Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 35
MOEGUNBLAf)IÐ
LAUGABDAGUR 18. NÓVEMBER 2000, 35
LISTIR
og skuggar
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Þórey Sigþórsddttir í öðru veldi.
Ljós
LEIKLIST
Leikfélagið Fljúg-
andi fiskar f Iðnó
MEDEA
Höfundur: Evrípídes. Þýðing: Helgi
Hálfdanarson. Leikgerð: Inga Lísa
Middleton, Þórey Sigþörsdóttir og
Hilmar Oddsson. Leikstjórn: Hilm-
ar Oddsson. Leikmynd og búning-
ar: Sonný Þorbjömsdóttir. Tónlist:
Jonathan Cooper. Lýsing: Alfreð
Sturla Böðvarsson. Sviðshreyfingar
og aðstoðarleikstjórn: Ólöf Ingólfs-
dóttir. Raddþjálfun: Nadine Ge-
orge. Framkvæmdastjórn: Sigrún
Sól Ólafsdóttir. Listræn ráðgjöf:
Minna Tiikkanen. Myndasaga:
Gunnlaugur O. Johnson. Kvik-
myndatökumaður: Bergsteinn
Björgúlfsson. Klipping og samsetn-
ing: Amar Steinn Friðbjarnarson.
Illjóðblöndun kóra: Hrannar Ingi-
marsson. Kórar: Hulda Björk Garð-
arsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir.
Leikarar: Þórey Sigþórsdóttir og
Valdimar Örn Flygenring. Föstu-
dagur 17. nóvember.
HÉR er á ferðinni mjög óvenjuleg
sýning á íslenskan mælikvarða. Við
sýninguna hafa unnið tveir kvik-
myndaleikstjórar, Inga Lísa Middle-
ton og Hilmar Oddsson, og það er
augljóst að þau nálgast viðfangsefnið
á gerólíkan hátt og flestir íslenskir
sviðsleikstjórar. Útgangspunkturinn
er hið myndræna og sýningin er
skipulögð út frá honum. Sú áhersla
sem lögð er á samspil ljóss og skugga
- t.d. andlit sem lýst eru upp eins og í
portrettljósmyndun, leikarar varpa
skugga á þijár hliðar - sýnir fram á
allt aðra forgangsröðun en í hefð-
bundinni leikhúsvinnu. Frábær ljósa-
hönnun gefur færi á að ná fram sterk-
um listrænum áhrifum. Kvikmynd og
sviðsleikur eru nýtt saman í persónu-
sköpun aðalpersónunnar, kórinn á
tjaldinu gæti verið hennar annað sjálf
og samræðumai- því eintal hennar við
eigin sál. Kvikmyndaleikurinn bygg-
ist á fínlegum svipbrigðum í nær-
mynd. I andstöðu við hann er sviðs-
leikurinn, stílfærðar stórar hreyf-
ingar, miklar tilfinningar og svo
formfastur textinn sem allt grund-
vallast á. Á stundum minnir samleik-
ur leikaranna á sviðinu á nútímaball-
ett - þau stíga sinn pas de deux allt til
loka, konan í forgrunni og kariinn
sem styður hana. Einfaldir búningai-
og sviðsmynd er það sem skugga-
myndirnar kalla á - til að bijóta upp
fábreytnina eru stólarnir á sviðinu
færðir til og búningum skipt út fyrir
nýja en hönnunin er alltaf ótrúlega
stílhrein og myndræn. Tónlistin í
þessu verki er í einu orði sagt stór-
kostleg en hún er felld að mynd og
leik á máta sem minnir á sumar nýrri
kvikmyndir. Auk hinna leiknu atriða
eru sýnd ýmiskonar myndskeið, eins
konar myndskreyting við þær tilfínn-
ingar sem flutningur textans kallar
fram í hug áhorfenda. Þau eru flest
smekklega unnin og sum áhrifamikil.
Inga Lísa, Hilmar og Þórey Sig-
þórsdóttir eiga öll hlut að máli hvað
leikgerðina varðar. Þau hafa fært til
atriði, skorið burt mikið af texta eða
lagt hann í munn kórsins til að fækka
aukapersónum sem mest, allt til að
komast að kjarnanum - sambandi
Medeu og Jasons. Hér er á ferðinni
þeirra túlkun á verki Evrípídesar og í
raun virkar leikgerðin fullkomlega
sem heild, enda greinilega úthugsuð.
Einhvem veginn stendur þeirra út-
gáfa nær okkar tíma enda erum við
vanari að okkar litlu harmleikir séu
leiknir innan ramma kjarnafjölskyld-
unnar en meðal fjölda þjóna og þerna.
í þessari sýningu er áherslan lögð á
aðalpersónuna, Medeu, og þar með
leikkonuna Þóreyju Sigþórsdóttur.
Imynd hennar sem þroskaðrar konu
er vegsömuð og gælt við hvert smá-
atriði í útliti hennar. I upphafi leikur
hún ein á sviðinu á móti þremur Þór-
eyjum á tjaldinu sem
leika hver sitt hlut-
verk. Hún stendur
undir þessu öllu og
kemur beiskum til-
finningum Medeu
glæsilega til skila með
meitluðum orðum þýð-
ingar Helga Hálfdan-
arsonar. Fegurð henn-
ar rennur saman við
fegurð textans, eins og
söngur Huldu Bjarkar
Garðarsdóttur rennur
saman við hljómlistina
í algjörri upphafningu
á þeirri skuggaveröld
sem sköpuð er á svið-
inu þar sem sýndar
eru myrkustu hliðar
mannlífsins. Valdimar
Öm Flygenring leikur
bæði Jason og hinn
nýja tengdaföður
hans,; Kreon. Honum
tekst einnig afar vel
upp, það eina sem
mætti finna að er að
skýrleiki framburðar-
ins vill lúta í lægra
haldi fyrir þeim til-
finningum sem Valdi-
mar Öm túlkar.
Það er sjaldgæft að
hinir ýmsu þættir sem
uppfærsla leikrits
byggist á séu jafn þétt
ofnir í einn og sama
vefinn og hér. Hér er á
ferðinni algjör samruni hinna ýmsu
listgreina og það er einsætt að lista-
mennimir hafa allir unnið saman að
settu marki undir styrkri og sam-
hentri stjórn. Að baki þessari sýn-
ingu, sem er álíka löng og meðal kvik-
mynd, hlýtur að liggja ótrúlega mikil
vinna og það er greinilega mjög flókið
að láta alla þessa þætti ganga upp á
sýningu. Fyrir utan agnarhtla hnökra
á tæknimálunum rann aUt eins og
smurt á frumsýningu. Það er mikið
nýmæli að þessari sýningu og vonandi
mun íslenskt leikhúsfólk sjá sér færi á
að nýta sér ýmsar tæknilegar lausnir
sem hér em notaðar í framtíðinni. I
Tékklandi hefur t.a.m. á síðustu ára-
tugum þróast sérstök tegund leiksýn-
inga sem byggjast á samspili sviðs-
leiks og kvikmynda og tíl eru leikhús í
Prag sem sérhæfa sig í þess háttar
samruna.
Að lokum má minnast á að er leikrit
Evrípídesar hefst er heilmikil saga að
baki og ef leikhúsgestir hafa tækifæri
til geta þeir gluggað í myndasögu
Gunnlaugs 0. Johnson fyrir sýningu
til að glöggva sig á forsögu leiksins -
þ.e.a.s. ef þeir þekkja grísku goðsög-
umar ekki þeim mun betur.
Sveinn Haraldsson
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Grískargoð-
sögur sagðar af Gunnari Dal.
I fréttatUkynningu segir: „Grísku
goðsögumar hafa
löngum fangað
hugi manna. Þær
búa yfir miklum
sannindum um
mannlegt eðli og
hafa reynst skáld-
um og Ustamönn-
um óþrjótandi
uppspretta. Nær
daglega er skír-
skotað til grísku
goðsagnanna í opinberri umræðu og
manna á meðal, enda hafa þær um
aldir verið óaðskUjanlegur hluti af
menntun og menningu Vestur-
landabúa. Fyrst og fremst em þær
þó skemmtileg lesning. Gunnar Dal
opnar okkur þennan ævintýraheim
með einstaklega Ufandi frásögn sinni
af guðum, gyðjum, hetjum, skrímsl-
um og mennskum mönnum, ástum
þeirra og afbrýði, svikum og launmál-
um, hetjudáðum ogmiklum örlögum.
Gunnar Dal er einn af vinsælustu
rithöfundum þjóðarinnar. Fyrsta bók
hans kom út 1949 og síðan hefur hann
sent frá sér um 50 frumsamdar bæk-
ur. Bækur Gunnars eru af ýmsum
toga: skáldsögur, ljóðabækur og fjöl-
mörg rit um heimspeki og þroskaferil
mannsins. Þá hefur hann þýtt og end-
ursagt þekkt verk heimsbókmenn-
tanna, svo sem Spámanninn eftir
Kahlil Gibran, sem selt hefúr í yfir 40
þúsund eintökum á íslandi."
Utgefandi er Nýja bókafélagid.
Bókin 272 bls. Adda Lóa Leifsdóttir
hannaði kápu og Dægradvöl sá um
umbrot. Filmuvinna ogprentun fór
fram íSteinholti ogbókband íFlatey.
Verð: 4.480 krónur.
• ÚT ER komin samkvæmis-
leikjabókin Bókin með svörin eftir
Carol Bolt.
í fréttatilkynningu segir: „Fáar
bækur hafa vakið jafnmikla lukku á
síðustu áium. Hér er ekkert að finna
nema svör og það svör við öllum
spumingum, hvort sem þær eru: ,Á
ég að gifta mig?“ eða „Á ég að fá mér
kaffi?“ Það eina sem þarf að gera er
að leggja aðra hönd á bókina í nokkr-
ar sekúndur og einbeita sér að spum-
ingunni, opna hana síðan á þeim stað
sem andinn blæs manni í bijóst og þá
blasir svarið við. Þetta er samkvæm-
isleikjabókin í ár. Fullkomin tækifær-
isgjöf fyrir alla sem hafa gaman af því
að blaða í bókum en hafa hins vegar
ekki eirð í sér til að lesa þær.“
Utgefandi erForlagið. Kápu hann-
aði Anna Cynthia Leplar og bókin
var prentuð hjá Ait Scandbook í Fal-
un í Svíþjóð. Blaðsíðufjöldi er 750 og
leiðbeinandi verð er2.990 krónur.
Ný verslun
með cÖísrtEíi? vörur!
Ýmiss spennandi opnunarti
# Leikföng • Fatnaöur • Diskar
• Glös • Gjafavörur
Opið kl. I I - 18
Laugardaga frá kl. II - 16
Toy.is
Dísney verslunin
Laugavegi 82, sími 511 1002.
Jafnan á metsölulista...
Var að
berast
í versl-
anir
Fjöldi þekktra manna og kvenna sýnir á sér
nýja hlið og segir frá atvikum og fólki sem
ekki gleymist.
Einstæð
bók!
Til styrktar Barnaspítala Hringsins og
forvarnastarfl meðal barna.
STOÐ OG STYRKUR
Handveik-Afmæli