Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 41
VIKU
LM
Bandaríski lyfjaiðnaðurinn ver 13,9 milljörðum
Bandaríkjadollara í markaðssetningu nýrra lyfja á ári
Vilja „brunagafT
milli lækna og lyfja-
framleiðenda
Associated Press
I Bandaríkjunum er nú rætt um hvort Iæknar sæti óhóflegum
þrýstingi frá lyfjafyrirtækjum.
„Hádegísverðurinn
er aldrei ókeypis,“
segir bandarískt
spakmæli. I Banda-
ríkjunum fer nú
fram lífleg umræða
um markaðssetn-
ingu lyfjafyrirtækja
og hugsanlega hags-
munaárekstra
lækna.
The New York Times Syndicate.
VÍN og góður matur, ferðalög og
fleira gott, allt ókeypis handa lækn-
um. Þetta getur haft áhrif á það
upp á hvaða lyf þessir læknar
skrifa, segja læknasiðfræðingar.
Læknar verða að gæta sín á að
lenda ekki í hagsmunaárekstrum
með þessum hætti. En lyfjafyrir-
tækin segja aftur á móti að engin
hætta sé á ferðum - þetta snúist
allt um menntun og rannsóknir.
„En hádegisverðurinn er aldrei
ókeypis," segir dr. Amy Brodkey,
aðstoðarprófessor í geðlæknisfræði
við Háskólann í Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum. „Lyfjafyrirtækin
gera hvað þau geta til þess að koma
eigin lyfjum á framfæri, og mörg-
um geðlæknum þykir orðið nóg um
tengslin."
Einbeita sér einkum
að læknanemum
Á hverju ári ver bandaríski lyfja-
iðnaðurinn 13,9 milljörðum Banda-
ríkjadollara í markaðssetningu
nýrra lyfja, eða um 10 þúsund doll-
urum á hvern lækni í landinu. Þótt
læknar fullyrði að þeir verði ekki
fyrir neinum áhrifum af þessum
völdum hafa rannsóknir sýnt fram
á áhrif á lyfjagjafir.
Lyfjafyrirtækin beina spjótum
sínum einkum að læknanemum, og
nauðsynlegt er að veita þeim
menntun til þess að þeir geti haldið
sig innan siðferðislegra marka, að
því er fram kom í erindi á ársþingi
Geðlæknasamtaka Bandaríkjanna
(APA) nýlega.
Aftur á móti benda lyfjaframleið-
endur á, að ekki megi ganga of
langt. Markaðssetning þeirra sé
nauðsynlegur þáttur í að koma
upplýsingum um ný lyf og yfir-
standandi rannsóknir til lækna.
Læknar og sjúklingar njóti góðs af
þeirri menntun sem lyfjafyrirtækin
kosti og allar upplýsingar séu undir
eftirliti matvæla- og lyfjaeftirlits-
ins.
Rannsóknir sýna fram á áhrif
Vandann megi að hluta til rekja
til stýrðrar heilsugæslu, sem hafi
grafið undan möguleikum á mennt-
un og rannsóknum, að sögn Brodk-
eys. „Lyfjaiðnaðurinn hefur hlaup-
ið í skarðið. Þeir eru þeir einu sem
nú orðið hafa þá peninga sem til
þarf. Læknum finnst að sér þrengt
vegna þess að þeir eiga orðið svo
fárra kosta völ. Þeir vinna sífellt
meira fyrir minni laun og stýrða
heilsugæslan gefur þeim ekki leng-
ur færi á að taka ákvarðanir."
Læknar og læknanemar segja að
gjafirnar sem lyfjafyrirtækin bjóði,
„allt frá pennum til ferðalaga og
kostunar framhaldsmenntunar
læknanna, hafi engin áhrif á
ákvarðanatöku þeirra,“ segir
Brodkey. „En það eru talsvert
margar rannsóknir sem hafa sýnt
fram á að læknar verða í raun og
veru fyrir áhrifum frá þessum þátt-
um. Þetta hefur áhrif á það á hvaða
lyf þeir vísa.“
Læknisfræðin verður að passa
sig, að sögn Brodkeys. „Við verðum
að reisa brunagafl á milli lækna og
lyfjaiðnaðarins og stýrðrar heilsu-
gæslu og sjúkratryggingafélaga, og
þetta verðum við sjálf að gera,“
segir hún. „Og fyrsti hlutinn af
þessum brunagafli er að gera lækn-
um ljóst að þeir eigi við vanda að
stríða og að rannsóknir hafi sýnt
fram á þennan vanda.“
Nægja reglurnar?
Deilur risu um þetta á ársþingi
APA. Fulltrúar lyfjaiðnaðarins
segja að hátt í helmingur þeirra
peninga sem varið sé til markaðs-
setningar fari í ókeypis lyfjaprufur
sem læknar gefi sjúklingum. Þá séu
fyrir hendi reglur sem settar hafi
verið í byrjun áratugsins um mark-
aðssetningu lyfja.
„Áður en þessar reglur voru sett-
ar var þessi lyfjamarkaðssetning
miklu umdeilanlegri," segir dr.
Bert Spiker, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri vísinda- og reglu-
gerðasviðs lyfjaframleiðendasam-
taka Bandaríkjanna (Pharma-
ceutical Research and Manu-
facturers of America). „Þetta hefur
batnað til muna.“
Ágengir
sölufulltrúar
Spiker segir að margt af því sem
Brodkey hafi sagt sé „einföldun".
„Markaðssetning er mikilvæg fyrir
lækna; hún gerir þeim kleift að fá
nauðsynlegar upplýsingar um ný
lyf til þess að þeir geti skrifað upp
á það sem við á.
Læknar eru mjög uppteknir og
hafa ekki tíma til að afla sér nýj-
ustu upplýsinga. Ein leiðin fyrir þá
er sölufulltrúar," segir Spiker.
„Brunagafl" á milli lækna og lyfja-
fyrirtækja myndi auka vandann.
Brodkey segir aftur á móti að sölu-
fulltrúarnir séu hluti af vandanum.
„Eg held að það væri affarasælast
að læknar myndu ekki þiggja gjafir
frá fulltrúum lyfjafyrirtækja og
ekki fá upplýsingar um uppáskrift
lyfja frá þessum sölufulltrúum. Og
það þarf að setja reglur fyrir
læknanema og fulltrúana sem
myndu draga úr eða koma í veg
fyrir samskipti þeirra við full-
trúana.“ Læknar verði að losa sig
við þann ávana að þiggja kostun frá
lyfjafyrirtækjum.
I ritgerðum, rannsóknum og leið-
urum læknaritsins Journal of the
American Medical Association
(JAMA) nýverið var því haldið
fram, að lyfjafyrirtæki hafi sífellt
meiri og oft óeðlileg áhrif á lækna.
Ritstjóri annars læknarits, New
England Journal of Medicine,
skrifaði í maí sl. harðorða gagnrýni
þar sem hann sagði að vísindarann-
sóknum stafaði hætta af auknum
peningaáhrifum lyfjaiðnaðarins.
Eignarhluti vísindamanna
skapar vanda
í sama mánuði lýsti læknadeild
Harvardháskóla í Bandaríkjunum
því yfir, að hagsmunaárekstravið-
mið deildarinnar yrðu áfram jafn-
ströng og þau hafi verið, en þau eru
talin hin ströngustu í Bandaríkjun-
um. Forseti deildarinnar, Joseph
B. Martin, hvatti til þess að um-
ræður færu fram um þessi mál.
Ritstjóri JAMA, dr. Catherine
DeAngelis, segir að eitt alvarleg-
asta vandamálið sé það, þegar vís-
indamenn eigi hlut í þeim fyrir-
tækjum sem kosti rannsóknir
þeirra. I slíkum tilfellum geti rann-
sóknirnar ekki talist jafngóðar og
ella og líklegra sé að niðurstöðurn-
ar verði fyrirtækinu hallkvæmar.
TENGLAR
JAMA: jama.ama-assn.org
Læknadeild Harvard:
www.hms.harvard.edu/integrity
Lífsiðfræðimiöstöð Stanford-
háskóla: www.stanford.edu/dept/
scbe
i
i
i
I