Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 88
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIB691I00, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3010, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. -S2S v.i Danir íhuga bann á blóðgjöfum fdlks sem búið hefur í Bretlandi Náið fylgst með umræð- unni hér SVEINN Guðmundsson, for- stöðulæknir Blóðbankans á ís- landi, segir að engar fyrirætlan- ir séu um það hér á landi að meina fólki sem búið hefur í Bretlandi að gefa blóð þar sem engar vísbendingar gefí tii kynna að Creutzfeldt-Jacob- sjúkdómurinn geti borist á milli manna með blóðgjöf. í dönskum fjölmiðlum hefur á hinn bóginn komið fram að heil- brigðisyfirvöld þar í landi íhugi nú að meina fólki sem hefur búið eða dvalið í Bretlandi lengur en hálft ár árin 1980-1995 að gefa blóð. Nokkur lönd hafa þegar gripið til þessa ráðs, m.a. Kan- ada, Bandaríkin, Ástralía, Sviss ogAusturríki. Sveinn segir að mikil umræða hafi átt sér stað um þessi mál á samráðsvettvangi yfirlækna blóðbanka á Norðuriöndunum undanfarin misseri. Bendir hann á að í þeim umræðum hafi komið fram að skiptar skoðanir séu á réttmæti þess að banna umræddum hópi að gefa blóð. I fyrsta lagi vegna þess að engin vísindaleg gögn bendi til þess að hið nýja afbrigði af Creutzfeldt- Jacob-sjúkdómnum geti borist með blóðgjöfum og í öðru lagi vegna þeirra afleiðinga sem slíkt bann gæti haft á blóð- birgðir blóðbanka. Bendir Sveinn m.a. á í þessu sambandi að hér á landi gæti slíkt bann þýtt að Blóðbankinn missti um 5 til 8% virkra blóðgjafa. Um tíu þúsund viridr blóðgjafir eru á Islandi í dag. Sveinn segir að Blóðbankinn muni hér eftir sem hingað til fylgjast með alþjóðlegri um- ræðu um þessi mál og annarri þeirri umræðu sem lýtur að ör- yggi blóðgjafa en ítrekar að eins og þekkingin sé í dag sé ekki tal- in ástæða til að banna umrædd- um hópi að gefa blóð. Banvænn sjúkdómur Óttinn við smit á sjúkdómn- um á rætur að rekja til kúariðu í nautgripum sem talið er fullvíst að geti valdið Creutzfeld-Jak- ob-sjúkdómnum í mönnum en hann er banvænn. Kúariða hef- ur greinst í Bretlandi og óstaðfest tilvik eru um hana í fleiri Evrópulöndum, t.d. Frakklandi. Morgunblaðið/RAX Rekaviðurinn í girðingar HÁKON Ormsson bóndi á Skriðnesenni norð- an við Bitrufjörð á Ströndum hugar að reka- viði í fjörunni rétt við bæ sinn. Hákon sagðist nýta viðinn í minna mæli nú en á árum áður þegar hann var m.a. notaður til upphitunar. Nú er viðurinn í fjörunni hjá Hákoni nær eingöngu nýttur til þess að girða af túnin á jörð Hákons sem varð sjötugur fyrir skömmu. „Það hefur ekkert rekið í sumar og rekinn hefur mjög minnkað síðustu ár. Ég held að það sé Japananum að kenna. Hann er farinn að aðstoða Rússa í skógarhögginu með þeim afleiðingum að minna af viði fer út á hafið norðan við Rússland en áður var,“ sagði Há- kon. Matvís boðar verk- fall á föstudagskvöld MATVÍS hefur boðað verkfall frá klukkan 19 fostudaginn 24. nóvem- ber næstkomandi, hafi samningar ekki náðst við vinnuveitendur. Ef til verkfalls kemur stöðvast rekstur veitingahúsa, kjötvinnslufyrirtækja og bakaría. Matvís boðar verkfall á vinnu bak- ara, framreiðslumanna kjötiðnaðar- manna og matreiðslumanna og nema í þessum stéttum, alls um 1.200 manns. Kjarasamningar þessara hópa við vinnuveitendur runnu út 1. þessa mánaðar. „Við höfðum sameig- inleg markmið, héldum við, að Ijúka gerð nýs kjarasamnings fyrir 1. nóv- Lítið verður um jólahlaðborð komi til verkfalls ember. Það gerðist ekki og okkur fannst ekkert ganga,“ sagði Niels S. Olgeirsson, formaður Matvíss, þegar hann var spurður um ástæðu þess að boðað er til verkfalls. Spurður um ástæðu þessarar tímasetningar sagði Niels að samn- ingsstaða samtakanna væri betri nú en eftir áramót. Þess má geta að í lok nóvember og í byrjun desember er boðið upp á jólahlaðborð á mörgum veitingastöðum og annir miklar. Áfram fundað Fulltrúar Matvíss og Samtaka at- vinnulífsins funduðu um gerð nýs kjarasamnings hjá Ríkissáttasemj- ara í gær og hefur nýr fundur verið boðaður á mánudag. Einnig var fundað í kjaradeilu skipstjórnarmanna, kokka og bryta sem starfa á kaupskipum og ferjum. Áfram verður fundað í þeini deilu í dag en hafi samningar ekki tekist skellur á verkfall frá og með fimmtu- deginum 23. nóvember. Bréfí Landsbank- anum undir útboðsgengi í DESEMBER í fyrra seldi ríkið 15% hlut í Búnaðarbanka íslands og Landsbanka ís- lands. Aimennt útboðsgengi í Búnaðarbanka var 4,10 en í Landsbanka 3,80. Gengi Landsbanka íslands lækkaði í vikunni og fór í fyrsta skipti frá útboði niður fyrir út- boðsgengi. Lokagengi Landsbankans var í gær 3,70, en síðastliðinn fimmtudag fór það lægst í lok dags eða í 3,68. Gengi Búnaðarbanka íslands er yfir útboðsgengi, en loka- gengið var í gær 4,60. MITSUBISHI A MiTSUBISHl - demantar í umfcrö m HEKLA — íforystu á nýrri öld! í leiðangur eftir viðgerð ARNI Friðriksson RE, nýja rann- sóknaskip Hafrannsóknastofnunar, fer væntanlega í stofnmælingar á loðnu um helgina. Samkvæmt áætl- un átti skipið að fara í leiðangurinn 13. nóvember en galli kom upp í tengslum við svonefndan fellikjöl og hefur skipið verið í slipp í Hafnar- firði undanfarna 10 daga vegna við- gerða. Samkvæmt skýrslu norska sér- fræðingsins, sem hannaði fellikjöl- inn, fór Asmar-skipasmíðastöðin í Chile ekki nákvæmlega eftir fyrir- mælunum í teikningunum við fram- kvæmdina og segir Vignir Thorodd- sen, fjármálastjóri Hafrannsókna- stofnunar, að skipasmíðastöðin sé ábyrg fyrir viðgerðarkostnaðinum, sem nemur um sex milljónum króna. „Fullyrt er að sú vinna sem nú hefur verið framkvæmd dugi til að koma þessu í lag og við vonum að það sé rétt,“ segirVignir. Skipasmíðastöðin lagði fram 835.000 dollara ábyrgð, um 73 millj- ónir kr., sem ætlað er að greiða fyrir hugsanlegar viðgerðir vegna galla á ábyrgðartímanum, sem er eitt ár frá afhendingu skipsins. Þegar skipið var afhent í apríl sem leið voru ýmis frágangsatriði sem kaupendur sættu sig ekki við og greiddi skipasmíða- stöðin þá til baka um 140 milijónir króna vegna þessa og dagsekta, að sögn Vignis. Fellikjölurinn er fjögurra metra langur og 5,5 metra djúpur og hægt er að slaka honum niður úr botni skipsins. í honum eru sendi- og mót- tökutæki bergmálsmæla sem notaðir eru við mælingar á stærð fiskistofna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.