Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 18.11.2000, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 49 djúpum rótum í samfélagi sveitarinn- ar, þar sem hann hafði alist upp og búið á föðurleifð sinni ásamt bróður og svo síðar, eftir að þeir Þórður höfðu skipt Grundarjörðinni, á Syðri- Grund. Guðmundur bar gæfu til að hafa kvænst þróttmikilli og glað- lyndri heimasætu, Guðrúnu Sigur- jónsdóttur frá Rútsstöðum, framar úr Svínadalnum, konu sem eins og Guð- mundur þekkti gjörla það líf sem sveitin byði og krefðist. Krafa um mikla og oft erfiða vinnu, iðulega án þein-a launa og frítíma sem nú á dög- um er talið sjálfsagt og eðlilegt. Minningar úr sveitinni hrannast upp... „Vaknaðu, vaknaðu Uggi minn, vaknaðu strákur, það er mál að fara nú á fætur og sækja hestana upp í hús“. „Við þurfum að fara að komast af stað með féð fram á heiði, okkur veitir ekki af tímanum". „Stelpurnar og Gunna eru að fara í fjósið og þið Dinni geti hjálpað til og sótt þá Trausta,Vind og Halifax". „Svo þarf að fara suður og niður og reka úr tún- inu“. Verkin voru endalaus, hvert starfið rak annað. Sveitin var miðja alheims- ins, heilu sumrin gátu liðið án þess að farið væri lenga en svo að sjá mátti heim að bæ. Lífsmáti og búskaparhættir fyrri tíma voru um miðja tuttugustu öldina enn mjög raunverulegir í daglegu amstri á Syðri-Grund. Þekking á staðháttum, veðurfari og aðstæðum ásamt þolinmæði og seiglu voru þýð- ingarmiklir eiginleikar til að stunda búskap og koma upp stórri fjöl- skyldu. Þessa eiginleika hafði Guð- mundur í ríkum mæli og þau hjón bæði. Léttur hlátur og brosmiidi Guð- rúnar mynduðu mótvægi við miida al- vörugefni og vinnusemi Guðmundar. Þá riíjast upp hlýir síðsumardagar, töðugjöld, með ijúkandi súkkulaði og nýbökuðum kleinum, pönnukökum og að ógleymdu klíðbrauði með reyktum silungi úr Skálunum. Guð- mundur hló og skjallaði okkur krakk- ana, „vinnumennina", „kaupamenn- ina“ um leið, og hann sötraði kaffið sitt af undirskálinni. Guðmundur var fjárglöggur með afbrigðum og bjó yfir mikilli þekk- ingu á eymamörkum sauðfjár, enda var hann sjálfkjörinn á hverju hausti um árabil að fara fyrir hönd sveit- unga sinna í Vatnsdalsrétt að draga og reka svo féð á heimaslóðir. Hann hélt, með góðri aðstoð dætranna Val- gerðar og Sigrúnar, ítarlegt bókhald um búskapinn en mér þótti ávallt mest til „rollubókarinnar" koma, sem geymdi nöfn allra ánna og allar upp- lýsingar um féð. En tíminn leið og tæknin og vél- væðingin kom á Syðri-Grund eins og önnur íslensk sveitabýli. Er halla tók ævistarfinu fór svo að Þorsteinn, eldri sonur þeirra, tók við búinu en þau Guðmundur og Guðrún fluttust á Blönduós, þar sem þau undu hag sín- um, þótt hugur hans væri sem fyrr bundinn búskapnum á Syðri-Grund. Guðmundur hlaut hægt andlát eftir nokkur veikindi og þverrandi þrótt hið síðasta. Guðrún var sem fyrr kletturinn í tilveru hans og annaðist hann til síðustu stundar. Guðmundi og fjölskyldu hans þakka ég frænd- semina og alúð á liðnum árum. Við Margrét sendum Guðrúnu, Valgerði, Sigrúnu, Þorsteini og Sveini Helga og fjölskyldum þeirra okkai' hlýjustu samúðarkveðjur. Uggi Agnarsson. Ég var rétt ógenginn til náða mánudagskvöldið 6. nóv. sl. er síminn hringdi. I símanum var Þorsteinn frá Syðri-Grund og sagði mér frá láti föð- ur síns þá fyrr um kvöldið. Lát manns kemur ævinlega á óvart en í þetta sinn varð mér vart harmur í huga heldur viss feginleiki, rúm 90 ár að baki og stríð við vanheilsu síðustu vik- ur. Ég rölti aftur inn í eldhús og varð hugsað til þess að nú hefðu þrír aldnii- bændur og heiðursmenn hér í sveit látist með stuttu millibili, fyrst Þórð- ur á Grund í ágúst sl„ þá Jósef á Eiðs- stöðum og nú síðast Guðmundur á Syðri-Grund. Allir voru þeir góðir og gegnir bændur hér í sveit er ég var strákur að alast upp. Guðmundur á Syðri-Grund, eða Mundi eins og hann var ævinlega kallaður af nágrönnum sínum, var fæddur á Grund fyrir rétt liðlega níu- tíu árum. Föður sinn missti hann ung- ur, eða tæpra 11 ára gamall. Móðir hans hélt áfram búskap og því leiddi það af sjálfu sér að Guðmundur og Þórður bróðir hans byrjuðu snemma að axla ábyrgð og bjarga sér sjálfir áfram við erfiðar aðstæður. Arin h'ða, hefðbundin skólaganga að þeirrar tíð- ar hætti, fáeinir dagar á vetri, annar- rar skólagöngu naut Mundi ekki fyrir utan skóla lífsins. Það er síðan árið 1950 sem jörðinni er skipt í tvennt, Grund og Syðri-Grund. Hefur Mundi þá búskap á syðri partinum ásamt konu sinni Guðrúnu Sigurjónsdóttur frá Rútsstöðum. Byggja þau upp jörðina frá grunni, fyrst íbúðarhús og síðan útihús. Standa hús þessi enn og þjóna sínu hlutverki, rétt er að geta þess að síðar kom Þorsteinn sonur þeiira einnig að uppbyggingu jai'ðar- innar. Þrátt fyrir nauman fjárhag og erfiða tíma þegar peningar voru helst ekki til, tókst þessi uppbygging vel. Mundi vai' einn þeirrar gerðar að hann vildi hafa borð fyrir báru. Skuld- h- voru honum sem eitm- í beinum, það hugtak var vart til í hans orðabók. Hann var hvort tveggja í senn, fram- kvæmdamaður og um leið íhaldssam- ur á ýmsa grein. Manna fyrstur til að ræsa fram úthaga, ber flóinn hér móti mér þess glögg merki, þar er nú stór- aukin beit frá því sem áður var. Beit- ina nýtti Mundi vel, rak til beitar er sú tíð var. Hann ræddi oft um æmar sínar við okkur granna sína, þær voru honum hugleiknar, nefndi sumar með nöfnum, Blágrá eða Gráblá eða hvað annað sem þær hétu nú blessaðar, sagðist reyndar gleyma nöfnunum annað slagið en það skipti ekki máli, hann þekkti þær samt. í fjárhúsunum undi hann sér vel, þar var ætíð allt vel og snyrtilega hirt. Mundi var hlédrægur maður að eðlisfari, fór sjaldan út af bæ, vildi ekki skipta sér af félagsmálum, taldi það öðrum betur henta. Hann tók aldrei bílpróf og átti því örðugra með að sjá sig um en margur annar. Heima fyrir var hann einstaklega eljusamui', nær alltaf eitthvað að starfa, sagði mér eitt sinn að það hefði aldrei komið fyrir sig að verða at- vinnulaus heima hjá sér en það kæmi víst fyrir á stöku bæjum að menn yrðu það. I vöggugjöf fékk hann þá hæfileika að vera afar léttur á sér til gangs. Var ótrúlegt oft að sjá til hans hve fljótur hann var yfir. Margar ferðimar hefir hann átt, annaðhvort hlaup upp í fjall eða niður að áog virtist eiga létt með það, þessum hæfileika hélt hann allt til er heilsan bilaði sl. sumar. Mundi og Gunna bjuggu snyrtibúi á Syðri-Grund í áratugi, létu af bú- skap fyrir nokkram árum og fluttu niðui' á Blönduós í íbúð fyrir eldri borgara í Hnitbjörgum. Nú er ég rita þessa grein og minn- ist kaffisopanna á Syðri-Gmnd og síð- ar Hnitbjörgum er ég þakklátur fyrir þær stundir er ég hefi átt með þeim hjónum. Staðar skal hér numið, nú er ég horfi út um eldhúsgluggann, sé ég hann fyrir mér allt í einu kominn nið- ur á Brúnir eða Fommannshól, eilítið álútan í göngulagi og með stafinn sinn, alltaf eitthvað að sýsla. Við hér handan ár, heimilisfólkið í Holti, þökkum Munda samferðina og minnumst hans með virðingu. Halldór Guðmundsson. Mig langar með örfáum orðum að minnast fóðurbróður míns, Guð- mundar á Syðri-Gmnd, sem nú er genginn götuna sem við öll fömm að lokum. Mundi, eins og hann var yfir- leitt kallaður, var bóndi á Syðri- Gmnd mestallan sinn búskap. Fyrst bjuggu hann og kona hans, Guðrún Sigurjónsdóttir, á Gmnd í nokkur ár á móti bróður Guðmundar, Þórði. Upp úr 1950, þegar þeir bræður skiptu jörðinni hóf Guðmundur að byggja upp nýbýli á syðri parti jarð- arinnarsem hann nefndi Syðri- Grand. Hann byggði upp á jörðinni og stækkaði túnið og bjó vel. Þegar ámnum fjölgaði naut hann mikillar hjálpar bama sinna, þó sérstaklega Valgerðar og síðar Þorsteins sem smátt og smátt tók við jörðinni. Það verður ekki ofsagt að Mundi hafi verið bóndi af lífi og sál, ég held ég hafi aldrei þekkt nokkum mann sem lifði sig inn í starf sitt eins og hann gerði. Mundi var sívinnandi, vaknaði á undan öllum öðram og þá ekki til að sitja og drekka kaffi heldur til að fara að vinna. Hann var ekki einn af þeim sem geymdu til morguns það sem mátti gera í dag, nei, hann var einn af þessum bráðduglegu mönnum sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Alltaf var allt snyrtilegt, bæði ut- anhúss og innan. Mundi hugsaði vel um allan sinn búskap, var mjög fjár- glöggur, þekkti hverja kind með nafni og var fljótur að sjá hvemig skepnun- um leið. Hann var bæði glöggur og greindur og það nýttist honum vel við búskapinn. Hann var lítið fyrir ferða- lög og félagslíf en eyddi öllum sínum kröftum heima við. Eitt sinn vom þeir að vinna saman, pabbi og Mundi, eitthvað við smíðar. Munda fannst pabbi vanda sig allt of mikið við verkið og of mikill tími fai'a til spillis og var því orðinn óþolinmóð- ur yfir þessu dundi. Á endanum gat Mundi ekki stillt sig lengur og segir: „Það er ég alveg viss um að þú drepst ekki úr nokkra öðm á endanum en þessari endemis vandvirkni þinni". Þetta tilvik vil ég meina að lýsi þeim bræðram vel og þeirra vinnubrögð- um. Þegar ég hugsa aftur í tímann finnst mér ég aldrei hafa séð Munda dunda við neitt né rölta, hann var allt- af að flýta sér. Eins og sést hér fyrir ofan, vom þau fimm alsystkinin á Gmnd, Ingi- ríður og Steinunn em látnar fyrir nokkmm áram en nú em þrjú af þessum systkinum, þau Þórður, Þóra og Guðmundur látinn á þremur mán- uðum. Það er því ansi erfitt fyrir okk- ur, sem næst þeim stóðu, að sjá á eftir þeim öllum. En svona er lífið, þau vom öll búin að fá að lifa langa ævi og þá veit maður að hveiju stefnir. Ég sem þetta skrifa er búin að vera nágranni Munda lengi og þar af leið- andi þekki ég hann vel. Hann hefur alltaf verið mér og minni fjölskyldu góður í gegnum árin. Við á Merkja- Iæk vottum Gunnu og hennar fjöl- skyldu dýpstu samúð og óskum Munda góðrar heimferðar. Ragnhildur Þórðardóttir. Það er mikil guðsgjöf að ná háum aldri og halda góðri heilsu og glað- værð framundir það síðasta. Þetta vora gjafir sem Munda á Syðri-Grand vom gefnar. Allt fram á síðasta vetur gekk hann úti eða skokkaði öllu held- ur, því hann var með eindæmum létt- ur á fæti alla tíð. Lundin var líka létt og kátínan mikil. Ekki er langt síðan við kvöddum bróður hans, Þórð á Gmnd, en þeir bjuggu hlið við hlið þannig að aðeins vom nokkrir tugii' metra á milli bæj- anna. Þeú bræður sóttu sér báðir konur fram í Svínadal; Þórður fram að Ljótshólum sem er vestan við Svínadalsá en Mundi að Rútsstöðum sem er að austanverðu við ána. Þess vegna var sagt að annai' hefði farið fram með fjalli en hinn fram með á. Þær heita líka báðar Guðrún og Gunna á Syðri-Grand er móðursystir okkar. Við kveðjum í dag mann sem alla tíð bjó góðu búi sem hann sinnti af al- hug og dugnaði. Fáa ef nokkra þekkj- um við fjárgleggri menn en Munda, en hann þekkti hverja einustu kind með nafni, því öllum sínum kindum gaf hann nafn. Mundi var kappsmað- ur að hverju sem hann gekk, fór ávallt snemma á fætur og vann langan vinnudag. Einhverju sinni hafði hann á orði að sumir segðu að sólin settist snemma undii' Svínadalsfjallinu, en hann sagðist þá bara njóta morgun- sólarinnar þeim mun betur. Með þessum fáu orðum viljum við þakka samfylgdina í gegnum árin og alla þá hlýju og vináttu sem okkur hefur verið sýnd af fjölskyldunni á Syðri-Gmnd. Gunnu frænku og frændsystkinum okkar frá Syðri-Grund færam við innilegar samúðarkveðjur. Systkinin frá Ljótshólum. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ANNA BÁRA KRISTINSDÓTTIR (OLSEN), lést á heimili sínu, Eyrarvegi 35, Akureyri, miðvikudaginn 15. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 24. nóvember kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Akureyri. Friðberg Sveinsson, Örn Elíson, Elspa Elídóttir, Vilborg Elídóttir, Geirþrúð Elídóttir, Jonna Elídóttir, Ragnar Þór Elíson, Hallur Mar Elíson, Ingibjörg Elísdóttir, Sigurður Elíson, Jón Bjarni Jóhannesson, Ingimar Víglundsson, Vigfús Andrésson, Erla Helgadóttir, Hjördís Rut Jónasdóttir, Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Arnar Yngvarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, ÓLÖF BJARNADÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður til heimilis á Vallarbraut 2, Njarðvík, lést fimmtudaginn 16. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Bjarni Helgason. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓNSDÓTTIR, Árskógum 6, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 16. nóvember. Auður Böðvarsdóttir, Sigurður Elísson, Pétur Böðvarsson, Guðbjörg Úlfsdóttir, Margrét Böðvarsdóttir, Sigurgeir Sveinbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar elskulega, HREFNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, frá Miðgerði, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fimmtu- daginn 16. nóvember. Gerður Sigurðardóttir, Skjöldur Sigurðsson og fjölskyldur. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti utfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistaíólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.