Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 6 ^
UMRÆÐAN
Hvar er lýðræð-
ið á vegi statt?
í GREIN hér í Morgunblaðinu
bauð ég fram skýringu á því, að rík-
isstjórnin getur farið sínu fram um
fískveiðistjórn þvert ofan í 75%
þjóðarinnar, skv. skoðanakönnun-
um, án þess að glata fylgi sínu skv.
sömu heimildum. Skýringin er, að
yfirgnæfandi mehihluti stuðnings-
fólks ríkisstjórnarinnar skv. Gallup,
sé fólk, sem fylgist alls ekkert með
því, sem er að gerast í samfélaginu,
og hefur því engar forsendur til að
hafa grundaðar skoðanir. Aðspurt
segist fólk bara styðja ríkisstjórnina
og raunar gerh' það af því að það er
öruggt og styggir engan, sem ein-
hverju ræður, ef afstaðan skyldi
spyrjast. Þar á ofan ber mest á ráð-
herrum í fjölmiðlum og þannig á þá
minnt. Fólk er hallt undir þá gos-
drykki eða hamborgara, sem síðast
voru auglýstir.
Þetta era býsna hvassar staðhæf-
ingar um okkar litla „lýðræðis“-ríki.
Hér verður ráðist í greiningar og
röksemdafærslur að baki þeim.
Nóg er svo sem umfjöllunin um
þau pólitísku efni, sem ljósvakafjöl-
miðlar á annað borð treystast til að
fjalla um. Þau efni, sem fjölmiðlai-n-
ir hliðra sér hjá að rýna í era for-
vitnileg til rannsóknar, en verða
ekki rædd frekar hér. Önnur hlið
málsins verður tekin til skoðunar.
ítrekað hafa verið birtar Gallup-
kannanir um áhorf á fréttatíma Rúv
og Stöðvar 2. Þar kemur fram, að 35
til 40 % landsmanna hafi einhvern
tíma á tveimur vikum litið á frétta-
tíma stöðvanna hvorrar um sig.
Upplýsingamar segja lítið, því að
þær leggja að jöfnu þá, sem ein-
hvern tíma hafa gjóað augum á
fréttir og hina, sem fylgjast grannt
með að staðaldri. Þessar kannanir
fela það einnig, sem mér þykir lík-
legast, að sama fólkið fylgist með
öllum fréttum. Því tel ég ekki frá-
leitt áskot, að einhvers staðar á bil-
inu 20 til 30% landsmanna fylgist vel
með sjónvaipsfréttum, en 70 til 80%
geri það ekki.
Með aðalfréttatímum gamla út-
Umræða
Vakningin til almennari
vitundar um málefni
samfélagsins, segir Jón
Sigurðsson, verður að
koma að utan, úr
grasrótinni.
varpsins, hinum gleggstu, sem völ er
á, kannski utan Morgunblaðsins,
munu fylgjast 20 til 35% þjóðarinn-
ar, eftir tímum dags. Trúlegast er
það að stærstum hluta enn sama
fólkið, sem fylgist einnig með sjón-
varpsfréttum. Þannig gætu um eða
yfir 70% þjóðarinnar verið mjög eða
alls óvirkir neytendur fréttaflutn-
ings ljósvakafjöímiðlanna.
Ég hef eftir áreiðanlegum heim-
ildum, að grein eins og þessa í
Morgunblaðinu lesi einungis 2 til 3%
landsmanna. Þess háttar umræða
nær því ekki til 97 eða 98 % þjóðar-
innar.
Og þá er að gæta að unga fólkinu
sérstaklega. Frá því var sagt í frétt-
um fyrir alllöngu, að
menntaskólanemar á
Egilsstöðum hefðu gert
gagnmerka athugun í
sinn hóp á því hversu
margir þeirra fylgjast
með þjóðmálum og
stjórnmálum. Það fylgdi
sögunni, að sams konar
athugun í ótilgreindum
menntaskóla á höfuð-
borgarsvæðinu hafi gef-
ið svipaðar niðurstöður.
Einungis um 20% nem-
anna töldu sig fýlgjast
með þjóðmálum og
stjórnmálum.
Þegar tekið er mið af
þeim hluta menntaskóla-
árganganna, sem ekki fara þangað
og þeim, sem falla út úr skóla á leið
til stúdentsprófs og gengið út frá
því, að þeir séu ekki líklegir til að
fylgjast með, er ekki fjarri lagi að
ætla, að á bilinu 10 til 15% þessara
árganga fylgist með því, sem er að
gerast í samfélaginu. Þá er ekki
fjarri lagi að álykta, að álíka stór
hópur 20-25 ára árganganna sé á
sama báti. 85 til 90% þessa fólks
fylgist þannig ekki með.
Þessi niðurstaða er einkar fróðleg
í ljósi þess, að fáeinum vikum eftir
að fréttin frá Egilsstöðum var birt
kom fram Gallupkönnun um fylgi
stjórnmálaflokka og stuðning við
ríkisstjórnina. Þar var svo sem ekk-
ert nýtt. Fylgi ríkisstjórnarinnar
var áfram yfir 60 % eins og verið
hefur. Þess var hins vegar sérstak-
lega getið, að fylgi ungs fólks, 16 -25
ára við ríkisstjómina hafi verið 80%.
Kaldhæðnin í stöðunni er sú, að rík-
isstjórnin nýtur þannig mests fylgis
meðal þeirra þegna þjóðfélagsins,
sem síst fylgjast með því, sem er að
gerast.
Þessi staða hentar ríkjandi
stjórnmálaforystu vel. Stjórnvöld
geta farið sínu fram, því að ekkert,
sem gert er eða látið ógert, virðist
raska hefðbundnu
■fylgi flokkanna að
marki. Hvorki afneit-
unar þjóðarinnar á
Þingvallahátíð í sum-
ar né andstöðu 75%
þjóðarinnar við gild-
andi fiskveiðistjórn
sér stað í skoðana-
könnunum um fylgi
við flokka eða ríkis-
stjórn.
Þessi augljósu
merki hljóta að vekja
ótal spurningar um
vanþróun þess lýð-
ræðis, sem ríkir við
þessar aðstæður.
Ríkir hér lýðræði eða
hversu marktæk era hin mældu við-
horf lýðsins, ef allur þorri hans fylg-
ist ekki með? 70 til 80% þjóðarinnar
gerir það ekki og 85 til 90% unga
fólksins. Hvað merkja svörin, sem
Gallup eða DV fá, ef 30% svara
ekki?
Allt á þetta samsvöran í því al-
menna sinnuleysi, sem merkja má
víða í samfélaginu. Verkalýðsfélög,
með þúsundir félaga, geta hæglega
haldið fundi sína þar sem rúmast fá-
ein hundruð. Stjórnmálamenn
veigra sér við að halda fundi, af því
að hætta er á háðungaraðsókn. I
fomannskjöri í Neytendasamtökun-
um með 17 þús. félaga taka þátt 90
sálir.
Á sama tíma þyrpist almenningur
til hvers konar námskeiða, afþrey-
ingar og símenntunar um fjölbreyti-
leg efni. Ályktunin af þessu er
tvíátta og ekki ljóst hvað er í raun.
Forystumönnum almannasamtaka,
þ. á m. stjómmálaflokka, hefur ann-
aðhvort ekki tekist eða þeir sjá sér
ekki ávinning í að vekja áhuga fólks-
ins á því, sem þeir eru að sýsla við.
Þeir eru eins og einokunarfyrirtæki,
sem heldur fast utan um stöðu sína.
Hvers vegna ættu menn að raska
samfélagslegri stöðu sinni og jafnvel
Jón
Sigurðsson
framfærslu með því að blanda al-
menningi í málin? Alla vega má
draga í efa, að þaðan sé breytinga að
vænta.
Nei. Vakningin til almennari vit-
undar um málefni samfélagsins
verður að koma að utan, úr grasrót-
inni, frá fólki, sem hefur látið sér
nægja að jagast við eldhúsborðið sitt
eða í kaffitímum. Fjölgi þeim, sem
fylgjast með, verðui' til nýr og frjór
jarðvegur fyrir upplýsta umræðu.
Þá og þá fyrst er von um raunvera-
legt, upplýst og vii’kt lýðræði í sam-
félaginu, þar sem forystan finnur sig
þvingaða til að taka mark á viðhorf-
um almennings. Núna getur hún
óáreitt látið það ógert. Það ræðst af
því, að stóran hluta almennings-tp
skortir þekkingu, þjálfun og vilja til
að eiga hlut að alvöralýðræði.
Höfundur er fv. framkvæmdasljóri.
>S
NeitQL^
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
FATASKAPAR
á fínu verbi
ALLTAÐ 30% AFSLÁTTUR
HÁTÚNI 6A (í húsn. Fönix) SÍMI: 552 4420
V
JÖLAFÖTIN
KÖMIN
TÍSKUSýNINq
KL. 14.00 í DXC
FYXIX FKÁMÁN
V6XSLUNINA.
KRINGLUNNI, SIMI 568 6688