Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 18.11.2000, Blaðsíða 62
JS. LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Of mörg dýr illa á sig komin eftir vist í Hrísey HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir og Hákon Sigurgrímsson, deildarstjóri í landbúnaðaiTáðun- eyti, svöruðu nýlega grein minni um einangrun gæludýra. Sumpart þóttu mér svör þeirra ágæt, að hluta ófull- nægjandi og að nokkru leyti óskilj- anleg. Hlutverk sóttvarnardýralæknis í Hrísey er veigamikið að sögn þeirra. ■"'■'Það er ánægjulegt, en ég set þó spurningarmerki við vinnubrögð í stöðinni, þar sem ég hef undir hönd- um upplýsingar frá gæludýraeig- endum sem lýsa ömurlegu ástandi dýra sinna eftir dvölina þar. Hvorki sóttvarnardýralæknir né annar hafði samband við þá til að láta vita um bágborið ástand dýranna, þótt emb- ættismennirnir fullyrði að það sé gert. Niðurgangur og hlandbrunninn feldur Nokkur fjöldi hunda hefur komið úr Hrísey horaður og vöðvarýr, með sníkjudýr í eyrum og feldi, viðvar- andi niðurgang, legusár, hland- 'Wbrunninn feld og þar fram eftir göt- unum. Þetta hafa dýralæknar staðfest. Það er með öllu óvið- unandi að þjónusta einokunarfyrirtækis skuli vera með þess- um hætti. Ég hef sem betur fer orðið þeirr- ar ánægju aðnjótandi að sjá tvo hunda koma úr Hrísey í fín- um holdum og góðu andlegu jafnvægi. Það á hins vegar að vera regla, ekki und- antekning. Einn hundur sem kemur Brynja úr einangrun í slæmu Tomer líkamlegu eða and- legu ástandi er einum hundi of mikið. Var ráðherra á villigötum? í fyni grein minni spurði ég emb- ættismennina um meinta einokun. Þeir svöruðu með útúrsnúningum að mínu áliti, enda benti Sigríður Ás- geirsdóttir lögfræðingur á það í grein í Morgunblaðinu 14. nóvember síðastliðinn, að í lögum um innflutning dýra væri ekkert ákvæði sem bann- aði einkaaðilum að reka einangrunarstöð, þvert á það sem embættismenn- irnir fullyrtu. Eins og fram kom í grein hennar er rekinn fjöldinn allur af einkareknum sóttkvíum um allt land, fyrir dýr af öllum stærðum og gerð- um, nema fyrir hunda og ketti. Það virðist ómögu- legt fyrir nokkurn annan en þann, sem nú rekur einangrunarstöðina í Hrísey, að reka sóttkví fyrir hunda og ketti. Hugsanlega var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra á villigötum þegar hann fullyrti í þinginu fyrir skömmu að Alþingi þyrfti að breyta lögum áður en leyfð yrði önnur ein- angrunarstöð. Kannski er það óhjá- kvæmilegt, en þá það. Ég fæ ekki betur séð en þau lög sem embættis- mennimir bera fyrir sig séu hvort sem er margbrotin og þau séu land- ISLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1084. þáttur -U> í 1077. þætti rifjaði ég upp þau firn, þegar skólameistarinn í „því drottins hveitisáðlandi í Skál- holti“, svo að ég noti orðalag sr. Jóns í Hítardal, lagði til að ís- lendingar hættu að tala íslensku, þar sem það væri ekki aðeins ónytsamlegt, heldur beinlínis skaðlegt. Ég ímyndaði mér að hugsunarháttur af þessu tagi ætti sér ekki hliðstæðu nú um stundir. En hvað gerist? Maður nokkur sagði að það væri erfitt að auglýsa á íslandi og beindi gagnrýni sinni einkum að Morg- unblaðinu: „Auk þess erum við að vinna með mörgum stærstu fyrirtækjum í heimi, og í lang- flestum þeirra fer allt fram á ensku. Island var eina landið, og þá sérstaklega Morgunblaðið, þar sem ekki var hægt að nota sömu auglýsinguna." Morgunblaðið má vera stolt af þessu, og var í forystugrein þess 27. október myndarlega brugðist við hinum óþjóðlegu ósköpum. Umsjónarmaður þakkar þennan leiðara alveg sérstaklega og leyf- ir sér að birta úr honum tvo búta: „Islenzka auðkennir íslend- inga sem þjóð. Hún er sameigin- legur arfur okkar. Án hennar væru öll helztu einkenni þjóðar- innar ógreinileg og lítils virði. ís- lenzka er dýrmætasta arfleifð okkar. Það þarf að vernda hana og rækta.“ Og: „Það er í raun furðulegt að fyrirtæki á borð við McKinsey, eitt stærsta ráðgjafarfyrirtæki heims, skuli ekki telja sér fært að þýða auglýsingu af ensku á ís- lenzku. McKinsey hefur þó ís- lendinga innan sinna vébanda, sem gætu aðstoðað við þýðing- una. Þetta fólk verður að hafa það í huga, að Morgunblaðið er íslenzkt blað, gefið út fyrir ís- lenzka lesendur og þess vegna er það og verður gefið út á ís- lenzku!" ★ Einn ötulasti hollvinur þessa þáttar og íslenskrar tungu, Sigursteinn Hersveinsson, skrif- ar mér og víkur að efni sem ég minnist ekki að hafa fjallað um, en full ástæða er til. Ég leyfi mér að birta með þökkum bréf hans, að slepptum lokalínum og kveðjuorðum: „Heill og sæll. Þakka enn og aftur góða og fræðandi þætti þína. Skúli Ólafsson fyrrverandi sjómaður, talaði við þig í síma og lýsti því að hann væri ekki hrif- inn af tvítekningum í máli manna. Dæmi voru nefnd. Sama dag og birt var álit hans í grein þinni í Morgunblaðinu heyrðist í Ríkisútvarpinu kl. að byrja að ganga 12: „Ertu þá ekki á vakt 24 tíma á sólarhring?" Þetta var í annað sinn í þeirri viku sem ég heyrði að sagt var í útvarpinu: „24 tímar á sólarhring..." Ég hygg að þú mundir telja að hér væri um að ræða óheppileg áhrif frá enskri tungu og tvítekningu um leið. Ætli það hafi verið vakin athygli á þessu nógu rækilega? Ef til vill gætir þú nefnt þetta við tækifæri ef þú hefur þá ekki gert það áður og ég þá búinn að gleyma því. Mér þótti gaman að lesa bréfið frá Pálma Jónssyni..." ★ Allt á sér skýringar, ef að er gáð, en oft sést mönnum yfír það rétta. Mér fannst afar skrítið að sjá mannsnafnið Tunis hér uppi á íslandi. En leitið, og rnunu þér finna, stendur skrifað. í Reklams Namenbuch stendur: „Túnnes (rheinische Kurzform von lat. Antonius).“ Það er svo að skilja, að þetta sé rínlenskt stuttnefni af hinu kunna latneska heiti Ant- onius. Ekki vita menn með vissu hvaða merking var lögð í það nafn. Ýmsir helgir menn báru nafnið Anton(ius); einn þeirra var verndari húsdýra og nafndagur hans var 17. janúar. Víða skírðu menn börn sín eftir dýrlingi dagsins, er þau fæddust á. Antonius af Padua var guð- fræðingur á 13. öld, verndari manna gegn ýmsum sjúkdómum og illum öndum. Þá verndaði hann ferðamenn, elskendur og munka. Hans dagur var 13. júní. Endingarlausa gerðin Anton er talin hafa borist til íslands með dönskum kaupmönnum af Levers-ætt og varð brátt vinsælt fyrir norðan. En víkjum aftur að Tunis. Það í gerðunum Tonnis sjá og ættarnafnið sést einnig og Tönnes, Tynes. Vinsæll norskur skipstjóri, Tönnes að nafni, kom skipi sínu oft á Austfirði, og er svo að sjá sem Islendingar hafi gert Tunis úr nafni hans. Þetta nafn var talsvert notað, aðallega í Múla- sýslum, en líka vestur eftir í Skaftafells- og allt í Árnessýslu. Nú er þetta nafn ekki lengur við lýði. ★ Hlymrekur handan kvað: Mælti Finnbjöm á Fjallinu Einu: „Eg finn svo sem ekki að neinu hjá Bryngerði minni, samt brenn ég í skinni, að hún breytist á nóinu í kleinu. ★ Gísli Konráðsson spurði mig um lýsingarorðið uppiskroppa með eitthvað = vera búinn að eyða því, eiga ekkert eftir. Hver er uppruni orðsins og hvernig á að skýra tilurð þess? Svo skrýtið sem það er, þá hafa stórmálfræð- ingar okkar sniðgengið orðið. Það er ekki í upprunaorðabók- um, hvorki hjá Alexander né Ás- geiri Blöndal og ekki hefur Hol- lendingurinn Jan de Vries það heldur. Ég var í vandræðum með þetta, en allt í einu rann upp fyr- ir mér ljós sm ég vona að sé ekki villuljós. I huga minn kom skyndilega þessi setning úr Auð- unar þætti vestfirska: „Var þá uppi hver peningur fjárins." í þessu dæmi merkir uppi = þrot- inn, búinn. Nafnorðið skreppa var algengt í merkingunni skjóða, ekki mjög virðulegt orð, enda vafalítið skylt sögninni skreppa; í lýsingarhætti þátíðar skroppinn. Þessi sögn getur merkt að rýrna, skreppa saman, og hægt er að segja sam- anskroppinn. Uppiskroppa merkir þá með samanskroppna eða tóma skjóðuna. Síðan hefur merkingin víkkað. ★ Auk þess sagði Ríkisútvarpið frá því, að einn aðili hefði farist í óveðri í Englandi. Skyldi þetta ekki hafa verið maður? búnaðarráðuneyti og öllum hlutað- eigandi til háðungar. Einkaaðilum hefur verið neitað um leyfi til að reka einangrunarstöð fyrir gæludýr, þar á meðal dýralæknum á höfuðborgar- svæðinu og ræktendum í Suður- landskjördæmi. Mig fýsir því að fá svör við eftir- farandi: 1. Hvaða þekkingu og mannkosti hefur umsjónarmaður einangrunar- stöðvar í Hrísey til að bera, umfram aðra, til að hlotnast sá heiður að vera eini Islendingurinn sem telst hæfur til að reka einangrunarstöð íyrir hunda og ketti? 2. Er til reglugerð um kröfur sem gerðar eru til einangrunarstöðva fyrir hunda og ketti? Ef ekki, þá hvers vegna? 3. Samkvæmt útboðslýsingu frá 1994 er ein af skyldum rekstraraðila sóttvamarstöðvar að halda ná- kvæma skýrslu um allt sem snýr að umönnun, meðhöndlun og sjúkdóm- um dýranna og öðrum atvikum sem upp kunna að koma meðan á dvöl þeirra stendur. Hvers vegna fá ekki allir eigendur aðgang að þessum skýrslum? Væri ekki eðlilegra að af- rit skýrslu fylgdi hverju dýri úr ein- angrunarstöðinni? 4. Samkvæmt 3. gr. dýraverndar- laga ber að tryggja dýrum eðlilegt frelsi til hreyfingar skv. viður- kenndri reynslu og þekkingu. Telur ráðuneytið að um 2 fm innandyra og 4-5 fm utandyra nægi til að tryggja stórum og meðalstórum hundum eðlilegt frelsi til hreyfingar? í einka- reknum stöðvum í nágrannalöndum okkar er þessi stærð búra eingöngu ætluð köttum og allra minnstu hund- unum. 5. Hvað kostar fyrirhuguð stækk- un einangrunarstöðvar í Hrísey og hver greiðir fyrir hana? Einangrunarstöð nálægt Keflavík, takk Aðrar EES-þjóðir hafa á síðustu árum hætt að krefjast einangrunar fyrir dýr frá EES-ríkjum, svo fram- arlega sem viðurkenndur dýralækn- ir og hlutaðeigandi yfirvöld hafa staðfest að dýrið beri hvorki með sér smitsjúkdóma né sníkjudýr. Ég dreg Gæludýr Ég vænti þess þá, segír Brynja Tomer, að Guðni —?--------------------- Agústsson landbúnaðar- ráðherra svari því sem spurt er um. ekki dul á þá skoðun mína að mér finnst ástæðulaust að við Islending- ar séum eftirbátar nági'annaþjóða okkai- að þessu leyti, þótt vissulega sé brýnt að einangrunarstöð sé fyrir dýr sem flutt eru inn annars staðar frá eða án tilskilinna vottorða. Þar til unnt verður að fylgja for- dæmi stærri þjóða er eðlilegt að opn- aðar verði fleiri einangrunarstöðvar og einhverjar þeirra verði nálægt Keflavík, þar sem öll dýr koma inn til landsins. Með því að sporna gegn einokunaraðstöðu í Hrísey tel ég að margt ávinnist. í fyrsta lagi styttist ferðatími dýranna um helming eða meira og innflytjendur gætu auk þess valið einangrunarstöð með starfsfólki og vinnulagi sem þeir telja að henti sér og dýrum sínum best. Að auki er vert að árétta að sóttkví er margsinnis rofin á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli að einangrun- arstöðinni í Hrísey og dæmi eru um að lekið hafi úr búrum hunda í flugi frá Reykjavík til Akureyrar. Áskorun til ráðherra Biðlistar eftir rými í einangrunar- stöð hafa frá upphafi verið langir og með fjölgun einangrunarstöðva mætti bæta úr því. Stækkun stöðv- arinnar í Hrísey nægir ekki og gerir lítið annað en auka á fáránleikann. Frjáls samkeppni á þessu sviði kem- ur dýrum og eigendum til góða og eykur neytendavernd í orðsins víð- asta skilningi. Ég á bágt með að trúa því að landbúnaðarráðherra beijist harkalega gegn frjálsri samkeppni. Þar sem embættismennirnir tveir segja í niðurlagi greinar sinnar, að umfjöllun þeirra um þessi málefni sé lokið, vænti ég þess að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra finni aðra undirmenn til að svara framkomnum spui-ningum. Finnist þeir ekki vænti ég þess að hann svari sjálfur því sem spurt er um. Höfundur er blaðamaður. Kastið ekki steinum FATT hefur farið hraðar manna í milli síðustu daga en getgát- ur vegna mannshvarfs, sem síðan hefur reynst vera manndráp. Ýmis- legt hefur verið tínt tíl. Á vefnum hafa flugu- fréttir flogið, pressan og ljósvakinn hafa ekki látið sitt eftir liggja að upplýsa landslýð um smáatriði heldur hörmulegs máls. Dóm- stóll götunnar kvaddur til. Eflaust hafa flestir leitt hugann að þeim mannlega harmleik sem þarna hefur átt sér stað. Ungum Fjölmiðlar Mig langar að biðja fjölmiðlamenn að stíga varlega niður fæti, segir Halldór Reynisson, innan um viðkvæmar tilfínningar í litlu samfélagi. • • • manni í blóma lífsins er svipt burt frá okkur. Eftir situr fjölskylda hans í sárum og glímir við missi og sorg. Sam- úð almenn þótt úr fjar- lægð sé. Og nú hefur annar ungur maður ját- að að hafa orðið honum að bana. Fortíð þessa manns og bakgrunnur gegnumlýstur. Þar í kring er einnig um að ræða sársauka og sorg þótt af öðru tagi sé. Við höfum áður séð Halldór dæmi um alþýðudóma Reynisson og fjölmiðlafár. Fórn- arlömbin hafa oft verið tvö, trúverðugleiki íjölmiðla og til- finningar aðstandenda. Þau mál urðu fjölmiðlunum ekki til framdráttar, sérstaklega ekki þeim er gerðu mannlega harmleiki að söluvöru. Á hinn bóginn örin oft djúp sem slíkir sjálfskipaðir dómstólar veittu þeim sem lentu í skotlínu þeirra. Mig langar að biðja fjölmiðlamenn að stíga varlega niður fæti innan um viðkvæmar tilfinningar í litlu samfé- lagi. Lærum af reynslunni. Þjónið eðlilegri upplýsingaskyldu en skrifið ekki hasarblöð. Höfundur er prestur og fv. blaðamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.