Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 66
66 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN AFTUR UM SANN- LEIKANN OG EINKA- LEYFISGJALD HHÍ AÐ GEFNU tilefni er mér nauðugur einn kostur að svara út- úrsnúningum og orð- hengilshætti sem fram kom i grein forstjóra Happdrættis Háskóla íslands (HHI) í Morg- unblaðinu þriðjudag- inn 14. nóv sl. Einkaleyfisgjaldið rennur til RANNÍS í byrjun greinar sinnjir snýr forstjóri HHI út úr varðandi grein mína sem birtist í Morgunblaðinu 8. nóv. sl. en þar benti ég á staðreyndir sem ég taldi nauðsyn- *' legar að kæmu fram í umfjöllun um oinkaleyfi HHI um rekstur pen- ngahappdrættis. Fullyrðir hann að g fari með rökleysu. I þessu sam- iandi vil ég benda honum á grein í Morgunblaðin þriðjudaginn 7. nóv. sl. en þar ritar framkvæmdastjóri RANNÍS ágæta grein og kemur inn á einkaleyfisgjald HHI. Þar segir hann um einkaleyfisgjaldið: „Svona einfalt er málið þó ekki því staðreynd málsins er sú að einkaleyfisgjaldið hefur ekki staldr- að lengi í ríkissjóði heldur runnið ' beint í bygginga- og tækjasjóð rannsóknarstarfseminnar 1 landinu. Það gerist nú samkvæmt lögum nr. 61/1994 um Rannsóknarráð ís- lands“ (tilv. lýkur). I sömu grein kemur fram að sett voru lög 1965 að beiðni þáverandi stjórnar RANNÍS við fjármála- ráðuneytið um að einkaleyfisgjald HHÍ færi til uppbyggingar í þágu rannsókna í landinu. Það var því ekki ríkisvaldið eitt sem tók þess ákvörðun eins for- stjóri HHI fullyi-ðir. Sama upphæð og ríkissjóður fær af einkaleyfis- gjaldi HHÍ rennur til RANNÍS. Með öðrum orðum í stað þess að gjaldið renni í byggingarsjóð HHÍ rennur það í bygginga-^ og tækja- sjóð RANNÍS. Háskóli íslands fær þá upphæð til baka og vel rúmlega það. Þetta er sannleikur en ekki rökleysa. Forstjóri HHÍ telur ásættan- legi-a fyrir ríkisskjóð að taka gjald af öllum happdrættum. Eiga happ- drætti á Islandi að halda uppi rann- sóknarstarfsemi á vegum atvinnu- veganna og Háskóla íslands? Er ekki rétt að þeir sem njóta góðs af leggi meira af mörkum t.d. með sköttum á atvinnufyrirtæki? Sú prósenta þarf ekki að vera há til að ná þessum 70 milljónum (ca. 20 milljónir koma frá flokkahapp- drætti HHÍ og ca. 50 milljónir frá spilakössum HHÍ.) HHÍ og eftirlitið Forstjóra HHI er tíðrætt um vöruhappdrættið Happdrætti DAS og hvemig vinningar greiðast út. Jafnframt segir hann að HHI telji það ekki sitt hlutverk að fylgja því eftir að farið sé að lögum í þessum efnum. Þetta heitir að hagræða sannleikanum. Sannleikurinn er sá að bréf stílað á stjórn Happdrættis DAS kom frá lögfræðingi HHÍ, Gesti Jónssyni hrl., í maf 1998 en þar fór hann fram á að Happdrætti DAS svari því í hverjum mæli Happdrætti DAS greiði viðskipta- vinum sínum út peninga sem vinn- inga í happdrættinu. Jafnframt er minnt á lög HHÍ og einkarétt þess til reksturs peningahappdrættis á Islandi. Gefinn var vikufrestur á svari. Tilefnið var afhending á 20 milljóna króna vinningi til íbúða- f kaupa að eigin vali sem fram fór í fréttatíma Ríkissjón- varpsins. Þegar þá fór að lengja eftir svari var farið fram á að happdrættisráð Happ- drættis DAS léti at- huga hvort lögbrot hafi verið framið. Stjórn Happdrættis DAS svaraði bréfi ráðsins á viðeigandi hátt og var ekki að- hafst frekar í málinu. í grein forstjóra HHÍ frá 4. nóv. sl. eyð- ir hann u.þ.b.70% af grein sinni í að tíunda almenn lög um happ- drætti á íslandi og lög um happdrætti sem starfa eftir sér- lögum. Líkur hann tilvitnunum sín- um með ákveðnum hætti (.) en í Fyrr á öldum var enginn gjaldmiðill til sem hét peningar, segir Sigurður Agúst Sigurðsson. Þá voru í gangi vöruskipti. Það er búið að leggja af slíka viðskiptahætti ef ----------------7--------- forstjóra HHI er það ekki enn ljóst. umfjöllun um Happdrætti DAS ger- ir hann það ekki heldur bætir við þau lög fullyrðingum um að vinn- ingar Happdrættis DAS séu fyrst og fremst peningavinningar og séu auglýstir sem slfldr. Það er sá texti sem ég gerði athugasemdir við enda mátti svo skilja að þetta stæði í lög- unum. í grein forstjóra HHÍ frá 14. nóv. sl. kveður hann enn fastar að varð- andi fyrirkomulag greiðslu vinninga og er reiðubúinn að leggja fram gögn því til sönnunar. Hver er það sem er í eftirlitshlutverki og fylgist með því að farið sé að lögum? Um leið og forstjórinn fullyrðir að það sé ekki hlutverk HHÍ að fylgja því eftir að lögum sé framfylgt viður- kennir hann í sömu grein að hann sé með eftirlit með því að Happdrætti DAS fari að lögum. Greiðsla vinn- inga í Happdrætti DAS fer fram gegn afhendingu reiknings eða af- riti og verður upphæð reiknings að vera a.m.k. sú sama eða hærri en vinningsupphæðin. Greiðsla vinn- inga er ýmist í formi ávísana eða peninga. Á vinningaskrá Happ- drættis DAS eru allir vinningar að eigin vali og þ.a.l. er ekki hægt að ganga frá greiðslu vinnings á annan hátt. Verðmæti birtist okkur í mörgum myndum, t.d. í peningum, ávísunum, skuldabréfum, vörum, farseðlum, bifreiðum og fasteign- um. Fyrr á öldum var enginn gjaldmiðill til sem hét peningar. Þá voru í gangi vöruskipti. Það er búið að leggja af slíka viðskiptahætti ef forstjóra HHÍ er það ekki enn ljóst. Samkeppnisstofnun Forstjóri HHÍ eða fulltrúar á hans vegum hafa kvartað við Sam- keppnisstofnun varðandi orðalag í auglýsingum í blöðum og í sjón- varpsþætti. Auk þess hefur hann óskað eftir því við RÚV að birta ekki í útvarpsauglýsingum frá Happdrætti DÁS orðalag þar sem minnst er á orðalagið „krónur", þar sem talað er um vinning í krónum í stað þess að segja verðmæti „að upphæð krónur“ .... Þessi orðhengilsháttur hefur ver- ið með slíkum eindæmum að ekki er lengur hægt að búa við þessar „árásir" öllu lengur. Að HHÍ í skjóli einkaleyfis skuli hafa einskorðaðan rétt til að fjalla um vinninga í krón- um. Forstjóri HHÍ hefur komist upp með að segja að HHÍ sé með hæsta vinningshlutfallið þegar spilakassarnir eru með um og yfir 80% vinningshlutfall og fleiri dæmi eru þessu til sönnunar. Þegar Samkeppnisstofnun hefur svo úrskurðað HHÍ í óhag fara þeir með málið fyrir Hæstarétt til að ná sínum málum fram með því að benda á vanhæfni þeirra sem um málið fjalla hjá Samkeppnisstofnun. Okkur er fyrir löngu orðið ljóst að HHÍ hefur flokk lögfræðinga sem era tilbúnir að verja „heiður" HHI hvar og hvenær sem er. Samkeppnisstofnun svaraði er- indi frá Happdrætti DAS dags. 19. ág. 1999 þar sem óskað var eftir áliti Samkeppnisstofnunar á einka- leyfi HHI til að reka peningahapp- drætti. Svarið hljóðaði svo: „Með vísan til þess sem að framan segir beinir samkeppnisráð þeim tilmæl- um til dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að samkeppnisstaða happdrættanna verði gerð sem jöfnust að því er varðar skilmála fyrir rekstrinum og að einkaleyfi HHI til að reka peningahappdrætti verði numið úr gildi og hinum flokkahappdrættunum verði veitt leyfi til þess að greiða út vinninga í peningum." Svo mörg voru þau orð. EES og happdrættisrekstur Forstjóri HHÍ fer með sannleika þegar hann fjallar um reglur EES gagnvart happdrættum. Lög HHÍ eru því ekki brot á þeim lögum, enda hefur því hvergi verið haldið fram. í lok greinar forstjóra HHÍ frá 14. nóv. sl. ber hann saman vinn- ingshlutfall HHÍ og DAS. Eins og það komi þessu máli eitthvað við. Það er algjörlega óskylt mál þar sem hann er að bera saman epli og appelsínu. Viðskiptafræðistofnun Háskóla Islands hefur gefið út rit sem heitir Viðskiptasiðferði og kemur þar fram eftirfarandi í kafla undir heit- inu: „Tengls við samkeppnisaðila" 1. Fyrirtæki vinnur með festu að markmiðum sínum, en á heiðar- legan og viðurkenndan hátt. 2. Fyrirtæki rýrir aldrei vísvitandi mannorð samkeppnisaðila sinna. 3. í öllum samskiptum við við- skiptavini forðast starfsmenn að ræða trúnaðarupplýsingar. 4. Fyrirtæki reynir ekki að nálgast upplýsingar vai'ðandi samkeppn- isaðila með óheiðarlegum eða óeðlilegum hætti. Þar með er tal- in njósnastarfsemi, ráðning starfsmanna keppinauta til að ná í trúnaðarupplýsingar, að hvetja starfsmenn eða viðskiptavini keppinauta til að afhenda trúnað- arupplýsingar eða hverjar aðrar þær aðgerðir sem óheiðarlegar geta talist. 5. Fyrirtæki tekur ekki þátt í að- gerðum sem takmarka sam- keppni í viðskiptum eða geta með öðru móti haft neikvæð áhrif á markaðinn. Þessum 5 reglum vil ég beina til Ragnars Ingimarssonar, forstjóra HHI, og ætla að hann starfi eftir þeim reglum viðskiptasiðfræðinnar sem Háskóli íslands og hans yfir- menn kenna nú á dögum. Höfundur er forstjóri Happdrættis DAS. Sigurður Ágúst Sigurðsson Frímerkjablaðið ÞVÍ miður hefur dregizt of lengi að vekja hér í frímerkja- þætti Mbl. athygli á þeim tölu- blöðum Frímerkjablaðsins sem út hafa komið á þessu ári. Blaðið hóf göngu sína á árinu 1999 í samvinnu Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara og Islandspósts hf. Var í sjálfu sér eðlilegt, að sú samvinna kæmist á og þá ekki sízt í ljósi þess, að LÍF virtist ekki hafa bolmagn til þess að standa sjálfstætt undir útgáfu frímerkjablaðs. Við, sem þekkjum vel til í sam- tökum frímerkjasafnara, vitum mætavel hversu erfitt er að halda uppi útgáfu slíks blaðs, bæði efnislega og ekki sízt fjár- hagslega. Þess vegna hlutu allir safnarar að fagna þessu fram- taki. Hins vegar virtist það koma skýrt í ljós þegar í upphafi, að forráðamenn Póstsins vildu ráða sem mest ferðinni. Þarf ég ekki annað en vísa til þess sem ég sagði eitt sinn um ritstjórnar- grein þáverandi ritstjóra Frí- merkjablaðsins og þáð, að hann eftir mínum skilningi virtist boða eins konar ritskoðun á því efni sem blaðinu bærist til birtingar. Ekki skal frekar fjölyrt um það mál enda hefur svo skipazt, að ritstjórinn hefur látið af störfum hjá Póstinum. Þetta leiddi til þess, að Hálfdan Helgason, stjórnarmaður LIF, tók við rit- stjórn blaðsins. Ritnefnd var óbreytt að öðru leyti en því, að Ólafur Elíasson gekk til liðs við hana. Þessi breyting var að mín- um dómi bæði eðlileg og sjálf- sögð því að safnarar sjálfir eiga vitaskuld að ráða mestu um stefnu málgagns síns og þess efnis sem þar birtist. Fyrsta tölublaðið eftir þessa breytingu kom svo út í vor, 1. tbl. 2. árgangs. Var það svipað að allri gerð og fyrri tölublöð og út- lit þess og ytri frágangur allur jafnvandaður og og áður. Prent- un góð og flestar litmyndir ótrú- lega góðar. Eins og áður segir tók Hálfdan Helgason við ritstjórn blaðsins. Ætla má, að við komu hans og breytt skipulag ritnefndar verði frjálsara fyrir frímerkjasafnara að koma að ýmsum ábendingum og jafnvel rökstuddri gagnrýni á gerðir Póstsins (og jafnvel sam- tök frímerkjasafnara) en fyrr- verandi ritstjóri boðaði. Því miður var mér ekki alveg Ijóst af blaðinu í vor hver stefna hinnar nýju ritstjórnar yrði í þeim efnum. í ritstjórnargrein blaðsins segir m.a. svo: „Eins og fyrr eru allar ábendingar um efnisval vel þegnar svo og að- sendar greinar um frímerkja- fræðilegt efni“. Raunar túlka ég orð ritstjórans síðar í greininni á þann veg, að safnarar megi vænta þess, að létt verði á því af- dráttarlausa banni, sem forveri hans boðaði, á birtingu greina sem fælu í sér gagnrýni á Póst- inn og jafnvel samtök safnara ef talin var ástæða til þess. Um- mælin hljóða svo: „íslenskir frímerkjasafnarar hafa löngum verið kröfuharðir um útgáfur ís- lenskra frímerkja; verið ófeimnir að tjá sig ef þeim finnst illa til takast en líka þakkað það sem vel er gert.“ Hér er allt annar tónn en hjá fyrrv. ritstjóra sem vísaði umbúðalaust allri þess konar gagnrýni út í yztu myrkur. Lesendur þessara þátta muna áreiðanlega hvernig ég deildi á þá þröngsýni sem Pósturinn virt- ist vilja hafa á efni þessa sameig- inlega blaðs Póstsins og LÍF. Eg vænti þess, að ég skilji þessi um- mæli rétt og safnarar eigi eftir þessa breytingu á stjórn blaðsins greiðari aðgang með margs kon- ar athugasemdir, bæði um útgáf- umál Póstsins og ekkert síður um það sem úrskeiðis kynni að fara innan samtaka safnaranna sjálfra að dómi einhverra. Hálfdan Helgason ritar í blað- ið í vor fróðlega grein um vestur- farana í lok 19. aldar en tilefni Forsíða 1. tbl. 2. árgangs Frímerkjablaðsins. hennar var einmitt útgáfa sér- stakrar smáarkar sem kom út á Degi frímerkisins, 9. okt. sl., en með henni var þess minnzt, að 125 ár eru liðin frá því, að ís- lenzkir landnemar settust að á vesturbakka Winnipeg-vatns og stofnuðu sjálfstætt ríki og nefndu Nýja-ísland. Frá mynd- efni þessarar arkar var nákvæm- lega sagt í þætti 2. nóv. sl. Þór Þorsteins ritar langa grein í þetta blað: Um skipspóst á ísl- andi. Er verulegur fengur að henni en þar rekur Þór sögu þessa skipspósts allt frá upphafi notkunar frímerkja hér á landi 1873. Sýnir hann 12 skipsbréf en þar að auki sýnishorn þeirra stimpla sem notaðir voru við póstsendingar með skipum. Ólafur Elíasson sendir frá sér þriðja og síðasta hluta greinar sinnar um Flugpóstgjöld 1928- 1939. Hér dregur Ólafur saman allt það sem vitað er um flugferð- ir til og frá Islandi á þessum ár- um. Sést af heimildaskrá, að hann hefur leitað fanga alls stað- ar þar sem einhvers var von um þetta efni. Rekur hann einstakar flugferðir og getur jafnframt um þau burðargjöld sem tekin voru hverju sinni. Jafnframt fylgja greininni ágætar litmyndir af bréfum sem fóru með þessum flugferðum, allt frá Svíanum Ahrenberg 1929 til ferðar Norð- mannsins Solbergs 1935. Frá þessum árum ber að sjálfsögðu hæst í þessari flugpóstsögu ferð loftskipsins Graf Zeppelin 1931 og hópflug ítala 1933. Ólafur hefur unnið hér þarft og gott verk fyrir alla þá sem safna flugpósti sérstaklega. Margt annað efni er í blaðinu, m.a. löng grein um frímerkja- söfnun Sigurðar R. Péturssonar, formanns LIF, sem ritstjórinn nýi hefur sett saman. Vafalaust hafa frímerkjasafn- arar áhuga á slíku efni enda hafa eldri safnarar frá mörgu að segjasem gæti glætt áhuga yngri safnara. Þarflaust er að rekja efni greinarinnar nákvæmlega enda skýrir hún, og þær myndir sem fylgja henni, vel um hvað verið er að ræða. Þegar ég setti meginefni þessa þáttar saman í vor leið, endaði ég hann á þessum orðum: Mér verð- ur stundum hugsað til þess, að ágætir gamlir safnarar hafa á liðnum árum horfið úr hópi okk- ar með margvíslegan fróðleik sem gaman hefði verið að geta komið á framfæri í blaði eins og þessu. Einu sinni tók ég viðtal við fyrsta formann F.F., Guido Bernhöft, sem birt var í Grúsk- inu fyrir nær aldarfjórðungi. Hafði hann frá mörgu að segja. Ég er sannfærður um, að hefði orðið eitthvert framhald á slíkum viðtölum, hefði margt varðveitzt um frímerkjasöfnun frá fyrstu áratugum aldarinnar sem mörg- um þætti fengur í að vita nánar um. Nú sé ég af nýútkomnu töl- ublaði Frímerkjablaðsins, að ritnefnd þess virðist einmitt ætla að fara þessa leið að einhverju leyti - og það er vel. Jón Aðalsteinn Jónsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.