Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 80
- »80 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Með allt á hreinu - Óður til kvikmyndar „Við erum búnir að meika það“ Stuðmenn meikuðu það allrosalega er þeir slógu í gegn með kvikmyndinni Með allt á hreinu árið 1982. Nú er komin út plata til heiðurs þessari mynd þar sem dægurlista- menn samtímans takast á við lögin sem þar er að fínna. Arnar Eggert Thoroddsen settist niður með Valgeiri Guðjónssyni og ræddi við hann um tilurð og sögu þessara laga sem þjóðin öll virðist kunna utan að. Morgunblaðið/Árni Sæberg Valgeir Guðjónsson heldur á gaffli lífsins. / ÞESSUM árum voru Stuð- menn gangandi frjósemis- búnt og duttu þama niður á einhverja óskiljanlega töfrauppskrift sem hittir alla íslend- inga beint í hjartastað. Valgeir nefnir í þessu sambandi að myndin haíi hins vegar aldrei átt upp á pallborðið í út- löndum. „Þjóðin hefur einhvem veg- inn náð að skilja þessa mynd mjög vel en hún er hins vegar algerlega óskilj- anleg öðmm þjóðum. Það var stutt en eftirminnileg gagnrýni sem birtist um myndina í Los Angeles Times þar sem hún var sýnd á einhverri kvik- myndahátíð þar í borg. Dómurinn hófst á þessum orðum: On top (enskt heiti myndarinnar) is a fílm about a bunch of Icelandic fraitcakes in apall- ing clothes." (ísl. „Með allt á hreinu er mynd um hóp af frónverskum flónum í forljótum fötum). Þetta var svona vinsamlegasta setning dómsins." A plötunni kennir margra grasa og listamennimir taka marga og mis- munandi póla í Stuðmannahæðir. T.d. breyta Borgardætur „Út í eyjum“ í brjálað djassstef á meðan Land og synir í félagi við Stefán Karl Stefáns- son leikara, era trúir upprananum í útgáfu þeirra af „Sigurjón dign“. Langi Seli og Skuggarnir setja „ís- lenskir kai'lmenn" í viðeigandi , ,gockabilly“-búning en Stuðmenn sjálfir setja lagið ,Að vera í sam- bandi“ í dansvænan búning í sam- vinnu við hússveitina Housebuilders. „Tónlistin var að miklum hluta samin á þremur dögum og kom nú að stóram hluta úr mínum pækli,“ segir Valgeir. „Hún var samin í rútuferð frá Egilsstöðum til Reykjavíkur með Þursaflokknum. Ég var nýkominn úr námi og var búinn að vera í ákveðnu tónlistarlegu svelti. Það brast bara einhver flóðgátt.“ Valgeir rifjar upp skrýtnar og stór- skemmtilegar sögur á bakvið lögin í tilefni útgáfunnar. „Ástardúett" „Við tókum upp atriðið sem hýsir lagið í vöralager Sambandsfyrirtækj- anna en þar er nú Ikea. Við fengum þama eina dagsstund til afnota til að taka upp þetta atriði. Þá var einmitt þessi ágæta sena; lykilsena. Flest samtöl í myndinni voru spunnin upp á staðnum, t.d. setningin með rútuna („Það verður engin helvítis rúta; það verður bara langferðabíll") hún var ekkert undirbúin. Þetta lag var samið af mér og Agli og við vorum fljótir að því. Ég henti fram setningunni: „Ég er dáinn úr ást“ og Egill botnaði: „Þó hjartað dæli blóði“.“ „Siguijón digri“ „Þetta lag var ábyggilega gert í þessari ferð líka. Það var alltaf mjög gaman að spila þetta lag, mikil fart í þessu lagi. Þetta er gömul saga sem henti hann Magnús Einarsson sem starfar á Rás 2, gamall og góður vinur minn. Hann var í hljómsveit sem var rekinn úr skónum á Homafírði af Ragnari í Sindrabæ sem var svona frægur karakter, stór og mikill.“ „Islenskir karlmenn“ „Samið í rútuferðinni. Var samið að gefnu tilefni, gert til að þjóna þessu karla/kvennamáli í myndinni. Á móti kom þá Giýlulagið „Ekkert mál“. Þegar við komum loks í bæinn úr rátuferðinni gerðum við framstæðar upptökur í stúdíóinu Grettisgati sem við tókum upp á kassettu og sendum Jakobi. Þessi kassetta hefur aldrei fundist aftur en þama era frumgerðir laganna sem komu út úr rátuferðinni - eins konar órafmagnaðar útgáfur. Ætli sé ekki búið að endurvinna þess- ar kassettur einhvers staðar úti í Kaliforníu, búið að búa til úr þeim kókflöskur.*1 „Haustið ’75“ „Það er þessi fallega sena (er Hafþór trommari hittir gamla kær- ustu. Innsk. mbl.), ejn af þessum fínu senum í myndinni. Ég man að viðlag- ið samdi ég í Noregi þegar ég var þar í námi. Leikur Ásgeirs í þessu atriði er á heimsmælikvarða. Eins og þegar hann missir Ópalpakkann, það hefði enginn lærður leikari misst pakkann betur en Ásgeir.“ „Æði“ „Við voram með heilmiklar bolla- leggingar í kringum þetta lag (lagið kemur fyrir er Stuðmenn era að spila í heljarinnar ham í einhverjum ónefndum bæ úti á landi en er hins vegar hvergi fáanlegt á plasti. Innsk. blm.) og voram með fleiri hugmyndir í kringum þessi líkamsmeiðsl sem enduðu svo bara í fatla. Ein hug- myndin var sú að eftir að Egill væri búinn hanga í ijáfrinu í einhvern tíma myndi hann falla niður og hendumar myndu lengjast; hann myndi svo draga þær á eftir sér. Önnur hug- mynd var sú að hann myndi tvista af sér fætuma og hefði fengið ítalska gervifætur." „Reykingar" „Þetta er lag sem ég og Bjólan sömdum saman. Við gerðum saman plötuna Jolli og Kóla sem að mér þyk- ir alltaf mjög vænt um. Afar skemmtilegt að hlusta á hana í dag, eldist ágætlega. Við tókum hana upp á dauðum tíma í Hljóðrita og ef ég man rétt kemur „Reykingar“ úr þeim bálki. Ég dró það svo fram fyrir þetta rátuatriði í myndinni. Vildum hafa eitt svona afslappað „on the road“ lag. Þar kemur þessi kafli sem ég held að sé eini staðurinn þar sem ég syng á þessari plötu. „Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífí" kaflinn. Við sett- um hann aftan við í stúdíóinu og ég man að ég bullaði þetta bara upp úr mér og hafði þá til hliðsjónar einhver lög sem Magnús og Jóhann höfðu samið en þeir vora dáh'tið kosmískir í textum hér í eina tíð.“ Ég ber undir Valgeir eina línu sem er að fínna í laginu: „Þú varst sjálfur f eina tíð prakka - ritvél hefur takka.“ og hann hlær dátt. „Þetta er náttúr- lega alveg hrein snilld." segir hann og brosir. „Sláígegn" „Eins og ,Ástardúett“ þá reyndum við að hafa þetta svona hæfilega halló. Er svona tilvísun aftur í tímann, þar sem hallærislegheit Stuðmanna era ítrekuð með gamaldags stíl. Þetta er svona hálfgert „fifties“ lag og var samið í rátuferðinni góðu er við vor- um að keyra yfir Mýrdalssand. Það var skemmtilegt atriði í myndinni er við fóram út í rássneskt skemmti- ferðaskip. Við fóram út í þetta skip af því að við sáum það úti á höfninni. Dæmigert fyrir myndina og það var heilmikið mál að fá að fara út í skipið. Kvikmyndatökumaðurinn okkar, sem er Breti, töfraði fram pund og keypti þar eina rássneska freyðivín sem við settum í okkur fyrir listina.“ „Franskar (sósa og salat)“ „Vegasjoppulagið. Það er svona hægt Bo Diddley bít í þessu. Ég man þegar ég var í Noregi þá hlustaði ég mikið á hljómsveit sem hefur alltaf verið í miklum metum hjá mér síðan, heitir Little Feat. Það er svolítill Little Feat hugsanagangur í þessu lagi. Lag sem bæði hefui- tregðu og er ekki hratt í eðh sínu en hefur samt svona bít sem knýr það áfram. Þannig að það er hvorki hægt né hratt. Mér hefíir alltaf þótt gaman að lögum sem búa yfir svona tempó-togstreitu." „Að vera í sarnbandi" „Við Jakob sömdum þetta lag man ég og það var sem sagt fyrir þessa senu sem er nú alltaf dáhtið fyndin (í upphafi myndar er Stuðmenn spila fyrir tómum sal. Innsk. blm.). Stund- um finnst mér að það hefði mátt klippa hana enn þá skemmtilegar til og gera meira úr þessum dansi. Við tókum þetta einu sinni og urðum ör- þreyttir eftir þetta hopp. Þetta er svo gríðarlega krefjandi iðja að dansa þennan Stuðmannadans. Það væri hægt að gera úr þessu heilt lík- amsræktarkerfi og selja dýram dómi út um allan heim. Þetta klárar allan eðhlegan andardrátt á örfáum sek- úndum. Fyrir utan hvað þetta er mik- il innri fegurð, það er svo mikil tján- ing sem hægt er að setja í þessi spor.“ „Draumur okkar beggja“ „Ég og Jakob gerðum tvær smá- skífur í gamla daga, Ein þeirra var með laginu „Gjugg í borg“ og „Draumur okkar beggja" var hinum megin (önnur útgáfa Stuðmanna, 1974. Innsk. blm.). Bæði þau lög samdi ég í Hamrahhðarskólanum. Bæði lögin komu alsköpuð í fyrsta rennsh, það er ekki oft sem manni auðnast slík vinnubrögð; segir nú kannski meira um lögin en snilhgáf- una. Lagið í myndinni er svona skop- leg sýn á þessa rómantísku deild sem var í gangi upp úr áttatíu." „Ekkert mál“ „Mörg laganna í þessari mynd vora samin inn í ákveðnaðar senur og gerð til að þjóna framgangi myndarinnar eins og t.d. „Franskar (sósa og sal- at)“, „Haustið ’75“, „Slá í gegn“ og „íslenskir karlmenn". Þetta Grýlu/ Gæralag var hugsað sem mótvægi við síðastnefnda lagið.“ „tít í eyjum“ „Þetta er svona tralala-lag sem ég hef nú aldrei verið neitt of hrifin af. Það gerir sig þó alltaf jafnvel þegar það er leikið fyrir dansi. Þetta er eitt af þeim lögum sem við sömdum sam- an - við þrír; ég, Jakob og Egill. Við sendum það inn í samkeppnina um þjóðhátíðarlag þegar við fóram til Eyja að gera þessa mynd og það varð úr heilmikið drama. Okkur var sagt að þetta hefði borist of seint en það var nú ekki. Það var vitað að þetta hafði borist innan marka skilafrests þannig að þama var einhver póhtík í gangi.“. Morgunblaðið/Porkell Addi Fannar Morgunblaðið/I'orkell K.K. Morgunblaðið/Golli Guðni Finnsson Hver mælir fyrir sveitunum? ADDI Fannar er gítarleikari í Skítamóral en sveitin sú tók sér árs frí fyrir stuttu eins og kunnugt er. Skítamórall rennir sér í gegnum stuðlagið „Æði“. Af hveiju þetta lag: Okkur fannst það skemmtilegt að þetta lag hefur aldrei komið út á plötu og er ekki nema hálft í myndinni. Einnig fannst okkur skemmtilegt að þegar Stuðmenn era að spila þetta lag era þeir á dansleik í Selfossbíói en kjaminn í hljómsveitinni er þaðan. Uppáhaldsstuðmaður: ,Iakob. Uppáhaldssetning úr myndinni: „Við ætluðum að fara í göngutúr upp á Blátind." KK og Maggi taka blámalagið súra „Reykingar" og setja í við- hafnarbúning. KK verðui' fyrir svöram. Af hverju þetta lag: Þetta lag valdi okkur. Uppáhaldssf uðmaður: Allir. Uppáhaldssetning úr myndinni: „Það má vera eitthvað sko, sem er dálítið væld sko, en samt þannig að snyrtimennskan sé enn þá í fyrir- rámi sko.“ Rokksveitin Ensimi tekur lagið „Draumur okkar beggja“ og setur það í ansi athyglisverðan búning með góðri aðstoð frá sjálfum Gylfa Ægissyni. Guðni Finnsson er bassaleikaii sveitarinnar og út- skýrir ástæðumar fyrir þessu. Af liverju þetta lag: Við völdum það nú eiginlega ekkert sjálfir. Það vai' leitað til okkar um að taka þetta lag sennilega vegna þess að á plöt- unni er verið að leika sér með sam- bland lifandi tónlistar og forritaðr- ar. Uppáhaldsstuðmaður: Eggert Þorleifsson. Uppáhaldssetning úr myndinni: „Ef ég sé með hattinn fer ég öragg- legaístuðsko."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.