Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 35
MOEGUNBLAf)IÐ LAUGABDAGUR 18. NÓVEMBER 2000, 35 LISTIR og skuggar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þórey Sigþórsddttir í öðru veldi. Ljós LEIKLIST Leikfélagið Fljúg- andi fiskar f Iðnó MEDEA Höfundur: Evrípídes. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikgerð: Inga Lísa Middleton, Þórey Sigþörsdóttir og Hilmar Oddsson. Leikstjórn: Hilm- ar Oddsson. Leikmynd og búning- ar: Sonný Þorbjömsdóttir. Tónlist: Jonathan Cooper. Lýsing: Alfreð Sturla Böðvarsson. Sviðshreyfingar og aðstoðarleikstjórn: Ólöf Ingólfs- dóttir. Raddþjálfun: Nadine Ge- orge. Framkvæmdastjórn: Sigrún Sól Ólafsdóttir. Listræn ráðgjöf: Minna Tiikkanen. Myndasaga: Gunnlaugur O. Johnson. Kvik- myndatökumaður: Bergsteinn Björgúlfsson. Klipping og samsetn- ing: Amar Steinn Friðbjarnarson. Illjóðblöndun kóra: Hrannar Ingi- marsson. Kórar: Hulda Björk Garð- arsdóttir og Þórey Sigþórsdóttir. Leikarar: Þórey Sigþórsdóttir og Valdimar Örn Flygenring. Föstu- dagur 17. nóvember. HÉR er á ferðinni mjög óvenjuleg sýning á íslenskan mælikvarða. Við sýninguna hafa unnið tveir kvik- myndaleikstjórar, Inga Lísa Middle- ton og Hilmar Oddsson, og það er augljóst að þau nálgast viðfangsefnið á gerólíkan hátt og flestir íslenskir sviðsleikstjórar. Útgangspunkturinn er hið myndræna og sýningin er skipulögð út frá honum. Sú áhersla sem lögð er á samspil ljóss og skugga - t.d. andlit sem lýst eru upp eins og í portrettljósmyndun, leikarar varpa skugga á þijár hliðar - sýnir fram á allt aðra forgangsröðun en í hefð- bundinni leikhúsvinnu. Frábær ljósa- hönnun gefur færi á að ná fram sterk- um listrænum áhrifum. Kvikmynd og sviðsleikur eru nýtt saman í persónu- sköpun aðalpersónunnar, kórinn á tjaldinu gæti verið hennar annað sjálf og samræðumai- því eintal hennar við eigin sál. Kvikmyndaleikurinn bygg- ist á fínlegum svipbrigðum í nær- mynd. I andstöðu við hann er sviðs- leikurinn, stílfærðar stórar hreyf- ingar, miklar tilfinningar og svo formfastur textinn sem allt grund- vallast á. Á stundum minnir samleik- ur leikaranna á sviðinu á nútímaball- ett - þau stíga sinn pas de deux allt til loka, konan í forgrunni og kariinn sem styður hana. Einfaldir búningai- og sviðsmynd er það sem skugga- myndirnar kalla á - til að bijóta upp fábreytnina eru stólarnir á sviðinu færðir til og búningum skipt út fyrir nýja en hönnunin er alltaf ótrúlega stílhrein og myndræn. Tónlistin í þessu verki er í einu orði sagt stór- kostleg en hún er felld að mynd og leik á máta sem minnir á sumar nýrri kvikmyndir. Auk hinna leiknu atriða eru sýnd ýmiskonar myndskeið, eins konar myndskreyting við þær tilfínn- ingar sem flutningur textans kallar fram í hug áhorfenda. Þau eru flest smekklega unnin og sum áhrifamikil. Inga Lísa, Hilmar og Þórey Sig- þórsdóttir eiga öll hlut að máli hvað leikgerðina varðar. Þau hafa fært til atriði, skorið burt mikið af texta eða lagt hann í munn kórsins til að fækka aukapersónum sem mest, allt til að komast að kjarnanum - sambandi Medeu og Jasons. Hér er á ferðinni þeirra túlkun á verki Evrípídesar og í raun virkar leikgerðin fullkomlega sem heild, enda greinilega úthugsuð. Einhvem veginn stendur þeirra út- gáfa nær okkar tíma enda erum við vanari að okkar litlu harmleikir séu leiknir innan ramma kjarnafjölskyld- unnar en meðal fjölda þjóna og þerna. í þessari sýningu er áherslan lögð á aðalpersónuna, Medeu, og þar með leikkonuna Þóreyju Sigþórsdóttur. Imynd hennar sem þroskaðrar konu er vegsömuð og gælt við hvert smá- atriði í útliti hennar. I upphafi leikur hún ein á sviðinu á móti þremur Þór- eyjum á tjaldinu sem leika hver sitt hlut- verk. Hún stendur undir þessu öllu og kemur beiskum til- finningum Medeu glæsilega til skila með meitluðum orðum þýð- ingar Helga Hálfdan- arsonar. Fegurð henn- ar rennur saman við fegurð textans, eins og söngur Huldu Bjarkar Garðarsdóttur rennur saman við hljómlistina í algjörri upphafningu á þeirri skuggaveröld sem sköpuð er á svið- inu þar sem sýndar eru myrkustu hliðar mannlífsins. Valdimar Öm Flygenring leikur bæði Jason og hinn nýja tengdaföður hans,; Kreon. Honum tekst einnig afar vel upp, það eina sem mætti finna að er að skýrleiki framburðar- ins vill lúta í lægra haldi fyrir þeim til- finningum sem Valdi- mar Öm túlkar. Það er sjaldgæft að hinir ýmsu þættir sem uppfærsla leikrits byggist á séu jafn þétt ofnir í einn og sama vefinn og hér. Hér er á ferðinni algjör samruni hinna ýmsu listgreina og það er einsætt að lista- mennimir hafa allir unnið saman að settu marki undir styrkri og sam- hentri stjórn. Að baki þessari sýn- ingu, sem er álíka löng og meðal kvik- mynd, hlýtur að liggja ótrúlega mikil vinna og það er greinilega mjög flókið að láta alla þessa þætti ganga upp á sýningu. Fyrir utan agnarhtla hnökra á tæknimálunum rann aUt eins og smurt á frumsýningu. Það er mikið nýmæli að þessari sýningu og vonandi mun íslenskt leikhúsfólk sjá sér færi á að nýta sér ýmsar tæknilegar lausnir sem hér em notaðar í framtíðinni. I Tékklandi hefur t.a.m. á síðustu ára- tugum þróast sérstök tegund leiksýn- inga sem byggjast á samspili sviðs- leiks og kvikmynda og tíl eru leikhús í Prag sem sérhæfa sig í þess háttar samruna. Að lokum má minnast á að er leikrit Evrípídesar hefst er heilmikil saga að baki og ef leikhúsgestir hafa tækifæri til geta þeir gluggað í myndasögu Gunnlaugs 0. Johnson fyrir sýningu til að glöggva sig á forsögu leiksins - þ.e.a.s. ef þeir þekkja grísku goðsög- umar ekki þeim mun betur. Sveinn Haraldsson Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Grískargoð- sögur sagðar af Gunnari Dal. I fréttatUkynningu segir: „Grísku goðsögumar hafa löngum fangað hugi manna. Þær búa yfir miklum sannindum um mannlegt eðli og hafa reynst skáld- um og Ustamönn- um óþrjótandi uppspretta. Nær daglega er skír- skotað til grísku goðsagnanna í opinberri umræðu og manna á meðal, enda hafa þær um aldir verið óaðskUjanlegur hluti af menntun og menningu Vestur- landabúa. Fyrst og fremst em þær þó skemmtileg lesning. Gunnar Dal opnar okkur þennan ævintýraheim með einstaklega Ufandi frásögn sinni af guðum, gyðjum, hetjum, skrímsl- um og mennskum mönnum, ástum þeirra og afbrýði, svikum og launmál- um, hetjudáðum ogmiklum örlögum. Gunnar Dal er einn af vinsælustu rithöfundum þjóðarinnar. Fyrsta bók hans kom út 1949 og síðan hefur hann sent frá sér um 50 frumsamdar bæk- ur. Bækur Gunnars eru af ýmsum toga: skáldsögur, ljóðabækur og fjöl- mörg rit um heimspeki og þroskaferil mannsins. Þá hefur hann þýtt og end- ursagt þekkt verk heimsbókmenn- tanna, svo sem Spámanninn eftir Kahlil Gibran, sem selt hefúr í yfir 40 þúsund eintökum á íslandi." Utgefandi er Nýja bókafélagid. Bókin 272 bls. Adda Lóa Leifsdóttir hannaði kápu og Dægradvöl sá um umbrot. Filmuvinna ogprentun fór fram íSteinholti ogbókband íFlatey. Verð: 4.480 krónur. • ÚT ER komin samkvæmis- leikjabókin Bókin með svörin eftir Carol Bolt. í fréttatilkynningu segir: „Fáar bækur hafa vakið jafnmikla lukku á síðustu áium. Hér er ekkert að finna nema svör og það svör við öllum spumingum, hvort sem þær eru: ,Á ég að gifta mig?“ eða „Á ég að fá mér kaffi?“ Það eina sem þarf að gera er að leggja aðra hönd á bókina í nokkr- ar sekúndur og einbeita sér að spum- ingunni, opna hana síðan á þeim stað sem andinn blæs manni í bijóst og þá blasir svarið við. Þetta er samkvæm- isleikjabókin í ár. Fullkomin tækifær- isgjöf fyrir alla sem hafa gaman af því að blaða í bókum en hafa hins vegar ekki eirð í sér til að lesa þær.“ Utgefandi erForlagið. Kápu hann- aði Anna Cynthia Leplar og bókin var prentuð hjá Ait Scandbook í Fal- un í Svíþjóð. Blaðsíðufjöldi er 750 og leiðbeinandi verð er2.990 krónur. Ný verslun með cÖísrtEíi? vörur! Ýmiss spennandi opnunarti # Leikföng • Fatnaöur • Diskar • Glös • Gjafavörur Opið kl. I I - 18 Laugardaga frá kl. II - 16 Toy.is Dísney verslunin Laugavegi 82, sími 511 1002. Jafnan á metsölulista... Var að berast í versl- anir Fjöldi þekktra manna og kvenna sýnir á sér nýja hlið og segir frá atvikum og fólki sem ekki gleymist. Einstæð bók! Til styrktar Barnaspítala Hringsins og forvarnastarfl meðal barna. STOÐ OG STYRKUR Handveik-Afmæli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.