stjóm Tryggva M. Baldvins- sonai’, en flutningnum stjórnar Hörð- ur Áskelsson kantor. M.a. verður flutt Intrada eftir Tryggva M. Bald- vinsson og Hallelujakórinn úr Mess- íasi eftir Hándel. Þá verða sungnh' kristnihátíðarsálmar dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups og sr. Péturs Sigurgeissonar biskups. Lögð verður sérstök áhersla á almennan sálma- söng með sígildum íslenskum sálm- um. Ávörp flytja bæjarstjóri Kópavogs, Sigurður Geirdal, og dómprófastur, sr. Guðmundur Þorsteinsson. Sérstök nefnd Reykjavíkurpróf- Íastsdæma og sveitarfélaganna í þeim, þ.e. Reykjavík, Kópavogi og Seltjarn- Dómkirkjan í Reykjavík. Morgunblaðið/Sverrir amesi, var skipuð á árinu 1997 til að undirbúa og hrinda í framkvæmd há- tíðardagskrá á þessu svæði. Mjög margir viðburðir hafa verið á þessum 15 mánuðum sem nefndin hefur stað- ið fyrir, en einnig hefur nefndin verið í samstarfí við alla söfnuði prófasts- dæmisins, margar fríkirkjur, ótal fé- lagasamtök og íyrirtæki um margvís- legt starf. Nefndin telur sig hafa náð til milli 25 og 30 þúsund manns á þessum við- burðum, sem hún stóð fyrir. Það er von aðstandenda hátíðarinnar, að fólk fjölmenni á hátíðina, fylli Hallgríms- kirkju og taki undir lofsönginn sem á að fylgja okkur inn í nýja öld. Messa tileinkuð ástinni í Hafnar- fjarðarkirkju Næstkomandi sunnudag, 19. nóv- ember, verður haldin messa í Hafnar- fjarðarkirkju sérstaklega tileinkuð ástinni. Öll pör, hvort sem þau era í sambúð eða hjónabandi, era hvött til þess að mæta og eiga notalega stund í kirkjunni með ástinni sinni. Tilefni messunnar er það að í þessari viku er lokið hjónanámskeiðum haustsins í Hafnai’fjarðarkirkju, en 3.500 manns hafa sótt þessi námskeið frá árinu 1996. í messunni verða sungir sálmar og lög er tengjast ástinni og kærleik- anum og að sjálfsögðu fjallar predik- unin einnig um þetta þema. Eftir alt- arisgönguna geta kirkjugestir kveikt á bænakertum og skilið þannig eftir bæn fyrir sambúð sinni eða hjóna- bandi á „Himnastiganum" sem er bænastjaki kirkjunnar. Organisti er Natalía Chow og félagar úr kirkju- kómum syngja. Prestur er sr. Þór- hallur Heimisson. Messan hefst kl. 17.00. Kristnihátíð á Akranesi - biskup íslands prédikar Hátíðarmessa verður í Akranes- kii’kju nk. sunnudag kl. 14, en hún er liður í hátíðahöldum á vegum Borgar- fjarðarprófastsdæmis vegna kristni- tökuafinælisins. Biskup Islands, hr. Kai’l Sigurbjömsson, prédikar. Nú- verandi og fyrrv. sóknarprestar, sr. Eðvarð Ingólfsson og sr. Björn Jóns- son, þjóna fyrir altari. Sr. Þorbjörn Hlynur Ámason prófastur flytur ávarp. Sr. Kristinn Jens Sigurþórs- son les ritningarorð. Að hátíðar- messu lokinni er öllum kirkjugestum boðið að þiggja veitingar í Safnaðar- heimilinu Vinaminni. Akumesingar og aðrir Borgfirðingar era hvattir til þess að taka þátt í hátíðarhöldunum og fjölmenna í Aki’aneskirkju nk. sunnudag. Sóknarprestur. Myndlistarsýning og kvöldmessa með léttri sveiflu Eftir messu og bamastarf í Nes- kirkju á morgun, sunnudag, verður opnuð í safnaðarheimili kirkjunnar sýning á verkum fjögurra ungra lista- manna sem allir hafa verið í námi hjá Lóu Guðjónsdóttur. Þeir era: Elísa- bet Yuka Takefusa, Ingi Hrafn Stef- ánsson, Ingunn Birta Hinriksdóttir og Sigrún Huld Hrafnsdóttir. Markmið sýningarinnar er „að vekja áhuga fólks og athygli á nauðsyn gall- erís og starfsaðstöðu fyrir þroska- hefta í miðborg Reykjavíkur árið 2000“ eins og segir í sýningarskrá. Um kvöldið er svo messa með léttri sveiflu í Neskirkju. Tónlistarflutning- ur er í höndunum á Reyni Jónassyni sem leikur á harmoniku og Szymon Kuran sem leikur á fiðlu. Umræðu- efni kvöldsins er „Fyrirgefningin í lífi okkar“. Kvöldmessurnar era einu sinni í mánuði í Neskirkju og era með frjálsara yfirbragði en venjulegar guðsþjónustur. Lögð er áhersla á nýj- ungar samfara gömlum hefðum. Kirkjudagur í Frí- kirkjunni í Reykjavík Næstkomandi sunnudagur er sér- stakur kirkjudagur í Fríkirkjunni í Reykjavík þegar við minnumst 101 árs afmæhs safnaðarins. Þessi sunnu- dagur hefur jafnan verið kirkjudagur Fríkirkjunnar og munum við nú eins og áður halda daginn hátíðlegan. Hátíðar- og fjölskylduguðsþjón- usta verður klukkan 11:00. Einsöngv- ari við guðsþjónustuna er Magnús Ragnarsson. Við hvetjum safnaðarfólk til að mæta í kirkjuna sína á þessum af- mælisdegi Fríkirkjunnar í Reykja- vík. Einnig hvetjum við yngra fólk til að aðstoða aldraða til að taka þátt í þessum degi. Það er góður siður að yngri og eldri komi saman til kirkju. Á þessum degi hvetjum við til kirkju- göngu og bjóðum alla velkomna í Fríkirkjuna í Reykjarik. Eftir messu er kirkjugestum boðið í messukaffi í safnaðarheimilinu. Miðbæjarstarf KFUM og KFUK Á morgun verður miðbæjarstarf KFUM og KFUK kynnt á samkomu í húsi félaganna á Holtavegi 28 kl. 17:00. Eygló Bjarnadóttir mun bregða upp svipmyndum úr starfinu og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, mið- bæjarprestur KFUM og KFUK, flyt- ur ræðu dagsins, auk þess sem Helga Vilborgog Agla Marta Sigurjónsdæt- ur gleðja samkomugesti með söng. Félögin hafa staðið fyrir stai’fi á með- al ungs fólks í Austurstræti 20 undan- farin ár. Margir sjálfboðaliðar hafa unnið þar mikið og óeigingjarnt starf undir forystu miðbæjarprestsins. Þar er opið hús á fóstudagskvöldum. Hópur um einelti er einnig starfandi og námskeið sem kallast „12 spor, andlegt ferðalag" er vel sótt. Miðbæj- arprestur sinnir auk þess mikilli sál- gæslu. Margir unglingar hafa fundið lífi sínu betri farveg fyrir tilstuðlan þessa góða starfs. Konur og kristni Á morgun, sunnudaginn 19. nóv- ember, kl. 10 verður flutt á fræðslu- morgni í Hallgrímskirkju þriðja og síðasta erindið i röðinni „Konur og kristni". Að þessu sinni er fjallað um frá Guðránu Lárasdóttur, fátækra- fulltráa, alþingismann og rithöfund. Frá Guðrán var mikilhæf kona á sinni tíð (1880-1938), alin upp við ríka guðstrá og jafnrétti á heimili foreldra sinna. Þessi gildi, svo samofin sem þau era, fylgdu henni alla tíð og mót- uðu ævistarf hennar allt. Hún var framarlega í kvennabaráttu aldamót- anna, mikill bindindisfrömuður og kristniboðsvinur. Meðal málefna þeiira, sem hún barðist fyrir á Al- þingi, var framgangur raforkunnar, með hagsmuni heimilanna í huga. - Erindið flytur sr. María Ágústsdóttir, héraðsprestur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra, en hún er af- komandi Guðránar Lárasdóttur í beinan kvenlegg. Allir eru velkomnir á fræðslumorgun í Hallgrímskirkju og er aðgangur ókeypis. Hjónakvöld um samskipti, kynlífíð og hjónabandið Sunnudagskvöldið 19. nóvember nk. kl. 20.30 verður fræðslukvöld í safnaðarsal Digraneskirkju. Gestur kvöldsins er Halldóra Bjamadóttir hjúkrunarfræðingur sem fjallar um samskiptin, kynlífið og hjónabandið á hispurslausan hátt. Hún er þekkt fyr- ir pistla sína í Degi á Akureyri og um- ijöllun um svipað efni í morgunþátt- um Stöðvar 2. Fyrirlesturinn er í safnaðarsal Digraneskirkju, en eftir hann er boðið upp á kaffisopa og fyr- irspurnii’. Á eftir er boðið upp á kyrrðarstund í kirkjunni. Hjón og sambýlisfólk boðið velkomið. I mess- unni kl. 11.00 um morguninn munu fermingarbörnin leiða messusvör, sálmasöng og lesa lestra og bænir dagsins. Þau hafa æft messuna undir stjóm organistans Kjartans Sigur- jónssonar og er það hluti fermingar- starfsins. Prestur er séra Magnús Bjöm Bjömsson. Eftir messu er boð- ið upp á léttan málsverð á vægu verði, til að eiga notaiegt samfélag. Frumkirkja - kirkju- feður, samkirkjulegt fræðslukvöld Á mánudaginn kemur, 20. nóv., kl. 20.30 fer fram samldrkjulegt fræðslu- kvöld í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjai’ðarkirkju. Þar verður fjallað um bænaaðferðir framkirkj- unnar og kirkjufeðra. Sr. Kristján Valur Ingólfsson, lektor í helgisiða- fræði, og sr. Jakob Roland, prestur kaþólska safnaðarins í Hafnarfirði, munu hafa forsögu ásamt sr. Gunn- þóri Ingasyni sóknarpresti. Allir era velkomnir. Prestamir. Heimsókn frá Gerðubergi í Kópavogskirkju ÞAÐ er orðinn árviss viðburður að þeir sem taka þátt í félagsstarfi Gerðubergs komi til guðsþjónustu í Kópavogskirkju í nóvembermánuði og taki virkan þátt í henni. Sunnu- daginn 19. nóvember verður guðs- þjónusta kl. 14 með þátttöku félags- starfs Gerðubergs. Kór Kópa- vogskirkju syngur og leiðir safnaðarsöng og Gerðubergskórinn syngur undir stjóm Kára Friðriks- sonar. Upphafsbæn les Eyjólfur R. Eyjólfsson og lokabæn Guðrán S. Guðmundsdóttir. Ritningarlestra annast Helgi Magnússon og Anna Magnea Jónsdóttir. Organisti Julian Hewlett. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á hressingu og sam- vera í safnaðarheimilinu Borgum. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Neskirkja. Félagsstarf eldri borg- ara. Samvera í dag kl. 14 í safnaðar- heimilinu. Samfylgd okkar við kirkjuna. Spjall um jólabækur. Tón- list, veitingar, helgistund. Kaffiveit- ingar. Munið kirkjubflinn. Allir vel- komnir. Grafarvogskirkja. AA-hópui’ kl. 11. Fríkiriqan Vegurinn: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Brauðsbrotning. Samkoma kl. 20. Brauðsbrotning. Högni Valsson prédikar. Allir hjart- anlega velkomnir. KEFAS: Samkoma í dag, laugar- dag, kl. 14. Ræðumaður Sigrán Ein- arsdóttir. Mikil lofgjörð, söngur og fyrirbæn. Allir hjartanlega velkomn- ir. Þriðjud.: Bænastund kl. 20.30. Miðvikud.: Samverastund unga fólks- ins kl. 20.30. Föstud.: Bænastund unga fólksins kl. 19.30. Allir hjartan- lega velkomnir. Hvammstangakii kja. Sunnudaga- skólikl. 11. Akraneskirkja. Kirkjuskóli kl. 11. TTT-starf (10-12 ára) kl. 13. Umsjón: Hreiðar Öm Stefánsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.