Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 58

Morgunblaðið - 18.11.2000, Síða 58
58 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hagstærðir í höfuðborg HOFUÐBORG Is- lands er hin dreifbýl- asta sem um getur. Byggð er á 6.000 ha lands en vergur þétt- leiki er 17 íbúar/ha. Frá stríðslokum hefur hún þanist út og þynnst með ótrúlegum hraða 'og áætlanir sveitarfé- laga gefa enga vísbend- ingu um að hverfa eigi frá stjórnlausri þróun á næstu áratugum. Pétt- leiki evrópskra borga er að jafnaði fimmfalt meiri. Örn Afleiðingin er víta- Sigurðsson hringur bflsins: aukið land þarf undir götur, lengri tíma þarf daglega undir stýri og aukinn tími fer í að vinna fyrir rekstri bfls- ins. Fé, sem ætti að fara í raunveru- leg lífsgæði, sparnað, nýja þekkingu, rannsóknir og atvinnurekstur, er bundið í sóun bflgeirans. Kjörtíma íbúanna, sem ætti að verja í uppeldi, -ramönnun og menntun barna, sköp- un, hvfld, skemmtun, útivist, menn- ingarstarf og mannleg samskipti, er sóað í endalausum akstri og striti fyrir rekstri bflsins. Ábati af háum þjóðartekjum skilar sér ekki sem skyldi, hvorki í tekjum, kaupmætti, spamaði og hóflegum vinnutíma né til eflingar atvinnulífs, rannsóknastarfsemi og menntunar. Nú búa allir utan göngufjarlægðar því leiðin, sem allir þurfa að fara dag hvem, oft á dag, er einfaldlega of . löng og hún lengist enn verði ekki ’ tekin upp ábyrg skipulagsstefna. Margfeldisstuðlar (fólksfjöldi, bflafjöldi, ferðafjöldi o.s.frv.) era há- ir. Margfeldi þeirra og lengri leiða birtist nú þegar í svimandi tölum sem lýsa alvarlegum samfélags- vanda. 280.000 íslendingar eiga nú 160.000 fólksbfla eða 0,570 hver. Ár- legur kostnaður vegna einkabfla á höfuðborgarsvæðinu er nú 120 millj- arðar kr. og verður að óbreyttu 180 milljarðar 2020. Nú era famar 250.000.000 15 mín. farþegaferðir á svæðinu, jafngildi 33.000 mannára (1.850x60 = 111.000 mín.= 1 mann- ár). Árið 2020 verða þær að óbreyttu 350 þús. í 20 mínútur hver, jafngildi 63.000 mannára. Mannár má nota til ~ ’að meta þjóðhagsleg áhrif ákvarðana í skipulagi sbr. skýrslu Hagfræði- stofnunar HÍ um Reykjavíkurflugvöll 1997. Þar er 40 mín. lenging á ferðatíma 400 þús. flugfarþega árlega (16.000.000 m£n. eða 144 mannár) talin sanna þjóðhagslega hagkvæmni flugrekst- ursíVatnsmýri. Atvinnurekstur á höfuðborgarsvæðinu veltir nú 600 milljörð- um, sveitarfélög 32 og rfldð 20, alls um 652 milljörðum kr. Ef 15% veltu er háð byggðar- mynstri hefur þéttleiki byggðar áhrif á hlutfall kostnaðar/ábata af 100 milljörðum kr. nú og 150 milljörðum 2020. Takist að þétta byggð um 30% til 2020 skv. tillögu Samtaka um betri Flugvallamál Flugvellir í Keflavík og Reykjavík eru hernað- armannvirki, segir Örn Sigurðsson, byggð á forsendum stríðsátaka. byggð að svæðisskipulagi, mætti lækka kostnað af einkabflum um 54 mflljarða og tímavirði farþega um 75 milljarða (18.900 mannár). Samtímis mætti lækka kostnað atvinnurekst- urs, sveitarfélaga og ríkis um 45 milljarða á ári. Önnur samlegðaráhrif era bætt heilsa vegna minni mengunar, ósnortin náttúra á jöðram byggðar- innar, bætt og menningarlegt borg- aramhverfi og betra uppeldi og menntun yngri kynslóða í harðri, al- þjóðlegri samkeppni. Fjárfestingar í byggðarþróun til 2020 gætu numið 800 milljörðum kr. Eftir miklu er að slægjast því í þéttri byggð er kostnaður minni en í strjálli, en hagnýtt gildi, gæði og ending mannvirkja að sama skapi meiri. Festist þetta fé í þróun bfla- borgar austan Elliðaáa verður ekki aftur snúið eftir 10-15 ár ef ráða- mönnum þóknast þá að leggja af flugrekstur í Vatnsmýri. - ■ E. •'•--T TIL ALLRA ÁTTA! Vantar þig vinnu? www.radning.is Nýlega vora kynnt drög að mið- borgarbyggð í Vatnsmýri og settir fram valkostir að nýtingarstigi, frá 2.280.000 til 3.750.000 gólfflatar- metra. Ef sama lóðaverð er í Vatnsmýri og í miðborg Reykjavíkur er verð- mæti lóða þar 45-75 milljarðar kr. Hvergi í lýðveldinu er jafnraunhæft og æskilegt að reisa slíka miðborgar- byggð, þar sem mikill fjöldi byggi innan göngufjarlægðar frá þjónustu. Samtímis næðist jafnvægi milli bú- setu og starfa á nesinu og stofnbraut- ir þar nýttust betur. Þessi byggð skapar kjölfestu nýs samgöngu- kerfis, sem gagnast öllu svæðinu. Orsakavaldur þess sem fór úr- skeiðis í byggðinni frá 1946 er flug- völlurinn í Vatnsmýri. Ekki er unnt að snúa öfugþróuninni við nema með því einu að fjarlægja meinsemdina. Með flutningi flugs á nýjan stað á höfuðborgarsvæðinu fæst veraleg bót og nýir möguleikar skapast. Líklega á engin evrópsk borg sambærilegt tældfæri og Reykjavík til að þróast í átt að raunveralegri menningarborg. Nýr stækkanlegur flugvöllur styrkir samkeppnisstöðu svæðisins: - 1. áf. sem æfingavöllur árið 2002:500.000.000 kr. - 2. áf. sem innanlandsvöllur árið 2010: 10.000.000.000 kr. - 3. áf. sem alhliða flugvöllur árið 2020: 15.000.000.000 kr. - samtals: 25.500.000.000 kr. Á höfuðborgarsvæðinu er fjöldi staða fyrir flugvöll. Þeir álitlegustu, Eng- ey, Akurey, Skerjafjörður og Álfta- nes, era innan 6 km frá miðborginni. Staðarval er á sviði skipulags því veðurfar er sambærilegt. Við loka- hönnun þarf að beita flug- og flug- leiðsögutækni og nákvæmum vind- mælingum til að fínstilla stefnur brauta. Þessir staðir era á fyllingum eins og flugvellir víða um heim enda era kostirnir margir. Fé sparast því á landi þarf einnig að greiða fyrir helg- unarsvæði flugvalla (x5-10). Aðflug er yfir sjó og brautir marflatar. Mið- borgarsvæðið er innan eðlilegra helgunarmarka Reykjavíkurvallar og telst því óbyggilegt skv. almenn- um skilningi. Það skýrir hve hratt svæðinu hefur hrakað sl. hálfa öld. Landþörf vallar með 900 og 1.200 metra brautir er 70 ha. I Skerjafirði kostar slík fylling 3.500 milljónir, frágangur 500 m., flugstöð/turn 1.700 m., vegur 300 m., flugskýli 1.000 m., hönnun, umsjón og ófyrir- séð 50%, alls 10.500 m. Sé kostnaður við nýjan flugvöll af- skrifaður sem hrein fóm til að greiða fyrir þróun borgarinnar virðist arð- semi óendanlega mikil en sé aðeins miðað við bílakostnað, slys og tíma- virði er hún +300% (m.v. -25% á þjóðvegi 1 um Mosfellsbæ, +5% í Vaðlaheiðargöngum og +25% á MiklubryKringlumýrarbr.). Kostnaður við nýjan völl, sem nú er byggður í Vatnsmýri, er 4.630 m. (brautir 1.530 m., vegur 300 m., flug- stöð 1.500 m., flugskýli 1.000 m., æf- ingavöllur 300 m.). Hvorki er reiknað með kostnaði við land undir vellinum né á helgunarsvæði hans því sam- gönguyfirvöld tóku flugvallarsvæðið ófijálsri hendi í stríðslok og hafa aldrei greitt Reykvíkingum leigu, aðstöðugjöld eða skaðabætur. Þau hafa æ síðan ráðskast með mikil- væga hagsmuni höfuðborgarbúa. Flugvellir í Keflavík og Reykjavík era hernaðarmannvirki, byggð á for- sendum stríðsátaka. Hvoragur hent- ar íslensku samfélagi á 21. öld þó ráðamenn beiti mikilli hörku til að þvinga framtíðarþróun höfuðborgar- svæðisins og lýðveldisins alls að þessum mannvirkjum. Höfundur er arkitekt. Réttarstaða barna EINN er sá ört vax- andi þjóðfélagshópur í landinu sem lítt hefur notið áhuga stjórn- valda á málefnum sín- um, það era böm ein- stæðra foreldra. I dag era greidd um 12.500 barnsmeðlög í landinu og hafa málefni þessa hóps dagað uppi á borðum þingmanna áram saman, þrátt fyrir fögur fyrirheit um metnaðarfulla fjöl- skyldustefnu í landinu sem jafna á rétt barna Albert án tillits til fjölskyldu- Snorrason gerðar þeirra - sam- kvæmt yfirlýsingum ríkisstjórnar um mótun fjölskyldustefnu • frá 1996. Nærtækasta dæmi þess er óafgreidd þingsályktunartillaga frá árinu 1997 sem þingmennirnir Ásta R. Jóhannesdóttir og Össur Skarp- héðinsson lögðu fram um bætta réttarstöðu barna til umgengni við báða foreldra sína. í tillögunni sem varðar eitt helsta mannréttindamál barna ber hæst að réttur barnsins skuli ávallt hafður í fyrirrúmi við skilnað foreldra og því skipaður talsmaður tafarlaust ef ágreiningur verður um umgengni við það sb. heimild í barnalögum frá 1992. Engum dylst hvflíkt hjartans mál afgreiðsla þessarar tillögu er þeim fjölskyldum sem standa í slíkum ágreiningi og eðli málsins vegna ætti að ríkja skilningur stjórnvalda á mikilvægi hennar. Því til áherslu má benda á að niðurstöður fjöl- margra rannsókna sýna að börn telja eitt erfiðasta atriði í skilnaði foreldra sinna vera að missa sam- band við annað foreldri sitt. Tjá flest börn sorg yfir að missa aðhald og traust föður síns við skilnað, en ég nefni hér feður þar sem í um 90% tilfella eiga börnin lögheimili hjá móður. Vonbrigði barnanna lýsa sér m.a. í því að sjálf leggja þau síðar minna upp úr fjölskyldu- tengslum og finna drengir gjarnan til sorgar, saknaðar og óöryggis sem kemur oft fram síðar á ævinni í erfiðleikum þeirra í hlutverki sem karlmenn og feður. Því má líta svo á að ástandið erfist sé ekkert að gert. Hjá stúlkum hefur komið í Ijós að sambandsleysi við föður birtist gjarnan síðar hjá þeim í undirgefni, stöðugri leit og óöryggi í tengslum á fullorðinsárum. Er því ljóst mikil- vægi föðurins í uppeldinu þótt hann sé ekki einn af heimilismönnum. Helstu rökin fyrir því að ekki hafa verið settar í lög reglur til að knýja forræðislaust foreldri til að sinna lögbundinni skyldu sinni til umgengni við barn sitt era m.a. þau að það þjóni síst hagsmunum barnsins að foreldri sem skortir áhuga á að umgangast barn sitt sé þvingað til samvistanna. I þeim tilvikum sem forsjárfor- eldri meinar hinu foreldrinu að njóta umgengnisréttar við barn sitt er möguleiki á beitingu sekta, allt að 5.000 kr. á dag. Það er álit þeirra sem með þessi mál fara að úrræðið sé máttlaust og er því sjaldan beitt. Helstu rök fyrir því era þau að með auknum fjárhagsbyrðum einstæðs foreldris, þ.e. dagsektum, mundi aðstöðumunur bama einstæðra for- Ætlar þu að sauma jólafötín?!* Komdu og skoðaðu úrvalið af fataefnum hjá okkur. V/RKA Mörkin 3 - Sími 568 7477 www.virka.is Opið Mánud.-föstud. kl. 10-18. Lau. kl. 10-16. Halldóra Einarsdóttir eldra og hjóna eða sambúðarfólks aukast meira. Úrræðaleysi það sem einkennir þessi mál hefur viðgeng- ist of lengi og tímabært að sýna til- veru þessa hóps þá virðingu að skipa honum umboðsmann eða tals- mann sem gætir hagsmuna hans í hvívetna. Hinn nýi réttur til fæðingarorlofs sem þrykkt var í gegn fyrir síðustu þinglok reyndist stuðla að miklu misrétti meðal barna og hreint ekki Fjölskyldustefna Börn sem fæðast inn í fjölskyldugerð einstæðra foreldra eiga ekki að gjalda þess, segja Halldóra Einarsdóttir og Albert Snorrason, taki feður þeirra ekki fæðingar- orlof með þeim. til að jafna rétt þeirra án tillits til fjölskyldugerðar. Árið 1999 fæddist 501 barn utan hjónabands eða sam- búðar í landinu. Það þýðir að sá fjöldi bama fæddist inn í fjöl- skyldugerð einstæðra foreldra. Úm næstu áramót þegar tökur á fæð- ingarorlofi hefjast má búast við af- föllum á töku þess af hendi forræð- islausra feðra. Nýtist þá orlof þeirra engum og ætti í slíkum til- vikum að vera framseljanlegt til móður með samþykki hans eða til föðurforeldra barnsins óski þeir þess, og þá með samþykki beggja foreldra. Þannig eru hagsmunir og fjölskyldutengsl barnsins hafðir í fyrirrúmi enda fæðingarorlofið komið til barnsins vegna. Böm sem fæðast inn í fjölskyldugerð ein- stæðra foreldra eiga ekki að gjalda þess taki feður þeirra ekki fæðing- arorlof með þeim! Að öllu óbreyttu má búast við að hluti barna ein- stæðra og mæðrum þeirra verði hegnt fyrir þjóðfélagsstöðu sína með styttra orlofi. Mér eru minnis- stæð ummæli þingkonu Samfylk- ingar við lagasetningu frumvarps- ins. Þar segir hún níu mánuði vera algjöran lágmarkstíma miðað við hin Norðurlöndin þar sem hann er allt upp í tvö ár. En hvað finnst henni um 6 mánaða orlof einstæðra foreldra? í mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna er að finna ákvæði sem varðar hagsmuni barna. Samkvæmt því ber öllum bömum, jafnt þeim sem fæðast inn- an og utan hjónabands eða sambúð- ar, að njóta sömu félagsverndar og sú skylda er lögð á herðar ríkis- valdinu að þeim sé ekki mismunað. Hin nýju lög um fæðingarorlof í landinu mismuna ófæddum íslend- ingum. Halldóra er í stjóm Félags einstæðra foreldra. Albert er formaður Félags einstæðra foreldra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.